Skúli Magnússon nýr umboðsmaður Alþingis

Dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur mun taka við embætti umboðsmanns Alþingis um næstu mánaðarmót. Hann var einn þriggja sem sóttist á endanum eftir því að taka við af Tryggva Gunnarssyni.

Skúli Magnússon
Auglýsing

Skúli Magnússon, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur, er nýr umboðsmaður Alþingis. Þingmenn kusu hann í dag með 49 atkvæðum til að gegna starfinu frá 1. maí 2021 og til fjögurra ára, eða til 30. apríl 2025. Fjórir greiddu ekki atkvæði. Ekki er hægt að greiða atkvæði gegn skipun þeim sem tilnefndur er sem umboðsmaður þar sem Nei-hnappur þingmanna var gerður óvirkur í atkvæðagreiðslunni.

Forsætisnefnd samþykkti í morgun einróma að tilnefna Skúla í embætti og engar aðrar tilnefningar bárust. Hann var því einn í kjöri.

Fjórir gáfu kost á sér í embættið þegar ljóst var að það myndi losna á þessu ári. Auk Skúla voru það Áslaug Björgvinsdóttir, lögmaður og fyrrverandi dómari, Ástráður Haraldsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, og Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari við héraðsdóm Reykjavíkur og settur umboðsmaður.

Áslaug dró síðar til baka umsókn sína og sagði að loknu vel ígrunduðu máli hafi störf hennar, bakgrunnur og hæfni ekki verið að sem leitast var eftir fyrir starfið.

Auglýsing
Tryggvi Gunn­ars­son, núverandi umboðs­maður Alþingis, mun láta af störfum frá og með 1. maí næst­kom­andi. Tryggvi hefur starfað sem umboðs­maður Alþingis frá 1. nóv­em­ber 1998, eða í rúm 22 ár. Umboðs­maður er kjör­inn af Alþingi í emb­ættið til fjög­urra ára í senn.

Undirnefnd forsætisnefndar, sem í sitja Steingrímur J. Sigfússon, Guðjón S. Brjánsson og Bryndís Haraldsdóttir, gekk frá skipan ráðgjafarnefndar, sem var undirnefndinni til aðstoðar við að gera tillögu til forsætisnefndar um einstakling sem forsætisnefnd tilnefnir við kosningu í embættið.

Eftirtaldir sérfræðingar skipuðu ráðgjafarnefndina: Helgi I. Jónsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, sem var jafnframt formaður nefndarinnar, Herdís Pála Pálsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðsstjóri Deloitte, og Kristín Benediktsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Starfsmaður nefndarinnar var Heiðrún Pálsdóttir, ritari forseta Alþingis.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent