Þyngdarlögmál Þorsteins Víglundssonar

Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir að Þorsteinn Víglundsson ali á gamalli bábilju að hagfræði sé raunvísindi og hann sé einungis að benda á óbreytileg náttúrulögmál í málflutningi sínum.

Auglýsing

Ekki veit ég hvort Þor­steinn Víglunds­son sat við tré og horfði á epli falla til jarðar þegar hann þró­aði kenn­ingu sína um þyngd­ar­lög­mál­ið, eins og Newton sjálfur á 18. öld. Hitt veit ég að Þor­steini verður tíð­rætt um þyngd­ar­lög­málið þegar hann setur fram skoð­anir sínar á mál­efnum vinnu­mark­aðar og hefur reyndar líka vitnað í sól­miðju­kenn­ing­una til að auka á trú­verð­ug­leika skoð­ana sinna. Með þessu er Þor­steinn að ala á þeir gömlu bábilju að hag­fræði sé raun­vís­indi og hann sé ein­ungis að benda á óbreyti­leg nátt­úru­lög­mál. En stað­reyndin er sú – og ætti ekk­ert að þurfa að árétta það – að hag­fræði fjallar um mann­legt sam­fé­lag og telst til félags­vís­inda. Þær breytur sem eru að verki í hag­kerf­inu eru allar háðar mann­fólk­inu og verða ekki með nokkru móti færðar undir grunn­hug­tök eðl­is­fræð­inn­ar. Ef það eru til staðar lög­mál í hag­fræði þá eru þau, ólíkt lög­málum efn­is­heims­ins, sífelldum breyt­ingum und­ir­orp­in.

Blóra­bögg­ull­inn fund­inn

Frétta­blaðið sló upp stóru við­tali við Þor­stein fyrr í vik­unni þar sem hann fer mik­inn gegn krón­unni og fyrir evr­unni. Ekki er hann spurður hvernig mögu­legri upp­töku evru á að vera háttað en það er efni í annan pistil. En inn í þetta fléttar hann narra­tívu sína um að hin óábyrga verka­lýðs­hreyf­ing skilji ekki lög­mál efna­hags­lífs­ins, heimti óhóf­legar launa­hækk­anir og fyrir vikið fari verð­bólgan stöðugt á flug og Ísland lifi við enda­lausan geng­isó­stöð­ug­leika. 

Auglýsing
Síðastliðið haust var­aði Þor­steinn líka við verð­bólgu ef kjara­samn­ingar stæðu og kall­aði það efna­hags­lega stað­reynd. Hann hefur einnig gengið svo langt að kenna launa­hækk­unum um þær hag­sveiflur sem urðu hér á landi í kringum Hrun­ið, líkt og launa­fólk hafi borið ábyrgð á heims­meti fjár­glæfram­anna og kerf­is­bund­inni veik­ingu eft­ir­lits­stofn­ana. 

Hóf­semd­ina skortir í efri lög­um 

Reyndin er sú að það sem áður voru álitnar órjúf­an­legar teng­ing­arnar milli atvinnu­leysis og verð­bólgu hafa ekki verið fyrir hendi í góðan ára­tug. Tengsl launa­hækk­ana við fram­leiðni­aukn­ingu segja líka aðeins hálfa sög­una. Ef aðeins er litið til fram­leiðni­aukn­ingar næst aldrei fram leið­rétt­ing á því hvernig kök­unni er skipt áður en hún stækk­ar. Bar­átta launa­fólks snýr að rétt­látri hlut­deild í heild­ar­fram­leiðsl­unni og í arði af sam­eig­in­legum auð­lindum og fyrir öfl­ugu vel­ferð­ar­kerfi. Þannig er ekki hægt að ræða kjara­samn­ings­bundnar launa­hækk­anir án sam­hengis við gróða atvinnu­rek­enda og launa- og eigna­aukn­ingu í efri lögum sam­fé­lags­ins. Þeir kjara­samn­ingar sem nú eru í gildi voru hóf­legir og mið­uðu einkum að því að bæta kjör lægst laun­uð­ustu hópanna. Hóf­semd­ina hefur hins vegar algjör­lega skort hjá for­stjórum og eig­end­um, ráð­herrum og for­stöðu­mönn­um. En verð­bólga Þor­steins virð­ist ein­göngu við­kvæm fyrir launa­leið­rétt­ingum þeirra sem minna hafa á milli hand­anna.  

Nor­ræna vinnu­mark­aðslíkanið

Að sama skapi er ekki hægt draga á flot nor­ræna vinnu­mark­aðslíkanið svo­kall­aða en draga úr því ein­göngu einn þátt, launa­mynd­un, sem hentar mál­staðn­um. Kjara­samn­ings­um­hverfi Norð­ur­land­anna er ekki eins­leitt, heldur mynd­ast af ólíkum stofn­un­um, lögum og hefðum í hverju landi fyrir sig, enda efna­hags­líf og sam­setn­ing verð­mæta­sköp­unar ólík í lönd­un­um. Þau eiga það þó sam­eig­in­legt að fæð­ast út úr ára­tuga upp­bygg­ingu sterkra vel­ferð­ar­kerfa og þar er Ísland eft­ir­bátur hinna Norð­ur­land­anna. Styrk­leikar íslensks vinnu­mark­aðar eru hins vegar umtals­verðir og birt­ast m.a. í mik­illi þekju kjara­samn­inga, almennri vörn grund­vall­ar­rétt­inda, hárri stétt­ar­fé­lags­að­ild og sveigj­an­leika. 

Sam­hengi hlut­anna

Um alla þessa þætti er sjálf­sagt að eiga lif­andi og efn­is­ríkt sam­tal. Inn í það sam­tal þarf að taka auð­linda­mál, skatta­mál, sér­hags­muna­gæslu, almennan tekju- og eigna­ó­jöfnuð í sam­fé­lag­inu og kjör hinna lægst laun­uðu sem alla jafna vinna mik­il­væg­ustu störf­in. Ásök­unum um að verka­lýðs­hreyf­ingin byggi ekki mál­flutn­ing sinn á gögnum eða stað­reyndum er hins vegar vísað til föð­ur­hús­anna. Því raun­vís­indi Þor­steins eru í reynd hans eigin skoð­an­ir, lit­aðar af skað­legri hug­mynda­fræði og studdar af til­vilj­ana­kenndum og stundum úreltum gögn­um. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri ASÍ.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar