Gylfi: „Við þurfum ekki að láta sérhagsmunaöflin sigra“

Formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands tekur undir orð seðlabankastjóra um að Íslandi sé að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum. Skýrt dæmi um slíkan hóp sé útgerðin.

Gylfi Magnússon
Auglýsing

Gylfi Magn­ús­son, for­maður banka­ráðs Seðla­banka Íslands og for­seta við­skipta­fræði­deildar Háskóla Íslands, deilir áhyggjum Ásgeirs Jóns­sonar seðla­banka­stjóra um að hags­muna­hópar stýri að miklu leyti málum hér­lend­is. 

Þar með sé ekki sagt að við eigum að sætta okkur við þá stöðu. „Þetta er raun­veru­legt vanda­mál og við þurfum ekki að láta sér­hags­muna­öflin sigra alltaf, þó að það sé oft­ast til­hneig­ing til þess. Þau eru oft­ast ein­beitt­ari heldur en þeir sem eru að verja almennu hags­mun­ina. Og oft miklir fjár­munir undir sem menn geta lagt í að fá til dæmis ein­hverjar breyt­ingar á reglu­verki í gegn sem þjóna hags­munum eins hóps, en ekki hins breiða fjölda.“

Þetta kom fram í við­tali við Gylfa í Kast­ljósi í kvöld.

Útgerðin mjög skýrt dæmi

Ásgeir sagði í við­tali við Stund­ina í síð­ustu viku að Íslandi væri „að miklu leyti stjórnað af hags­muna­hópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá“.

Auglýsing
Orð hans hafa vakið mikla athygli og meðal ann­ars kall­aði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra eftir því að dæmi yrðu nefnd um hvaða hópa væri að ræða í umræðum um málið á Alþingi fyrr í vik­unn­i. 

Aðspurður um hvaða hags­muna­hópar þetta séu helst segir Gylfi erfitt að telja þá alla upp. Það sé þó ekki annað hægt en að horfa sér­stak­lega til útgerð­ar­innar og bar­átt­unnar um auð­linda­gjaldið í þessum efn­um. „Það er auð­vitað mjög skýrt dæmi um mjög harka­lega sér­hags­muna­bar­átt­u.“

Hefur áhyggjur af fjöl­miðlum

Gylfi sagði það eilífð­ar­verk­efni að takast á við þessa stöðu. Ýmis­legt væri hins vegar hægt að gera til að hjálpa til í bar­átt­unni við þessa stefnu.

Þar mætti nefna opið og gagn­sætt sam­fé­lag með sterkum fjöl­miðlum sem gæti gert það erf­ið­ara fyrir sér­hags­muna­hópa að kom­ast upp með sitt þannig að aðrir frétti ekki af því. Það ásamt sterku lýð­ræð­is- og dóms­kerfi. „Við höfum áhyggjur af því að við séum að drag­ast aftur úr hinum Norð­ur­lönd­unum hvað varðar fjöl­miðla­frelsi.“

Þar vísar Gylfi til þess að í efsta sæti vísi­­töl­u Blaða­manna án landamæra um fjöl­miðla­frelsi, fimmta árið í röð, er Nor­eg­ur. Finn­land er í öðru sæti, Dan­­mörk í þriðja sæti og Sví­­þjóð í fjórða sæti.

Ísland situr hins vegar í 16. sæti á lista sam­tak­anna og fellur um eitt sæti á milli ára. Alls hefur Ísland fallið um sex sæti frá 2017.

Athygli vekur að í öllum þessum ríkjum er umfangs­mik­ill rík­is­stuðn­ingur við einka­rekna fjöl­miðla.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Margrethe Vestager, yfirmaður stafrænnar vegferðar Evrópusambandsins
ESB vill fjárfesta beint í nýsköpunarfyrirtækjum
Nýkynntur nýsköpunarhraðall Evrópusambandsins felur í sér stefnubreytingu í opinberri fjármögnun til tæknifyrirtækja í álfunni, en með honum getur sambandið keypt beina eignarhluti í sprotafyrirtækjum fyrir allt að 2,2 milljarða króna.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent