Fjölmiðlafrelsi mest hjá þeim ríkjum þar sem einkareknir fjölmiðlar eru styrktir

Ísland hefur fallið ár frá ári á lista alþjóðlegra samtaka um fjölmiðlafrelsi, úr 10. í 16. sæti á nokkrum árum. Þau lönd sem skipa efstu sæti þess lista eru nágrannalönd okkar. Þau hafa öll í lengri tíma styrkt einkarekna fjölmiðla með opinberu fé.

Alþingi hefur skilað auðu þegar kemur að því að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á undanförnum árum.
Alþingi hefur skilað auðu þegar kemur að því að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á undanförnum árum.
Auglýsing

Í efsta sæti vísi­töl­u Blaðamanna án landamæra um fjölmiðlafrelsi, fimmta árið í röð, er Noregur. Finn­land er í öðru sæti, Dan­mörk í þriðja sæti og Sví­þjóð í fjórða sæti.

Ísland situr hins vegar í 16. sæti á lista samtakanna og fellur um eitt sæti á milli ára. 

Athygli vekur að í öllum þessum ríkjum er umfangsmikill ríkisstuðningur við einkarekna fjölmiðla. 

Hérlendis hefur staðið yfir ferli um að koma á slíku styrkjakerfi frá árinu 2016. Fyrst var skipuð nefnd, svo var rituð skýrsla, þá var unnið úr tillögum hennar og loks smíðuð frumvörp. Ekkert þeirra hefur náð í gegn nú tæpum fimm árum eftir að ferlið hófst, aðallega vegna þess að hluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins eru á móti styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla. Síðasta útgáfa frumvarpsins situr nú föst inni í allsherjar- og menntamálanefnd þangað sem henni var vísað eftir að Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fékk að mæla fyrir málinu seint á síðasta ári.

Svipað og fyrri frumvörp

Frum­varpið er í grunn­inn með svip­uðu sniði og tvö fyrri frum­vörp sem Lilja lagði fram til þings­ins, eftir að þau höfðu verið sam­þykkt í rík­is­stjórn og þing­flokkum stjórn­ar­flokk­anna þriggja. Það felur í sér að einka­reknir fjöl­miðlar á Íslandi verði styrktir um tæpar 400 millj­ónir króna á ári úr rík­is­sjóði.

Auglýsing
Styrkirnir til fjöl­miðla eiga að verða í formi end­ur­greiðslna vegna launa­kostn­aðar fjöl­miðla­fólks og útfærslan svipuð og í einskiptisstyrkjum sem fjöl­miðlar fengu til þess að takast á við áhrif kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins á síð­asta ári.

Í bæði fyrri skiptin sofn­uðu frum­vörp Lilju svefn­inum langa í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd Alþing­is, sem Páll Magn­ús­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins stýr­ir. 

Ísland eina norræna ríkið sem veitir ekki stuðning

Í grein­ar­gerð með frum­varpi Lilju um stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla er dregið fram að Ísland er eina nor­ræna ríkið sem ekki veitir beina eða óbeina styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla.

„Í Finn­landi eru veittir styrkir til frétta­blaða sem gefin eru út á tungu­málum minni­hluta­hópa. Víð­tæk­ari fram­leiðslu- og dreif­ing­ar­styrkir eru veittir í Nor­egi og Sví­þjóð. Í Dan­mörku er ann­ars konar styrkja­kerfi þar sem stuðn­ingur er veittur til fram­leiðslu rit­stjórn­ar­efnis á prent­uðu formi fyrir smærri fjöl­miðla með útbreiðslu á lands­vísu auk þess sem netmiðlum er veittur stuðn­ing­ur. Í Dan­mörku er einnig veittur verk­efna­styrkur vegna stofn­unar nýrra fjöl­miðla og þró­unar þeirra miðla sem fyrir eru á mark­aðn­um,“ ­segir í grein­ar­gerð­inni.

Þar segir enn fremur að á Norð­ur­lönd­unum hafi mikil umræða átt sér stað um að styrkja einka­rekna fjöl­miðla enn frekar til að þeir nái að fóta sig í heimi þar sem færri og færri kjósa að greiða fyrir fréttir og sam­fé­lags­miðlar hirða stóran hluta aug­lýs­inga­kök­unn­ar.

Mestur stuðningur í Noregi

Mestur er stuðningurinn í Noregi, því landi þar sem fjölmiðlafrelsi mælist mest í heiminum. Styrkjakerfið hefur því ekki leitt til þess að fjölmiðlar hafi orðið handgengnari valdinu þar líkt og þingmenn Sjálfstæðisflokks og Miðflokks hafa ítrekað haldið fram að muni gerast hér ef fjölmiðlar verði styrktir úr ríkissjóði.

Í Noregi er enn fremur vilji til að auka við opinbera styrki frekar en að draga úr þeim enda hefur reynslan af þeim verið jákvæð. Hinn 7. mars 2017 skilaði nefnd sem skipuð var af norskum stjórnvöldum hvítbók sem innihélt tillögur til að efla fjölmiðla þar í landi. Meðal þeirra tillagna sem settar voru fram í hvítbókinni var að auka styrkveitingar til smærri fjölmiðla, einfalda umsóknarferlið og gæta jafnræðis milli fjölmiðla óháð því hvernig efni er miðlað. Tillögurnar eru enn til meðferðar hjá norskum stjórnvöldum.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent