Þess vegna þarf að segja fréttir

Blaðamenn hafa sýnt mikla aðlögunarhæfni undanfarið ár líkt og svo margar aðrar starfsstéttir. Heimsfaraldurinn dregur fram mikilvægi þess fyrir hvert samfélag að eiga sterka fréttamiðla sem greina ástandið og miðla með fréttum og fréttaskýringum.

Auglýsing

Daga­talið lýgur víst ekki, hugs­aði ég þegar mér varð það ljóst að bráðum eru komin tvö ár frá því ég tók við sem fram­kvæmda­stjóri Kjarn­ans miðla ehf. Þessi tæpu tvö ár hafa liðið hratt. Kjarn­inn er enn á sínum stað en samt hefur svo margt breyst og við bætt svo miklu við okk­ur. Þegar ég tók við starf­inu fór ég í lítið útvarps­við­tal og gant­að­ist með það að Kjarna­fólk kæm­ist fyrir í einum fólks­bíl. Nú dugar ekk­ert minna en lang­ferða­bíll, reyndar mjög lít­ill, en Kjarn­inn telur nú átta starfs­menn í fullu starfi, auk lausa­penna. Við höfum stækkað og dafnað og það eru les­endur okkar sem leiða vöxt­inn með sínum frjálsu fram­lögum til mið­ils­ins.

Aðlög­un­ar­hæfni blaða­manna

Heims­far­aldur COVID-19 hefur sett mark sitt á sam­fé­lagið allt síð­ast­liðið ár og verið jafn­framt ákveðin próf­raun fyrir fjöl­miðla og fjöl­miðla­fólk um heim all­an. Fáir blaða­menn hafa lík­lega séð fyrir sér að gera far­sóttir að sér­grein sinni eða aðal­um­fjöll­un­ar­efni dag eftir dag. Eng­inn ætl­aði sér endi­lega að vita allt um sýna­tökupinna eða sótt­varna­hót­el, en starf blaða­manns­ins er þannig að það krefst aðlög­un­ar. Far­sótt kallar á far­sótt­ar­frétt­ir. Það að hér ríki far­aldur kallar á það að blaða­menn til­einki sér við­fangs­efnið ítar­lega, geti greint ástand­ið, hafi dug í sér til að spyrja ráða­menn erf­iðra spurn­inga og séu færir um að lýsa fram­vindu far­sótt­ar­innar frá degi til dags, auk þess að geta varpað fram ítar­legum frétta­skýr­ingum og sam­an­tektum inn á milli. Allt þarf þetta að vera gert á skilj­an­legan og vand­aðan hátt. Ann­ars nennir eng­inn að lesa, hlusta eða horfa.

Líkt og gilt hefur um flest fyr­ir­tæki und­an­farið ár hefur verið snúið að gera nákvæmar áætl­anir fyrir starf­semi Kjarn­ans í þessu árferði. Hryggjar­stykkið í okkar rekstri er Kjarna­sam­fé­lagið, en það er heiti sem við notum um þann hóp fólks sem styrkir Kjarn­ann með mán­að­ar­legu fram­lagi. Þessi hópur kemst sem betur fer ekki í neinn venju­legan lang­ferða­bíl því hann telur nú yfir 3.000 manns og fer stækk­andi. Við erum þakk­lát hverjum ein­asta úr þessu styrkt­ar­sam­fé­lagi, enda skipta öll fram­lög máli, ekki síst á óvissu­tím­um.

Auglýsing

Eiga fréttir að vera gef­ins?

Vef­miðlar víð­ast hvar hafa tek­ist á við það snúna verk­efni að finna út hvernig best er að fá fólk til að greiða fyrir fréttir á net­inu, enda er frétta­efni dýrt efni í fram­leiðslu og engin leið að halda úti dag­legum straumi frétta og frétta­skýr­inga án stöðugra tekna. Tölu­verð hefð er fyrir því hér á landi að fréttir á net­miðlum séu öllum opn­ar. New York Times og The Wall Street Journal fara hins vegar þá leið að setja upp greiðslu­vegg á sínum síðum og selja raf­rænar áskrift­ir. Kjarn­inn hefur ekki valið þá leið heldur not­ast við svipað módel og The Guar­di­an, að hafa vef­inn opinn öllum en óska eftir frjálsum fram­lögum les­enda. Þeir sem vilja greiða fyrir Kjarn­ann gera það og geta meira að segja valið sér upp­hæð.

Það má auð­vitað velta fyrir sér hvaða leið er rétt­ust. Fyr­ir­fram var ekki mikil trú á módel NYT og WSJ, en þau hafa slegið hvert metið á fætur öðru í sölu áskrifta og telja nú raf­ræna áskrif­endur í millj­ón­um. The Guar­dian nálg­ast einnig milljón styrkj­end­ur. Kjarn­inn hefur mikla trú á því að fréttir eigi að vera fyrir alla og hefur þess vegna haldið sig við það að efla styrkt­ar­sam­fé­lagið frekar en að setja upp greiðslu­vegg.

Aug­lýs­ingar eru önnur mik­il­væg tekju­stoð fyrir vel­flesta fjöl­miðla hér á landi. Kjarn­inn fór í það nú fyrir nokkru að byggja upp eigin sölu aug­lýs­inga, en hafði áður úthýst sölu þeirra. Við finnum fyrir því að margir aug­lýsendur vilja ekki að aug­lýs­ingar þeirra séu bara „ein­hvers stað­ar” á net­inu, hvar sem fólk sér þær, heldur vilja sífellt fleiri leggja áherslu á að birta sitt aug­lýs­inga­efni á traustum frétta­vef frekar en vef­síðum sem leggja allt í söl­urnar fyrir smelli. Við höfum lengi talað um að Kjarn­inn sé fyrir kröfu­harða les­endur og við leggjum okkur fram um að standa undir því trausti sem les­endur sýna okkur með því að heim­sækja síð­una okkar og með því að styrkja okkur með fram­lög­um. Við teljum Kjarn­ann að sama skapi geta verið væn­legan val­kost fyrir kröfu­harða aug­lýsendur sem vilja sín skila­boð frekar við hlið alvöru frétta­skýr­inga heldur en ódýrra smellu­beita.

Ríkið við­ur­kennir erf­iða stöðu

Þrátt fyrir stór­auk­inn lestur og heim­sókn­ir, vöxt í styrkt­ar­sam­fé­lagi okkar og aug­lýs­ingum þá liggur fyrir að rekstur frétta­mið­ils eins og Kjarn­ans, með áherslu á frétta­skýr­ingar og með metnað til að hafa gæði og dýpt að leið­ar­ljósi í allri frétta­vinnslu, er oft þung­ur. Sam­keppnin við risa­stóru aug­lýs­inga­miðl­ana eins og Google og Face­book verður alltaf ójöfn og engin leið fyrir lít­inn íslenskan fjöl­miðil að vera mikið með í þeirri keppni.

Staða fjöl­miðla hefur verið erfið um nokkra hríð, það byrj­aði ekki með COVID-19. Nefnd var stofnuð árið 2016 af þáver­andi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra sem skil­aði skýrslu um stöðu fjöl­miðla í byrjun árs 2018, þar sem hið erf­iða rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla er tíundað og lagt til að tekið verði upp styrkja­kerfi fyrir einka­rekna fjöl­miðla. Nokkur stuðn­ingur var veittur í fyrra vegna rekstr­ar­árs­ins 2019 en þeir styrkir voru settir undir hatt COVID-­styrkja. Sjálft frum­varp­ið, sem byggir á til­lögum nefnd­ar­innar um árlegar end­ur­greiðslur á kostn­aði vegna frétta­öfl­unar og frétta­vinnslu, í anda styrkt­ar­kerfis vegna bóka­út­gáfu og fram­leiðslu kvik­mynda, er enn hjá alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd alþing­is. Stuðn­ing­ur­inn, sem þing­menn allra flokka hafa sagst vilja veita í ein­hverri mynd, situr enn í nefnd nú þegar komið er fram á vor árið 2021.

Fyrr í vetur fórum við Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, á fund alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar. Þangað vorum við fengin sem gest­ir, gegnum fjar­funda­bún­að, til að gera grein fyrir okkar sjón­ar­miðum og sýn á frum­varpið um styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla sem er til umfjöll­unar í nefnd­inni. Svona gestainn­koma á nefnd­ar­fund í þing­inu tekur ekki langa stund, það þarf að tala hratt og koma miklu að á skömmum tíma. Krossa svo fingur og vona að nefnd­ar­menn hafi með­tekið og sjái það sem við, stjórn­endur Kjarn­ans, sjáum svo skýrt:

  • Það þarf að vökva sprota í fjöl­miðlaum­hverf­inu.
  • Það þarf að styrkja fjöl­miðla sem leggja áherslu á fréttir og frétta­skýr­ing­ar.
  • Það þarf að styrkja fjöl­miðla sem hafa komið sér upp sjálf­bæru rekstr­ar­mód­eli.
  • Það þarf að fjölga blaða­mönn­um, styrkirnir eiga að fara til miðla sem ráða en ekki reka.

Við fórum yfir alla þessa punkta og kannski fleiri á fund­in­um. En eitt gleymd­ist, og gleym­ist eig­in­lega alltaf, í þess­ari umræðu um styrki eða ekki styrki til fjöl­miðla. Það er tungu­málið okkar – íslensk­an. Við teljum mik­il­vægt að gefnar séu út bækur á íslensku og að búnar séu til kvik­myndir á íslensku, enda er sú starf­semi sér­stak­lega styrkt með end­ur­greiðslum á rekstr­ar­kostn­aði. Skiptir þá ekki líka máli að það séu skrif­aðar fréttir á íslensku?

Yfir 1.500 efni birt um COVID-19 á rúmu ári

Frá því far­aldur COVID-19 tók nán­ast yfir fjöl­miðlaum­fjöllun í heim­inum hefur rit­stjórn Kjarn­ans, litla metn­að­ar­fulla frétta­skýrand­ans sem nú fer langt með að fylla lít­inn lang­ferða­bíl, skrifað 1306 fréttir eða frétta­skýr­ingar tengdar far­sótt­inni og áhrifum henn­ar, heilsu­fars­legum og efna­hags­leg­um. COVID-19 hefur að auki verið til umfjöll­unar í 185 aðsendum greinum á Kjarn­anum og rætt hefur verið um far­sótt­ina í 22 hlað­varps­þátt­um. Sam­tals hafa birst á Kjarn­anum 1.513 efni um far­ald­ur­inn á því rúma ári sem liðið er síðan hann hófst.

Ritstjórn Kjarnans hlaut Blaðamannaverðlaun Íslands fyrir umfjöllun ársins 2020 vegna umfjöllunar sinnar um brunann á Bræðraborgarstíg. Myndin er frá afhendingu verðlaunanna, sem voru heimsend í anda heimsfaraldursins. Mynd: Golli.

Engu að síður náði Kjarn­inn sam­hliða þessum COVID-af­köstum að fjalla ítar­lega um efna­hags­mál, stjórn­mál, umhverf­is­mál, skipu­lags­mál og fleira auk þess að ráð­ast í langstærsta rann­sókn­ar­verk­efni sem Kjarn­inn hefur tek­ist á við frá upp­hafi, umfjöllun um brun­ann á Bræðra­borg­ar­stíg 1, sem nýverið hlaut verð­laun Blaða­manna­fé­lags Íslands sem umfjöllun árs­ins 2020. Kjarn­inn vill leggja sig fram um að rýna í öll horn sam­fé­lags­ins.

Víðir Reyn­is­son á BBC?

Þegar far­aldur gengur yfir sem hefur áhrif á nán­ast hvert ein­asta manns­barn, hvert ein­asta ríki heims, þá kemur vel í ljós mik­il­vægi tungu­mála, mik­il­vægi þess að hver þjóð fái fréttir á sínu móð­ur­máli. Staða Íslands í þessu mengi væri eflaust ekki sér­stak­lega vel greind í erlendum miðl­um. Eng­inn hefur við­líka áhuga á áhrifum COVID-19 á íslenskt sam­fé­lag eins og hér­lendir frétta­miðl­ar. Eða hefur ein­hver séð við­tal við Víði Reyn­is­son hjá BBC eða Berl­ingske? Við blaða­menn þurfum að upp­lýsa, segja frétt­ir, skýra stöð­una með vönd­uðum úttektum og frétta­skýr­ingum og taka við­töl við þá sem vita meira en við og rækja þannig skyldur okkar gagn­vart les­end­um. Það er lífs­nauð­syn­legt fyrir hvert sam­fé­lag að eiga fjöl­breytta og sterka frétta­miðla af ýmsum stærðum og gerð­um.

Fjöl­miðlar gegna lyk­il­hlut­verki í lýð­ræð­is­þjóð­fé­lagi, um það er ekki deilt. Við vitum vel að þeir skipta máli, en finnum kannski enn meira fyrir þörf­inni fyrir vand­aða fjöl­miðla á tímum þegar við erum sér­lega frétta­þyrst, eins og til dæmis þegar far­sótt herjar á heim­inn. Eða þegar kemur eld­gos. Eða þegar kosn­ingar eru í nánd. Eða þegar allt þetta er í gangi í einu. Á slíkum tímum teygjum við okkur oftar eftir sím­an­um, tölv­unni eða hvaða tæki sem við notum til að ná okkur í frétt­ir.

Höldum áfram þótt frum­varp lúri í nefnd

Á svona tímum vill Kjarn­inn vera til stað­ar. Við ætlum okkur að styrkjast, efl­ast og stækka í takt við áhuga les­enda okk­ar. Helst viljum við fylla heila rútu af blaða­mönn­um, ljós­mynd­urum og öðru hæfi­leika­fólki á sviði fjöl­miðl­unar og byggja upp sterkan Kjarna sem hefur burði til að segja fréttir af fleiri sviðum sam­fé­lags­ins, skrifa enn fleiri ítar­legar frétta­skýr­ingar og verða almennt öfl­ugri mið­ill. En óvissan er líka tölu­verð meðan frum­varp um fjöl­miðla er enn í nefnd og ráða­menn taka engar ákvarð­anir um það hvernig styrkja megi inn­lenda fjöl­miðla gagn­vart ægi­valdi sam­fé­lags­miðla á aug­lýs­inga­mark­aði.

Það er hins vegar ekk­ert annað að gera en að setja haus­inn undir sig og halda áfram. Halda áfram að skrifa um COVID-19, eld­gos, efna­hags­mál, skipu­lags­mál, nýsköp­un, nátt­úr­una og annað sem les­endur okkar þyrstir í að lesa. Við á Kjarn­anum viljum vinna á fjöl­miðli sem gerir gagn. Við viljum að okkar umfjall­anir bæti ein­hverju við í huga þeirra sem lesa. Við viljum að les­endur geri rík­ari kröfur til okkar en ann­arra. Við leggjum okkur fram um að standa undir því trausti sem okkur er sýnt. Við treystum á móti á les­endur okk­ar, þá sömu og treysta á okk­ur, til að styrkja Kjarn­ann og leggja þannig sitt lóð á vog­ar­skál­arnar svo áfram verði hægt að segja vand­aðar fréttir og skýra út sam­tím­ann á íslensku.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, á kynningarfundi á uppgjöri félagsins í gær.
Hluthafafundur Síldarvinnslunnar samþykkti kaupin á Vísi
Hlutabréf í Síldarvinnslunni hafa rokið upp á síðustu vikum. Sá hlutur sem systkinin úr Grindavík sem eiga Vísi í dag munu fá fyrir að selja útgerðina til Síldarvinnslunnar hefur hækkað um 3,7 milljarða króna í virði á rúmum mánuði.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiÁlit