Losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi dróst saman um tvö prósent milli ára

Losun frá vegasamgöngum dróst saman í fyrsta sinn síðan árið 2014 samkvæmt árlegri skýrslu Umhverfisstofnunar um losun gróðurhúsalofttegunda. Þá jókst binding í skóglendi um 10,7 prósent milli ára.

Suðurland
Auglýsing

Losun gróðurhúsalofttegunda dróst saman um tvö prósent á milli áranna 2018 og 2019 og er það mesti samdráttur losunar sem mælst hefur frá árinu 2012. Á árinu 2019 nam heildarlosun á Íslandi 4.722 kílótonnum af CO2-ígildum. Inni í þessari tölu er losun Íslands innan evrópska viðskiptakerfisins með losunarheimildir (ETS) en hvorki losun vegna landnotkunar og skógræktar (LULUCF), né vegna alþjóðaflugs- og siglinga.

Losunin hefur dregist saman um átta prósent frá árinu 2005 en aukist um 28 prósent frá árinu 1990. Aukning losunar á síðustu þrjátíu árum er að mestu tilkomin vegna aukinnar málmbræðslu og frekari stóriðju á fyrsta áratug þessarar aldar. Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar en árlegri skýrslu stofnunarinnar um losun gróðurhúsalofttegunda var skilað fyrr í þessum mánuði.

Auglýsing

Losun sem telst á beinni ábyrgð Íslands dróst einnig saman um 2 prósent milli áranna 2018 og 2019 og nam hún 2.883 kílótonnum CO2-ígilda árið 2019. Losun sem telst á beinni ábyrgð Íslands er heildarlosun án LULUCF), án losunar innan ETS kerfisins og án losunar vegna alþjóðaflugs- og siglinga.

Heildarlosun eftir flokkum síðustu árum. Mynd: Umhverfisstofnun

Losun frá vegasamgöngum dróst saman í fyrsta sinn síðan 2014

Á árinu 2019 var þriðjungur þeirrar losunar sem fellur undir beina ábyrgð Íslands komin frá vegasamgöngum. Olíunotkun á fiskiskipum kom þar næst á eftir með 18 prósent hlutdeild í losuninni og tíu prósent losunar kemur frá iðragerjun. Losun frá kælimiðlum, svokölluð F-gös, var 7 prósent losunar og losun frá urðunarstöðum var sex prósent losunar.

Samdrátt í losun mátti helst rekja til vegasamgangna, fiskiskipa, landbúnaðar og urðunar úrgangs segir í frétt umhverfisstofnunar. Alls minnkaði losun frá vegasamgöngum um 19 kílótonn CO2 ígilda milli ára og er það í fyrsta sinn síðan árið 2014 sem samdráttur verður í þeim flokki.

Losun frá kælimiðlum jókst aftur á móti um 44 kílótonn, eða um 27 prósent. Þá jókst losun frá jarðvarmavirkjunum um sjö kílótonn, um fimm prósent.

Hér sést hvaða áhrif losun frá flokknum LULUCF hefur á heildarmyndina. Mynd: Umhverfisstofnun

Skógrækt sækir í sig veðrið

Líkt og áður segir er losun gróðurhúsalofttegunda vegna landnotkunar ekki talin með innan beinna skuldbindinga ríkja. Losun vegna landnotkunar hefur aukist um 3,1 prósent frá árinu 1990 en á sama tíma hefur binding koldíoxíðs farið vaxandi. Binding í skóglendi jókst um 10,7 prósent milli áranna 2018 og 2019 og hefur nú náð sögulegu hámarki á tímabilinu 1990 til 2019 en árleg binding var 446 kílótonn.

Árleg losun frá LULUCF er umtalsverð, rétt um 9000 kílótonn. Þegar landnotkun og skógrækt eru meðaltal var heildarlosun Íslands (án alþjóðaflugs og -siglinga) 13.794 kílótonn CO2-ígilda. Mestu munar þar um losun frá graslendi og svo frá votlendi. Losun frá flokkunum LULUCF hefur dregist lítillega saman frá 1990.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent