Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

„Guð forði okkur frá því að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn selji aftur bank­ana. Ef ég væri VG myndi ég láta mig hverfa ef það ger­ist.“

Þetta sagði Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, í umræðum mögu­lega sölu á eign­ar­hlutum í rík­is­bönk­un­um, sem fór fram á Alþingi í dag. 

Þar var meðal ann­ars rætt um stefnu­leysi stjórn­valda þegar kæmi á mál­inu, en Oddný Harð­ar­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að það væri erfitt að glöggva sig á því hvað stjórn­völd raun­veru­lega vildu gera þegar kæmi að sölu á eign­ar­hlutum í bönk­un­um. 

Auglýsing

Hún sagði að for­gangs­at­riði ætti að vera aðskilja við­skipta- og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, þar sem ríkið væri alltaf með vanda­málin í hönd­unum ef bankar myndu lenda í vanda. 

Bankarnir. Ríkið á Íslandsbanka og Landsbankann.

Mik­il­vægt væri að greina á milli áhættu­samrar banka­starf­semi og síðan hefð­bund­innar við­skipta­banka­starf­semi.

Íslenska ríkið er eig­andi Íslands­banka og Lands­bank­ans, en sam­an­lagt eigið fé bank­anna tveggja nemur 415 millj­örðum króna. 

Í umræð­unum sagði Björn Leví ekki greina mik­inn lær­dóm af hruni fjár­mála­kerf­is­ins, eða því sem hefði gengið á áður en kerfið hrundi. „Við höfum lært nægi­lega mikið til að lenda á pen­inga­þvætt­is­lista. Við höfum lært nægi­lega mikið til að við vitum ekki einu sinni svarið við því hvernig geng­ur,“ sagði Björn Leví.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent