Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin

Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.

DZ9A7535 (1).jpg
Auglýsing

Curio hlaut Nýsköp­un­ar­verð­laun Íslands árið 2019 en Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir nýsköp­un­ar­ráð­herra afhenti verð­launin á Nýsköp­un­ar­þingi í dag.

Stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Curio er Elliði Hreins­son, en félagið er með 49 starfs­menn í dag, þar af 42 á starfs­stöðvum í Hafn­ar­firði og á Húsa­vík.

Curio er nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki sem vinnur að þróun fisk­vinnslu­véla sem auka nýt­ingu og skila betri afurð í vinnslu á bol­fiski í afhausun, flökun og roð­flett­ingu, ásamt því að hafa örygg­is­mál og þrif að leið­ar­ljósi. 

Auglýsing

Félagið selur 85 pró­sent af vélum sínum á erlendan markað og þá helst í Nor­egi, Bret­landi, Banda­ríkj­un­um, Frakk­landi og Pól­land­i. 

Þró­un­ar­starf félags­ins hefur skilað sér í nýjum og áhuga­verðum vinnslu­vél­um, sem hafa skilað félag­inu mik­illi veltu­aukn­ingu á und­an­förnum árum. Síð­ari ár hefur félagið lagt sífellt meiri áherslu á þró­un­ar­starf og eru starfs­menn félags­ins að vinna að þróun á nýrri véla­línu fyrir lax og bleikju. Próf­anir eru þegar hafnar og lofa mjög góðu.  

Fyrstu vélar undir vöru­merk­inu Curio voru fram­leiddar af Gull­molar ehf. árið 2007 og var fyr­ir­tækið Curio ehf. stofn­að árið 2013 og tók yfir þróun og fram­leiðslu vél­anna. 

Í rök­stuðn­ingi dóm­nefndar segir að Curio hafi leitt öfl­ugt þró­un­ar­starf sem snýr að vinnslu sjáv­ar­af­urða. „Fé­lagið var framan af ekki áber­andi í nýsköp­un­ar­sam­fé­lag­inu en þró­un­ar­starf félags­ins hefur vaxið jafnt og þétt und­an­farin ár. Félagið hlaut m.a. árið 2018 tveggja milljón evra styrk í nýsköp­un­ar­á­ætlun Evr­ópu­sam­bands­ins innan Horizon 2020 og styrk frá Tækni­þró­un­ar­sjóði vorið 2019 fyrir nýrri tölvu­stýrðri klumbru­skurð­ar­vél. Það er mat dóm­nefndar að Curio hafi þróað fram­úr­skar­andi afurðir og leggi mikla áherslu á áfram­hald­andi þróun véla sem hafi alla burði til að ná árangri á mark­aði á næstu árum og sé vel að verð­laun­unum kom­ið,“ segir í rök­stuðn­ingi.

Nýsköp­un­ar­verð­laun Íslands eru veitt af Rannís, Íslands­stofu, Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands og Nýsköp­un­ar­sjóði atvinnu­lífs­ins, til fyr­ir­tækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjón­ustu, sem byggð er á rann­sókn­ar- og nýsköp­un­ar­starfi og náð hefur árangri á mark­aði.

„Til­gangur verð­laun­anna er að vekja athygli á þeim mik­il­vægu tengslum sem eru á milli rann­sókna og þekk­ingaröfl­unar og auk­innar verð­mæta­sköp­unar í atvinnu­líf­inu. Verð­launa­grip­ur­inn er stytta af frjó­sem­is­goð­inu Frey eftir Hall­stein Sig­urðs­son mynd­höggv­ara. Við val á verð­launa­hafa er litið til þess hvort um er að ræða sprota­fyr­ir­tæki, hvort það sé byggt á nýrri tækni og hug­mynd og hafi þekk­ingu og reynslu til að sinna fram­úr­skar­andi þró­un­ar­starfi. Þá er lagt mat á virð­is­auka afurða og hvort fyr­ir­tækið hafi náð árangri á mark­aði. Metið er hvort líkur séu á að fyr­ir­tækið haldi velli og hvort stjórnun nýsköp­unar sé til eft­ir­breytni. Að lokum er metið hvort fyr­ir­tækið sé hvatn­ing fyrir aðra að feta sömu slóð,“ segir í til­kynn­ingu.

Kjarn­inn heim­sótti Elliða árið 2015 þegar hann var að byggja fyr­ir­tækið upp. Mynd­band af heim­sókn­inni má finna hér.Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Efling ásakar Reykjavíkurborg um að hafa dreift villandi upplýsingum
„Borgin er í okkar höndum!“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í opnu bréfi til borgarstjóra, þar sem honum er tilkynnt um algjör viðræðuslit vegna kjarasamningagerðar. Efling segir borgina hafa brotið bæði trúnað og lög.
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands vorið 2018.
Norskt félag kaupir rúmlega sjö prósent í Heimavöllum fyrir tæpan milljarð
Virði bréfa í Heimavöllum, sem hefur vart haggast mánuðum saman, tók kipp í morgun þegar greint var frá því að norskt leigufélag hefði keypt stóran hlut í félaginu. Kaupverðið var í kringum milljarð króna.
Kjarninn 20. janúar 2020
Bilið á milli ríkra og fátækra heldur áfram að aukast samkvæmt Oxfam-samtökunum.
Rúmlega tvö þúsund manns eiga meiri auð en 60 prósent íbúa jarðar
Í árlegri skýrslu Oxfam-samtakanna kemur fram að 22 ríkustu karlar í heimi eigi meira af auði en allar konur sem búa í Afríku samanlagt. Ef tveir ríkustu karlar heims myndu stafla öllum fé sínu upp í bunka, og setjast á hann, þá sætu þeir í geimnum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Fimm tæknifyrirtæki í einstakri yfirburðastöðu sem efi er um að sé sjálfbær
Apple, Microsoft, Alphabet (móðurfélag Google), Amazon og Facebook eru verðmætustu fyrirtæki Bandaríkjanna. Það er einsdæmi að fimm fyrirtæki úr tengdum geira séu í fimm efstu sætunum á slíkum lista. Í raun eru þau markaðssvæði, ekki eiginleg fyrirtæki.
Kjarninn 20. janúar 2020
Vilja að þú fáir þér ís með Netflix áhorfinu
Netflix og ísframleiðandinn Ben & Jerry's hafa tekið höndum saman. Þau vilja að fólk fá sér ís með Netflix áhorfinu.
Kjarninn 19. janúar 2020
Íslendingar, náttúra, hálendi og hreindýr
Jakob S. Jónsson fjallar um Öræfahjörðina, sögu hreindýra á Íslandi.
Kjarninn 19. janúar 2020
Arnheiður Jóhannsdóttir
Sjálfbær uppbygging ferðaþjónustu á landinu öllu
Kjarninn 19. janúar 2020
Seðlabankinn greip tólf sinnum inn í gjaldeyrismarkaðinn í fyrra
Gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands var orðinn 822 milljarðar króna í lok árs 2019. Alls lækkaði gengi krónunnar um 3,1 prósent og Seðlabankinn greip nokkrum sinnum inn í til að stilla af kúrs hennar í fyrra.
Kjarninn 19. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent