Fullorðnir og börn frá „tilteknu landi“ fá „öfgafull“, „rasísk“ og „ljót“ skilaboð

Ekki dæma alla fyrir eitthvað sem örfáir hafa gert,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. „Við berum öll ábyrgð, við þurfum öll að taka þátt og við erum í þessu saman, sama hvaðan við komum, þá erum við öll almannavarnir.“

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Auglýsing

„Langar að byrja í dag á smá hrósi og þökkum,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, við upphaf upplýsingafundar almannavarna í dag. Hrósið fór m.a. til smitrakningarteymisins sem hefur með útsjónarsemi og fagmennsku í mannlegum samskiptum gert „aðdáunarverða“ hluti. Þá fengu íbúar Ölfuss einnig hrós frá Víði sem segir þá hafa sýnt hvernig samfélag sem verður fyrir því áfalli að þar greinist hópsýking geti tekið á hlutunum saman.

Auglýsing

„Að öðru og kannski ekki alveg jafn jákvæðu,“ sagði Víðir svo. „Við höfum oft talað um að veiran sé andstæðingurinn í þessu, það ætlar enginn að smitast og það ætlar enginn að smita annan. En nú erum við að fá upplýsingar um það að börn og fullorðnir sem hafa tengst hópsmitum og lent í því að vera hluti af þeim, eru að fá öfgafull skilaboð, rasísk og mjög ljót skilaboð. Þau eru líka að verða fyrir nánast einelti úti á götu. Eingöngu, virðist vera, vegna þess að þau koma frá tilteknu landi.

Ekki dæma alla fyrir eitthvað sem örfáir hafa gert,“ sagði Víðir með nokkrum þunga. „Við berum öll

ábyrgð, við þurfum öll að taka þátt og við erum í þessu saman, sama hvaðan við komum, þá erum við öll almannavarnir.“

Í lokaorðum sínum á fundinum horfði Víðir til nánustu framtíðar. „Nú er vor í lofti og maður sér fólk úti í garði að sinna vorverkunum. Við sem samfélag þurfum að sinna sömu vorverkum og við gerðum i fyrra.“ Þau verk snúa að persónubundnum sóttvörnum og passa okkur að missa ekki „þá góðu stöðu sem við erum í núna á lokametrunum.“

Hann sagði yfirvöld vonast til þess að eftir um tvo mánuði verði búið að ná góðri stöðu í bólusetningum. Þangað til þyrftum við að halda út. „Tveir mánuðir,“ sagði hann með áherslu. „Tveir mánuðir eru ekki neitt. Við erum búin að vera í þessu í fjórtán mánuði og tveir mánuðir í viðbót þar sem við tökum vel á þessu, að klára þetta mál, fylgja þessu alla leið, verður ekkert mál fyrir okkur.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent