„Þessi fræga dánaraðstoð...“

Ingrid Kuhlman, formaður félags um dánaraðstoð, segir að þörf sé á faglegri, málefnalegri og yfirvegaðri umræðu heilbrigðisstarfsmanna, stjórnmálamanna og samfélagsins alls um málefnið.

Auglýsing

Á Spotify má finna prýði­leg við­töl um dauð­ann sem Matth­ías Tryggvi Har­alds­son, spyrill þátt­anna og leik­skáld, gerði en verk­efnið var rann­sókn­ar­verk­efni fyrir Borg­ar­leik­húsið þar sem Matth­ías Tryggvi starfar. Í fjórða þætti ræðir hann við yfir­lækni líkn­ar­deildar Land­spít­al­ans, Val­gerði Sig­urð­ar­dótt­ur, um starf líkn­ar­deildar og dauð­ann. Þegar líður á við­talið berst talið að dán­ar­að­stoð og þar koma fram mjög sér­stakar per­sónu­legar skoð­anir yfir­lækn­is­ins. Í þess­ari grein geri ég alvar­legar athuga­semdir við orða­val og full­yrð­ingar henn­ar.

„Tals­menn þess að maður sé tek­inn af líf­i...“

Yfir­læknir líkn­ar­deildar notar ítrekað orðið „líkn­ar­dráp“, sem allir eru hættir að nota nema hörð­ustu and­stæð­ingar dán­ar­að­stoð­ar. Í orð­inu fara saman „líkn“, sem hefur frekar jákvæða skírskot­un, og „dráp“, sem er óneit­an­lega nei­kvætt hlað­ið. Orðið dán­ar­að­stoð hefur aftur á móti unnið sér sess í umræð­unni og er m.a. notað í tveimur þings­á­lykt­un­ar­til­lögum og skýrslu heil­brigð­is­ráð­herra sem var birt síð­ast­liðið haust.

Auglýsing
Valgerður talar af lít­illi virð­ingu og þekk­ingu um dán­ar­að­stoð þegar hún segir að það sé hroki gagn­vart dauð­anum og líf­inu sem fái menn til að óska dauð­ans. Hún notar orða­lagið að „maður sé tek­inn af lífi og bætir síðan við „...þessi fræga dán­ar­að­stoð“. Þessi full­yrð­ing yfir­læknis líkn­ar­deildar Land­spít­al­ans að fólk sé tekið af lífi þegar það fær dán­ar­að­stoð er eins langt frá raun­veru­leik­anum og hægt er að hugsa sér. Þegar dán­ar­að­stoð á í hlut er ávallt gengið úr skugga um að um sé að ræða sjálf­vilj­uga og vel ígrund­aða ósk ein­stak­lings­ins og fjarri öllu lagi að um sé að ræða líf­láts­verk eða aftöku sjúk­lings af hálfu lækn­is. Frekar er um að ræða kær­leiks­verk enda er um að ræða dýpstu ósk ein­stak­lings­ins að fá að deyja með sæmd.

„Allt þarf að vera full­kom­ið“

Val­gerður heldur því fram í við­tal­inu að þeir sem biðji um dán­ar­að­stoð vilji hafa stjórn á öllu í sínu lífi – allt eigi að vera full­komið – og þeir geti ekki hugsað sér að hafa ekki síð­asta orð­ið. Hún full­yrðir að þetta séu frekar karlar en kon­ur, oft á miðjum aldri, sem geti síður hugsað sér að missa stjórn­ar­taumana og sætti sig síður við hlut­skipti sjúk­lings­ins. Geti ekki hugsað sér að vera háðir öðrum eða skammist sín jafn­vel fyrir veik­indi sín. Þessar full­yrð­ingar Val­gerðar eiga engan veg­inn við rök að styðj­ast og lýsa frekar per­sónu­legum skoð­unum hennar en stað­reynd­um. Í Belgíu voru konur sem dæmi í meiri­hluta 2018 og 2019 eða 52,8% þeirra sem fengu dán­ar­að­stoð og 50,04% árið 2020. Í sömu skýrslum má sjá að meiri­hluti þeirra sem fékk dán­ar­að­stoð í Belgíu 2018-2020 var ekki á miðjum aldri heldur á aldr­inum 70-89 ára og það sama er upp á ten­ingnum í Hollandi. Kynja­hlut­föllin voru frekar jöfn í Hollandi eða 51% karlar á móti 49% konur árið 2019 þannig að ekki er um að ræða mark­tækan mun.

„Frísk­ari og lengra frá dauð­an­um“

Val­gerður full­yrðir einnig að þeir sem tali mest fyrir dán­ar­að­stoð séu ekki bara ein­stak­lingar sem glíma við óbæri­lega þján­ingu frá degi til dags heldur „að­eins frísk­ari og lengra frá dauð­an­um“. Hún vitnar í skýrslur sér til stuðn­ings, m.a. frá Ben­elúx-lönd­un­um, sem eiga að sýna að það sé ekki fyrst og fremst fólk sem glímir við óbæri­leg ein­kenni sem óskar eftir dán­ar­að­stoð. Þegar skýrslur frá þessum löndum eru skoð­aðar kemur í ljós að þessar full­yrð­ingar yfir­læknis líkn­ar­deildar eiga ekki heldur við rök að styðj­ast. Mik­ill meiri­hluti þeirra sem fengu dán­ar­að­stoð í Hollandi árið 2019 voru með ólækn­andi krabba­mein, tauga­sjúk­dóma, hjarta- og æða­sjúk­dóma, lungna­sjúk­dóma eða fjöl­sjúk­dóma. Í Belgíu var aðeins 0,6% þeirra sem fengu dán­ar­að­stoð árið 2019 ekki með ólækn­andi sjúk­dóm. 

Meiri­hluti þeirra sem fá dán­ar­að­stoð er langt leiddur af ólækn­andi sjúk­dómum og upp­lifir það versta sem lífið hefur upp á að bjóða. Dán­ar­að­stoð gefur þeim tæki­færi til að end­ur­heimta mann­lega reisn. Óbæri­leg þján­ing snýst nefni­lega ekki bara um lík­am­lega verki heldur er oft um að ræða til­vist­ar­lega eða and­lega þján­ingu vegna skertra eða óásætt­an­legra lífs­gæða. Þær meg­in­á­stæður sem fólk sem fékk dán­ar­að­stoð í Oregon árið 2019 gaf upp voru 1) að vera minna fær um að taka þátt í athöfnum sem gera lífið skemmti­legt (90,4%), 2) að tapa sjálf­ræði (86,7%) og að tapa reisn (72,3%). Í Kanada er læknum gert að greina frá því hvernig þeir sem biðja um dán­ar­að­stoð lýsa þján­ingum sín­um. Algeng­asta ástæðan sem þeir nefna er að geta ekki lengur tekið þátt í þýð­ing­ar­miklum athöfnum (82,1%) og að geta ekki fram­kvæmt athafnir dag­legs lífs (78,1%). Aðrar ástæður eru ófull­nægj­andi stjórn á öðrum ein­kennum en sárs­auka eða áhyggjur af því (56,4%), ófull­nægj­andi stjórn á sárs­auka eða áhyggjur af því (53,9%) og að missa reisn (53.3%). 

„Það er ekk­ert bann við sjálfs­víg“

Val­gerður seg­ist ekki átta sig á því hvers vegna fólk sem er sjálf­bjarga og ekki með mikil sjúk­dóms­ein­kenni þurfi að fá aðra mann­eskju til þess að deyða sig og heldur áfram: „Ég meina, það er ekk­ert bann við sjálfs­vígi, ha, það er ekk­ert alveg tabú í land­inu, þú færð greftr­un, ha, þú ert ekki graf­inn utan­garðs eins og áður.“ Þessi orð yfir­læknis líkn­ar­deildar eru auð­vitað fyrir neðan allar hell­ur. Það er hreint út sagt óskilj­an­legt og ekki yfir­lækni líkn­ar­deildar Land­spít­al­ans sæm­andi að leggja það bein­línis til við fólk að það fremji sjálfs­víg ef það treystir sér ekki til að lifa leng­ur.

Sjaldan beðið um stóru spraut­una

Val­gerður segir að hún hafi í dag­legri vinnu mjög sjaldan fengið „fyr­ir­spurn um stóru spraut­una“. Það ætti ekki að koma á óvart að sjúk­lingar í íslensku heil­brigð­is­kerfi hafi ekki óskað eftir því að læknir bindi endi á líf þeirra enda er slíkt bannað með lög­um. Ef þannig ósk hefur komið fram þá hefur henni verið sinnt án þess það sé gert opin­bert, enda lög­brot miðað við núver­andi lög.

Bið um fag­lega og mál­efna­lega umræðu

Und­ir­rituð er fylli­lega með­vituð um að dán­ar­að­stoð er við­kvæmt mál sem á sér margar hlið­ar. Þörf er á fag­legri, mál­efna­legri og yfir­veg­aðri umræðu heil­brigð­is­starfs­manna, stjórn­mála­manna og sam­fé­lags­ins alls um dán­ar­að­stoð. Við­talið við Val­gerði Sig­urð­ar­dóttir er því miður ekki liður í því. 

Grein­ar­höf­undur er for­maður Lífs­virð­ing­ar, félags um dán­ar­að­stoð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar