Þórólfur: Hópsýkingar geta sprottið upp „áður en við er litið“

Enn ber á því að smit greinist hjá fólki sem hefur verið með einkenni í nokkra daga og þar af leiðandi útsett marga fyrir veirunni. Þó að staðan sé nokkuð góð í faraldrinum þarf lítið útaf að bera, líkt og hópsýkingar síðustu daga bera með sér.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

„Það sem við þurfum að hafa áhyggjur af þessa stund­ina eru þessi sam­fé­lags­legu smit sem við erum að greina á hverjum degi og hættan á að stórar hópar­sýk­ingar blossi upp aftur sem illa myndi ganga að ráða við.“

Þetta sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna og land­læknis í dag. Enn eru að grein­ast smit utan sótt­kvíar í svip­uðum mæli og und­an­far­ið. Í gær greindust tíu smit inn­an­lands og þrír voru utan sótt­kví­ar. Þau smit er ekki hægt að rekja til þeirra hóp­sýk­inga sem þekktar eru nú þegar með óyggj­andi hætti. Hin sjö smit gær­dags­ins tengj­ast hins vegar þessum þekktu hóp­sýk­ing­um.

Auglýsing

„Ennþá erum við að sjá smit hjá fólki sem hefur verið með ein­kenni í nokkra daga án þess að fara í sýna­töku og þannig náð að útsetja marga,“ sagði Þórólfur og brýndi, enn og aft­ur, fyrir fólki að fara í sýna­töku ef það fyndi nokkur ein­kenni sem gætu bent til COVID-19. Sagði hann því ekki hægt að segja að náðst hafi full­kom­lega utan um smitin og að það sé ákveðið áhyggju­efni að verið sé að greina fólk þessa dag­ana sem ekki virð­ist hafa nokkur tengsl við þekktar hóp­sýk­ing­ar.

Því sé hægt að full­yrða að það sé ein­hver útbreiðsla á veirunni til staðar en tak­mark­anir inn­an­lands gilda til fimmtu­dags í næstu viku. Þórólfur mun vænt­an­lega senda heil­brigð­is­ráð­herra nýtt minn­is­blað um helg­ina.

Frá 20. mars hafa 360 greinst með veiruna inn­an­lands og á landa­mær­un­um. Níu hafa þurft að leggj­ast inn á sjúkra­hús sem er svip­aður hlut­falls­legur fjöldi og fyrr í far­aldr­in­um. Hins vegar eru það heldur yngri ein­stak­lingar sem hafa þurft á inn­lögn að halda nú en í fyrri bylgjum að sögn sótt­varna­lækn­is. Öll þau smit sem greinst hafa síð­ustu vikur eru af völdum hins breska afbrigðis veirunn­ar.

Þórólfur til­tók fleiri töl­fræði­legar stað­reyndir um stöð­una á fund­inum og sagði að því loknu við­búið að ef útbreiðslan yrði mikil í sam­fé­lag­inu myndum við „sjá sams­konar mynstur og í fyrri bylgj­u­m“. Í þeim hafa sam­tals tugir þurft að leggj­ast inn á sjúkra­hús og margir á gjör­gæslu­deild.

Spurður hvort að ástandið núna kalli mögu­lega á hertar sótt­varna­að­gerðir sagði Þórólfur að núver­andi aðgerð­ir, sem væru nokkuð harð­ar, virt­ust vera að halda far­aldr­inum „nokkuð vel í skefj­u­m“. Ef meiri til­slak­anir væru í gangi værum við „ör­ugg­lega“ að sjá meiri útbreiðslu veirunn­ar. „Það þarf ekki mikið til,“ sagði hann og benti á hvað gerst hefur síð­ustu daga í Þor­láks­höfn, á Sel­fossi og í leik­skóla í Reykja­vík þar sem hóp­sýk­ingar hafa sprottið upp „áður en við er lit­ið“. Hann sagði ástandið nú ekki kalla á hert­ari aðgerðir en að vissu­lega þurfi að fylgjst vel með og grípa til við­eig­andi ráð­staf­ana ef þess ger­ist þörf.

Um 80 pró­sent þeirra sem voru boð­aðir í bólu­setn­ingu í gær með bólu­efni Astr­aZeneca mættu og er það svipað hlut­fall og við hin bólu­efn­in. Þetta sagði Þórólfur ánægju­legt. Hann sagði útlit fyrir að hingað verði komnir að minnsta kosti 360 þús­und skammta af bólu­efni í lok júní og eru þá ekki þá taldir með þeir skammtar sem koma af efnum Astr­aZeneca og Jans­sen því dreif­ing­ar­á­ætl­anir þeirra liggja ekki fyr­ir.

Sjálfur fékk Þórólfur fyrri spraut­una í gær Hann seg­ist ekki finna fyrir auka­verk­unum en hálf­part­inn voni það, því það þýði að bólu­efnið sé að virka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent