Sendiherra lýsti yfir áhyggjum af neikvæðri umræðu í garð Pólverja á Íslandi

Sendiherra Póllands lýsti yfir áhyggjum af neikvæðri umræðu í garð Pólverja hér á landi á fundi sínum með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra síðasta föstudag. Ráðherra segir smitskömmun ekki eiga að líðast.

Guðlaugur Þór og Gerard Pokruszyński sendiherra Póllands á fundinum á föstudag.
Guðlaugur Þór og Gerard Pokruszyński sendiherra Póllands á fundinum á föstudag.
Auglýsing

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra átti fund með Gerard Pokruszyński sendiherra Póllands á Íslandi síðasta föstudag og tjáði honum að smitskömmun í garð Pólverja á Íslandi væri ólíðandi, en pólski sendiherrann hafði á fundinum látið í ljós áhyggjur af neikvæðri umræðu í garð Pólverja á Íslandi í tengslum við kórónuveirufaraldurinn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu í dag. Þar segir einnig að Guðlaugur Þór hafi á fundinum áréttað mikilvægi þess að íbúum Íslands væri ekki mismunað í tengslum við COVID-19, hvorki pólskum né öðrum af erlendum uppruna.

„Faraldurinn hefur kallað fram marga góða eiginleika í fari þjóðarinnar en líka slæma. Einn þeirra er smitskömmunin, sem á undanförnum vikum hefur beinst að íbúum landsins af erlendum uppruna. Við getum ekki liðið að fólki sé mismunað á slíkum grundvelli enda fer veiran ekki í manngreinarálit. Pólska samfélagið hér á landi hefur bæði auðgað þjóðlífið og átt ríkan þátt í skapa hagsæld undanfarinna ára og umræða undanfarinna daga í þess garð er bæði óvægin og ósanngjörn,“ er haft eftir Guðlaugi Þór í tilkynningu ráðuneytisins.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn vakti máls á því á upplýsingafundi almannavarna síðasta fimmtudag að Pólverjar á Íslandi hefðu fengið ljót skilaboð að undanförnu, eftir að hópsmit komu upp í samfélaginu í kjölfar þess að örfáir einstaklingar héldu ekki sóttkví.

„Við höfum oft talað um að veiran sé andstæðingurinn í þessu, það ætlar enginn að smitast og það ætlar enginn að smita annan. En nú erum við að fá upplýsingar um það að börn og fullorðnir sem hafa tengst hópsmitum og lent í því að vera hluti af þeim, eru að fá öfgafull skilaboð, rasísk og mjög ljót skilaboð. Þau eru líka að verða fyrir nánast einelti úti á götu. Eingöngu, virðist vera, vegna þess að þau koma frá tilteknu landi. Ekki dæma alla fyrir eitthvað sem örfáir hafa gert,“ sagði Víðir.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent