Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar

Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.

Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Auglýsing

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar hefur birt nefnd­ar­á­lit sitt um frum­varp vegna stuðn­ings við einka­rekna fjöl­miðla. Frum­varpið var afgreitt úr nefnd­inni í byrjun viku og sam­kvæmt álit­inu vill meiri­hlut­inn gera nokkrar breyt­ingar á frum­varp­inu. Þar ber hæst að sett verði þrengri skil­yrði um til að telj­ast stuðn­ings­hæfur fjöl­mið­ill. Sú þreng­ing felur í ann­ars vegar í sér að lág­marks­út­gáfu­tíðni prent­mið­ils þar að vera að minnsta kosti 20 útgáfur á ári og aðrir miðlar sem hljóti styrk þurfi að „miðla nýjum frétt­um, frétta­tengdu efni eða umfjöllun um sam­fé­lags­leg mál­efni á virkum dögum í 20 vikur á ári.“

Í frum­varp­inu sem Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, lagði fram í des­em­ber stóð að launa- og verk­taka­kostn­aður allra sem öfl­uðu og miðl­uðu efni væri stuðn­ings­hæf­ur. Meiri­hlut­inn hefur lagt til að þessi skil­yrði verði þrengd veru­lega og að þeir miðlar einir verði stuðn­ings­hæfir sem afli og miðli „frétt­um, frétta­tengdu efni og umfjöllun um sam­fé­lags­leg mál­efn­i.“

Til stóð að frum­varpið myndi gilda frá 1. jan­úar 2021, að umsókn­ar­ferli þeirra miðla sem eru stuðn­ings­hæfir væri til 31. mars. Þær dag­setn­ingar eru aug­ljós­lega liðnar og í áliti meiri­hlut­ans er gert ráð fyrir að fjöl­miðlar hafi út maí­mánuð til að sækja um styrki, sem bendir til þess að afgreiða eigi frum­varpið í næstu eða þarnæstu viku. 

Auglýsing
Meirihlutinn vill hins vegar að stuðn­ings­kerfið gildi ein­ungis í eitt ár, þ.e. að stuðn­ingur verði greiddur út til fjöl­miðla vegna kostn­aðar sem féll til á árinu 2020 ein­vörð­ungu. Þetta er rök­stutt þannig í áliti hans að fram hafi komið sjón­ar­mið um að „skýra þurfi aðferða­fræði við útreikn­ing stuðn­ings­kerf­is­ins betur og tryggja að fyr­ir­komu­lagið verði til þess fallið að hafa jákvæð áhrif á fjöl­breytni og fjöl­ræði á fjöl­miðla­mark­aði. Sömu­leiðis þurfi að huga að stöðu smærri fjöl­miðla í þessu sam­hengi. skýra þurfi aðferða­fræði við útreikn­ing stuðn­ings­kerf­is­ins betur og tryggja að fyr­ir­komu­lagið verði til þess fallið að hafa jákvæð áhrif á fjöl­breytni og fjöl­ræði á fjöl­miðla­mark­aði.

Meiri­hlut­inn vill taka til skoð­unar hvort koma eigi upp sam­keppn­is­sjóði til að jafna rekstr­ar- og sam­keppn­is­stöðu fjöl­miðla. „Meiri hlut­inn telur æski­leg­ast að fyr­ir­komu­lag stuðn­ings­kerf­is­ins sem kveðið er á um í frum­varpi þessu verði tekið til nán­ari skoð­un­ar, m.a. með hlið­sjón af fram­an­greindum sjón­ar­mið­um, en verði jafn­framt tekið til skoð­unar sam­hliða þeirri end­ur­skoðun sem á sér stað á skatt­lagn­ingu erlendra efn­is- og streym­isveitna. Í ljósi þessa telur meiri hlut­inn að svo stöddu ástæðu til að um verði að ræða tíma­bundið stuðn­ings­kerfi sem gildi til 31. des­em­ber 2021 vegna miðl­unar á fréttum og frétta­tengdu efni árið 2020.“

Undir nefnd­ar­á­litið skrifa allir þing­menn stjórn­ar­flokk­anna þriggja: Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Vinstri grænna. Nefnd­ar­menn síð­ast­nefnda flokks­ins gera það þó með fyr­ir­vara án þess að sá fyr­ir­vari sé skýrður í álit­inu.

Von er á að minnsta kosti einu minni­hluta­á­liti um málið sem Sam­fylk­ing­in, Píratar og lík­lega Við­reisn munu skrifa upp á. Heim­ildir Kjarn­ans herma að þar verði lýst yfir stuðn­ingi við frum­varpið í meg­in­at­riðum en ýmsar breyt­ing­ar­til­lögur lagðar fram.

Óbreytt þak og þorr­inn til þriggja fyr­ir­tækja

Sam­kvæmt frum­varp­inu stendur til að útdeila 400 millj­ónum króna í styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla. Búið er að gera ráð fyrir þeirri upp­hæð á fjár­lögum yfir­stand­andi árs. 

Sam­kvæmt frum­varp­inu er hægt að sækja um 25 pró­sent end­ur­greiðslu á stuðn­ings­hæfum kostn­aði en stuðn­ingur hvers og eins getur ekki orðið meiri en 25 pró­sent af fjár­veit­ingum til verk­efn­is­ins. Það þýðir að styrkur getur aldrei orðið meiri en 100 millj­ónir króna.

Það er byggt á svip­uðum grunni og sér­stakur neyð­ar­styrkur til einka­rek­inna fjöl­miðla vegna COVID-19, sem greiddur var út í fyrra, en er að mörgu leyti ólíkt fyrri frum­vörpum um málið sem lögð hafa verið fram. Meiri áhersla var í neyð­ar­styrknum og fyr­ir­liggj­andi frum­varpi sem stjórn­ar­flokk­arnir styðja að koma sem mestum hluta upp­hæð­ar­innar sem er til skipt­anna til þriggja stærstu fjöl­miðla­fyr­ir­tækja lands­ins. 

Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og hún lagði frumvarpið fram. Mynd: Bára Huld Beck

Sú áhersla birt­ist í því að hámarks­upp­hæð sem hvert fyr­ir­tæki gæti sótt í stuðn­ings­kerfið var hækkuð úr 50 í 100 millj­ónir króna. Fyrir vikið skert­ust greiðslur í fyrra sem upp­­­runa­­­lega voru ætl­­­aðar 20 smærri fjöl­miðla­­­fyr­ir­tækjum um 106 millj­­­ónir króna en sama upp­­­hæð flutt­ist til þriggja stærstu einka­reknu fjöl­miðla­­­­fyr­ir­tækja lands­ins, Árvak­­­­urs, Sýnar og Torgs. Þessi þrjú fyr­ir­tæki fengu sam­tals 64 pró­sent af upp­hæð­inni sem deilt var út. Smærri miðl­arnir fengu tæp­lega 18 pró­sent af rekstr­ar­kostn­aði sínum end­ur­greiddan í stað þeirra 25 pró­sent sem til stóð að þeir fengu.

Meiri­hlut­inn gerir enga til­lögu um breyt­ingu á þess­ari til­hög­un. 

Hluti athuga­semda fjöl­miðla­nefndar huns­aðar

Við með­ferð máls­ins hjá alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd komu fram ýmis­konar athuga­semdir við frum­varp­ið, meðal ann­ars frá fjöl­miðla­nefnd. Sú nefnd kall­aði meðal ann­ars eftir því að aðferð­ar­fræðin við útdeil­ingu styrkja yrði skýrð bet­ur. 

­Fjöl­miðla­nefnd kall­aði meðal ann­ars eftir því að ef hlutur stuðn­ings­hæfs rekstr­ar­kostn­aðar hjá fjöl­miðli sem mun sækja um styrk sé hærri en 100 millj­ónir króna beri að miða við að hlutar við­kom­andi fyrir hlut­falls­lega skerð­ingu telj­ist aldrei hærri en 100 millj­ónir króna. Stuðn­ing­ur­inn eigi svo að skerð­ast í jöfnum hlut­föllum þar til að heild­ar­upp­hæðin sé sú sama og áætl­aðar fjár­veit­ingar til verk­efn­is­ins. Slík breyt­ing myndi leiða til þess að Árvakur og Sýn myndu fá lægri styrki en þau fengu í fyrra, en að allir aðrir miðlar myndu fá hærri styrki. Meiri­hlut­inn tekur ekki til­lit til þess­arar til­lögu og breyt­ingin er ekki hluti af áliti henn­ar. 

Fjöl­miðla­nefnd gerði fleiri athuga­semdir í umsögn­inni, meðal ann­ars við að allir séu styrkja­hæfir sem fjalli um „sam­fé­lags­leg mál­efn­i“. Nefndin taldi hug­takið ekki nægi­lega skýrt nægi­lega og að fyrir hendi sé mögu­leiki á því að fjöl­miðlar sem fjalla t.d. ein­vörð­ungu um beinar útsend­ingar eða texta­lýs­ingar af íþrótta­kapp­leikjum eða trú­mál, eins og sjón­varps­stöðin Omega, gætu talist styrkj­ar­hæf. 

Þá lagði fjöl­miðla­nefnd til að skýr­ingum á hug­tak­inu „frétta­tengt efni“ yrði bætt við ákvæði frum­varps­ins. „Að mati nefnd­ar­innar er t.d. ekki full­kom­lega skýrt hvort íþrótta- og veð­ur­fréttir telj­ist falla undir hug­tak­ið. Hið sama á við um aðra umfjöllun um íþrótt­ir, þar á meðal beinar útsend­ingar og texta­lýs­ingar frá íþrótta­kapp­leikjum og -mót­u­m.“

Tekið er til­lit til athuga­semda fjöl­miðla­nefndar hvað þetta varðar að hluta. Hug­takið „sam­fé­lags­leg mál­efni“ er enn inni í frum­varp­inu en hug­tak­inu „frétta­tengt efni“ hefur verið bætt við það.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent