Lilja segir Samherja hafa gengið of langt í sínum vörnum

Mennta- og menningarmálaráðherra styður Ríkisútvarpið í þeirri „orrahríð“ sem Samherji hefur háð gegn stofnuninni. Töluvert var rætt um viðbrögð Samherja við fréttaflutningi RÚV í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag.

Lilja Alfreðsdóttir kynnir fjölmiðlafrumvarp 31. jan 2019
Auglýsing

Sam­herji gekk of langt í við­brögðum sínum við frétta­flutn­ingi Rík­is­út­varps­ins að mati Lilju Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra. Þetta kom fram í svari Lilju við fyr­ir­spurn Guð­mundar Andra Thors­son­ar, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­innar í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Lilja sagði það mik­il­vægt að fjöl­miðlar séu frjálsir og geti fjallað um mál­efni líð­andi stundar og að hún styddi Rík­is­út­varpið „í þess­ari umfjöllun og í þess­ari orra­hríð. Ég vil líka segja að mér finnst Sam­herji ganga of langt í við­brögðum sín­um.“

Að mati Lilju hafi stjórn RÚV tekið rétt á mál­un­um. „Ég tel að stjórn Rík­is­út­varps­ins hafi brugð­ist rétt við, hvernig þau hafa tekið á þessu máli. Það er mín skoðun að það skipti öllu máli að fjöl­miðlar séu frjálsir og að við styðjum að sjálf­sögðu við Rík­is­út­varpið okk­ar, og ég tel að Sam­herji hafi gengið of lang­t.“

Auglýsing

Sér­stak­lega sé vegið að Helga Seljan

Guð­mundur Andri sagði í fyr­ir­spurn sinni frjálsa fjöl­miðla sem sinna vand­aðri og gagn­rýnni umfjöllun vera eina af mik­il­væg­ustu auð­lindum hverju lýð­ræð­is­sam­fé­lagi. Sem dæmi um slíka umfjöllun nefndi Guð­mundur Andri umfjöllun Kveiks um starfs­hætti Sam­herja í Namibíu en hann gagn­rýndi við­brögð fyr­ir­tæk­is­ins.

Guðmundur Andri spurði Lilju út í afstöðu hennar til viðbragða Samherja við fréttaflutningi Ríkisútvarpsins af málefnum félagsins. Mynd: Bára Huld Beck.

„Varnir fyr­ir­tæk­is­ins hafa ekki falist í því að hrekja það efn­is­lega sem kom fram í þessum þáttum heldur í því að sverta heim­ild­ar­menn og veit­ast að frétta­mönnum sem efnið unnu með kæru­málum til siða­nefndar og dreif­ingu á áróð­urs­mynd­böndum þar sem sér­stak­lega hefur verið vegið að Helga Selj­an, frétta­mann­inum sem bar hit­ann og þung­ann af þess­ari þátta­gerð.“

Ekki fari á milli mála að ætlun for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins sé að hræða frétta­menn frá því að sinna vinnu sinni að sögn Guð­mundar Andra.

Í síð­ari ræðu sinni spurði Guð­mundur Lilju að því hvort hún teldi að fram­ganga Sam­herja gagn­vart Rík­is­út­varp­inu og Seðla­bank­anum væri eðli­leg hags­muna­varsla.

Fjöl­miðlar á Íslandi hafi staðið sig vel

Lilja sagði fjöl­miðla­menn hafa staðið sig vel. „Ég tel að allt þetta mál sýni í raun og veru að við erum hér í frjálsu og opnu sam­fé­lagi, það er að segja þegar málið er tekið til umfjöll­unar er það gert á mjög gagn­rýn­inn hátt og fjöl­miðla­menn­irnir fara í málið og hika ekki við það. Þegar við erum að fjalla um fjöl­miðla á Íslandi finnst mér þeir standa sig býsna vel, eins og við höfum séð nún­a.“

Hún ætti hins vegar erfitt með að flokka þessa fram­göngu á ein­hvern til­tek­inn hátt. Margt fólk hafi skoðun á mál­inu og það hafi fengið tæki­færi til þess að tjá sig um það sem sé til marks um hversu opið og lýð­ræð­is­legt sam­fé­lagið sé. „Það gerir það líka hér í þing­inu. Ég tel að það sé eft­ir­sókn­ar­vert sam­fé­lag þar sem við getum farið yfir málin eins og við erum að gera hér,“ sagði Lilja.

Auð­lind­arenta notuð í „róg­burð­ar­her­ferð“

Mál­efni Sam­herja voru einnig til umræðu í næstu fyr­ir­spurn. Olga Mar­grét Cilia, þing­maður Pírata, spurði Katrínu Jak­obs­dóttur hvort hún teldi eðli­legt að auð­lind­arenta sé notuð til þess í „róg­burð­ar­her­ferð“ gegn Helga Selj­an.

Olga Margrét Cilia sagði Samherja standa í „rógburðarherferð“ gegn Helga Seljan. Mynd: Bára Huld Beck.

„Ætlar hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra að láta það óátalið að verið sé að nota auð­lind­arentu þjóð­ar­innar í róg­burð­ar­her­ferð og mann­orðs­morð á fjöl­miðla­manni sem gerði það sem fag­stétt hans á einmitt að gera og benti á spill­ingu Sam­herja? Telur ráð­herra fram­ferði Sam­herja gagn­vart Helga Seljan eðli­leg afskipti af fjöl­miðlaum­fjöll­un? Hvaða aðgerða ætlar hæst­virtur ráð­herra að grípa til svo að unnt sé að koma í veg fyrir að slíkar árásir á fjöl­miðla­fólk muni eiga sér stað aft­ur?“ spurði Olga Cilia

Flókið að setja tján­ing­ar­frels­inu skorður

Katrín sagði þrennt skipta máli í sam­bandi við spurn­ingu Olgu. Fyrst Olga hafði nefnt auð­lind­arentu nefndi Katrín í fyrsta lagi nýtt auð­linda­á­kvæði stjórn­ar­skrár. „Það er auð­vitað engin til­viljun að hags­muna­verðir stór­út­gerð­ar­innar hafi lagst gegn því auð­linda­á­kvæði sem nú er til umfjöll­unar í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd,“ sagði Katrín og bætti því við að hún teldi það mik­il­vægt að Alþingi svari kalli þjóð­ar­innar um þessi mál.

Í öðru lagi nefndi Katrín frum­varp um auk­inn stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla sem sé mik­il­vægt að verði að lögum að hennar mati. „Það skiptir mjög miklu máli fyrir fjöl­miðla­frelsi á Íslandi að við styðjum betur við einka­rekna fjöl­miðla sam­hliða því að við styðjum við öfl­ugt almanna­út­varp.“

Í þriðja lagi sagði Katrín það flókið að setja tján­ing­ar­frels­inu skorður og að sam­fé­lagið sé fært um að taka afstöðu til ummæla. „Ef stór­fyr­ir­tæki sem mikil ítök hafa í sam­fé­lag­inu mis­bjóða sam­fé­lag­inu með mál­flutn­ingi sínum munu þau missa virð­ingu þess sama sam­fé­lags. Ég held að það sé mjög flókið að setja tján­ing­ar­frels­inu skorður í þeim efn­um. Við getum sett skýrar reglur um auð­linda­notk­un­ina og stutt betur við fjöl­miðla til að sinna hlut­verki sínu. En ég held líka að ef menn mis­bjóða sam­fé­lag­inu með mál­flutn­ingi sínum þá muni það hafa áhrif á stöðu þeirra í sam­fé­lag­in­u.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent