Fjölmiðlafrelsi mest hjá þeim ríkjum þar sem einkareknir fjölmiðlar eru styrktir

Ísland hefur fallið ár frá ári á lista alþjóðlegra samtaka um fjölmiðlafrelsi, úr 10. í 16. sæti á nokkrum árum. Þau lönd sem skipa efstu sæti þess lista eru nágrannalönd okkar. Þau hafa öll í lengri tíma styrkt einkarekna fjölmiðla með opinberu fé.

Alþingi hefur skilað auðu þegar kemur að því að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á undanförnum árum.
Alþingi hefur skilað auðu þegar kemur að því að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á undanförnum árum.
Auglýsing

Í efsta sæti vísi­­töl­u Blaða­manna án landamæra um fjöl­miðla­frelsi, fimmta árið í röð, er Nor­eg­ur. Finn­land er í öðru sæti, Dan­­mörk í þriðja sæti og Sví­­þjóð í fjórða sæti.

Ísland situr hins vegar í 16. sæti á lista sam­tak­anna og fellur um eitt sæti á milli ára. 

Athygli vekur að í öllum þessum ríkjum er umfangs­mik­ill rík­is­stuðn­ingur við einka­rekna fjöl­miðla. 

Hér­lendis hefur staðið yfir ferli um að koma á slíku styrkja­kerfi frá árinu 2016. Fyrst var skipuð nefnd, svo var rituð skýrsla, þá var unnið úr til­lögum hennar og loks smíðuð frum­vörp. Ekk­ert þeirra hefur náð í gegn nú tæpum fimm árum eftir að ferlið hóf­st, aðal­lega vegna þess að hluta þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins eru á móti styrkja­kerfi fyrir einka­rekna fjöl­miðla. Síð­asta útgáfa frum­varps­ins situr nú föst inni í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd þangað sem henni var vísað eftir að Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, fékk að mæla fyrir mál­inu seint á síð­asta ári.

Svipað og fyrri frum­vörp

Frum­varpið er í grunn­inn með svip­uðu sniði og tvö fyrri frum­vörp sem Lilja lagði fram til þings­ins, eftir að þau höfðu verið sam­­þykkt í rík­­is­­stjórn og þing­­flokkum stjórn­­­ar­­flokk­anna þriggja. Það felur í sér að einka­reknir fjöl­miðlar á Íslandi verði styrktir um tæpar 400 millj­­ónir króna á ári úr rík­­is­­sjóði.

Auglýsing
Styrkirnir til fjöl­miðla eiga að verða í formi end­­ur­greiðslna vegna launa­­kostn­aðar fjöl­miðla­­fólks og útfærslan svipuð og í ein­skipt­is­styrkjum sem fjöl­miðlar fengu til þess að takast á við áhrif kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­s­ins á síð­­asta ári.

Í bæði fyrri skiptin sofn­uðu frum­vörp Lilju svefn­inum langa í alls­herj­­­ar- og mennta­­mála­­nefnd Alþing­is, sem Páll Magn­ús­­son þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins stýr­­ir. 

Ísland eina nor­ræna ríkið sem veitir ekki stuðn­ing

Í grein­­ar­­gerð með frum­varpi Lilju um stuðn­­ing við einka­rekna fjöl­miðla er dregið fram að Ísland er eina nor­ræna ríkið sem ekki veitir beina eða óbeina styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla.

„Í Finn­landi eru veittir styrkir til frétta­­blaða sem gefin eru út á tung­u­­málum minn­i­hluta­hópa. Víð­tæk­­ari fram­­leiðslu- og dreif­ing­­ar­­styrkir eru veittir í Nor­egi og Sví­­þjóð. Í Dan­­mörku er ann­­ars konar styrkja­­kerfi þar sem stuðn­­ingur er veittur til fram­­leiðslu rit­­stjórn­­­ar­efnis á prent­uðu formi fyrir smærri fjöl­miðla með útbreiðslu á lands­vísu auk þess sem net­miðlum er veittur stuðn­­ing­­ur. Í Dan­­mörku er einnig veittur verk­efna­­styrkur vegna stofn­unar nýrra fjöl­miðla og þró­unar þeirra miðla sem fyrir eru á mark­aðn­­um,“ ­segir í grein­­ar­­gerð­inni.

Þar segir enn fremur að á Norð­­ur­lönd­unum hafi mikil umræða átt sér stað um að styrkja einka­rekna fjöl­miðla enn frekar til að þeir nái að fóta sig í heimi þar sem færri og færri kjósa að greiða fyrir fréttir og sam­­fé­lags­miðlar hirða stóran hluta aug­lýs­inga­kök­unn­­ar.

Mestur stuðn­ingur í Nor­egi

Mestur er stuðn­ing­ur­inn í Nor­egi, því landi þar sem fjöl­miðla­frelsi mælist mest í heim­in­um. Styrkja­kerfið hefur því ekki leitt til þess að fjöl­miðlar hafi orðið hand­gengn­ari vald­inu þar líkt og þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks og Mið­flokks hafa ítrekað haldið fram að muni ger­ast hér ef fjöl­miðlar verði styrktir úr rík­is­sjóði.

Í Nor­egi er enn fremur vilji til að auka við opin­bera styrki frekar en að draga úr þeim enda hefur reynslan af þeim verið jákvæð. Hinn 7. mars 2017 skil­aði nefnd sem skipuð var af norskum stjórn­völdum hvít­bók sem inni­hélt til­lögur til að efla fjöl­miðla þar í landi. Meðal þeirra til­lagna sem settar voru fram í hvít­bók­inni var að auka styrk­veit­ingar til smærri fjöl­miðla, ein­falda umsókn­ar­ferlið og gæta jafn­ræðis milli fjöl­miðla óháð því hvernig efni er miðl­að. Til­lög­urnar eru enn til með­ferðar hjá norskum stjórn­völd­um.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
Kjarninn 29. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
Kjarninn 29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
Kjarninn 29. júní 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 26. þáttur: Stjórnvaldstækni ríkisvaldsins og „vofa“ móðurinnar móta karlmennskuvitund ungra flóttamanna
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent