Kurteisasta eldgos sögunnar?

Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þetta er sá þriðji í röðinni. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt eins og þeim er einum lagið.

176284785_187983553039649_786459004676935556_n.jpeg
Auglýsing

Fyrsti hraun­mol­inn fór yfir það hversu var­huga­vert hálf­storknað hraun getur verið og síð­asti hraun­moli lýsti því svo ítar­lega hvað ger­ist ef maður fellur í gló­andi hraun.

Í þessum þriðja hraun­mola beinum við spjótum okkar að stærð eld­goss­ins í Fagra­dals­fjalli og setjum það í sam­hengi við önnur þekkt eld­gos hér á landi. Þannig getum við betur skilið við hvað er að etja í núver­andi gosi og hvaða ógn­ar­kraftar eru beisl­aðir í und­ir­djúp­unum á eyj­unni okkar fögru.

Rauð­gló­andi hring­leika­hús

Það má vel velta upp þeirri spurn­ingu hvort eld­gosið í Fagra­dals­fjalli sé kurt­eis­asta eld­gos sög­unn­ar. Gosið er stein­snar frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Kefla­vík­ur­flug­velli og þar með stutt fyrir meiri­hluta Íslend­inga og ferða­langa erlendis frá að berja gosið augum – en samt nógu fjarri öllum manna­byggðum og mann­virkjum til að geta talist mikil ógn.

Auglýsing
Öskufall er sama og ekki neitt, sprengi­hætta óveru­leg, hraun­flæðið fremur lítið og þar með einnig gasmeng­unin þó hún sé vissu­lega til stað­ar, einkum í námunda við gos­s­töðv­arn­ar. Eld­gosið er meira að segja svo til­lits­samt að það braut sér leið upp úr jarð­skorp­unni í miðjum dal sem mynd­aði eins konar hring­leika­húss í fyrstu sem gerði þeim sem lögðu leið sína þangað kleyft að ná full­kominni yfir­sýn.

Mynd af rauðglóandi hringleikahúsinu.

Þegar tugir þús­unda höfðu þegar lagt leið sína í Geld­inga­dali ákvað gosið að tími væri kom­inn til að láta kvik­una skjóta sér upp á nokkrum stöðum til við­bót­ar, bara svona til að halda þessu áhuga­verðu og spenn­andi. Og auð­vitað þurftu allir að flykkj­ast aftur á stað­inn. Nema hvað! Síðan þá hafa ný gosop verið að opnast, logn­ast aftur útaf og gíg­arnir sem eftir standa keppst um hylli brenn­heitrar kvik­unn­ar. Það hefur verið hrein unun að fylgj­ast með þessu.

Við spyrjum að leikslokum

Okkar vaska fram­varð­ar­sveit í jarð­vís­indum hefur sann­ar­lega getað nýtt sér vin­gjarn­leika goss­ins til rann­sókna og mæl­inga og það er aðdá­un­ar­vert að sjá hve mikið magn af upp­lýs­ingum við höfum núþegar um gos­ið. Þann 21. apríl sl. birti Jarð­vís­inda­stofnun Háskóla Íslands til að mynda gagn­lega sam­an­tekt á helstu lyk­il­stærðum elgoss­ins í Fagra­dals­fjalli. Þar kemur meðal ann­ars fram að frá upp­hafi goss­ins sé sam­an­lagt með­al­rennsli frá öllum gíg­unum 5,6 rúmmetra á sek­úndu og að hraun­flæmið hafi nú náð einum fer­kíló­metra að stærð.

Heimild: Jarðvísindadeild Háskóla Íslands.

Hvor­ugt getur talist mikið eins og sjá má í þess­ari frá­bærri sam­an­burð­ar­mynd sem Jarð­vís­inda­stofnun Háskól­ans sendi einnig frá sér á dög­unum en í með­fylgj­andi grein kemur orð­rétt fram: „sem betur fer eru ekki öll eld­gos jafn­stór og Holu­hraun“ sem var með með­al­rennsli á bil­inu 100-200 m3/s og var stærsta hraun­gos á Íslandi frá Skaft­ár­eldum 1783.

Sé gosið í Fagra­dals­fjalli sett í sam­hengi við gosið í Holu­hrauni er hægt að skilja af hverju það fékk í upp­hafi við­ur­nefnið „Ræf­ill“. Mun­ur­inn verður enn meira slá­andi ef þetta er allt saman skoðað í sam­hengi við tvö stærstu eld­gos sem orðið hafa á Íslandi frá land­námi, Skaft­ará­elda­gosið í Laka­gígum og Eld­gjár­gosið 934. Þó svo öll hin gosin í með­fylgj­andi grafi séu lögð saman ná þau samt ekki með tærnar þar sem hin tvö hafa hæl­ana. 

Graf: Júlíus og Ragnhildur. Heimildir frá Jarðvísindastofnunar Háskólans.

Eld­gjár­gosið var 800 sinnum stærra að flat­ar­máli en núver­andi stærð goss­ins í Fagra­dals­fjalli eða álíka stórt og allur Reykja­nesskag­inn. Raunar þyrfti gosið í Fagra­dals­fjalli að gjósa sam­fleytt í 102 ár með sama krafti og nú til að ná sömu rúm­kíló­metra­stærð og Eld­gjár­gos­ið!

En í stað þess að henda gys að gos­inu í Fagra­dals­fjalli fyrir smæð sína og ræf­ils­hátt getum við prísað okkur sæla. Gosið er með ein­dæmum fal­legt og aðgengi­legt og svo megum við ekki gleyma því að það er bara einn mán­uður lið­inn. Svo við spyrjum að leikslok­um.

Höf­undar eru stofn­endur og eig­endur Icelandic Lava Show í Vík í Mýr­dal.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit