Rammvilltir lúðar með spýtnadrasl og sjóveika fugla í búri

Jón Gnarr tekur fyrir hina svokölluðu Íslandssögu í pistlaröð. Fjórði pistill Jóns fjallar um sjómennsku fornaldar.

Auglýsing

Áður en ég byrja að tjá mig hér um sjó­mennsku forn­aldar vil ég taka það fram að ég hef lítið vit og enga per­sónu­lega reynslu af henni. Ég hef aldrei verið til sjós og byggi skoð­anir mínar algjör­lega á lestri og sam­tölum við mér lærð­ara fólk. Ég hef velt þessu mikið fyrir mér

Eins og byggð á Íslandi er land­fræði­lega háð skipa­sam­göngum þá hafa samt aldrei fund­ist neinar forn­leifar haf­færra skipa hér frá fornöld og tel ég ástæð­una þá að þau áttu aldrei neina höfn hér heldur komu hingað með rétt­lausan vinnu­lýð og sigldu til­baka með afurð­ir. Upp­lýs­ingar um skipa­kost úr forn­sögum eru tak­mark­aðar og óáreið­an­legar og mig grunar að margt hafi þar verið skrifað og skáldað af mönnum sem aldrei höfðu verið til sjós og þekktu nákvæm­lega ekk­ert til sigl­inga­fræði vík­inga­tím­ans enda mest af þessu skrifað af klaust­ur­munkum sem aldrei höfðu migið í saltan sjó. Meira verð­mæti finnst mér í forn­leifa­rann­sóknum á þeim skipum sem fund­ist hafa.

Auglýsing
Skipakostur fólks á Norð­ur­lönd­um, á þeim tíma sem Ísland er talið hafa upp­götvast á, skipt­ist, að mér sýnist, í tvo meg­in­flokka. Ann­ars vegar eru það lang­skip­in, sem voru mis­jafn­lega stór her­skip, 5-30 metra löng, knúin bæði árum og segl­um. Lang­skipin ristu mjög grunnt og voru því ein­stak­lega hentug til bar­daga, bæði hrað­skreið, létt og með­færi­leg og hægt að sigla þeim bæði aft­urá­bak og áfram. Lang­skipin voru leyni­vopn vík­ing­anna og á þeim gerðu þeir sínar leift­urárás­ir, sem hern­að­ar­tækni þeirra byggð­ist mikið á, að koma fólki á óvart og hræða það upp úr skónum þannig að það var ófært um að verja sig. Lang­skipin hafa runnið eins og tund­ur­skeyti eftir hafflet­in­um. Það hefur í sjálfu sér verið ansi ógn­andi, útskornir dreka­hausar og mann­skap­ur­inn um borð öskr­andi og til­bú­inn að vaða í land með brugðin sverð og axir og höggva niður mann og ann­an. Á þeim var líka hægt að sigla upp eftir fljótum og ám. En eins og þau hent­uðu vel til strand­sigl­inga í þokka­legu veðri þá efast ég um að margir hafi hætt sér langt út á sjó á þeim, nema kannski í ein­hverjum und­an­tekn­ingar til­fellum og enda voru þau ekki gerð fyrir mik­inn sjó­gang.  

Á færi ríkra höfð­ingja

Hin teg­undin af algengum skipum var knörr. Þau voru líka mis­jöfn að stærð eins og lang­skipin en tals­vert lát­laus­ari, ristu dýpra og höfðu hærri byrð­ing. Byrð­ingur er ss. skips­hlið. Þau voru styttri og breið­ari en lang­skipin og of þung til að hægt væri að róa þeim og voru því ein­göngu knúin segl­um. Knerr­irnir voru smíð­aðir sem flutn­inga- og birgða­skip en ekki her­skip þótt þau væru kannski oft hluti af her­leið­öngrum og ráns­feng­ur­inn fór um borð í þau. Svo voru þau varin af lang­skip­unum þegar sigld var heim með góssið í enda vel­heppn­aðra ráns­ferða.

Það er líka vert að hafa í huga að það var alls ekki á færi hvers sem er að standa í skipa­smíði. Það voru bara ríkir höfð­ingjar sem höfðu efni á slíku enda ein­hver mesta fjár­fest­ing sem hægt var að ráð­ast í. Það var ekki nóg að smíða skip­in. Það þurfti traustan mann­skap til að sigla þeim, kosta við­hald og varnir gegn öðrum sem lang­aði í einmitt svona skip. Hvert skip hefur verið álit­inn dýr­gripur sem krafð­ist bæði umhyggju og aðhalds. Það hefur ekki kostað neina smá­ræðis­vinnu að vefa segl­in, til dæmis eða útbúa alla naglana sem fóru í eitt skip. Höfð­ingjar gátu átt nokkur skip en það hefur bara verið á valdi stór­höfð­ingja að stunda útgerð. 

Í mynd­rænni fram­setn­ingu og þegar verið er að end­ur­gera nor­ræn skip sem sigldu hingað eða til Norður Amer­íku er yfir­leitt not­ast við lang­skip, hlaðin árum og yfir­leitt skreytt skjöldum og dreka­haus­um. Þau þykja spengi­legri og flott­ari en hinir belg­miklu og klunna­legu knerr­ir. Þótt flest þessi skip séu glæsi­lega smíði þá finnst það frekar ósann­gjarnt gagn­vart knörr­unum og þeirra merki­legu sögu því það er næsta öruggt að það voru þau sem gerðu mönnum kleift að sigla lengst út á og yfir Atl­ants­haf­ið. Ekki lang­skip­in.

Teslur og jeppar

Land­nám, atvinnu­starf­semi og iðn­aður hér hefur verið grund­vall­aður á reglu­legum skipa­sam­göng­um. Þær sigl­ingar hafa alfarið verið með knörr­um. Að sigla hingað á lang­skipi frá Nor­egi væri svipað því og að velja sér Teslu til reglu­legra ferða í Þórs­mörk. Það er kannski hægt en það meikar ekki mikið sens. Jeppi er betri.

Mér finnst líka oft gert mjög lítið úr sigl­inga­kunn­áttu land­náms­fólks­ins. Því er oft haldið fram að þau hafi villst af leið og rekið hingað fyrir slysni eða hrein­lega ætt út á úfið hafið í tómri fífldirfsku og hugs­un­ar­leysi. Þótt slíkt hafi kannski gerst þá held ég að það hafi heyrt til und­an­tekn­inga og flestir verið með það nokkuð á hreinu hvert þeir voru að fara og hvernig þeir ætl­uðu að kom­ast þang­að. Í sög­unum eru menn jafn­vel látnir fleygja spýtna­drasli í sjó­inn og sigla svo á eftir því. Ég hef enga trú á sög­unni um Ingólf Arn­ar­son sem henti önd­veg­is­súlum sínum í sjó­inn en mun ráð­ast sér­stak­lega á hann síð­ar. Hrafna Flóki not­aði fugla til að finna land. Ég held að það sé örugg­lega til­brigði við sög­una af örk­inni hans Nóa. Það getur verið að það hafi verið ein­hver dæmi um það í fornöld­inni að menn hafi haft hrafna til að nota í neyð­ar­til­vikum en það byggði varla nokkur heilvita maður sigl­ingar sínar á slíku. Svona bull er bara búið til af fólki löngu seinna sem vissi ekki betur en varð að segja eitt­hvað frekar en þegja. Það fólk sem stóð í sigl­ingum hingað yfir Atl­ants­hafið bjó yfir mik­illi reynslu, vönd­uðum skipa­kosti, útsjón­ar­semi og flók­inni sigl­inga­tækni. Þetta fólk studd­ist við him­in­tunglin og ýmis­legt ann­að. Það hafði yfir að búa þekk­ingu og tækni sem við skiljum ekki einu sinni fylli­lega enn þann dag í dag. Þau not­uð­ust við sól­úr, reikn­uðu út áttir og not­uðu jafn­vel silf­ur­berg til að finna sól­ina þegar hún var hulin skýj­um. Það var kall­aður sól­ar­steinn. 

Það hefur verið þraut­þjálf­aður mann­skapur sem stóð í þessum sigl­ingum en ekki ein­hverjir ramm­villtir lúðar með spýtna­drasl og sjó­veika fugla í búri.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiÁlit