Rammvilltir lúðar með spýtnadrasl og sjóveika fugla í búri

Jón Gnarr tekur fyrir hina svokölluðu Íslandssögu í pistlaröð. Fjórði pistill Jóns fjallar um sjómennsku fornaldar.

Auglýsing

Áður en ég byrja að tjá mig hér um sjómennsku fornaldar vil ég taka það fram að ég hef lítið vit og enga persónulega reynslu af henni. Ég hef aldrei verið til sjós og byggi skoðanir mínar algjörlega á lestri og samtölum við mér lærðara fólk. Ég hef velt þessu mikið fyrir mér

Eins og byggð á Íslandi er landfræðilega háð skipasamgöngum þá hafa samt aldrei fundist neinar fornleifar haffærra skipa hér frá fornöld og tel ég ástæðuna þá að þau áttu aldrei neina höfn hér heldur komu hingað með réttlausan vinnulýð og sigldu tilbaka með afurðir. Upplýsingar um skipakost úr fornsögum eru takmarkaðar og óáreiðanlegar og mig grunar að margt hafi þar verið skrifað og skáldað af mönnum sem aldrei höfðu verið til sjós og þekktu nákvæmlega ekkert til siglingafræði víkingatímans enda mest af þessu skrifað af klausturmunkum sem aldrei höfðu migið í saltan sjó. Meira verðmæti finnst mér í fornleifarannsóknum á þeim skipum sem fundist hafa.

Auglýsing
Skipakostur fólks á Norðurlöndum, á þeim tíma sem Ísland er talið hafa uppgötvast á, skiptist, að mér sýnist, í tvo meginflokka. Annars vegar eru það langskipin, sem voru misjafnlega stór herskip, 5-30 metra löng, knúin bæði árum og seglum. Langskipin ristu mjög grunnt og voru því einstaklega hentug til bardaga, bæði hraðskreið, létt og meðfærileg og hægt að sigla þeim bæði afturábak og áfram. Langskipin voru leynivopn víkinganna og á þeim gerðu þeir sínar leifturárásir, sem hernaðartækni þeirra byggðist mikið á, að koma fólki á óvart og hræða það upp úr skónum þannig að það var ófært um að verja sig. Langskipin hafa runnið eins og tundurskeyti eftir haffletinum. Það hefur í sjálfu sér verið ansi ógnandi, útskornir drekahausar og mannskapurinn um borð öskrandi og tilbúinn að vaða í land með brugðin sverð og axir og höggva niður mann og annan. Á þeim var líka hægt að sigla upp eftir fljótum og ám. En eins og þau hentuðu vel til strandsiglinga í þokkalegu veðri þá efast ég um að margir hafi hætt sér langt út á sjó á þeim, nema kannski í einhverjum undantekningar tilfellum og enda voru þau ekki gerð fyrir mikinn sjógang.  

Á færi ríkra höfðingja

Hin tegundin af algengum skipum var knörr. Þau voru líka misjöfn að stærð eins og langskipin en talsvert látlausari, ristu dýpra og höfðu hærri byrðing. Byrðingur er ss. skipshlið. Þau voru styttri og breiðari en langskipin og of þung til að hægt væri að róa þeim og voru því eingöngu knúin seglum. Knerrirnir voru smíðaðir sem flutninga- og birgðaskip en ekki herskip þótt þau væru kannski oft hluti af herleiðöngrum og ránsfengurinn fór um borð í þau. Svo voru þau varin af langskipunum þegar sigld var heim með góssið í enda velheppnaðra ránsferða.

Það er líka vert að hafa í huga að það var alls ekki á færi hvers sem er að standa í skipasmíði. Það voru bara ríkir höfðingjar sem höfðu efni á slíku enda einhver mesta fjárfesting sem hægt var að ráðast í. Það var ekki nóg að smíða skipin. Það þurfti traustan mannskap til að sigla þeim, kosta viðhald og varnir gegn öðrum sem langaði í einmitt svona skip. Hvert skip hefur verið álitinn dýrgripur sem krafðist bæði umhyggju og aðhalds. Það hefur ekki kostað neina smáræðisvinnu að vefa seglin, til dæmis eða útbúa alla naglana sem fóru í eitt skip. Höfðingjar gátu átt nokkur skip en það hefur bara verið á valdi stórhöfðingja að stunda útgerð. 

Í myndrænni framsetningu og þegar verið er að endurgera norræn skip sem sigldu hingað eða til Norður Ameríku er yfirleitt notast við langskip, hlaðin árum og yfirleitt skreytt skjöldum og drekahausum. Þau þykja spengilegri og flottari en hinir belgmiklu og klunnalegu knerrir. Þótt flest þessi skip séu glæsilega smíði þá finnst það frekar ósanngjarnt gagnvart knörrunum og þeirra merkilegu sögu því það er næsta öruggt að það voru þau sem gerðu mönnum kleift að sigla lengst út á og yfir Atlantshafið. Ekki langskipin.

Teslur og jeppar

Landnám, atvinnustarfsemi og iðnaður hér hefur verið grundvallaður á reglulegum skipasamgöngum. Þær siglingar hafa alfarið verið með knörrum. Að sigla hingað á langskipi frá Noregi væri svipað því og að velja sér Teslu til reglulegra ferða í Þórsmörk. Það er kannski hægt en það meikar ekki mikið sens. Jeppi er betri.

Mér finnst líka oft gert mjög lítið úr siglingakunnáttu landnámsfólksins. Því er oft haldið fram að þau hafi villst af leið og rekið hingað fyrir slysni eða hreinlega ætt út á úfið hafið í tómri fífldirfsku og hugsunarleysi. Þótt slíkt hafi kannski gerst þá held ég að það hafi heyrt til undantekninga og flestir verið með það nokkuð á hreinu hvert þeir voru að fara og hvernig þeir ætluðu að komast þangað. Í sögunum eru menn jafnvel látnir fleygja spýtnadrasli í sjóinn og sigla svo á eftir því. Ég hef enga trú á sögunni um Ingólf Arnarson sem henti öndvegissúlum sínum í sjóinn en mun ráðast sérstaklega á hann síðar. Hrafna Flóki notaði fugla til að finna land. Ég held að það sé örugglega tilbrigði við söguna af örkinni hans Nóa. Það getur verið að það hafi verið einhver dæmi um það í fornöldinni að menn hafi haft hrafna til að nota í neyðartilvikum en það byggði varla nokkur heilvita maður siglingar sínar á slíku. Svona bull er bara búið til af fólki löngu seinna sem vissi ekki betur en varð að segja eitthvað frekar en þegja. Það fólk sem stóð í siglingum hingað yfir Atlantshafið bjó yfir mikilli reynslu, vönduðum skipakosti, útsjónarsemi og flókinni siglingatækni. Þetta fólk studdist við himintunglin og ýmislegt annað. Það hafði yfir að búa þekkingu og tækni sem við skiljum ekki einu sinni fyllilega enn þann dag í dag. Þau notuðust við sólúr, reiknuðu út áttir og notuðu jafnvel silfurberg til að finna sólina þegar hún var hulin skýjum. Það var kallaður sólarsteinn. 

Það hefur verið þrautþjálfaður mannskapur sem stóð í þessum siglingum en ekki einhverjir rammvilltir lúðar með spýtnadrasl og sjóveika fugla í búri.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiÁlit