Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar

Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.

Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Auglýsing

Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur birt nefndarálit sitt um frumvarp vegna stuðnings við einkarekna fjölmiðla. Frumvarpið var afgreitt úr nefndinni í byrjun viku og samkvæmt álitinu vill meirihlutinn gera nokkrar breytingar á frumvarpinu. Þar ber hæst að sett verði þrengri skilyrði um til að teljast stuðningshæfur fjölmiðill. Sú þrenging felur í annars vegar í sér að lágmarksútgáfutíðni prentmiðils þar að vera að minnsta kosti 20 útgáfur á ári og aðrir miðlar sem hljóti styrk þurfi að „miðla nýjum fréttum, fréttatengdu efni eða umfjöllun um samfélagsleg málefni á virkum dögum í 20 vikur á ári.“

Í frumvarpinu sem Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, lagði fram í desember stóð að launa- og verktakakostnaður allra sem öfluðu og miðluðu efni væri stuðningshæfur. Meirihlutinn hefur lagt til að þessi skilyrði verði þrengd verulega og að þeir miðlar einir verði stuðningshæfir sem afli og miðli „fréttum, fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni.“

Til stóð að frumvarpið myndi gilda frá 1. janúar 2021, að umsóknarferli þeirra miðla sem eru stuðningshæfir væri til 31. mars. Þær dagsetningar eru augljóslega liðnar og í áliti meirihlutans er gert ráð fyrir að fjölmiðlar hafi út maímánuð til að sækja um styrki, sem bendir til þess að afgreiða eigi frumvarpið í næstu eða þarnæstu viku. 

Auglýsing
Meirihlutinn vill hins vegar að stuðningskerfið gildi einungis í eitt ár, þ.e. að stuðningur verði greiddur út til fjölmiðla vegna kostnaðar sem féll til á árinu 2020 einvörðungu. Þetta er rökstutt þannig í áliti hans að fram hafi komið sjónarmið um að „skýra þurfi aðferðafræði við útreikning stuðningskerfisins betur og tryggja að fyrirkomulagið verði til þess fallið að hafa jákvæð áhrif á fjölbreytni og fjölræði á fjölmiðlamarkaði. Sömuleiðis þurfi að huga að stöðu smærri fjölmiðla í þessu samhengi. skýra þurfi aðferðafræði við útreikning stuðningskerfisins betur og tryggja að fyrirkomulagið verði til þess fallið að hafa jákvæð áhrif á fjölbreytni og fjölræði á fjölmiðlamarkaði.

Meirihlutinn vill taka til skoðunar hvort koma eigi upp samkeppnissjóði til að jafna rekstrar- og samkeppnisstöðu fjölmiðla. „Meiri hlutinn telur æskilegast að fyrirkomulag stuðningskerfisins sem kveðið er á um í frumvarpi þessu verði tekið til nánari skoðunar, m.a. með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum, en verði jafnframt tekið til skoðunar samhliða þeirri endurskoðun sem á sér stað á skattlagningu erlendra efnis- og streymisveitna. Í ljósi þessa telur meiri hlutinn að svo stöddu ástæðu til að um verði að ræða tímabundið stuðningskerfi sem gildi til 31. desember 2021 vegna miðlunar á fréttum og fréttatengdu efni árið 2020.“

Undir nefndarálitið skrifa allir þingmenn stjórnarflokkanna þriggja: Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Nefndarmenn síðastnefnda flokksins gera það þó með fyrirvara án þess að sá fyrirvari sé skýrður í álitinu.

Von er á að minnsta kosti einu minnihlutaáliti um málið sem Samfylkingin, Píratar og líklega Viðreisn munu skrifa upp á. Heimildir Kjarnans herma að þar verði lýst yfir stuðningi við frumvarpið í meginatriðum en ýmsar breytingartillögur lagðar fram.

Óbreytt þak og þorrinn til þriggja fyrirtækja

Samkvæmt frumvarpinu stendur til að útdeila 400 milljónum króna í styrki til einkarekinna fjölmiðla. Búið er að gera ráð fyrir þeirri upphæð á fjárlögum yfirstandandi árs. 

Samkvæmt frumvarpinu er hægt að sækja um 25 prósent endurgreiðslu á stuðningshæfum kostnaði en stuðningur hvers og eins getur ekki orðið meiri en 25 prósent af fjárveitingum til verkefnisins. Það þýðir að styrkur getur aldrei orðið meiri en 100 milljónir króna.

Það er byggt á svipuðum grunni og sérstakur neyðarstyrkur til einkarekinna fjölmiðla vegna COVID-19, sem greiddur var út í fyrra, en er að mörgu leyti ólíkt fyrri frumvörpum um málið sem lögð hafa verið fram. Meiri áhersla var í neyðarstyrknum og fyrirliggjandi frumvarpi sem stjórnarflokkarnir styðja að koma sem mestum hluta upphæðarinnar sem er til skiptanna til þriggja stærstu fjölmiðlafyrirtækja landsins. 

Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og hún lagði frumvarpið fram. Mynd: Bára Huld Beck

Sú áhersla birtist í því að hámarksupphæð sem hvert fyrirtæki gæti sótt í stuðningskerfið var hækkuð úr 50 í 100 milljónir króna. Fyrir vikið skert­ust greiðslur í fyrra sem upp­­runa­­lega voru ætl­­aðar 20 smærri fjöl­miðla­­fyr­ir­tækjum um 106 millj­­ónir króna en sama upp­­hæð flutt­ist til þriggja stærstu einka­reknu fjöl­miðla­­­fyr­ir­tækja lands­ins, Árvak­­­urs, Sýnar og Torgs. Þessi þrjú fyrirtæki fengu samtals 64 prósent af upphæðinni sem deilt var út. Smærri miðlarnir fengu tæplega 18 prósent af rekstrarkostnaði sínum endurgreiddan í stað þeirra 25 prósent sem til stóð að þeir fengu.

Meirihlutinn gerir enga tillögu um breytingu á þessari tilhögun. 

Hluti athugasemda fjölmiðlanefndar hunsaðar

Við meðferð málsins hjá allsherjar- og menntamálanefnd komu fram ýmiskonar athugasemdir við frumvarpið, meðal annars frá fjölmiðlanefnd. Sú nefnd kallaði meðal annars eftir því að aðferðarfræðin við útdeilingu styrkja yrði skýrð betur. 

Fjölmiðlanefnd kallaði meðal annars eftir því að ef hlutur stuðningshæfs rekstrarkostnaðar hjá fjölmiðli sem mun sækja um styrk sé hærri en 100 milljónir króna beri að miða við að hlutar viðkomandi fyrir hlutfallslega skerðingu teljist aldrei hærri en 100 milljónir króna. Stuðningurinn eigi svo að skerðast í jöfnum hlutföllum þar til að heildarupphæðin sé sú sama og áætlaðar fjárveitingar til verkefnisins. Slík breyting myndi leiða til þess að Árvakur og Sýn myndu fá lægri styrki en þau fengu í fyrra, en að allir aðrir miðlar myndu fá hærri styrki. Meirihlutinn tekur ekki tillit til þessarar tillögu og breytingin er ekki hluti af áliti hennar. 

Fjölmiðlanefnd gerði fleiri athugasemdir í umsögninni, meðal annars við að allir séu styrkjahæfir sem fjalli um „samfélagsleg málefni“. Nefndin taldi hugtakið ekki nægilega skýrt nægilega og að fyrir hendi sé möguleiki á því að fjölmiðlar sem fjalla t.d. einvörðungu um beinar útsendingar eða textalýsingar af íþróttakappleikjum eða trúmál, eins og sjónvarpsstöðin Omega, gætu talist styrkjarhæf. 

Þá lagði fjölmiðlanefnd til að skýringum á hugtakinu „fréttatengt efni“ yrði bætt við ákvæði frumvarpsins. „Að mati nefndarinnar er t.d. ekki fullkomlega skýrt hvort íþrótta- og veðurfréttir teljist falla undir hugtakið. Hið sama á við um aðra umfjöllun um íþróttir, þar á meðal beinar útsendingar og textalýsingar frá íþróttakappleikjum og -mótum.“

Tekið er tillit til athugasemda fjölmiðlanefndar hvað þetta varðar að hluta. Hugtakið „samfélagsleg málefni“ er enn inni í frumvarpinu en hugtakinu „fréttatengt efni“ hefur verið bætt við það.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent