DNB fær milljarða sekt – Samherjamál sagt staðfesta fyrri aðfinnslur

Norska fjármálaeftirlitið segir bankann DNB hafa staðið sig illa í að framfylgja lögum um peningaþvætti árum saman. Í skýrslu þess um Samherjamálið fær bankinn ákúrur fyrir að skoða ekki sérstaklega millifærslur fyrir og eftir að Samherjamálið kom upp.

Norski bankinn DNB varpaði Samherja úr viðskiptum hjá sér undir lok árs 2019.
Norski bankinn DNB varpaði Samherja úr viðskiptum hjá sér undir lok árs 2019.
Auglýsing

Norska fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að sekta norska bankann DNB um 400 milljónir norskra króna, jafnvirði um það bil 6 milljarða íslenskra króna, vegna áralangra bresta í eftirliti og vörnum bankans gegn peningaþvætti. Bankinn fær harða gagnrýni frá fjármálaeftirlitinu, meðal annars vegna eftirlits með fjármagnsflutningum fyrirtækja í Samherjasamstæðunni.

Bankinn ætlar ekki að áfrýja sektinni. Á vef norska ríkisútvarpsins NRK er haft eftir Kjerstin Braathen forstjóra bankans að gagnrýni fjármálaeftirlitsins sé tekin alvarlega, en það lætur bankann heyra það og segir rannsókn sína hafa leitt í ljós að miklir ágallar hafi verið í vörnum bankans gegn peningaþvætti um margra ára tímabil og að slæleg vinnubrögð hvað það varðar hafi teygt sig víða um bankann.

Birta skýrslu um rannsókn á Samherjamálinu

Norska fjármálaeftirlitið sendir frá sér tvö skjöl í morgun, annars vegar skýrslu um ákvörðun sína um sektargreiðslu bankans og hins vegar sérstaka skýrslu um rannsókn sína á Samherjamálinu, en sú er dagsett í byrjun desember í fyrra.

Mat fjármálaeftirlitsins er að þeir vankantar sem komu í ljós í tengslum við rannsóknina á Samherjamálinu hafi staðfest veikleika í vörnum DNB sem afhjúpast hafi í fyrri athugunum fjármálaeftirlitsins á vörnum bankans gegn peningaþvætti árin 2016 og 2018 og sömuleiðis þeirri nýjustu, sem nú er sektað fyrir.

Þau brot sem voru undir í rannsókn fjármálaeftirlitsins á Samherjamálinu eru þó sögð fyrnd og framin er eldri lög um peningaþvætti voru í gildi í Noregi. Bankinn segist í tilkynningu vera búinn að styrkja viðbrögð sín gegn peningaþvætti mikið síðan.

Auglýsing

Fram kemur í sektarákvörðun fjármálaeftirlitsins að samhliða rannsókn þess á Samherjamálinu hafi norska efnahagsbrotadeildin Økokrim einnig verið að skoða málið, eins og sagt hefur verið frá í íslenskum fjölmiðlum. Rakið er að málið hafi verið fært frá Økokrim til ríkissaksóknaraembættisins í Ósló síðasta haust, en það var gert þar sem stjórnandi Økokrim var vanhæfur til að fara með málið vegna fyrri starfa sinna í lögmennsku.

Sakamálið var síðan fellt niður og ábyrgð á því færð yfir til fjármálaeftirlitsins þann 11. febrúar á þessu ári. Í tilkynningu sem þá var send út sagði að rannsókn hefði ekki leitt af sér upplýsingar sem þóttu tilefni til saksóknar gegn einstaklingum sem starfa hjá DNB né að rannsóknin þætti líkleg til að leiða til sektargreiðslna.

DNB fær ákúrur fyrir að skoða ekki stórar millifærslur síðla árs 2019

Sakamálarannsóknin gagnvart DNB snerist um að skoða hvort bankinn hefði tekið þátt í glæpsamlegu athæfi með því að tilkynna ekki millifærslur Samherjafélags til félags í Dúbaí til fjármálaeftirlitsins í Noregi sem grunsamlegar millifærslur. Í skýrslu fjármálaeftirlitsins eru verulegar athugasemdir gerðar, meðal annars við eftirlit bankans með háum millifærslum sem áttu sér stað skömmu áður en Samherjamálið varð opinbert.

Skjáskot af aðfinnslum í skýrslu norska fjármálaeftirlitsins.

„Á tímabilinu rétt fyrir og rétt eftir að Samherjamálið varð opinbert, voru háar fjárhæðir millifærðar á milli [tveggja ónefndra fyrirtækja]. [...] Engin þessara millifærslna virðast hafa verið rannsakaðar nánar,“ segir í skýrslu fjármáleftirlitsins og ennfremur segir þar að á þessum tímapunkti hefði DNB átt að fylgjast sérstaklega með færslum til og frá kúnnum í Samherja-samstæðunni og skoða hvort þær væru grunsamlegar.

DNB er stærsti banki Noregs og í 34 prósent eigu norska ríkisins. Bankinn lauk viðskiptasambandi sínu við Samherja í lok árs 2019 vegna þess að stjórnendur dótturfélaga sjávarútvegsrisans, sem áttu reikninga í bankanum, svöruðu ekki kröfu bankans um frekari upplýsingar um starfsemi þess, millifærslur sem það framkvæmdi og tengda aðila, með fullnægjandi hætti.

DNB fór fram á upplýsingarnar seint í nóvember 2019 í kjölfar þess að Kveikur, Stundin, Wikileaks og Al Jazeera opinberuðu viðskiptahætti Samherja í Namibíu. Í þeirri umfjöllun var fjallað um meintar mútugreiðslur, skattasniðgöngu og peningaþvætti. Þegar svör Samherjasamstæðunnar reyndust ekki fullnægjandi ákvað DNB að slíta viðskiptasambandi við hana. Það var gert með bréfi sem var sent 9. desember 2019.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
Kjarninn 5. maí 2021
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Umræða um málefni innflytjenda gengur fram af þingmanni – Skömm að tala málið niður
Þingmaður Vinstri grænni segir að Íslendingar eigi að sýna þann þroska að geta sinnt útlendingamálum með almennilegum hætti og gera það sem best – „við sem rík þjóð“. Umræða Miðflokksmanna hafi gengið fram af henni í gær.
Kjarninn 5. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent