Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?

Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.

18B93C01-1C7B-4E9C-8245-47CE4E37A9FD.jpeg
Auglýsing

Líkt og kom fram í síðasta hraunmola, þá er bráðið hraun varhugavert í meira lagi. Hálfstorknað hraun gefur sakleysislegt yfirbragð sem veitir falskt öryggi fyrir hættunni sem stafað getur af rauðglóandi hrauninu undir niðri.

Pistill síðustu viku vakti nokkra athygli og ein algengasta spurningin sem við fengum í kjölfarið var þessi: hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?

Gos í Geldingardal.

Að sökkva í bráðið hraun

Þær eru allnokkrar stórmyndirnar sem hafa notað gjósandi eldfjöll sem sviðsmynd fyrir dramatískum endalokum lykilsögupersóna. Terminator 2 er fyrirtaks dæmi en einnig Hringadróttinssaga þar sem hinn aumkunnarverði Gollum fellur ásamt hringnum kæra í ómynni hraunsins og hverfur í glóandi djúpið.

Auglýsing
Það er því ekki að undra að það sé það sem flestir haldi að gerist – ekki ólíkt því að stökkva ósyndur út í sundlaug fulla af brennheitu vatni og sökkva til botns án þess að geta rönd við reist. Það er hins vegar alrangt.

Hraun er nefnilega ansi þétt í sér, nánar tiltekið þrisvar sinnum þéttara en vatn, sem er ef til vill ekki svo undarlegt ef litið er til þess að bráðið hraun er ekkert annað en grjót í fljótandi formi.

Til samanburðar er saltvatnið í Dauðahafi með ca. 25% meiri þéttleika en vatn, sem gerir fólki auðvelt að fljóta um án mikillar fyrirhafnar. Með öðrum orðum; þéttleiki vökva hefur áhrif á það hve auðveldlega við sökkvum. 

Ef þú myndir detta í hraunpoll er því nánast ómögulegt að þú myndir hverfa sökkvandi ofan í glóandi hraunið, ólíkt því sem kvikmyndirnar hafa talið þér trú um. Þú myndir öllu heldur fljóta ofan á þykkum vökvanum. 

Dauðans alvara

En þó glóandi hraunið gleypi þig ekki með húð og hári er harla ólíklegt að þú sleppir frá því lifandi. Í stað þess að sökkva í hraunið kviknar einfaldlega í þér. Glóandi hraun er allt að 1250° heitt – meira en 10 sinnum heitara en sjóðandi vatn - og því munu vítiseldar umvefja þig á örskotsstundu með þeim afleiðingum að þú fuðrar upp. Það eina sem eftir stendur verður aska sem svo bráðnar og rennur saman við glóandi hraunið. Game over. 

Boðskapur pistilsins er því einfaldur: Engan fávitaskap. Njótum þess að skoða og upplifa þetta náttúruundur sem eldgosið á Reykjanesi er en berum tilhlýðilega virðingu fyrir móður jörð og höldum okkur í hæfilegri fjarlægð frá nýju hrauni.

Höfundar eru stofnendur og eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiÁlit