Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara

Halldór Gunnarsson gagnrýnir framsetningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á hækkun lífeyrisgreiðslna til ellilífeyrisþega.

Auglýsing

„Stór­bætt kjör eldri borg­ara á Ísland­i“. Þannig hljóð­aði fyr­ir­sögn yfir­lits frá fjár­mála-og efna­hags­ráðu­neyt­inu 12.3. s.l., sem fjall­aði um pró­sentu­hækk­anir í með­al­tölum og tíund­um, sem rétt er að skoða nán­ar, því ekki batna kjörin við það, hjá þeim sem minnst bera þar úr být­um. Reikn­ings­kúnstir ráðu­neyt­is­ins byggja á því, að telja með þá fjár­muni, sem eldri borg­arar fá greitt úr eigin líf­eyr­is­sjóð­um, af eigin fjár­magnstekjum og með eigin vinnu. Þessar greiðslur eru skertar um hátt í 40 millj­arða á ári, sem ríkið sparar í greiðslum almanna­trygg­inga til eldri borg­ara og má segja að séu hirtar þannig af þeim. Þetta er upp­hæðin sem er grunnur að þessum „stór­bættu kjörum“ sem kemur aðal­lega til þeirra, sem best eru settir innan hóps­ins og hækka með­al­talið veru­lega. Að auki fær ríkið skatt­tekjur til við­bótar af þessum greiðsl­um, sem eldri borg­ara leggja til í þessum “bættu kjöru­m”! Þegar þessi upp­hæð, sem eldri borg­arar leggja sjálfir fram, er ekki reiknuð með fram­lagi rík­is­ins, þá greiðir íslenska ríkið minnst allra ríkja innan OECD til eldri borg­ara, - minna en Albanía greiðir til þessa mála­flokks miðað við höfða­tölu.

Fram­setn­ing ráðu­neyt­is­ins

Þar var m.a. sagt að aukn­ing á útgjöldum rík­is­sjóðs frá 2015 í mála­flokk­inn væri 70%, miðað við vísi­tölu og neyslu­verð, sem mætti bæði rekja til fjölg­unar elli­líf­eyr­is­þega og hækk­unar greiðslna frá TR. Þá var einnig fjallað um að tekju­lægri hópar hefðu hækkað meira en þeir tekju­hærri og eigna­staða eldri borg­ara hefði batnað veru­lega. Með­al­tal heild­ar­greiðslna í níu tíundum var sýnd, þar sem kom fram að með­al­tal í fjórum fyrstu tíund­unum náði frá lág­marks­greiðslu elli­líf­eyris upp í um 350 þús­und á mán­uði, án skil­grein­ingar um fjölda þeirra sem byggju einir og væru með heim­il­is­upp­bót og hverjir væru í sam­búð. Um 1/3 hóps­ins nýtur heim­il­is­upp­bót­ar, þannig að miða má við að um 15 þús­und eldri borg­arar séu í þeirri stöðu að þiggja greiðsl­ur, sem eru lægri en lægstu laun og að sam­býl­is­fólk fær mun lægri greiðslu en atvinnu­leys­is­bæt­ur. Auk þess hafa skatt­leys­is­mörk lækkað und­an­farin ár að verð­gildi, sem bitnar harð­ast á þessum hópi, sem minnst fær.

Í nið­ur­lagi segir síðan að bætur almanna­trygg­inga hafi hækkað frá 2015 til 2021 um 5,4% að með­al­tali á ári hjá elli­líf­eyr­is­þegum í sam­búð og um 6,8% á ári hjá þeim sem búa einir og eru með heim­il­is­upp­bót og að elli­líf­eyrir væri í dag 37% hærri en hann var 2015 og að elli­líf­eyrir ásamt heim­il­is­upp­bót væri 48% hærri. Þessi nið­ur­staða ráðu­neyt­is­ins kallar á svör um teng­ingar við skerð­ing­arn­ar, sem lækka greiðslur TR til eldri borg­ara.

Auglýsing

Hækkun elli­líf­eyris er reiknuð stærð, en ekki greidd

Reikn­aður grunn­elli­líf­eyrir án heim­il­is­upp­bótar frá TR til eldri borg­ara var 1.1. 2015 kr. 191.271.-, sem skipt­ist eft­ir­far­andi: Elli­líf­eyr­ir: 36.337, tekju­trygg­ing: 114.670 og fram­færslu­upp­bót: 40.270. Heim­il­is­upp­bótin var þá 33.799. Þetta ár 2021 er með óbreyttum grunn­líf­eyri mán­að­ar­lega út árið kr. 266.033.- Hækkun er því á 7 árum um 39% , sem eru kr. 74.762. – !!!

Á sama tíma hækk­aði launa­vísi­talan sam­kvæmt útreikn­ingi Hag­stof­unnar um a.m.k. 70%. Í launa­sam­an­burði við aðra laun­þega í krónum talið á 7 árum er þessi upp­hæð til skammar og háð­ungar fyrir íslenska rík­ið. Full­yrð­ing ráðu­neyt­is­ins án skýr­inga um að „aukn­ing á útgjöldum rík­is­sjóðs frá 2015 í mála­flokk­inn sé 70%“ er því óskilj­an­leg.

Eftir að hafa greitt skatt af fyrr­nefndum grunn­líf­eyri nemur upp­hæðin um kr. 200.000.- mán­að­ar­lega, óbreytt út árið. Sá sem býr einn fær heim­il­is­upp­bót til við­bótar kr. 67.691.- á mán­uði og eftir að hafa greitt skatt af þeirri upp­hæð eru eftir kr. 228.448.-

Þetta er hin ískalda reikn­ings­staða grunn­líf­eyris sem íslenska ríkið leggur til grund­vallar á greiðslu grunn­líf­eyris til eldri borg­ara. Staðan er þó enn nakt­ari og nánasar­legri fyrir rík­is­sjóð, því að þessi grunn­líf­eyrir var aðeins greiddur til 1300 ein­stak­linga árið 2018 sem þýðir að 31 þús­und ein­stak­lingar fengu miklu lægri greiðslur frá TR vegna 45% skerð­ingar á móti líf­eyr­is­sjóðs­greiðslum og fjár­magnstekjum umfram kr. 25.000.- á mán­uði og vinnu­fram­lagi þeirra sjálfra í launum umfram kr. 100.000.- á mán­uði. Sam­kvæmt svari við fyr­ir­spurn á alþingi nam þessi skerð­ing­ar­upp­hæð 35 millj­örðum árið 2017 og er í dag lík­lega um 40 millj­arð­ar.

Fáum stað­reyndir og réttan sam­an­burð fram

Nauð­syn­legt er að ráðu­neytið reikni nákvæm­lega út þessar lækk­andi greiðslur frá TR til elli­líf­eyr­is­þega eftir tíund­un­um, frá fyrstu til níundu tíund­ar. Einnig að ráðu­neytið greini frá tekjum og eignum í hverri tíund, þar sem vænt­an­lega myndi koma fram, að eigna­staða í efstu tíund­inni einni, þeirri tíundu, væri nálægt sam­an­lagðri eigna­stöðu allra hinna í hinum níu tíund­un­um. Þá þyrfti einnig að greina frá fjölgun elli­líf­eyr­is­þega umrædd fimm ár í sam­an­burð­in­um, sem skýrir ein­hverja hækkun greiðslna rík­is­ins til mála­flokks­ins. Án þess­ara skil­grein­inga segja lítið heild­ar­út­gjöld og með­al­töl, sem yfir­lit ráðu­neyt­is­ins höfðar til.

Fram­setn­ing ráðu­neyt­is­ins um stór­bætt kjör eldri borg­ara og óskil­greindra full­yrð­ingu ráðu­neyt­is­ins um að útgjöld í mála­flokk­inn hafi hækkað um 70% á fimm árum, þegar fyrir liggur að reikn­að­ur, en ekki greiddur grunn­líf­eyr­ir, hækk­aði á sjö árum aðeins um 39%, þarf nán­ari skoð­unar við. Hver skyldi þá hinn hækk­aði raun­veru­lega greiddi grunn­líf­eyrir hafa verið á þessum árum? Hér þarf því margt að koma fram til við­bót­ar, fremur en útreikn­ingur fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins um pró­sentu­hækk­an­ir, með­al­töl og tíund­ir, sem rík­is­út­varpið greinir frá, án gagn­rýni og frek­ari umfjöll­unar og fjár­mála­ráð­herra leggur út af í ræðu og riti.

Höf­undur er for­maður kjara­ráðs eldri borg­ara í Rang­ár­valla­sýslu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar