Danir ætla að sleppa því að nota bóluefni Janssen

Dönsk yfirvöld hafa ákveðið að sleppa því að nota bóluefni Janssen í bólusetningaráætlunum sínum, en heilbrigðisráðherra landsins tjáði þingmönnum allra flokka þetta á fundi í dag. Ákvörðunin tengist fágætum aukaverkunum sem fram komu í Bandaríkjunum.

Bóluefni Janssen eða Johnson & Johnson verður ekki notað í bólusetningaráætlun Dana.
Bóluefni Janssen eða Johnson & Johnson verður ekki notað í bólusetningaráætlun Dana.
Auglýsing

Dönsk yfirvöld hafa ákveðið að hætta að nota bóluefni Janssen. Frá þessu segja bæði Politiken og Ekstra Bladet í dag og hafa eftir heimildum að heilbrigðisráðherrann Magnus Heunicke hafi sagt þingmönnum allra flokka frá þessu á fundi í danska þinginu í dag.

Politiken segir frá því að stjórnvöld hafi áður áætlað að þetta komi til með að seinka lokadegi dönsku bólusetningaráætlunarinnar um þrjár vikur, en Danir höfðu pantað heilar átta milljónir skammta af bóluefni Janssen. Einungis þarf einn skammt af bóluefni Janssen.

Danir ákváðu að bíða með að hefja bólusetningu með bóluefni Janssen eftir að Bandaríkin settu bóluefnið tímabundið á hilluna þann 13. apríl, í kjölfar þess að örfá tilfelli sjaldgæfra blóðtappa greindust í kjölfar þess að átta milljón manns höfðu fengið bólusetningu með efninu. Næstum öll tilfellin voru hjá konum undir fimmtugu og létust þrjár vegna þessara sjaldgæfu aukaverkana.

Bandaríkjamenn stöðvuðu og héldu áfram en Danir ætla ekki að byrja

Nú virðist ljóst að hléið verður varanlegt í Danmörku, en Bandaríkjamenn hófu aftur notkun á bóluefninu frá Janssen, sem vestanhafs er talað um sem bóluefnið frá Johnson & Johnson, þann 24. apríl. Dönsk yfirvöld eru því búin að taka bæði bóluefni AstraZeneca og Janssen úr opinberum bóluefnaáætlunum sínum.

Auglýsing

Ekstra Bladet segir þó frá því í frétt sinni að dönsk heilbrigðisyfirvöld hafi ekki útilokað að bóluefni sem ekki er lengur hluti af opinberu bóluefnaáætluninni gætu staðið ákveðnum hópum til boða, ef þeir vilji. En um það þyrfti að taka ákvarðanir á sviði stjórnmálanna. Politiken segir frá því sama.

Aukinn kraftur hefur verið í bólusetningu Dana undanfarnar vikur rétt eins og hér á landi. Þar eru nú tæplega 11,5 prósent landsmanna orðin fullbólusett og 23,4 prósent til viðbótar hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent