Þyngdarlögmál Þorsteins Víglundssonar

Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir að Þorsteinn Víglundsson ali á gamalli bábilju að hagfræði sé raunvísindi og hann sé einungis að benda á óbreytileg náttúrulögmál í málflutningi sínum.

Auglýsing

Ekki veit ég hvort Þor­steinn Víglunds­son sat við tré og horfði á epli falla til jarðar þegar hann þró­aði kenn­ingu sína um þyngd­ar­lög­mál­ið, eins og Newton sjálfur á 18. öld. Hitt veit ég að Þor­steini verður tíð­rætt um þyngd­ar­lög­málið þegar hann setur fram skoð­anir sínar á mál­efnum vinnu­mark­aðar og hefur reyndar líka vitnað í sól­miðju­kenn­ing­una til að auka á trú­verð­ug­leika skoð­ana sinna. Með þessu er Þor­steinn að ala á þeir gömlu bábilju að hag­fræði sé raun­vís­indi og hann sé ein­ungis að benda á óbreyti­leg nátt­úru­lög­mál. En stað­reyndin er sú – og ætti ekk­ert að þurfa að árétta það – að hag­fræði fjallar um mann­legt sam­fé­lag og telst til félags­vís­inda. Þær breytur sem eru að verki í hag­kerf­inu eru allar háðar mann­fólk­inu og verða ekki með nokkru móti færðar undir grunn­hug­tök eðl­is­fræð­inn­ar. Ef það eru til staðar lög­mál í hag­fræði þá eru þau, ólíkt lög­málum efn­is­heims­ins, sífelldum breyt­ingum und­ir­orp­in.

Blóra­bögg­ull­inn fund­inn

Frétta­blaðið sló upp stóru við­tali við Þor­stein fyrr í vik­unni þar sem hann fer mik­inn gegn krón­unni og fyrir evr­unni. Ekki er hann spurður hvernig mögu­legri upp­töku evru á að vera háttað en það er efni í annan pistil. En inn í þetta fléttar hann narra­tívu sína um að hin óábyrga verka­lýðs­hreyf­ing skilji ekki lög­mál efna­hags­lífs­ins, heimti óhóf­legar launa­hækk­anir og fyrir vikið fari verð­bólgan stöðugt á flug og Ísland lifi við enda­lausan geng­isó­stöð­ug­leika. 

Auglýsing
Síðastliðið haust var­aði Þor­steinn líka við verð­bólgu ef kjara­samn­ingar stæðu og kall­aði það efna­hags­lega stað­reynd. Hann hefur einnig gengið svo langt að kenna launa­hækk­unum um þær hag­sveiflur sem urðu hér á landi í kringum Hrun­ið, líkt og launa­fólk hafi borið ábyrgð á heims­meti fjár­glæfram­anna og kerf­is­bund­inni veik­ingu eft­ir­lits­stofn­ana. 

Hóf­semd­ina skortir í efri lög­um 

Reyndin er sú að það sem áður voru álitnar órjúf­an­legar teng­ing­arnar milli atvinnu­leysis og verð­bólgu hafa ekki verið fyrir hendi í góðan ára­tug. Tengsl launa­hækk­ana við fram­leiðni­aukn­ingu segja líka aðeins hálfa sög­una. Ef aðeins er litið til fram­leiðni­aukn­ingar næst aldrei fram leið­rétt­ing á því hvernig kök­unni er skipt áður en hún stækk­ar. Bar­átta launa­fólks snýr að rétt­látri hlut­deild í heild­ar­fram­leiðsl­unni og í arði af sam­eig­in­legum auð­lindum og fyrir öfl­ugu vel­ferð­ar­kerfi. Þannig er ekki hægt að ræða kjara­samn­ings­bundnar launa­hækk­anir án sam­hengis við gróða atvinnu­rek­enda og launa- og eigna­aukn­ingu í efri lögum sam­fé­lags­ins. Þeir kjara­samn­ingar sem nú eru í gildi voru hóf­legir og mið­uðu einkum að því að bæta kjör lægst laun­uð­ustu hópanna. Hóf­semd­ina hefur hins vegar algjör­lega skort hjá for­stjórum og eig­end­um, ráð­herrum og for­stöðu­mönn­um. En verð­bólga Þor­steins virð­ist ein­göngu við­kvæm fyrir launa­leið­rétt­ingum þeirra sem minna hafa á milli hand­anna.  

Nor­ræna vinnu­mark­aðslíkanið

Að sama skapi er ekki hægt draga á flot nor­ræna vinnu­mark­aðslíkanið svo­kall­aða en draga úr því ein­göngu einn þátt, launa­mynd­un, sem hentar mál­staðn­um. Kjara­samn­ings­um­hverfi Norð­ur­land­anna er ekki eins­leitt, heldur mynd­ast af ólíkum stofn­un­um, lögum og hefðum í hverju landi fyrir sig, enda efna­hags­líf og sam­setn­ing verð­mæta­sköp­unar ólík í lönd­un­um. Þau eiga það þó sam­eig­in­legt að fæð­ast út úr ára­tuga upp­bygg­ingu sterkra vel­ferð­ar­kerfa og þar er Ísland eft­ir­bátur hinna Norð­ur­land­anna. Styrk­leikar íslensks vinnu­mark­aðar eru hins vegar umtals­verðir og birt­ast m.a. í mik­illi þekju kjara­samn­inga, almennri vörn grund­vall­ar­rétt­inda, hárri stétt­ar­fé­lags­að­ild og sveigj­an­leika. 

Sam­hengi hlut­anna

Um alla þessa þætti er sjálf­sagt að eiga lif­andi og efn­is­ríkt sam­tal. Inn í það sam­tal þarf að taka auð­linda­mál, skatta­mál, sér­hags­muna­gæslu, almennan tekju- og eigna­ó­jöfnuð í sam­fé­lag­inu og kjör hinna lægst laun­uðu sem alla jafna vinna mik­il­væg­ustu störf­in. Ásök­unum um að verka­lýðs­hreyf­ingin byggi ekki mál­flutn­ing sinn á gögnum eða stað­reyndum er hins vegar vísað til föð­ur­hús­anna. Því raun­vís­indi Þor­steins eru í reynd hans eigin skoð­an­ir, lit­aðar af skað­legri hug­mynda­fræði og studdar af til­vilj­ana­kenndum og stundum úreltum gögn­um. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri ASÍ.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar