Kurteisasta eldgos sögunnar?

Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þetta er sá þriðji í röðinni. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt eins og þeim er einum lagið.

176284785_187983553039649_786459004676935556_n.jpeg
Auglýsing

Fyrsti hraun­mol­inn fór yfir það hversu var­huga­vert hálf­storknað hraun getur verið og síð­asti hraun­moli lýsti því svo ítar­lega hvað ger­ist ef maður fellur í gló­andi hraun.

Í þessum þriðja hraun­mola beinum við spjótum okkar að stærð eld­goss­ins í Fagra­dals­fjalli og setjum það í sam­hengi við önnur þekkt eld­gos hér á landi. Þannig getum við betur skilið við hvað er að etja í núver­andi gosi og hvaða ógn­ar­kraftar eru beisl­aðir í und­ir­djúp­unum á eyj­unni okkar fögru.

Rauð­gló­andi hring­leika­hús

Það má vel velta upp þeirri spurn­ingu hvort eld­gosið í Fagra­dals­fjalli sé kurt­eis­asta eld­gos sög­unn­ar. Gosið er stein­snar frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Kefla­vík­ur­flug­velli og þar með stutt fyrir meiri­hluta Íslend­inga og ferða­langa erlendis frá að berja gosið augum – en samt nógu fjarri öllum manna­byggðum og mann­virkjum til að geta talist mikil ógn.

Auglýsing
Öskufall er sama og ekki neitt, sprengi­hætta óveru­leg, hraun­flæðið fremur lítið og þar með einnig gasmeng­unin þó hún sé vissu­lega til stað­ar, einkum í námunda við gos­s­töðv­arn­ar. Eld­gosið er meira að segja svo til­lits­samt að það braut sér leið upp úr jarð­skorp­unni í miðjum dal sem mynd­aði eins konar hring­leika­húss í fyrstu sem gerði þeim sem lögðu leið sína þangað kleyft að ná full­kominni yfir­sýn.

Mynd af rauðglóandi hringleikahúsinu.

Þegar tugir þús­unda höfðu þegar lagt leið sína í Geld­inga­dali ákvað gosið að tími væri kom­inn til að láta kvik­una skjóta sér upp á nokkrum stöðum til við­bót­ar, bara svona til að halda þessu áhuga­verðu og spenn­andi. Og auð­vitað þurftu allir að flykkj­ast aftur á stað­inn. Nema hvað! Síðan þá hafa ný gosop verið að opnast, logn­ast aftur útaf og gíg­arnir sem eftir standa keppst um hylli brenn­heitrar kvik­unn­ar. Það hefur verið hrein unun að fylgj­ast með þessu.

Við spyrjum að leikslokum

Okkar vaska fram­varð­ar­sveit í jarð­vís­indum hefur sann­ar­lega getað nýtt sér vin­gjarn­leika goss­ins til rann­sókna og mæl­inga og það er aðdá­un­ar­vert að sjá hve mikið magn af upp­lýs­ingum við höfum núþegar um gos­ið. Þann 21. apríl sl. birti Jarð­vís­inda­stofnun Háskóla Íslands til að mynda gagn­lega sam­an­tekt á helstu lyk­il­stærðum elgoss­ins í Fagra­dals­fjalli. Þar kemur meðal ann­ars fram að frá upp­hafi goss­ins sé sam­an­lagt með­al­rennsli frá öllum gíg­unum 5,6 rúmmetra á sek­úndu og að hraun­flæmið hafi nú náð einum fer­kíló­metra að stærð.

Heimild: Jarðvísindadeild Háskóla Íslands.

Hvor­ugt getur talist mikið eins og sjá má í þess­ari frá­bærri sam­an­burð­ar­mynd sem Jarð­vís­inda­stofnun Háskól­ans sendi einnig frá sér á dög­unum en í með­fylgj­andi grein kemur orð­rétt fram: „sem betur fer eru ekki öll eld­gos jafn­stór og Holu­hraun“ sem var með með­al­rennsli á bil­inu 100-200 m3/s og var stærsta hraun­gos á Íslandi frá Skaft­ár­eldum 1783.

Sé gosið í Fagra­dals­fjalli sett í sam­hengi við gosið í Holu­hrauni er hægt að skilja af hverju það fékk í upp­hafi við­ur­nefnið „Ræf­ill“. Mun­ur­inn verður enn meira slá­andi ef þetta er allt saman skoðað í sam­hengi við tvö stærstu eld­gos sem orðið hafa á Íslandi frá land­námi, Skaft­ará­elda­gosið í Laka­gígum og Eld­gjár­gosið 934. Þó svo öll hin gosin í með­fylgj­andi grafi séu lögð saman ná þau samt ekki með tærnar þar sem hin tvö hafa hæl­ana. 

Graf: Júlíus og Ragnhildur. Heimildir frá Jarðvísindastofnunar Háskólans.

Eld­gjár­gosið var 800 sinnum stærra að flat­ar­máli en núver­andi stærð goss­ins í Fagra­dals­fjalli eða álíka stórt og allur Reykja­nesskag­inn. Raunar þyrfti gosið í Fagra­dals­fjalli að gjósa sam­fleytt í 102 ár með sama krafti og nú til að ná sömu rúm­kíló­metra­stærð og Eld­gjár­gos­ið!

En í stað þess að henda gys að gos­inu í Fagra­dals­fjalli fyrir smæð sína og ræf­ils­hátt getum við prísað okkur sæla. Gosið er með ein­dæmum fal­legt og aðgengi­legt og svo megum við ekki gleyma því að það er bara einn mán­uður lið­inn. Svo við spyrjum að leikslok­um.

Höf­undar eru stofn­endur og eig­endur Icelandic Lava Show í Vík í Mýr­dal.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiÁlit