Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?

Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.

18B93C01-1C7B-4E9C-8245-47CE4E37A9FD.jpeg
Auglýsing

Líkt og kom fram í síð­asta hraun­mola, þá er bráðið hraun var­huga­vert í meira lagi. Hálf­storknað hraun gefur sak­leys­is­legt yfir­bragð sem veitir falskt öryggi fyrir hætt­unni sem stafað getur af rauð­gló­andi hraun­inu undir niðri.

Pist­ill síð­ustu viku vakti nokkra athygli og ein algeng­asta spurn­ingin sem við fengum í kjöl­farið var þessi: hvað ger­ist ef þú fellur í gló­andi hraun?

Gos í Geldingardal.

Að sökkva í bráðið hraun

Þær eru all­nokkrar stór­mynd­irnar sem hafa notað gjósandi eld­fjöll sem sviðs­mynd fyrir dramat­ískum enda­lokum lyk­il­sögu­per­sóna. Term­inator 2 er fyr­ir­taks dæmi en einnig Hringa­drótt­ins­saga þar sem hinn aumkunn­ar­verði Gollum fellur ásamt hringnum kæra í ómynni hrauns­ins og hverfur í gló­andi djúp­ið.

Auglýsing
Það er því ekki að undra að það sé það sem flestir haldi að ger­ist – ekki ólíkt því að stökkva ósyndur út í sund­laug fulla af brenn­heitu vatni og sökkva til botns án þess að geta rönd við reist. Það er hins vegar alrangt.

Hraun er nefni­lega ansi þétt í sér, nánar til­tekið þrisvar sinnum þétt­ara en vatn, sem er ef til vill ekki svo und­ar­legt ef litið er til þess að bráðið hraun er ekk­ert annað en grjót í fljót­andi formi.

Til sam­an­burðar er salt­vatnið í Dauða­hafi með ca. 25% meiri þétt­leika en vatn, sem gerir fólki auð­velt að fljóta um án mik­illar fyr­ir­hafn­ar. Með öðrum orð­um; þétt­leiki vökva hefur áhrif á það hve auð­veld­lega við sökkv­um. 

Ef þú myndir detta í hraun­poll er því nán­ast ómögu­legt að þú myndir hverfa sökkvandi ofan í gló­andi hraun­ið, ólíkt því sem kvik­mynd­irnar hafa talið þér trú um. Þú myndir öllu heldur fljóta ofan á þykkum vökv­an­um. 

Dauð­ans alvara

En þó gló­andi hraunið gleypi þig ekki með húð og hári er harla ólík­legt að þú sleppir frá því lif­andi. Í stað þess að sökkva í hraunið kviknar ein­fald­lega í þér. Gló­andi hraun er allt að 1250° heitt – meira en 10 sinnum heit­ara en sjóð­andi vatn - og því munu vít­iseldar umvefja þig á örskots­stundu með þeim afleið­ingum að þú fuðrar upp. Það eina sem eftir stendur verður aska sem svo bráðnar og rennur saman við gló­andi hraun­ið. Game over. 

Boð­skapur pistils­ins er því ein­fald­ur: Engan fávita­skap. Njótum þess að skoða og upp­lifa þetta nátt­úru­undur sem eld­gosið á Reykja­nesi er en berum til­hlýði­lega virð­ingu fyrir móður jörð og höldum okkur í hæfi­legri fjar­lægð frá nýju hrauni.

Höf­undar eru stofn­endur og eig­endur Icelandic Lava Show í Vík í Mýr­dal.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinsambands Íslands.
Vörn Vilhjálms: „Dapur að sjá fólk sem ég taldi vini stinga mig í bakið“
„Ef fólk heldur að það sé auðvelt að semja við Halldór Benjamín og hans fólk þá veður fólk villu vegar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sem svarar fullum hálsi gagnrýni formanns Eflingar á nýjan samning við SA.
Kjarninn 4. desember 2022
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Frá undirritun samninganna í dag.
Samningar SGS og SA í höfn: Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35 þúsund
Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember í ár um að lágmarki 35.000 krónur á mánuði. Hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu 1. maí verður flýtt. Samningar hafa náðst milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 3. desember 2022
Meira úr sama flokkiÁlit