Spurði forsætisráðherra hvort landinu væri stjórnað af hagsmunahópum

Þingmaður Viðreisnar spurði forsætisráðherra hvort að hún væri sammála seðlabankastjóra sem sagði landinu stjórnað að miklu leyti af hagsmunahópum. Forsætisráðherra hefði viljað að seðlabankastjóri nefndi dæmi í viðtalinu þar sem hann lét orðin falla.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

„Hefði ég verið blaðamaður hefði ég beðið seðlabankastjórann um dæmi, ég verð nú að viðurkenna að ég hefði kosið að hann færi yfir það hvað hann nákvæmlega ætti við með þessu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, um orð sem Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri lét falla í viðtali við Stundina sem birtist fyrir helgi. Þetta sagði Katrín í svari sínu við fyrirspurn Þorgerðar K. Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar.

Í fyrirspurn sinni vitnaði Þorgerður í áðurnefnt viðtal við Ásgeir þar sem hann sagði meðal annars að Íslandi væri að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum. Þorgerður spurði Katrínu í kjölfarið hvort hún væri sammála fullyrðingu seðlabankastjórans eða hvort hún teldi Ásgeir fara með rangt mál.

Auglýsing

Löggjafinn fari ekki varhluta af hagsmunavörðum

Katrín sagði í svari sínu að hagsmunaöfl reyni að hafa áhrif á ýmislegt sem gert er, eitthvað sem þingmenn ættu að þekkja vel enda senda hagsmunaöfl inn umsagnir við þingmál, auk þess sem fulltrúar hagsmunaafla mæti á fundi þingnefnda og ráðamanna. Katrín sagði að hún hefði beitt sér fyrir því að samskipti hagsmunavarða við stjórnvöld yrðu gerð gagnsærri.

„Ég hef einmitt beitt mér fyrir því sem forsætisráðherra að draga öll þessi samskipti upp á yfirborðið hvað varðar framkvæmdavaldið með nýsamþykktum lögum um varnir gegn hagsmunaárekstrum þar sem hagsmunavörðum er gert skylt að skrá sig og stjórnarráðinu er gert skylt að skrá þau samskipti. Ég vil segja það líka sem formaður stjórnmálaflokks að ég tel ekki að minn flokkur, sem er auðvitað hluti löggjafans, stjórnist af hagsmunaöflum.“

Katrín nefndi einnig auðlindaákvæðið sem þingið á eftir að taka afstöðu til en hagsmunaverðir og allir helstu talsmenn atvinnulífsins hafa lagst gegn. „Það er hins vegar mikilvægt að við séum með þau samskipti upp á borðum og um þau ríki gagnsæi og þar hefur sú sem hér stendur svo sannarlega beitt sér,“ sagði Katrín.

Ríkisstjórn hafi veitt hagsmunahópum skjól

„Seðlabankastjóri sem sagði sérhagsmunahópa hafa mikil völd, og hann sagði þetta vera skýrt, hann myndi varla vera að setja þetta fram ef hér léki allt í lyndi. Ríkisstjórninni hefur hins vegar algerlega mistekist í því að koma í veg fyrir að hagsmunahópar ráði hér svo miklu og það má alveg segja að ríkisstjórnin hafi að vissu leyti veitt þessum hagsmunahópum skjól,“ sagði Þorgerður er hún steig upp í pontu öðru sinni.

Hún sagði Viðreisn hafa lagt fram tillögur þess efnis að almannahagsmunir yrðu teknir fram yfir sérhagsmuni. Hún sagði að sérreglur ættu ekki að gilda í samkeppnismálum helstu hagsmunahópa og bakhjarla stjórnarflokkanna. Þá hafi hennar flokkur einnig talað fyrir auknu gegnsæi varðandi aflaheimildir og eignarhlutdeild sjávarútvegsfyrirtækja og að útgerðin ætti ekki að hafa ævarandi einokunar aðgang að auðlindinni. Þessi mál hefðu ekki fengið afgreiðslu eða verið felld.

Vill frekari skýringar seðlabankastjóra

Katrín sagði að áhugavert yrði að fá nánari skýringar á orðum seðlabankastjóra þegar hún svaraði fyrirspurn Þorgerðar öðru sinni.

„Því þetta er auðvitað mjög stór staðhæfing sem hann fer með og það skiptir máli einmitt að við ræðum þessi mál, hvernig hagsmunaaðilar beita sér og hvaða gagnsæi ríkir um það. Þar hef ég og ríkisstjórnin beitt okkur fyrir auknu gagnsæi sem veitir ekki af í þessu litla samfélagi okkar.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent