Sendiherra lýsti yfir áhyggjum af neikvæðri umræðu í garð Pólverja á Íslandi

Sendiherra Póllands lýsti yfir áhyggjum af neikvæðri umræðu í garð Pólverja hér á landi á fundi sínum með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra síðasta föstudag. Ráðherra segir smitskömmun ekki eiga að líðast.

Guðlaugur Þór og Gerard Pokruszyński sendiherra Póllands á fundinum á föstudag.
Guðlaugur Þór og Gerard Pokruszyński sendiherra Póllands á fundinum á föstudag.
Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnu­ráð­herra átti fund með Ger­ard Pokruszyński sendi­herra Pól­lands á Íslandi síð­asta föstu­dag og tjáði honum að smit­skömmun í garð Pól­verja á Íslandi væri ólíð­andi, en pólski sendi­herr­ann hafði á fund­inum látið í ljós áhyggjur af nei­kvæðri umræðu í garð Pól­verja á Íslandi í tengslum við kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu í dag. Þar segir einnig að Guð­laugur Þór hafi á fund­inum áréttað mik­il­vægi þess að íbúum Íslands væri ekki mis­munað í tengslum við COVID-19, hvorki pólskum né öðrum af erlendum upp­runa.

„Far­ald­ur­inn hefur kallað fram marga góða eig­in­leika í fari þjóð­ar­innar en líka slæma. Einn þeirra er smit­skömm­un­in, sem á und­an­förnum vikum hefur beinst að íbúum lands­ins af erlendum upp­runa. Við getum ekki liðið að fólki sé mis­munað á slíkum grund­velli enda fer veiran ekki í mann­grein­ar­á­lit. Pólska sam­fé­lagið hér á landi hefur bæði auðgað þjóð­lífið og átt ríkan þátt í skapa hag­sæld und­an­far­inna ára og umræða und­an­far­inna daga í þess garð er bæði óvægin og ósann­gjörn,“ er haft eftir Guð­laugi Þór í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins.

Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn vakti máls á því á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna síð­asta fimmtu­dag að Pól­verjar á Íslandi hefðu fengið ljót skila­boð að und­an­förnu, eftir að hópsmit komu upp í sam­fé­lag­inu í kjöl­far þess að örfáir ein­stak­lingar héldu ekki sótt­kví.

„Við höfum oft talað um að veiran sé and­stæð­ing­ur­inn í þessu, það ætlar eng­inn að smit­ast og það ætlar eng­inn að smita ann­an. En nú erum við að fá upp­lýs­ingar um það að börn og full­orðnir sem hafa tengst hópsmitum og lent í því að vera hluti af þeim, eru að fá öfga­full skila­boð, rasísk og mjög ljót skila­boð. Þau eru líka að verða fyrir nán­ast ein­elti úti á götu. Ein­göngu, virð­ist vera, vegna þess að þau koma frá til­teknu landi. Ekki dæma alla fyrir eitt­hvað sem örfáir hafa gert,“ sagði Víð­ir.

Auglýsing

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent