Fjölmiðlafrelsi mest hjá þeim ríkjum þar sem einkareknir fjölmiðlar eru styrktir

Ísland hefur fallið ár frá ári á lista alþjóðlegra samtaka um fjölmiðlafrelsi, úr 10. í 16. sæti á nokkrum árum. Þau lönd sem skipa efstu sæti þess lista eru nágrannalönd okkar. Þau hafa öll í lengri tíma styrkt einkarekna fjölmiðla með opinberu fé.

Alþingi hefur skilað auðu þegar kemur að því að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á undanförnum árum.
Alþingi hefur skilað auðu þegar kemur að því að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á undanförnum árum.
Auglýsing

Í efsta sæti vísi­­töl­u Blaða­manna án landamæra um fjöl­miðla­frelsi, fimmta árið í röð, er Nor­eg­ur. Finn­land er í öðru sæti, Dan­­mörk í þriðja sæti og Sví­­þjóð í fjórða sæti.

Ísland situr hins vegar í 16. sæti á lista sam­tak­anna og fellur um eitt sæti á milli ára. 

Athygli vekur að í öllum þessum ríkjum er umfangs­mik­ill rík­is­stuðn­ingur við einka­rekna fjöl­miðla. 

Hér­lendis hefur staðið yfir ferli um að koma á slíku styrkja­kerfi frá árinu 2016. Fyrst var skipuð nefnd, svo var rituð skýrsla, þá var unnið úr til­lögum hennar og loks smíðuð frum­vörp. Ekk­ert þeirra hefur náð í gegn nú tæpum fimm árum eftir að ferlið hóf­st, aðal­lega vegna þess að hluta þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins eru á móti styrkja­kerfi fyrir einka­rekna fjöl­miðla. Síð­asta útgáfa frum­varps­ins situr nú föst inni í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd þangað sem henni var vísað eftir að Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, fékk að mæla fyrir mál­inu seint á síð­asta ári.

Svipað og fyrri frum­vörp

Frum­varpið er í grunn­inn með svip­uðu sniði og tvö fyrri frum­vörp sem Lilja lagði fram til þings­ins, eftir að þau höfðu verið sam­­þykkt í rík­­is­­stjórn og þing­­flokkum stjórn­­­ar­­flokk­anna þriggja. Það felur í sér að einka­reknir fjöl­miðlar á Íslandi verði styrktir um tæpar 400 millj­­ónir króna á ári úr rík­­is­­sjóði.

Auglýsing
Styrkirnir til fjöl­miðla eiga að verða í formi end­­ur­greiðslna vegna launa­­kostn­aðar fjöl­miðla­­fólks og útfærslan svipuð og í ein­skipt­is­styrkjum sem fjöl­miðlar fengu til þess að takast á við áhrif kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­s­ins á síð­­asta ári.

Í bæði fyrri skiptin sofn­uðu frum­vörp Lilju svefn­inum langa í alls­herj­­­ar- og mennta­­mála­­nefnd Alþing­is, sem Páll Magn­ús­­son þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins stýr­­ir. 

Ísland eina nor­ræna ríkið sem veitir ekki stuðn­ing

Í grein­­ar­­gerð með frum­varpi Lilju um stuðn­­ing við einka­rekna fjöl­miðla er dregið fram að Ísland er eina nor­ræna ríkið sem ekki veitir beina eða óbeina styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla.

„Í Finn­landi eru veittir styrkir til frétta­­blaða sem gefin eru út á tung­u­­málum minn­i­hluta­hópa. Víð­tæk­­ari fram­­leiðslu- og dreif­ing­­ar­­styrkir eru veittir í Nor­egi og Sví­­þjóð. Í Dan­­mörku er ann­­ars konar styrkja­­kerfi þar sem stuðn­­ingur er veittur til fram­­leiðslu rit­­stjórn­­­ar­efnis á prent­uðu formi fyrir smærri fjöl­miðla með útbreiðslu á lands­vísu auk þess sem net­miðlum er veittur stuðn­­ing­­ur. Í Dan­­mörku er einnig veittur verk­efna­­styrkur vegna stofn­unar nýrra fjöl­miðla og þró­unar þeirra miðla sem fyrir eru á mark­aðn­­um,“ ­segir í grein­­ar­­gerð­inni.

Þar segir enn fremur að á Norð­­ur­lönd­unum hafi mikil umræða átt sér stað um að styrkja einka­rekna fjöl­miðla enn frekar til að þeir nái að fóta sig í heimi þar sem færri og færri kjósa að greiða fyrir fréttir og sam­­fé­lags­miðlar hirða stóran hluta aug­lýs­inga­kök­unn­­ar.

Mestur stuðn­ingur í Nor­egi

Mestur er stuðn­ing­ur­inn í Nor­egi, því landi þar sem fjöl­miðla­frelsi mælist mest í heim­in­um. Styrkja­kerfið hefur því ekki leitt til þess að fjöl­miðlar hafi orðið hand­gengn­ari vald­inu þar líkt og þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks og Mið­flokks hafa ítrekað haldið fram að muni ger­ast hér ef fjöl­miðlar verði styrktir úr rík­is­sjóði.

Í Nor­egi er enn fremur vilji til að auka við opin­bera styrki frekar en að draga úr þeim enda hefur reynslan af þeim verið jákvæð. Hinn 7. mars 2017 skil­aði nefnd sem skipuð var af norskum stjórn­völdum hvít­bók sem inni­hélt til­lögur til að efla fjöl­miðla þar í landi. Meðal þeirra til­lagna sem settar voru fram í hvít­bók­inni var að auka styrk­veit­ingar til smærri fjöl­miðla, ein­falda umsókn­ar­ferlið og gæta jafn­ræðis milli fjöl­miðla óháð því hvernig efni er miðl­að. Til­lög­urnar eru enn til með­ferðar hjá norskum stjórn­völd­um.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent