Auglýsing

Við­tal Stund­ar­innar við Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóra, sem birt­ist á föstu­dag, hefur vakið mikla athygli. Frá því að Ásgeir tók við emb­ætt­inu síð­sum­ars 2019 hafa flest stærri við­töl við hann í íslenskum fjöl­miðlum verið á for­sendum hags­muna­hópa.

Það er ekki honum að kenna, heldur hafa spurn­ing­arnar í flestum til­vikum verið um aðstæður fjár­magns­eig­enda eða sér­hags­muna í atvinnu­líf­inu og á for­sendum þess að aukin vel­ferð þeirra leiði til þess að brauð­molar geti hrunið af nægta­borð­inu til hinna.

Forsíða Stundarinnar sem kom út á föstudag.

Spurn­ing­arnar sem blaða­mað­ur­inn Ingi Freyr Vil­hjálms­son lagði fyrir Ásgeir voru af öðrum meiði. Þær voru á for­sendum heild­ar­hags­muna. Ekki hvað kerfin geti gert betur fyrir afmark­aða hópa heldur hvað sé að í kerf­unum þannig að þau virki ekki fyrir sam­fé­lagið í heild.

Í ljós kom að Ásgeir hefur sterkar mein­ingar um flest og er óhræddur við að svara tæpitungu­laust.

Fyrir vikið er við­talið við Ásgeir í Stund­inni eitt mik­il­væg­asta við­tal sem birst hefur lengi á Íslandi.

Ekki vinstri­vill­ingur eða öfund­ar­maður

Þar segir Ásgeir meðal ann­ars að Íslandi sé „að miklu leyti stjórnað af hags­muna­hópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá.“ 

Með þeirri yfir­lýs­ingu er Ásgeir að end­ur­óma að hluta orð sem annar áhrifa­maður á Íslandi ára­tugum sam­an, Styrmir Gunn­ars­son fyrr­ver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, lét falla í við­tali við rann­sókn­ar­nefnd Alþingis fyrir meira en tíu árum síð­an. „Þetta er ógeðs­legt þjóð­fé­lag, þetta er allt ógeðs­legt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hug­sjón­ir, það er ekki neitt. Það er bara tæki­fær­is­mennska, valda­bar­átta.“

Ástæða þess að stað­hæf­ing Ásgeirs um þessi mál er svona mik­il­væg er meðal ann­ars sú að það verður seint hægt að afskrifa hann sem vinstri­vill­ing eða öfund­ar­mann sem geti ekki sofið vegna þess að ein­hverjir séu að græða pen­inga. Þar fer maður sem sér allt sem hann vill í kerf­inu. Sem er í nær dag­legum sam­skiptum við flest valda­mesta fólkið í land­in­u. 

Hann er einn æðsti emb­ætt­is­maður Íslands og gegnir einu af mik­il­væg­ustu stör­f­unum í sam­fé­lags­legu gang­verki okk­ar. 

Ofur­stéttin sem er að eign­ast Ísland

Með orðum sínum stað­festir Ásgeir það sem hag­tölur og önnur opin­ber gögn sýna svart á hvítu, og flestir sem kynna sér sjá: Að á Íslandi hefur orðið til nokk­urs konar ofur­stétt.

For­sæt­is­ráð­herra sagði í óund­ir­búnum fyr­ir­spurnum á Alþingi í gær, þegar hún var spurð út í orð Ásgeirs, að hún hefði saknað þess að blaða­mað­ur­inn hefði beðið um dæmi um hags­muna­hópana sem stjórni land­inu að miklu leyti. Það er auð­velt að verða við þeirri ósk for­sæt­is­ráð­herra.

Auglýsing
Hagsmunahóparnir sam­an­standa af hand­fylli útgerð­ar­manna, sem hafa efn­ast út fyrir allt sem eðli­legt þykir á síð­ustu árum með nýt­ingu á sam­eig­in­legri auð­lind þjóð­ar. Þennan auð, sem rök­studdur grunur er um að sé ekki skatt­lagður að öllu leyti hér­lend­is, hafa þeir nýtt til að teygja sig til ítaka á öðrum sviðum sam­fé­lags­ins. Þeir eiga hlut­deild í smá­sölu­mark­aðn­um, flutn­inga­fyr­ir­tækj­um, inn­lendri fram­leiðslu, trygg­inga­fyr­ir­tækj­um, fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, fast­eigna­verk­efnum og stærstu inn­flytj­endum lands­ins, svo fátt eitt sé nefnt. Þeir hafa aug­ljós áhrif víða í íslenskum stjórn­málum með fjár­fram­lögum til stjórn­mála­flokka, beinum sam­skipt­um, þrýst­ingi á og stuðn­ingi við valda stjórn­mála­menn og með því að beita hags­muna­sam­tökum sínum fyrir sig þegar laga­frum­vörp eru til með­ferðar eða önnur mál tengd geir­anum koma til umræð­u. 

Þá er ótalin aðkoma þeirra að fjöl­miðl­um, en með henni hafa þeir mis­kunn­ar­laust komið áróðri fyrir sínum hags­munum á fram­færi gegn því að nið­ur­greiða millj­arða­tap. Hlið­ar­á­hrif af þessu brölti er algjör mark­aðs­brestur á sam­keppn­is­mark­aði fjöl­miðla, sem leitt hefur til þess að fjöl­miðla­frelsi á Íslandi hefur fallið eins og steinn á örfáum árum án þess að stjórn­völd hafi gert nokkuð til að sporna við. 

Svo eru aðrir umsvifa­miklir fjár­magns­eig­end­ur, með grunn í fákeppn­is- eða ein­ok­un­ar­geirum á Íslandi, sem til­heyra líka því hags­muna­hópa­mengi sem Ásgeir talar um. Þar er um að ræða, í mörgum til­fell­um, fólk sem hagn­ast aðal­lega á grund­velli betra aðgengis að tæki­færum, upp­lýs­ingum og pen­ingum ann­arra sem það fær á gráa svæð­inu milli við­skipta og stjórn­mála hér­lend­is. 

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra; eld­klári, reynslu­mikli og hæfi­leik­a­ríki stjórn­mála­mað­ur­inn sem hún er, þekkir auð­vitað öll þessi dæmi. Þau blasa við henni dag­lega í hennar störf­um. 

Vill ekki mógúla við stjórn lands­ins

Ásgeir sagði líka í við­tal­inu að það væri mjög erfitt að fá Íslend­inga til að hugsa um heild­ar­hags­muni. Það eigi til dæmis við mark­aðs­að­ila eins og banka og líf­eyr­is­sjóð­i. 

Þá afstöðu hlýtur hann að byggja á eigin reynslu af sam­skiptum við þessa aðila. Sú staða er afar sér­kenni­leg í ljósi þess að líf­eyr­is­sjóðir eru í eigu almenn­ings og þorri banka­kerf­is­ins er það líka. Ef þessi fyr­ir­bæri eru ekki fáan­leg til að huga að hags­munum heild­ar­inn­ar, eig­enda sinna, í rekstri sínum þá þarf að ráð­ast í veru­legar breyt­ingar á starf­semi þeirra og lagaum­hverf­i. 

Ásgeir, sem starf­aði hjá Kaup­þingi fyrir banka­hrun, tal­aði einnig um það í við­tal­inu að það sé alveg skýrt að á meðan að hann gegnir starfi seðla­banka­stjóra þá fái fjár­mála­kerfið aldrei að fara í þá átt aftur sem það fór þá. „Að við séum að sjá að stjórn lands­ins sé komin í hend­urnar á ein­hverjum svona mógúl­u­m.“ Á meðal þess sem hann kallar eftir í því sam­hengi er aukn­ing á heim­ildum fyrir fjár­mála­eft­ir­litið til að sinna eft­ir­liti með fjár­mála­kerf­inu. Það þurfi að vera miklu harð­ar­a. 

Þessi skoðun hans er í and­stöðu við stefnu stjórn­valda og þorra atvinnu­lífs­ins á Íslandi und­an­farin miss­eri, þar sem sífellt er talað fyrir veik­ara eft­ir­lit­i. 

Opn­aði flóð­gáttir

Ásgeir gerði annað í við­tal­inu sem aðrir ráða­menn hafa ekki gert af festu hingað til. Hann gagn­rýndi fram­ferði Sam­herja gagn­vart fimm starfs­mönnum Seðla­bank­ans vegna rann­sóknar sem bank­inn réðst vegna gruns um brot Sam­herja á gjald­eyr­is­lögum eftir banka­hrun­ið. Hægt er að lesa um þá her­ferð, sem fól meðal ann­ars í sér kröfu um að fyr­ir­renn­ari Ásgeirs í starfi yrði dæmdur í fang­elsi, hér

Öllum sem það gera ætti að vera ljóst að for­sendur voru fyrir rann­sókn Seðla­banka Íslands. Í ljós kom, eftir að málið var kært til sér­staks sak­sókn­ara að laga­stoð reynd­ist ekki fyrir að kæra fyr­ir­tæki í saka­­máli fyrir gjald­eyr­is­brot. Und­ir­skrift ráð­herra hafði vantað á reglu­gerð um gjald­eyr­is­­mál sem gefin var út í des­em­ber 2008 sem gerði þetta að verk­um. Sam­herj­a­málið var á end­anum fellt niður á þessum grund­velli. Á tækni­legri ástæðu. Dóm­stólar tóku það aldrei til efn­is­legrar með­ferðar eða skáru úr um hvort Sam­herji hefði gert það sem Seðla­bank­inn taldi að fyr­ir­tækið hefði gert.

Ásgeir sagði í við­tal­inu að það sé ótækt að einka­fyr­ir­tæki eins og alþjóð­legi útgerð­ar­ris­inn Sam­herji geti ráð­ist per­sónu­lega að rík­is- og emb­ætt­is­mönnum með þeim hætti sem hann telur að hafi átt sér stað. „Það má alveg berja á þess­ari stofn­un, hún er virki, en það má ekki gera þetta svona per­sónu­lega gegn fólki.“ 

Ástæða þess að þetta var mik­il­væg yfir­lýs­ing er áfram­hald­andi stríðs­rekstur Sam­herja gagn­vart fólki sem hefur opin­berað fyr­ir­tækið og starfs­hætti þess. Und­an­farið eitt og hálft ár hefur sá stríð­rekstur beinst gegn blaða­mönnum sem fjöll­uðu um athæfi Sam­herja í Namibíu og víð­ar. Athæfi sem grunur er um að hafi falið í sér mútu­greiðsl­ur, skatta­snið­göngu og pen­inga­þvætti.

Hér var víst eitt­hvað að sjá annað en meint ósmekk­leg­heit

Ásgeir gagn­rýndi fleira tengt mögu­legu pen­inga­þvætti í við­tal­inu. Hann sagði til að mynda að hann væri sam­mála gagn­rýni sem sett hefur verið fram á fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands, sem gerði meðal ann­ars Íslend­ingum sem höfðu komið fjár­munum fyrir í aflands­fé­lögum kleift að flytja þá aftur til Íslands með virð­is­aukn­ingu og fá fjár­mun­ina lög­mæti. „Þetta myndi aldrei ger­ast á minni vakt. Aldrei. Ég er sam­mála, það hefði mátt fylgj­ast mun betur með því hvaðan pen­ing­arnir komu.“

Auglýsing
Það er ekki lítið mál þegar sitj­andi seðla­banka­stjóri lýsir yfir þess­ari afstöðu. Þeir sem hafa bent á að með umræddri leið inn í íslenskt hafta­sam­fé­lag eftir hrun hafi verið opnað á leið fyrir skítuga pen­inga inn í íslenskt efna­hags­kerfi til að fá lög­mæti og virð­is­aukn­ingu ofan á tæki­færi til að leysa út gríð­ar­legan geng­is­hagn­að, hafa legið undir ámæli fyrir að vera með vesen. Vera nei­kvæð­ir. Sjá ekki að til­gang­ur­inn helgi með­al­ið.

Mál­flutn­ingur þeirra, þar á meðal und­ir­rit­aðs, var kall­aður „ósmekk­leg­ur“ af fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Afstaða íslenskra stjórn­valda hefur enda alltaf verið sú að ef þau sleppa því ein­fald­lega að skoða hluti, þá séu þeir ekk­ert að eiga sér stað. 

Orð Ásgeir ættu að ýta við Alþingi að ráð­ast í að skipa rann­sókn­ar­nefnd um fjár­fest­ing­ar­leið­ina sem allra fyrst, og láta hana skila nið­ur­stöðum fyrir kom­andi kosn­ing­ar. Þings­á­lykt­un­ar­til­laga þess efnis var lögð fram í nóv­em­ber 2019. Hún sofn­aði í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd eftir að for­seti Alþingis setti sig upp á móti inni­haldi henn­ar. 

Loks­ins stigið upp

Í kjöl­far þess að við­talið við Ásgeir birt­ist er eins og flóð­gáttir hafi opn­ast. Sér­stak­lega eftir að sölu­hæsti tón­list­ar­maður þjóð­ar­innar fyrr og síðar og mik­il­væg­asta alþýðu­skáld henn­ar, Bubbi Morthens, setti fram sam­bæri­lega skoðun í stöðu­upp­færslu á Face­book. 

Fólk all­staðar að hefur tekið undir að það megi ekki gera „svona per­sónu­lega gegn fólki“ líkt og Sam­herji hefur gert gagn­vart opin­berum emb­ætt­is­mönnum og blaða­mönn­um. Mikil og þörf umræða hefur sprottið upp um kerfið sem leiðir af sér nokkra fyr­ir­ferða­mikla hags­muna­hópa sem stjórni Íslandi með frekju, yfir­gangi og ein­hverju sem er erfitt að lýsa öðru­vísi en sem ofbeldi. Og hvað það þýði fyrir fólk og fyr­ir­tæki að lenda upp á kant við þessa hópa. Hrá­efnið í þeirri umræðu eru ekki ný tíð­indi fyrir okkur á Kjarn­an­um, enda höfum við helgað stórum hluta af tæp­lega átta ára til­veru mið­ils­ins í að draga fram stað­reyndir um það spillta stroku­sam­fé­lag hags­muna­afla sem hér þrífst á gráu svæði milli atvinnu­lífs, stjórn­mála og stjórn­sýslu. 

Það er því ánægju­legt að sjá allan þann fjölda sem nú stendur upp og bendir á þetta sama. Meira að segja stjórn­ar­þing­menn eru mættir í alvöru umræðu um aðför Sam­herja gegn blaða­mönnum og hags­muna­hópanna sem stýra Íslandi. Þar með taldar for­sæt­is­ráð­herra og ráð­herra fjöl­miðla­mála.

Einu sem tala á móti, að minnsta kosti enn um sinn, eru menn sem hafa fyrir löngu dæmt sig úr leik með lélegum gas­lýs­ing­um, affærslum á stað­reyndum og ófyndnum karla­karla­brönd­urum þar sem þolendur eru iðu­lega teikn­aðir upp sem ger­endur og öfugt. Og Morg­un­blaðið auð­vit­að, sem skrifar nafn­lausa níð­pistla um kollega sína fyrir hönd Sam­herja og birtir aug­lýs­ingu um nýjasta af þrettán áróð­urs­þáttum Sam­herja þar sem ráð­ist er að blaða­mönn­um.

Kveðjum fáveldið svo sam­fé­lagið allt þrí­fist

Það er kom­inn vísir að vilja til að takast á við fáveldi örfárra fjár­magns­eig­enda og þá aug­ljósu lýð­ræð­is­legu ógn sem blasir við okkur vegna þess. Ógn sem birt­ist ann­ars vegar þegar stærstu ákvarð­anir um gang­verk sam­fé­lags­ins eru of oft teknar með þeirra hags­muni í huga, ekki okkar hinna. Og hins vegar þegar þeir nota auð sinn til að hund­elta fólk sem opin­berar þá.

Það er hægt að tak­marka skað­ann sem af þessu kerfi hlýst, með því að breyta lögum um fisk­veiði­stjórnun þannig að sam­þjöppuð völd hóps­ins verði tak­mörkuð og að mun stærri sneið af arð­sem­inni sem hlýst af nýt­ingu nátt­úru­auð­lindar lendi hjá raun­veru­legum eig­endum henn­ar. Það er hægt að gera upp stroku­spill­ingu fyrri tíma með almenni­legum rann­sókn­um. Það er hægt að auka eft­ir­lit, skerpa á lögum og draga veru­lega úr áhrifum lobbí­ista sér­hags­muna­hópa á gerð leik­reglna sam­fé­lags­ins.

Stór ástæða þess glugga sem nú hefur opnast, og er mik­il­vægt að nýta, er ákvörðun Ásgeirs Jóns­sonar seðla­banka­stjóra að tala tæpitungu­laust um það sem blasir við honum í starfi í við­tali við Stund­ina.

Von­andi mun þessi vísir að vilja lifa, að minnsta kosti fram að næstu kosn­ing­um. Þá fá lands­menn von­andi skýra val­kosti í kjör­klef­an­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari