Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt

Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Auglýsing

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, hafnar því að um ritskoðun hafi verið að ræða þegar listaverk Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar síðastliðinn Sunnudag. Þetta kemur fram í bókun sem Rósa lagði fram á bæjarráðsfundi í gær. Þar sagðist hún hafa verið meðvitaða um uppsetningu sýningarinnar Töfrafundur – áratug síðar og fylgst með áhuga í kringum sýninguna. „Því er algjörlega vísað á bug að þótt verk af sýningunni sem sett var upp í leyfisleysi á hús bæjarins hafi verið tekið niður sé um ritskoðun að ræða.“

Listaverk Libiu og Ólafs var sett upp á gafl Hafnarborgar síðastliðinn föstudag eftir að listamennirnir höfðu að eigin sögn útvegað sér munnlegs leyfis fyrir uppsetningu verksins. Tveimur dögum síðar var verkið tekið niður og því borið við að leyfi fyrir uppsetningu hafi skort. Listaverkið sem um ræðir er nákvæm uppstækkun á einum af miðunum sem voru fylltir út af þátttakendum þjóðfundarins sem haldinn var árið 2010 í aðdraganda þess að Stjórnlagaráð (áður nefnt Stjórnlagaþing) tók til starfa. Á þessum miða hafði verið skrifað „Ekki kjafta ykkur frá niðurstöðum Stjórnlagaþings.“

Ólíkar tillögur á bæjarráðsfundi

Í umfjölun um málið á bæjarráðsfundi lögðu fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar fram tillögu þess efnis að verkið skyldi sett upp eigi síðar en föstudaginn 7. maí, þ.e. í dag, og að Libia og Ólafur yrðu beðin afsökunar á því að verkið hefði verið fjarlægt án samráðs við þau. Sú tillaga var felld með atkvæðum meirihluta gegn minnihluta en fulltrúi Miðflokks sat hjá.

Auglýsing

Meirihlutinn lagði í kjölfarið fram svohljóðandi tillögu: „Bæjarráð leggur til að sótt verði um tilskilin leyfi til byggingarfulltrúa um að umræddu verki verði komið upp frístandandi fyrir utan húsið og verði staðsett á þann hátt að merki Hafnarborgar verði sýnilegt. Umhverfis- og framkvæmdasviði verði falið að útfæra uppsetninguna í samráði við listamennina og forstöðumann Hafnarborgar.“

Sú tillaga var samþykkt með atkvæðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Miðflokks en fulltrúi Samfylkingarinnar sat hjá.

Í kjölfarið lagði Rósa fram áðurnefnda bókun en í henni segir að Rósa hafi lagt fram tillögu að málamiðlun milli bæjarins og listamannanna. Í bókuninni segir enn fremur að tilskilin leyfi hafi vantað fyrir uppsetningu verksins. Þegar óskað er eftir því að sett sé upp skilti, myndverk eða annað á eða við húsnæði í eigu bæjarins þurfi slíkt erindi að fara í formlegt ferli. „Þar gengur það sama yfir alla sem áhuga hafa á slíku. Ekkert slíkt liggur fyrir í þessu máli.“

Verkið hafi verið sett upp í leyfisleysi og því hafnar Rósa að um ritskoðun hafi verið að ræða. Í bókuninni segir að fullur skilningur sé á því að sýning af þessu tagi geti teygt sig út fyrir innanhússrými sýningarinnar. Þar af leiðandi var lagt til að sótt verði um leyfi til byggingarfulltrúa um að verkinu verði komið upp frístandi fyrir utan safnið líkt og áður segir.

Rósa tjáir sig ekki um málið

Kjarninn hafði samband við Rósu til að falast eftir frekari útskýringu á aðdraganda þess að verkið var tekið niður. Í samtali við Kjarnann vísaði Rósa til bókunarinnar sem hún lagði fram á bæjarráðsfundi. „Ég hef í rauninni ekkert annað um málið að segja. Þar rek ég málið og fer yfir það,“ sagði Rósa. „Það kemur allt fram þar sem þarf að koma fram.“

Rósa er einn þriggja stjórnarmanna í stjórn Hafnarborgar. Spurð að því hvort fjarlæging bæjaryfirvalda á verkinu hafi ekki verið óþarflega mikið inngrip í starfsemi safnsins endurtók Rósa fyrri svör, hún hefði ekkert um málið að segja umfram það sem fram kom í bókun hennar og tillögu meirihlutans.

„Alvarleg aðför að tjáningarfrelsi“

Um málið voru tvær bókanir lagðar fram til viðbótar. Sú fyrri af Guðlugu Svölu Kristófersdóttur, fulltrúa Bæjarlistans. Í bókun sinni sagðist hún gelda varhug „við því að kjörnir fulltrúar hafi afskipti af listrænni stjórn menningarstofnana bæjarins og þar með frjálsri tjáningu listafólks á vettvangi þeirra.“ Inngrip bæjarstjóra hefðu í raun styrkt skiliaboð sýningarinnar, að mati Guðlaugar.

Fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar, þau Adda María Jóhannsdóttir og Jón Ingi Hákonarson, tóku í sama streng í sinni bókun og gerðu alvarlegar athugasemdir við það sem þau kölluðu ritskoðun bæjarstjórans. Ekkert hafi verið lagt fram sem sýnir að leyfi hafi vantað. „Það að tilskilin leyfi hafi vantað er ekki á rökum byggt enda hafa engin gögn verið lögð fram því til staðfestingar. Það er sorglegt, og með öllu óásættanlegt að bæjarstjóri blandi sér með þessum hætti í listtjáningu og hlýtur að teljast alvarleg aðför að tjáningarfrelsi.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent