DNB fær milljarða sekt – Samherjamál sagt staðfesta fyrri aðfinnslur

Norska fjármálaeftirlitið segir bankann DNB hafa staðið sig illa í að framfylgja lögum um peningaþvætti árum saman. Í skýrslu þess um Samherjamálið fær bankinn ákúrur fyrir að skoða ekki sérstaklega millifærslur fyrir og eftir að Samherjamálið kom upp.

Norski bankinn DNB varpaði Samherja úr viðskiptum hjá sér undir lok árs 2019.
Norski bankinn DNB varpaði Samherja úr viðskiptum hjá sér undir lok árs 2019.
Auglýsing

Norska fjár­mála­eft­ir­litið hefur ákveðið að sekta norska bank­ann DNB um 400 millj­ónir norskra króna, jafn­virði um það bil 6 millj­arða íslenskra króna, vegna ára­langra bresta í eft­ir­liti og vörnum bank­ans gegn pen­inga­þvætti. Bank­inn fær harða gagn­rýni frá fjár­mála­eft­ir­lit­inu, meðal ann­ars vegna eft­ir­lits með fjár­magns­flutn­ingum fyr­ir­tækja í Sam­herj­a­sam­stæð­unni.

Bank­inn ætlar ekki að áfrýja sekt­inni. Á vef norska rík­is­út­varps­ins NRK er haft eftir Kjer­stin Braathen for­stjóra bank­ans að gagn­rýni fjár­mála­eft­ir­lits­ins sé tekin alvar­lega, en það lætur bank­ann heyra það og segir rann­sókn sína hafa leitt í ljós að miklir ágallar hafi verið í vörnum bank­ans gegn pen­inga­þvætti um margra ára tíma­bil og að slæ­leg vinnu­brögð hvað það varðar hafi teygt sig víða um bank­ann.

Birta skýrslu um rann­sókn á Sam­herj­a­mál­inu

Norska fjár­mála­eft­ir­litið sendir frá sér tvö skjöl í morg­un, ann­ars vegar skýrslu um ákvörðun sína um sekt­ar­greiðslu bank­ans og hins vegar sér­staka skýrslu um rann­sókn sína á Sam­herj­a­mál­inu, en sú er dag­sett í byrjun des­em­ber í fyrra.

Mat fjár­mála­eft­ir­lits­ins er að þeir van­kantar sem komu í ljós í tengslum við rann­sókn­ina á Sam­herj­a­mál­inu hafi stað­fest veik­leika í vörnum DNB sem afhjúp­ast hafi í fyrri athug­unum fjár­mála­eft­ir­lits­ins á vörnum bank­ans gegn pen­inga­þvætti árin 2016 og 2018 og sömu­leiðis þeirri nýjustu, sem nú er sektað fyr­ir.

Þau brot sem voru undir í rann­sókn fjár­mála­eft­ir­lits­ins á Sam­herj­a­mál­inu eru þó sögð fyrnd og framin er eldri lög um pen­inga­þvætti voru í gildi í Nor­egi. Bank­inn seg­ist í til­kynn­ingu vera búinn að styrkja við­brögð sín gegn pen­inga­þvætti mikið síð­an.

Auglýsing

Fram kemur í sekt­ar­á­kvörðun fjár­mála­eft­ir­lits­ins að sam­hliða rann­sókn þess á Sam­herj­a­mál­inu hafi norska efna­hags­brota­deildin Økokrim einnig verið að skoða mál­ið, eins og sagt hefur verið frá í íslenskum fjöl­miðl­um. Rakið er að málið hafi verið fært frá Økokrim til rík­is­sak­sókn­ara­emb­ætt­is­ins í Ósló síð­asta haust, en það var gert þar sem stjórn­andi Økokrim var van­hæfur til að fara með málið vegna fyrri starfa sinna í lög­mennsku.

Saka­málið var síðan fellt niður og ábyrgð á því færð yfir til fjár­mála­eft­ir­lits­ins þann 11. febr­úar á þessu ári. Í til­kynn­ingu sem þá var send út sagði að rann­sókn hefði ekki leitt af sér upp­lýs­ingar sem þóttu til­efni til sak­sóknar gegn ein­stak­lingum sem starfa hjá DNB né að rann­sóknin þætti lík­leg til að leiða til sekt­ar­greiðslna.

DNB fær ákúrur fyrir að skoða ekki stórar milli­færslur síðla árs 2019

Saka­mála­rann­sóknin gagn­vart DNB sner­ist um að skoða hvort bank­inn hefði tekið þátt í glæp­sam­legu athæfi með því að til­kynna ekki milli­færslur Sam­herj­a­fé­lags til félags í Dúbaí til fjár­mála­eft­ir­lits­ins í Nor­egi sem grun­sam­legar milli­færsl­ur. Í skýrslu fjár­mála­eft­ir­lits­ins eru veru­legar athuga­semdir gerð­ar, meðal ann­ars við eft­ir­lit bank­ans með háum milli­færslum sem áttu sér stað skömmu áður en Sam­herj­a­málið varð opin­bert.

Skjáskot af aðfinnslum í skýrslu norska fjármálaeftirlitsins.

„Á tíma­bil­inu rétt fyrir og rétt eftir að Sam­herj­a­málið varð opin­bert, voru háar fjár­hæðir milli­færðar á milli [tveggja ónefndra fyr­ir­tækja]. [...] Engin þess­ara milli­færslna virð­ast hafa verið rann­sak­aðar nán­ar,“ segir í skýrslu fjár­mál­eft­ir­lits­ins og enn­fremur segir þar að á þessum tíma­punkti hefði DNB átt að fylgj­ast sér­stak­lega með færslum til og frá kúnnum í Sam­herj­a-­sam­stæð­unni og skoða hvort þær væru grun­sam­leg­ar.

DNB er stærsti banki Nor­egs og í 34 pró­sent eigu norska rík­is­ins. Bank­inn lauk við­skipta­sam­bandi sínu við Sam­herja í lok árs 2019 vegna þess að stjórn­endur dótt­ur­fé­laga sjáv­ar­út­vegs­risans, sem áttu reikn­inga í bank­an­um, svör­uðu ekki kröfu bank­ans um frek­ari upp­lýs­ingar um starf­semi þess, milli­færslur sem það fram­kvæmdi og tengda aðila, með full­nægj­andi hætti.

DNB fór fram á upp­lýs­ing­arnar seint í nóv­em­ber 2019 í kjöl­far þess að Kveik­ur, Stund­in, Wiki­leaks og Al Jazeera opin­ber­uðu við­skipta­hætti Sam­herja í Namib­íu. Í þeirri umfjöllun var fjallað um meintar mútu­greiðsl­ur, skatta­snið­göngu og pen­inga­þvætti. Þegar svör Sam­herj­a­sam­stæð­unnar reynd­ust ekki full­nægj­andi ákvað DNB að slíta við­skipta­sam­bandi við hana. Það var gert með bréfi sem var sent 9. des­em­ber 2019.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent