Fellst ekki á að landinu sé stjórnað af hagsmunaöflum

Forsætisráðherra segist hafa þá trú að flokkarnir á Alþingi séu vandari að virðingu sinni en svo að þeir láti eingöngu stjórnast af hagsmunaöflum.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra seg­ist hafa þá trú á stjórn­málum og stjórn­mála­mönnum að þeir láti ekki allir stjórn­ast af hags­mun­um. „Það væri auð­vitað veru­lega illa fyrir okkur komið ef svo væri.“

Þetta kom fram í máli hennar í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag. For­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Logi Ein­ars­son, spurði ráð­herr­ann meðal ann­ars út í það hvort hún hefði kallað eftir dæmum hvernig land­inu væri stjórnað af hags­muna­að­ilum og vís­aði í orð ráð­herr­ans síðan í síð­ustu viku þar sem hún sagði að hún vildi að seðla­banka­stjóri nefndi dæmi um slíkt.

Logi hóf mál sitt á því að minn­ast á fréttir sem birt­ust í morgun varð­andi það að norska fjár­mála­eft­ir­litið hefði sagt bank­ann DNB hafa staðið sig illa í að fram­fylgja lögum um pen­inga­þvætti árum sam­an. Kjarn­inn fjall­aði um málið í morgun en þar kemur fram að í skýrslu fjár­mála­eft­ir­lits­ins um Sam­herj­a­málið fái bank­inn ákúrur fyrir að skoða ekki sér­stak­lega milli­færslur fyrir og eftir að Sam­herj­a­málið kom upp.

Auglýsing

„Þetta þykir mjög stórt og alvar­legt mál í Nor­egi núna og er þungur áfell­is­dómur yfir þeirra helstu fjár­mála­stofn­un. Fyrir tveimur árum áttum við for­sæt­is­ráð­herra orða­stað um aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar í kjöl­far slá­andi birt­ingar gagna um starf­semi Sam­herja í Namibíu og þá áhættu sem skap­ast gæti fyrir orð­spor Íslands þar sem Sam­herji er stórt og öfl­ugt fyr­ir­tæki í íslensku sam­hengi, fyr­ir­tæki sem hefur áhrif í alla kima sam­fé­lags­ins. Þá svar­aði for­sæt­is­ráð­herra því að verið væri að fara yfir hvað hægt væri að gera til að standa betur að laga- og reglu­verki til að koma í veg fyrir að slík mál end­ur­tækju sig,“ sagði Logi.

Logi Einarsson Mynd: Bára Huld Beck

Spurði hann í fram­hald­inu hvað hefði verið gert síðan þá. „Hvernig hafa íslensk stjórn­völd tryggt að eft­ir­lits­stofn­anir hafi styrk og getu til að takast á við svo yfir­grips­miklar rann­sókn­ir? Hefur emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara, sem hefur Sam­herj­a­málið til rann­sókn­ar, nægi­legar fjár­heim­ildir og bol­magn? Er Fjár­mála­eft­ir­litið hér á landi nægi­lega vel fjár­magnað til að standa í sam­bæri­legum athug­unum og það norska? Og hefur verið gengið úr skugga um að íslenskir bankar hafi ekki verið seldir undir sams konar áhættu og nú er að afhjúp­ast í Nor­eg­i?“

Íslensk stjórn­völd gripið til marg­hátt­aðra aðgerða

Katrín svar­aði og sagð­ist vilja í fyrsta lagi nefna að úrskurð­ur­inn sem Logi vís­aði í, gagn­vart norska bank­anum DNB, varð­aði slæ­lega fram­kvæmd laga um pen­inga­þvætti.

„Ís­lensk stjórn­völd hafa gripið til marg­hátt­aðra aðgerða til að tryggja betur varnir gegn pen­inga­þvætti. Þau mál höfðu allt of lengi verið látin reka á reið­anum og þó að gripið hafi verið til aðgerða var ekki nógu hratt brugð­ist við þannig að Ísland lenti um tíma á hinum gráa lista FATF, sem við ræddum hér í þessum sal. Við vorum um leið mjög fljót af honum aftur vegna þess að við höfum verið að grípa til ráð­staf­ana til að hafa betra eft­ir­lit með pen­inga­þvætti sem þetta mál, sem hv. þing­maður nefn­ir, sner­ist um, en líka til að tryggja betur gagn­sæi í íslensku atvinnu­lífi, m.a. með skrán­ingu raun­veru­legra eig­enda. Það var líka þjóð­þrifa­mál sem of langan tíma hafði tekið að breyta til batn­að­ar. Það hefur því ýmis­legt verið gert á þessu svið­i,“ sagði hún.

Varð­andi Fjár­mála­eft­ir­litið þá benti ráð­herr­ann á að Alþingi hefði sam­þykkt lög um sam­ein­ingu Seðla­banka og Fjár­mála­eft­ir­lits og væri það hennar mat og mat margra ann­arra, þar á meðal seðla­banka­stjóra, að sú sam­ein­ing hefði orðið til þess að styrkja þessar tvær stofn­anir og gera þeim betur kleift að takast á við eft­ir­lits­hlut­verk sitt.

„Raunar kom það líka fram, í þeirri vinnu sem unnin var við gerð þeirra laga, að það myndi styrkja betur hefð­bundið fjár­mála­eft­ir­lit, og líka ann­ars konar eft­ir­lits­verk­efni eins og nefnd hafa verið í tengslum við Sam­herja, og er ég þá að vitna til gjald­eyr­is­eft­ir­lits­ins, að hafa þarna sterka stofnun á þessu sviði. Ég tel því að ýmis­legt hafi verið gert og ég tel að þessi sam­ein­ing hafi verið til að styrkja hið mik­il­væga eft­ir­lits­hlut­verk sem um ræð­ir.“

Ósam­mála ráð­herr­anum

Logi steig aftur í pontu og sagð­ist vera ósam­mála ráð­herra um það. „Hér­aðs­sak­sókn­ari hefur auk þess sagt að þau hefðu ekki nægt fjár­magn. Geta Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins hefur og verið tak­mörkuð með laga­breyt­ingum rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Nú síð­ast lagði rík­is­stjórnin niður emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra í núver­andi mynd og veikti neyt­enda­vernd svo um mun­ar.“

Benti hann á að seðla­banka­stjóri hefði stigið fram og talað um að land­inu væri stýrt af hags­muna­öfl­um. „Undir það hafa helstu hag­fræð­ingar lands­ins tekið og for­ystu­fólk verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. For­sæt­is­ráð­herra gerði heldur lítið úr þessum orðum í síð­ustu viku og brást við með því að kalla eftir dæm­um.“ Spurði Logi hvort Katrín hefði fengið slík dæmi ein­hvers staðar og kallað eftir þeim.

Hér­aðs­sak­sókn­ara tryggðar fjár­heim­ildir

Katrín svar­aði í annað sinn og sagði að það lægi alveg skýrt fyrir að hér­aðs­sak­sókn­ara yrðu tryggðar þær fjár­heim­ildir sem þarf til að ljúka rann­sókn þessa máls. Benti hún á að málið væri enn til með­ferðar hjá hér­aðs­sak­sókn­ara og sagð­ist hún hafa fulla trú á því að emb­ættið myndi sinna verk­efni sínu af heil­indum og eins vel og hægt er.

„Já, ég kall­aði eftir dæmum vegna þess að ég held að við höfum dæmi um það að hags­muna­að­ilar beiti sér með ótæpi­legum og óhóf­legum hætti. En ég hef líka þá trú að flokk­arnir hér á Alþingi séu vand­ari að virð­ingu sinni en svo að þeir láti ein­göngu stjórn­ast af hags­muna­öfl­um. Þess vegna segi ég að þegar sagt er að land­inu sé stjórnað af hags­muna­öflum sé vænt­an­lega verið að segja að stjórn­mála­flokk­arnir hér séu allir undir stjórn hags­muna­afla. Ég fellst ekki á það,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra.

Sagð­ist hún hins vegar vita að hags­muna­öfl reyndu mjög oft að beita sér óhóf­lega fyrir ýmsum breyt­ingum og mál­um. „Þess vegna hef ég beitt mér fyrir því og meðal ann­ars fengið sam­þykkt hér á Alþingi lög um varnir gegn hags­muna­á­rekstrum af því að mér finnst svo mik­il­vægt að við tryggjum aukið gagn­sæi um þessi mál. En ég hef þá trú á stjórn­málum og stjórn­mála­mönnum að þeir láti ekki allir stjórn­ast af hags­mun­um. Það væri auð­vitað veru­lega illa fyrir okkur komið ef svo væri,“ sagði hún að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent