DNB fær milljarða sekt – Samherjamál sagt staðfesta fyrri aðfinnslur

Norska fjármálaeftirlitið segir bankann DNB hafa staðið sig illa í að framfylgja lögum um peningaþvætti árum saman. Í skýrslu þess um Samherjamálið fær bankinn ákúrur fyrir að skoða ekki sérstaklega millifærslur fyrir og eftir að Samherjamálið kom upp.

Norski bankinn DNB varpaði Samherja úr viðskiptum hjá sér undir lok árs 2019.
Norski bankinn DNB varpaði Samherja úr viðskiptum hjá sér undir lok árs 2019.
Auglýsing

Norska fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að sekta norska bankann DNB um 400 milljónir norskra króna, jafnvirði um það bil 6 milljarða íslenskra króna, vegna áralangra bresta í eftirliti og vörnum bankans gegn peningaþvætti. Bankinn fær harða gagnrýni frá fjármálaeftirlitinu, meðal annars vegna eftirlits með fjármagnsflutningum fyrirtækja í Samherjasamstæðunni.

Bankinn ætlar ekki að áfrýja sektinni. Á vef norska ríkisútvarpsins NRK er haft eftir Kjerstin Braathen forstjóra bankans að gagnrýni fjármálaeftirlitsins sé tekin alvarlega, en það lætur bankann heyra það og segir rannsókn sína hafa leitt í ljós að miklir ágallar hafi verið í vörnum bankans gegn peningaþvætti um margra ára tímabil og að slæleg vinnubrögð hvað það varðar hafi teygt sig víða um bankann.

Birta skýrslu um rannsókn á Samherjamálinu

Norska fjármálaeftirlitið sendir frá sér tvö skjöl í morgun, annars vegar skýrslu um ákvörðun sína um sektargreiðslu bankans og hins vegar sérstaka skýrslu um rannsókn sína á Samherjamálinu, en sú er dagsett í byrjun desember í fyrra.

Mat fjármálaeftirlitsins er að þeir vankantar sem komu í ljós í tengslum við rannsóknina á Samherjamálinu hafi staðfest veikleika í vörnum DNB sem afhjúpast hafi í fyrri athugunum fjármálaeftirlitsins á vörnum bankans gegn peningaþvætti árin 2016 og 2018 og sömuleiðis þeirri nýjustu, sem nú er sektað fyrir.

Þau brot sem voru undir í rannsókn fjármálaeftirlitsins á Samherjamálinu eru þó sögð fyrnd og framin er eldri lög um peningaþvætti voru í gildi í Noregi. Bankinn segist í tilkynningu vera búinn að styrkja viðbrögð sín gegn peningaþvætti mikið síðan.

Auglýsing

Fram kemur í sektarákvörðun fjármálaeftirlitsins að samhliða rannsókn þess á Samherjamálinu hafi norska efnahagsbrotadeildin Økokrim einnig verið að skoða málið, eins og sagt hefur verið frá í íslenskum fjölmiðlum. Rakið er að málið hafi verið fært frá Økokrim til ríkissaksóknaraembættisins í Ósló síðasta haust, en það var gert þar sem stjórnandi Økokrim var vanhæfur til að fara með málið vegna fyrri starfa sinna í lögmennsku.

Sakamálið var síðan fellt niður og ábyrgð á því færð yfir til fjármálaeftirlitsins þann 11. febrúar á þessu ári. Í tilkynningu sem þá var send út sagði að rannsókn hefði ekki leitt af sér upplýsingar sem þóttu tilefni til saksóknar gegn einstaklingum sem starfa hjá DNB né að rannsóknin þætti líkleg til að leiða til sektargreiðslna.

DNB fær ákúrur fyrir að skoða ekki stórar millifærslur síðla árs 2019

Sakamálarannsóknin gagnvart DNB snerist um að skoða hvort bankinn hefði tekið þátt í glæpsamlegu athæfi með því að tilkynna ekki millifærslur Samherjafélags til félags í Dúbaí til fjármálaeftirlitsins í Noregi sem grunsamlegar millifærslur. Í skýrslu fjármálaeftirlitsins eru verulegar athugasemdir gerðar, meðal annars við eftirlit bankans með háum millifærslum sem áttu sér stað skömmu áður en Samherjamálið varð opinbert.

Skjáskot af aðfinnslum í skýrslu norska fjármálaeftirlitsins.

„Á tímabilinu rétt fyrir og rétt eftir að Samherjamálið varð opinbert, voru háar fjárhæðir millifærðar á milli [tveggja ónefndra fyrirtækja]. [...] Engin þessara millifærslna virðast hafa verið rannsakaðar nánar,“ segir í skýrslu fjármáleftirlitsins og ennfremur segir þar að á þessum tímapunkti hefði DNB átt að fylgjast sérstaklega með færslum til og frá kúnnum í Samherja-samstæðunni og skoða hvort þær væru grunsamlegar.

DNB er stærsti banki Noregs og í 34 prósent eigu norska ríkisins. Bankinn lauk viðskiptasambandi sínu við Samherja í lok árs 2019 vegna þess að stjórnendur dótturfélaga sjávarútvegsrisans, sem áttu reikninga í bankanum, svöruðu ekki kröfu bankans um frekari upplýsingar um starfsemi þess, millifærslur sem það framkvæmdi og tengda aðila, með fullnægjandi hætti.

DNB fór fram á upplýsingarnar seint í nóvember 2019 í kjölfar þess að Kveikur, Stundin, Wikileaks og Al Jazeera opinberuðu viðskiptahætti Samherja í Namibíu. Í þeirri umfjöllun var fjallað um meintar mútugreiðslur, skattasniðgöngu og peningaþvætti. Þegar svör Samherjasamstæðunnar reyndust ekki fullnægjandi ákvað DNB að slíta viðskiptasambandi við hana. Það var gert með bréfi sem var sent 9. desember 2019.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent