Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?

Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.

18B93C01-1C7B-4E9C-8245-47CE4E37A9FD.jpeg
Auglýsing

Líkt og kom fram í síð­asta hraun­mola, þá er bráðið hraun var­huga­vert í meira lagi. Hálf­storknað hraun gefur sak­leys­is­legt yfir­bragð sem veitir falskt öryggi fyrir hætt­unni sem stafað getur af rauð­gló­andi hraun­inu undir niðri.

Pist­ill síð­ustu viku vakti nokkra athygli og ein algeng­asta spurn­ingin sem við fengum í kjöl­farið var þessi: hvað ger­ist ef þú fellur í gló­andi hraun?

Gos í Geldingardal.

Að sökkva í bráðið hraun

Þær eru all­nokkrar stór­mynd­irnar sem hafa notað gjósandi eld­fjöll sem sviðs­mynd fyrir dramat­ískum enda­lokum lyk­il­sögu­per­sóna. Term­inator 2 er fyr­ir­taks dæmi en einnig Hringa­drótt­ins­saga þar sem hinn aumkunn­ar­verði Gollum fellur ásamt hringnum kæra í ómynni hrauns­ins og hverfur í gló­andi djúp­ið.

Auglýsing
Það er því ekki að undra að það sé það sem flestir haldi að ger­ist – ekki ólíkt því að stökkva ósyndur út í sund­laug fulla af brenn­heitu vatni og sökkva til botns án þess að geta rönd við reist. Það er hins vegar alrangt.

Hraun er nefni­lega ansi þétt í sér, nánar til­tekið þrisvar sinnum þétt­ara en vatn, sem er ef til vill ekki svo und­ar­legt ef litið er til þess að bráðið hraun er ekk­ert annað en grjót í fljót­andi formi.

Til sam­an­burðar er salt­vatnið í Dauða­hafi með ca. 25% meiri þétt­leika en vatn, sem gerir fólki auð­velt að fljóta um án mik­illar fyr­ir­hafn­ar. Með öðrum orð­um; þétt­leiki vökva hefur áhrif á það hve auð­veld­lega við sökkv­um. 

Ef þú myndir detta í hraun­poll er því nán­ast ómögu­legt að þú myndir hverfa sökkvandi ofan í gló­andi hraun­ið, ólíkt því sem kvik­mynd­irnar hafa talið þér trú um. Þú myndir öllu heldur fljóta ofan á þykkum vökv­an­um. 

Dauð­ans alvara

En þó gló­andi hraunið gleypi þig ekki með húð og hári er harla ólík­legt að þú sleppir frá því lif­andi. Í stað þess að sökkva í hraunið kviknar ein­fald­lega í þér. Gló­andi hraun er allt að 1250° heitt – meira en 10 sinnum heit­ara en sjóð­andi vatn - og því munu vít­iseldar umvefja þig á örskots­stundu með þeim afleið­ingum að þú fuðrar upp. Það eina sem eftir stendur verður aska sem svo bráðnar og rennur saman við gló­andi hraun­ið. Game over. 

Boð­skapur pistils­ins er því ein­fald­ur: Engan fávita­skap. Njótum þess að skoða og upp­lifa þetta nátt­úru­undur sem eld­gosið á Reykja­nesi er en berum til­hlýði­lega virð­ingu fyrir móður jörð og höldum okkur í hæfi­legri fjar­lægð frá nýju hrauni.

Höf­undar eru stofn­endur og eig­endur Icelandic Lava Show í Vík í Mýr­dal.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiÁlit