Gylfi: „Við þurfum ekki að láta sérhagsmunaöflin sigra“

Formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands tekur undir orð seðlabankastjóra um að Íslandi sé að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum. Skýrt dæmi um slíkan hóp sé útgerðin.

Gylfi Magnússon
Auglýsing

Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands og forseta viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands, deilir áhyggjum Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um að hagsmunahópar stýri að miklu leyti málum hérlendis. 

Þar með sé ekki sagt að við eigum að sætta okkur við þá stöðu. „Þetta er raunverulegt vandamál og við þurfum ekki að láta sérhagsmunaöflin sigra alltaf, þó að það sé oftast tilhneiging til þess. Þau eru oftast einbeittari heldur en þeir sem eru að verja almennu hagsmunina. Og oft miklir fjármunir undir sem menn geta lagt í að fá til dæmis einhverjar breytingar á regluverki í gegn sem þjóna hagsmunum eins hóps, en ekki hins breiða fjölda.“

Þetta kom fram í viðtali við Gylfa í Kastljósi í kvöld.

Útgerðin mjög skýrt dæmi

Ásgeir sagði í viðtali við Stundina í síðustu viku að Íslandi væri „að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá“.

Auglýsing
Orð hans hafa vakið mikla athygli og meðal annars kallaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir því að dæmi yrðu nefnd um hvaða hópa væri að ræða í umræðum um málið á Alþingi fyrr í vikunni. 

Aðspurður um hvaða hagsmunahópar þetta séu helst segir Gylfi erfitt að telja þá alla upp. Það sé þó ekki annað hægt en að horfa sérstaklega til útgerðarinnar og baráttunnar um auðlindagjaldið í þessum efnum. „Það er auðvitað mjög skýrt dæmi um mjög harkalega sérhagsmunabaráttu.“

Hefur áhyggjur af fjölmiðlum

Gylfi sagði það eilífðarverkefni að takast á við þessa stöðu. Ýmislegt væri hins vegar hægt að gera til að hjálpa til í baráttunni við þessa stefnu.

Þar mætti nefna opið og gagnsætt samfélag með sterkum fjölmiðlum sem gæti gert það erfiðara fyrir sérhagsmunahópa að komast upp með sitt þannig að aðrir frétti ekki af því. Það ásamt sterku lýðræðis- og dómskerfi. „Við höfum áhyggjur af því að við séum að dragast aftur úr hinum Norðurlöndunum hvað varðar fjölmiðlafrelsi.“

Þar vísar Gylfi til þess að í efsta sæti vísi­töl­u Blaðamanna án landamæra um fjölmiðlafrelsi, fimmta árið í röð, er Noregur. Finn­land er í öðru sæti, Dan­mörk í þriðja sæti og Sví­þjóð í fjórða sæti.

Ísland situr hins vegar í 16. sæti á lista samtakanna og fellur um eitt sæti á milli ára. Alls hefur Ísland fallið um sex sæti frá 2017.

Athygli vekur að í öllum þessum ríkjum er umfangsmikill ríkisstuðningur við einkarekna fjölmiðla.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
Kjarninn 6. maí 2021
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Segir „skrúðgöngur þjóðernispopúlista á atkvæðaveiðum“ lélega nýtingu á tíma og peningum
Þingmaður Pírata gagnrýnir Miðflokkinn harðlega fyrir að hafa „sóað rúmlega 12 klukkutímum af tíma þingsins í forsendulaust og beinlínis heimskulegt málþóf“.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent