Þórólfur: Hópsýkingar geta sprottið upp „áður en við er litið“

Enn ber á því að smit greinist hjá fólki sem hefur verið með einkenni í nokkra daga og þar af leiðandi útsett marga fyrir veirunni. Þó að staðan sé nokkuð góð í faraldrinum þarf lítið útaf að bera, líkt og hópsýkingar síðustu daga bera með sér.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

„Það sem við þurfum að hafa áhyggjur af þessa stundina eru þessi samfélagslegu smit sem við erum að greina á hverjum degi og hættan á að stórar hóparsýkingar blossi upp aftur sem illa myndi ganga að ráða við.“

Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Enn eru að greinast smit utan sóttkvíar í svipuðum mæli og undanfarið. Í gær greindust tíu smit innanlands og þrír voru utan sóttkvíar. Þau smit er ekki hægt að rekja til þeirra hópsýkinga sem þekktar eru nú þegar með óyggjandi hætti. Hin sjö smit gærdagsins tengjast hins vegar þessum þekktu hópsýkingum.

Auglýsing

„Ennþá erum við að sjá smit hjá fólki sem hefur verið með einkenni í nokkra daga án þess að fara í sýnatöku og þannig náð að útsetja marga,“ sagði Þórólfur og brýndi, enn og aftur, fyrir fólki að fara í sýnatöku ef það fyndi nokkur einkenni sem gætu bent til COVID-19. Sagði hann því ekki hægt að segja að náðst hafi fullkomlega utan um smitin og að það sé ákveðið áhyggjuefni að verið sé að greina fólk þessa dagana sem ekki virðist hafa nokkur tengsl við þekktar hópsýkingar.

Því sé hægt að fullyrða að það sé einhver útbreiðsla á veirunni til staðar en takmarkanir innanlands gilda til fimmtudags í næstu viku. Þórólfur mun væntanlega senda heilbrigðisráðherra nýtt minnisblað um helgina.

Frá 20. mars hafa 360 greinst með veiruna innanlands og á landamærunum. Níu hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús sem er svipaður hlutfallslegur fjöldi og fyrr í faraldrinum. Hins vegar eru það heldur yngri einstaklingar sem hafa þurft á innlögn að halda nú en í fyrri bylgjum að sögn sóttvarnalæknis. Öll þau smit sem greinst hafa síðustu vikur eru af völdum hins breska afbrigðis veirunnar.

Þórólfur tiltók fleiri tölfræðilegar staðreyndir um stöðuna á fundinum og sagði að því loknu viðbúið að ef útbreiðslan yrði mikil í samfélaginu myndum við „sjá samskonar mynstur og í fyrri bylgjum“. Í þeim hafa samtals tugir þurft að leggjast inn á sjúkrahús og margir á gjörgæsludeild.

Spurður hvort að ástandið núna kalli mögulega á hertar sóttvarnaaðgerðir sagði Þórólfur að núverandi aðgerðir, sem væru nokkuð harðar, virtust vera að halda faraldrinum „nokkuð vel í skefjum“. Ef meiri tilslakanir væru í gangi værum við „örugglega“ að sjá meiri útbreiðslu veirunnar. „Það þarf ekki mikið til,“ sagði hann og benti á hvað gerst hefur síðustu daga í Þorlákshöfn, á Selfossi og í leikskóla í Reykjavík þar sem hópsýkingar hafa sprottið upp „áður en við er litið“. Hann sagði ástandið nú ekki kalla á hertari aðgerðir en að vissulega þurfi að fylgjst vel með og grípa til viðeigandi ráðstafana ef þess gerist þörf.

Um 80 prósent þeirra sem voru boðaðir í bólusetningu í gær með bóluefni AstraZeneca mættu og er það svipað hlutfall og við hin bóluefnin. Þetta sagði Þórólfur ánægjulegt. Hann sagði útlit fyrir að hingað verði komnir að minnsta kosti 360 þúsund skammta af bóluefni í lok júní og eru þá ekki þá taldir með þeir skammtar sem koma af efnum AstraZeneca og Janssen því dreifingaráætlanir þeirra liggja ekki fyrir.

Sjálfur fékk Þórólfur fyrri sprautuna í gær Hann segist ekki finna fyrir aukaverkunum en hálfpartinn voni það, því það þýði að bóluefnið sé að virka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent