Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin

Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.

DZ9A7535 (1).jpg
Auglýsing

Curio hlaut Nýsköp­un­ar­verð­laun Íslands árið 2019 en Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir nýsköp­un­ar­ráð­herra afhenti verð­launin á Nýsköp­un­ar­þingi í dag.

Stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Curio er Elliði Hreins­son, en félagið er með 49 starfs­menn í dag, þar af 42 á starfs­stöðvum í Hafn­ar­firði og á Húsa­vík.

Curio er nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki sem vinnur að þróun fisk­vinnslu­véla sem auka nýt­ingu og skila betri afurð í vinnslu á bol­fiski í afhausun, flökun og roð­flett­ingu, ásamt því að hafa örygg­is­mál og þrif að leið­ar­ljósi. 

Auglýsing

Félagið selur 85 pró­sent af vélum sínum á erlendan markað og þá helst í Nor­egi, Bret­landi, Banda­ríkj­un­um, Frakk­landi og Pól­land­i. 

Þró­un­ar­starf félags­ins hefur skilað sér í nýjum og áhuga­verðum vinnslu­vél­um, sem hafa skilað félag­inu mik­illi veltu­aukn­ingu á und­an­förnum árum. Síð­ari ár hefur félagið lagt sífellt meiri áherslu á þró­un­ar­starf og eru starfs­menn félags­ins að vinna að þróun á nýrri véla­línu fyrir lax og bleikju. Próf­anir eru þegar hafnar og lofa mjög góðu.  

Fyrstu vélar undir vöru­merk­inu Curio voru fram­leiddar af Gull­molar ehf. árið 2007 og var fyr­ir­tækið Curio ehf. stofn­að árið 2013 og tók yfir þróun og fram­leiðslu vél­anna. 

Í rök­stuðn­ingi dóm­nefndar segir að Curio hafi leitt öfl­ugt þró­un­ar­starf sem snýr að vinnslu sjáv­ar­af­urða. „Fé­lagið var framan af ekki áber­andi í nýsköp­un­ar­sam­fé­lag­inu en þró­un­ar­starf félags­ins hefur vaxið jafnt og þétt und­an­farin ár. Félagið hlaut m.a. árið 2018 tveggja milljón evra styrk í nýsköp­un­ar­á­ætlun Evr­ópu­sam­bands­ins innan Horizon 2020 og styrk frá Tækni­þró­un­ar­sjóði vorið 2019 fyrir nýrri tölvu­stýrðri klumbru­skurð­ar­vél. Það er mat dóm­nefndar að Curio hafi þróað fram­úr­skar­andi afurðir og leggi mikla áherslu á áfram­hald­andi þróun véla sem hafi alla burði til að ná árangri á mark­aði á næstu árum og sé vel að verð­laun­unum kom­ið,“ segir í rök­stuðn­ingi.

Nýsköp­un­ar­verð­laun Íslands eru veitt af Rannís, Íslands­stofu, Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands og Nýsköp­un­ar­sjóði atvinnu­lífs­ins, til fyr­ir­tækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjón­ustu, sem byggð er á rann­sókn­ar- og nýsköp­un­ar­starfi og náð hefur árangri á mark­aði.

„Til­gangur verð­laun­anna er að vekja athygli á þeim mik­il­vægu tengslum sem eru á milli rann­sókna og þekk­ingaröfl­unar og auk­innar verð­mæta­sköp­unar í atvinnu­líf­inu. Verð­launa­grip­ur­inn er stytta af frjó­sem­is­goð­inu Frey eftir Hall­stein Sig­urðs­son mynd­höggv­ara. Við val á verð­launa­hafa er litið til þess hvort um er að ræða sprota­fyr­ir­tæki, hvort það sé byggt á nýrri tækni og hug­mynd og hafi þekk­ingu og reynslu til að sinna fram­úr­skar­andi þró­un­ar­starfi. Þá er lagt mat á virð­is­auka afurða og hvort fyr­ir­tækið hafi náð árangri á mark­aði. Metið er hvort líkur séu á að fyr­ir­tækið haldi velli og hvort stjórnun nýsköp­unar sé til eft­ir­breytni. Að lokum er metið hvort fyr­ir­tækið sé hvatn­ing fyrir aðra að feta sömu slóð,“ segir í til­kynn­ingu.

Kjarn­inn heim­sótti Elliða árið 2015 þegar hann var að byggja fyr­ir­tækið upp. Mynd­band af heim­sókn­inni má finna hér.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Víst fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent