Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin

Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.

DZ9A7535 (1).jpg
Auglýsing

Curio hlaut Nýsköp­un­ar­verð­laun Íslands árið 2019 en Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir nýsköp­un­ar­ráð­herra afhenti verð­launin á Nýsköp­un­ar­þingi í dag.

Stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Curio er Elliði Hreins­son, en félagið er með 49 starfs­menn í dag, þar af 42 á starfs­stöðvum í Hafn­ar­firði og á Húsa­vík.

Curio er nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki sem vinnur að þróun fisk­vinnslu­véla sem auka nýt­ingu og skila betri afurð í vinnslu á bol­fiski í afhausun, flökun og roð­flett­ingu, ásamt því að hafa örygg­is­mál og þrif að leið­ar­ljósi. 

Auglýsing

Félagið selur 85 pró­sent af vélum sínum á erlendan markað og þá helst í Nor­egi, Bret­landi, Banda­ríkj­un­um, Frakk­landi og Pól­land­i. 

Þró­un­ar­starf félags­ins hefur skilað sér í nýjum og áhuga­verðum vinnslu­vél­um, sem hafa skilað félag­inu mik­illi veltu­aukn­ingu á und­an­förnum árum. Síð­ari ár hefur félagið lagt sífellt meiri áherslu á þró­un­ar­starf og eru starfs­menn félags­ins að vinna að þróun á nýrri véla­línu fyrir lax og bleikju. Próf­anir eru þegar hafnar og lofa mjög góðu.  

Fyrstu vélar undir vöru­merk­inu Curio voru fram­leiddar af Gull­molar ehf. árið 2007 og var fyr­ir­tækið Curio ehf. stofn­að árið 2013 og tók yfir þróun og fram­leiðslu vél­anna. 

Í rök­stuðn­ingi dóm­nefndar segir að Curio hafi leitt öfl­ugt þró­un­ar­starf sem snýr að vinnslu sjáv­ar­af­urða. „Fé­lagið var framan af ekki áber­andi í nýsköp­un­ar­sam­fé­lag­inu en þró­un­ar­starf félags­ins hefur vaxið jafnt og þétt und­an­farin ár. Félagið hlaut m.a. árið 2018 tveggja milljón evra styrk í nýsköp­un­ar­á­ætlun Evr­ópu­sam­bands­ins innan Horizon 2020 og styrk frá Tækni­þró­un­ar­sjóði vorið 2019 fyrir nýrri tölvu­stýrðri klumbru­skurð­ar­vél. Það er mat dóm­nefndar að Curio hafi þróað fram­úr­skar­andi afurðir og leggi mikla áherslu á áfram­hald­andi þróun véla sem hafi alla burði til að ná árangri á mark­aði á næstu árum og sé vel að verð­laun­unum kom­ið,“ segir í rök­stuðn­ingi.

Nýsköp­un­ar­verð­laun Íslands eru veitt af Rannís, Íslands­stofu, Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands og Nýsköp­un­ar­sjóði atvinnu­lífs­ins, til fyr­ir­tækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjón­ustu, sem byggð er á rann­sókn­ar- og nýsköp­un­ar­starfi og náð hefur árangri á mark­aði.

„Til­gangur verð­laun­anna er að vekja athygli á þeim mik­il­vægu tengslum sem eru á milli rann­sókna og þekk­ingaröfl­unar og auk­innar verð­mæta­sköp­unar í atvinnu­líf­inu. Verð­launa­grip­ur­inn er stytta af frjó­sem­is­goð­inu Frey eftir Hall­stein Sig­urðs­son mynd­höggv­ara. Við val á verð­launa­hafa er litið til þess hvort um er að ræða sprota­fyr­ir­tæki, hvort það sé byggt á nýrri tækni og hug­mynd og hafi þekk­ingu og reynslu til að sinna fram­úr­skar­andi þró­un­ar­starfi. Þá er lagt mat á virð­is­auka afurða og hvort fyr­ir­tækið hafi náð árangri á mark­aði. Metið er hvort líkur séu á að fyr­ir­tækið haldi velli og hvort stjórnun nýsköp­unar sé til eft­ir­breytni. Að lokum er metið hvort fyr­ir­tækið sé hvatn­ing fyrir aðra að feta sömu slóð,“ segir í til­kynn­ingu.

Kjarn­inn heim­sótti Elliða árið 2015 þegar hann var að byggja fyr­ir­tækið upp. Mynd­band af heim­sókn­inni má finna hér.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Ríkisframlög til Samfylkingarinnar nær fjórfölduðust í fyrra
Framlög úr ríkissjóði til Samfylkingarinnar voru 89 milljónir í fyrra sem er nær fjórfalt hærri upphæð en árið 2017. Framlög ríkissjóðs til stjórnmálaflokka voru hækkuð á síðasta ári að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent