Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara

Halldór Gunnarsson gagnrýnir framsetningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á hækkun lífeyrisgreiðslna til ellilífeyrisþega.

Auglýsing

„Stórbætt kjör eldri borgara á Íslandi“. Þannig hljóðaði fyrirsögn yfirlits frá fjármála-og efnahagsráðuneytinu 12.3. s.l., sem fjallaði um prósentuhækkanir í meðaltölum og tíundum, sem rétt er að skoða nánar, því ekki batna kjörin við það, hjá þeim sem minnst bera þar úr býtum. Reikningskúnstir ráðuneytisins byggja á því, að telja með þá fjármuni, sem eldri borgarar fá greitt úr eigin lífeyrissjóðum, af eigin fjármagnstekjum og með eigin vinnu. Þessar greiðslur eru skertar um hátt í 40 milljarða á ári, sem ríkið sparar í greiðslum almannatrygginga til eldri borgara og má segja að séu hirtar þannig af þeim. Þetta er upphæðin sem er grunnur að þessum „stórbættu kjörum“ sem kemur aðallega til þeirra, sem best eru settir innan hópsins og hækka meðaltalið verulega. Að auki fær ríkið skatttekjur til viðbótar af þessum greiðslum, sem eldri borgara leggja til í þessum “bættu kjörum”! Þegar þessi upphæð, sem eldri borgarar leggja sjálfir fram, er ekki reiknuð með framlagi ríkisins, þá greiðir íslenska ríkið minnst allra ríkja innan OECD til eldri borgara, - minna en Albanía greiðir til þessa málaflokks miðað við höfðatölu.

Framsetning ráðuneytisins

Þar var m.a. sagt að aukning á útgjöldum ríkissjóðs frá 2015 í málaflokkinn væri 70%, miðað við vísitölu og neysluverð, sem mætti bæði rekja til fjölgunar ellilífeyrisþega og hækkunar greiðslna frá TR. Þá var einnig fjallað um að tekjulægri hópar hefðu hækkað meira en þeir tekjuhærri og eignastaða eldri borgara hefði batnað verulega. Meðaltal heildargreiðslna í níu tíundum var sýnd, þar sem kom fram að meðaltal í fjórum fyrstu tíundunum náði frá lágmarksgreiðslu ellilífeyris upp í um 350 þúsund á mánuði, án skilgreiningar um fjölda þeirra sem byggju einir og væru með heimilisuppbót og hverjir væru í sambúð. Um 1/3 hópsins nýtur heimilisuppbótar, þannig að miða má við að um 15 þúsund eldri borgarar séu í þeirri stöðu að þiggja greiðslur, sem eru lægri en lægstu laun og að sambýlisfólk fær mun lægri greiðslu en atvinnuleysisbætur. Auk þess hafa skattleysismörk lækkað undanfarin ár að verðgildi, sem bitnar harðast á þessum hópi, sem minnst fær.

Í niðurlagi segir síðan að bætur almannatrygginga hafi hækkað frá 2015 til 2021 um 5,4% að meðaltali á ári hjá ellilífeyrisþegum í sambúð og um 6,8% á ári hjá þeim sem búa einir og eru með heimilisuppbót og að ellilífeyrir væri í dag 37% hærri en hann var 2015 og að ellilífeyrir ásamt heimilisuppbót væri 48% hærri. Þessi niðurstaða ráðuneytisins kallar á svör um tengingar við skerðingarnar, sem lækka greiðslur TR til eldri borgara.

Auglýsing

Hækkun ellilífeyris er reiknuð stærð, en ekki greidd

Reiknaður grunnellilífeyrir án heimilisuppbótar frá TR til eldri borgara var 1.1. 2015 kr. 191.271.-, sem skiptist eftirfarandi: Ellilífeyrir: 36.337, tekjutrygging: 114.670 og framfærsluuppbót: 40.270. Heimilisuppbótin var þá 33.799. Þetta ár 2021 er með óbreyttum grunnlífeyri mánaðarlega út árið kr. 266.033.- Hækkun er því á 7 árum um 39% , sem eru kr. 74.762. – !!!

Á sama tíma hækkaði launavísitalan samkvæmt útreikningi Hagstofunnar um a.m.k. 70%. Í launasamanburði við aðra launþega í krónum talið á 7 árum er þessi upphæð til skammar og háðungar fyrir íslenska ríkið. Fullyrðing ráðuneytisins án skýringa um að „aukning á útgjöldum ríkissjóðs frá 2015 í málaflokkinn sé 70%“ er því óskiljanleg.

Eftir að hafa greitt skatt af fyrrnefndum grunnlífeyri nemur upphæðin um kr. 200.000.- mánaðarlega, óbreytt út árið. Sá sem býr einn fær heimilisuppbót til viðbótar kr. 67.691.- á mánuði og eftir að hafa greitt skatt af þeirri upphæð eru eftir kr. 228.448.-

Þetta er hin ískalda reikningsstaða grunnlífeyris sem íslenska ríkið leggur til grundvallar á greiðslu grunnlífeyris til eldri borgara. Staðan er þó enn naktari og nánasarlegri fyrir ríkissjóð, því að þessi grunnlífeyrir var aðeins greiddur til 1300 einstaklinga árið 2018 sem þýðir að 31 þúsund einstaklingar fengu miklu lægri greiðslur frá TR vegna 45% skerðingar á móti lífeyrissjóðsgreiðslum og fjármagnstekjum umfram kr. 25.000.- á mánuði og vinnuframlagi þeirra sjálfra í launum umfram kr. 100.000.- á mánuði. Samkvæmt svari við fyrirspurn á alþingi nam þessi skerðingarupphæð 35 milljörðum árið 2017 og er í dag líklega um 40 milljarðar.

Fáum staðreyndir og réttan samanburð fram

Nauðsynlegt er að ráðuneytið reikni nákvæmlega út þessar lækkandi greiðslur frá TR til ellilífeyrisþega eftir tíundunum, frá fyrstu til níundu tíundar. Einnig að ráðuneytið greini frá tekjum og eignum í hverri tíund, þar sem væntanlega myndi koma fram, að eignastaða í efstu tíundinni einni, þeirri tíundu, væri nálægt samanlagðri eignastöðu allra hinna í hinum níu tíundunum. Þá þyrfti einnig að greina frá fjölgun ellilífeyrisþega umrædd fimm ár í samanburðinum, sem skýrir einhverja hækkun greiðslna ríkisins til málaflokksins. Án þessara skilgreininga segja lítið heildarútgjöld og meðaltöl, sem yfirlit ráðuneytisins höfðar til.

Framsetning ráðuneytisins um stórbætt kjör eldri borgara og óskilgreindra fullyrðingu ráðuneytisins um að útgjöld í málaflokkinn hafi hækkað um 70% á fimm árum, þegar fyrir liggur að reiknaður, en ekki greiddur grunnlífeyrir, hækkaði á sjö árum aðeins um 39%, þarf nánari skoðunar við. Hver skyldi þá hinn hækkaði raunverulega greiddi grunnlífeyrir hafa verið á þessum árum? Hér þarf því margt að koma fram til viðbótar, fremur en útreikningur fjármálaráðuneytisins um prósentuhækkanir, meðaltöl og tíundir, sem ríkisútvarpið greinir frá, án gagnrýni og frekari umfjöllunar og fjármálaráðherra leggur út af í ræðu og riti.

Höfundur er formaður kjararáðs eldri borgara í Rangárvallasýslu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar