Lilja segir Samherja hafa gengið of langt í sínum vörnum

Mennta- og menningarmálaráðherra styður Ríkisútvarpið í þeirri „orrahríð“ sem Samherji hefur háð gegn stofnuninni. Töluvert var rætt um viðbrögð Samherja við fréttaflutningi RÚV í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag.

Lilja Alfreðsdóttir kynnir fjölmiðlafrumvarp 31. jan 2019
Auglýsing

Sam­herji gekk of langt í við­brögðum sínum við frétta­flutn­ingi Rík­is­út­varps­ins að mati Lilju Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra. Þetta kom fram í svari Lilju við fyr­ir­spurn Guð­mundar Andra Thors­son­ar, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­innar í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Lilja sagði það mik­il­vægt að fjöl­miðlar séu frjálsir og geti fjallað um mál­efni líð­andi stundar og að hún styddi Rík­is­út­varpið „í þess­ari umfjöllun og í þess­ari orra­hríð. Ég vil líka segja að mér finnst Sam­herji ganga of langt í við­brögðum sín­um.“

Að mati Lilju hafi stjórn RÚV tekið rétt á mál­un­um. „Ég tel að stjórn Rík­is­út­varps­ins hafi brugð­ist rétt við, hvernig þau hafa tekið á þessu máli. Það er mín skoðun að það skipti öllu máli að fjöl­miðlar séu frjálsir og að við styðjum að sjálf­sögðu við Rík­is­út­varpið okk­ar, og ég tel að Sam­herji hafi gengið of lang­t.“

Auglýsing

Sér­stak­lega sé vegið að Helga Seljan

Guð­mundur Andri sagði í fyr­ir­spurn sinni frjálsa fjöl­miðla sem sinna vand­aðri og gagn­rýnni umfjöllun vera eina af mik­il­væg­ustu auð­lindum hverju lýð­ræð­is­sam­fé­lagi. Sem dæmi um slíka umfjöllun nefndi Guð­mundur Andri umfjöllun Kveiks um starfs­hætti Sam­herja í Namibíu en hann gagn­rýndi við­brögð fyr­ir­tæk­is­ins.

Guðmundur Andri spurði Lilju út í afstöðu hennar til viðbragða Samherja við fréttaflutningi Ríkisútvarpsins af málefnum félagsins. Mynd: Bára Huld Beck.

„Varnir fyr­ir­tæk­is­ins hafa ekki falist í því að hrekja það efn­is­lega sem kom fram í þessum þáttum heldur í því að sverta heim­ild­ar­menn og veit­ast að frétta­mönnum sem efnið unnu með kæru­málum til siða­nefndar og dreif­ingu á áróð­urs­mynd­böndum þar sem sér­stak­lega hefur verið vegið að Helga Selj­an, frétta­mann­inum sem bar hit­ann og þung­ann af þess­ari þátta­gerð.“

Ekki fari á milli mála að ætlun for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins sé að hræða frétta­menn frá því að sinna vinnu sinni að sögn Guð­mundar Andra.

Í síð­ari ræðu sinni spurði Guð­mundur Lilju að því hvort hún teldi að fram­ganga Sam­herja gagn­vart Rík­is­út­varp­inu og Seðla­bank­anum væri eðli­leg hags­muna­varsla.

Fjöl­miðlar á Íslandi hafi staðið sig vel

Lilja sagði fjöl­miðla­menn hafa staðið sig vel. „Ég tel að allt þetta mál sýni í raun og veru að við erum hér í frjálsu og opnu sam­fé­lagi, það er að segja þegar málið er tekið til umfjöll­unar er það gert á mjög gagn­rýn­inn hátt og fjöl­miðla­menn­irnir fara í málið og hika ekki við það. Þegar við erum að fjalla um fjöl­miðla á Íslandi finnst mér þeir standa sig býsna vel, eins og við höfum séð nún­a.“

Hún ætti hins vegar erfitt með að flokka þessa fram­göngu á ein­hvern til­tek­inn hátt. Margt fólk hafi skoðun á mál­inu og það hafi fengið tæki­færi til þess að tjá sig um það sem sé til marks um hversu opið og lýð­ræð­is­legt sam­fé­lagið sé. „Það gerir það líka hér í þing­inu. Ég tel að það sé eft­ir­sókn­ar­vert sam­fé­lag þar sem við getum farið yfir málin eins og við erum að gera hér,“ sagði Lilja.

Auð­lind­arenta notuð í „róg­burð­ar­her­ferð“

Mál­efni Sam­herja voru einnig til umræðu í næstu fyr­ir­spurn. Olga Mar­grét Cilia, þing­maður Pírata, spurði Katrínu Jak­obs­dóttur hvort hún teldi eðli­legt að auð­lind­arenta sé notuð til þess í „róg­burð­ar­her­ferð“ gegn Helga Selj­an.

Olga Margrét Cilia sagði Samherja standa í „rógburðarherferð“ gegn Helga Seljan. Mynd: Bára Huld Beck.

„Ætlar hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra að láta það óátalið að verið sé að nota auð­lind­arentu þjóð­ar­innar í róg­burð­ar­her­ferð og mann­orðs­morð á fjöl­miðla­manni sem gerði það sem fag­stétt hans á einmitt að gera og benti á spill­ingu Sam­herja? Telur ráð­herra fram­ferði Sam­herja gagn­vart Helga Seljan eðli­leg afskipti af fjöl­miðlaum­fjöll­un? Hvaða aðgerða ætlar hæst­virtur ráð­herra að grípa til svo að unnt sé að koma í veg fyrir að slíkar árásir á fjöl­miðla­fólk muni eiga sér stað aft­ur?“ spurði Olga Cilia

Flókið að setja tján­ing­ar­frels­inu skorður

Katrín sagði þrennt skipta máli í sam­bandi við spurn­ingu Olgu. Fyrst Olga hafði nefnt auð­lind­arentu nefndi Katrín í fyrsta lagi nýtt auð­linda­á­kvæði stjórn­ar­skrár. „Það er auð­vitað engin til­viljun að hags­muna­verðir stór­út­gerð­ar­innar hafi lagst gegn því auð­linda­á­kvæði sem nú er til umfjöll­unar í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd,“ sagði Katrín og bætti því við að hún teldi það mik­il­vægt að Alþingi svari kalli þjóð­ar­innar um þessi mál.

Í öðru lagi nefndi Katrín frum­varp um auk­inn stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla sem sé mik­il­vægt að verði að lögum að hennar mati. „Það skiptir mjög miklu máli fyrir fjöl­miðla­frelsi á Íslandi að við styðjum betur við einka­rekna fjöl­miðla sam­hliða því að við styðjum við öfl­ugt almanna­út­varp.“

Í þriðja lagi sagði Katrín það flókið að setja tján­ing­ar­frels­inu skorður og að sam­fé­lagið sé fært um að taka afstöðu til ummæla. „Ef stór­fyr­ir­tæki sem mikil ítök hafa í sam­fé­lag­inu mis­bjóða sam­fé­lag­inu með mál­flutn­ingi sínum munu þau missa virð­ingu þess sama sam­fé­lags. Ég held að það sé mjög flókið að setja tján­ing­ar­frels­inu skorður í þeim efn­um. Við getum sett skýrar reglur um auð­linda­notk­un­ina og stutt betur við fjöl­miðla til að sinna hlut­verki sínu. En ég held líka að ef menn mis­bjóða sam­fé­lag­inu með mál­flutn­ingi sínum þá muni það hafa áhrif á stöðu þeirra í sam­fé­lag­in­u.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent