Kærleikshagkerfið

Katrín Baldursdóttir veltir fyrir sér hvað það sé sem mæli velgengni þjóðar.

Auglýsing

Hvernig mælir maður vel­gengni þjóð­ar? Hvað er ábyrg efna­hags­stjórn­un? Að mínu viti er það ábyrg efna­hags­stjórnun að allir geti lifað mann­sæm­andi lífi. Fátækt, hús­næð­is­skort­ur, slæm með­ferð á launa­fólki, öryrkjum og fátæku eft­ir­launa­fólki er dæmi um mjög óábyrga lands­stjórn og afspyrnu lélegan árang­ur. Sama á við um svelti­stefnu í heil­brigð­is-og mennta­mál­u­m. 

Í landi sem er svo ríkt af auð­lindum eins og Ísland er, eiga allir að geta lifað góðu lífi ef kök­unni væri jafnar skipt. En það er ekki vilji fyrir því hjá for­ystu­mönnum þjóð­ar­innar sem fyrst og fremst eru fastir í tölum á blaði, summ­unni af því sem gengur kaupum og sölum deilt með fjölda lands­manna, eða hinum fræga “Hag­vext­i”. Ábyrg efna­hags­stjórnun og stöð­ug­leiki í augum þessa fólks er án alls þess sem skiptir mestu máli, eða líðan fólks, vel­sæld og kær­leika. Og þessi áhersla á hags­vaxt­ar­for­múl­una er algjöra án kær­leika til nátt­úr­unnar því hún gerir ekk­ert annað enn að auka á níð­ings­skap­inn í umhverf­is­málum og til auk­innar ham­fara­hlýn­un­ar. Af hverju? Jú í stuttu máli vegna þess að auk­inn hag­vöxtur krefst auk­innar neyslu sem aftur leiðir til auk­ins ágangs á nátt­úr­una. 

Auglýsing
Kærleikshagkerfið boðar vor og bætta stöðu, afkomu og líðan allra í sam­fé­lag­inu. Það hefur líka sýnt sig að það marg­borgar sig að stuðla að stjórn­un­ar­að­ferðum sem bæta kjör og heilsu fólks en ekki ein­blína á afleið­ing­arnar af vos­búð, veik­indum og van­líð­an. Nú heyr­ist oftar sú krafa að fjár­festa í heilsu en ekki heilsu­bresti. Það þarf að koma fólki í áhrifa­stöður og á þing sem styður þessar breyttu áherslur og síð­ast en ekki síst ætti það að vera hlut­verk verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar að vera hreyfi­afl breyt­inga í þessa átt. 

Alþjóða­sam­tök verka­lýðs­fé­laga hafa kallað eftir splunku­nýrri for­múlu fyrir hag­vöxt sem lýsir raun­veru­legri hag­sæld almenn­ings. Það er langt síðan sú krafa kom fram en ennþá ger­ist ekk­ert. Þetta er rætt á alþjóð­legum þingum verka­lýðs­fé­laga og ráð­stefnum en eng­inn árangur orð­ið. Þetta lýsir vel hversu staða verka­lýðs­fé­lag­anna í heim­inum hefur veikst. Þeir sem eiga pen­ing­ana og alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki sem ráða leynt og ljóst öllu í heim­in­um, vilja ekki koma á ein­hverju nýju kerfi sem getur hamlað vax­andi gróða þeirra og yfir­ráð­um. Þar liggur hund­ur­inn graf­inn. Og ég full­yrði að engin stjórn­mála­flokkur á Alþingi Íslend­inga í dag vill gera þær breyt­ingar sem þarf á hag­vaxt­ar­for­múl­unni til þess að hægt sé að skapa mann­eskju­legt sam­fé­lag: Kær­leiks­hag­kerfi með fyrr­nefndum áhersl­um. Jú menn tala um aukin jöfn­uð, bætt kjör aldr­aða og eft­ir­launa­fólks en berj­ast ekki fyrir breyt­ingum á kerf­unum sem skapa misréttið og stuðla að því að kjör þess­ara hópa eru ekki betri. 

En hvernig er for­múla alþjóða­sam­banda verka­lýðs­fé­laga um ábyrga hag­stjórn og mæli­kvarða á vel­gengi? For­múlan er á manna­máli og hljómar í aðal­at­riðum ein­hvern veg­inn svona: Þró­un­ar­módel sem byggir á mann­rétt­ind­um, heil­brigðum vinnu­skil­yrð­um, jöfn­uði, þátt­töku­lýð­ræði, jafn­rétti kynj­anna, félags­legu rétt­læti og umhverf­is­vernd. 

Höf­undur er atvinnu­lífs­fræð­ingur og félagi í Sós­í­alista­flokki Íslands. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar