Kærleikshagkerfið

Katrín Baldursdóttir veltir fyrir sér hvað það sé sem mæli velgengni þjóðar.

Auglýsing

Hvernig mælir maður velgengni þjóðar? Hvað er ábyrg efnahagsstjórnun? Að mínu viti er það ábyrg efnahagsstjórnun að allir geti lifað mannsæmandi lífi. Fátækt, húsnæðisskortur, slæm meðferð á launafólki, öryrkjum og fátæku eftirlaunafólki er dæmi um mjög óábyrga landsstjórn og afspyrnu lélegan árangur. Sama á við um sveltistefnu í heilbrigðis-og menntamálum. 

Í landi sem er svo ríkt af auðlindum eins og Ísland er, eiga allir að geta lifað góðu lífi ef kökunni væri jafnar skipt. En það er ekki vilji fyrir því hjá forystumönnum þjóðarinnar sem fyrst og fremst eru fastir í tölum á blaði, summunni af því sem gengur kaupum og sölum deilt með fjölda landsmanna, eða hinum fræga “Hagvexti”. Ábyrg efnahagsstjórnun og stöðugleiki í augum þessa fólks er án alls þess sem skiptir mestu máli, eða líðan fólks, velsæld og kærleika. Og þessi áhersla á hagsvaxtarformúluna er algjöra án kærleika til náttúrunnar því hún gerir ekkert annað enn að auka á níðingsskapinn í umhverfismálum og til aukinnar hamfarahlýnunar. Af hverju? Jú í stuttu máli vegna þess að aukinn hagvöxtur krefst aukinnar neyslu sem aftur leiðir til aukins ágangs á náttúruna. 

Auglýsing
Kærleikshagkerfið boðar vor og bætta stöðu, afkomu og líðan allra í samfélaginu. Það hefur líka sýnt sig að það margborgar sig að stuðla að stjórnunaraðferðum sem bæta kjör og heilsu fólks en ekki einblína á afleiðingarnar af vosbúð, veikindum og vanlíðan. Nú heyrist oftar sú krafa að fjárfesta í heilsu en ekki heilsubresti. Það þarf að koma fólki í áhrifastöður og á þing sem styður þessar breyttu áherslur og síðast en ekki síst ætti það að vera hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að vera hreyfiafl breytinga í þessa átt. 

Alþjóðasamtök verkalýðsfélaga hafa kallað eftir splunkunýrri formúlu fyrir hagvöxt sem lýsir raunverulegri hagsæld almennings. Það er langt síðan sú krafa kom fram en ennþá gerist ekkert. Þetta er rætt á alþjóðlegum þingum verkalýðsfélaga og ráðstefnum en enginn árangur orðið. Þetta lýsir vel hversu staða verkalýðsfélaganna í heiminum hefur veikst. Þeir sem eiga peningana og alþjóðleg stórfyrirtæki sem ráða leynt og ljóst öllu í heiminum, vilja ekki koma á einhverju nýju kerfi sem getur hamlað vaxandi gróða þeirra og yfirráðum. Þar liggur hundurinn grafinn. Og ég fullyrði að engin stjórnmálaflokkur á Alþingi Íslendinga í dag vill gera þær breytingar sem þarf á hagvaxtarformúlunni til þess að hægt sé að skapa manneskjulegt samfélag: Kærleikshagkerfi með fyrrnefndum áherslum. Jú menn tala um aukin jöfnuð, bætt kjör aldraða og eftirlaunafólks en berjast ekki fyrir breytingum á kerfunum sem skapa misréttið og stuðla að því að kjör þessara hópa eru ekki betri. 

En hvernig er formúla alþjóðasambanda verkalýðsfélaga um ábyrga hagstjórn og mælikvarða á velgengi? Formúlan er á mannamáli og hljómar í aðalatriðum einhvern veginn svona: Þróunarmódel sem byggir á mannréttindum, heilbrigðum vinnuskilyrðum, jöfnuði, þátttökulýðræði, jafnrétti kynjanna, félagslegu réttlæti og umhverfisvernd. 

Höfundur er atvinnulífsfræðingur og félagi í Sósíalistaflokki Íslands. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar