Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt

Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Auglýsing

Rósa Guð­bjarts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Hafn­ar­fjarð­ar, hafnar því að um rit­skoðun hafi verið að ræða þegar lista­verk Libiu Castro og Ólafs Ólafs­sonar var fjar­lægt af gafli Hafn­ar­borgar síð­ast­lið­inn Sunnu­dag. Þetta kemur fram í bókun sem Rósa lagði fram á bæj­ar­ráðs­fundi í gær. Þar sagð­ist hún hafa verið með­vit­aða um upp­setn­ingu sýn­ing­ar­innar Töfra­fundur – ára­tug síðar og fylgst með áhuga í kringum sýn­ing­una. „Því er algjör­lega vísað á bug að þótt verk af sýn­ing­unni sem sett var upp í leyf­is­leysi á hús bæj­ar­ins hafi verið tekið niður sé um rit­skoðun að ræða.“

Lista­verk Libiu og Ólafs var sett upp á gafl Hafn­ar­borgar síð­ast­lið­inn föstu­dag eftir að lista­menn­irnir höfðu að eigin sögn útvegað sér munn­legs leyfis fyrir upp­setn­ingu verks­ins. Tveimur dögum síðar var verkið tekið niður og því borið við að leyfi fyrir upp­setn­ingu hafi skort. Lista­verkið sem um ræðir er nákvæm upp­stækkun á einum af mið­unum sem voru fylltir út af þátt­tak­endum þjóð­fund­ar­ins sem hald­inn var árið 2010 í aðdrag­anda þess að Stjórn­laga­ráð (áður nefnt Stjórn­laga­þing) tók til starfa. Á þessum miða hafði verið skrifað „Ekki kjafta ykkur frá nið­ur­stöðum Stjórn­laga­þings.“

Ólíkar til­lögur á bæj­ar­ráðs­fundi

Í umfjölun um málið á bæj­ar­ráðs­fundi lögðu full­trúar Sam­fylk­ingar og Við­reisnar fram til­lögu þess efnis að verkið skyldi sett upp eigi síðar en föstu­dag­inn 7. maí, þ.e. í dag, og að Libia og Ólafur yrðu beðin afsök­unar á því að verkið hefði verið fjar­lægt án sam­ráðs við þau. Sú til­laga var felld með atkvæðum meiri­hluta gegn minni­hluta en full­trúi Mið­flokks sat hjá.

Auglýsing

Meiri­hlut­inn lagði í kjöl­farið fram svohljóð­andi til­lögu: „Bæj­ar­ráð leggur til að sótt verði um til­skilin leyfi til bygg­ing­ar­full­trúa um að umræddu verki verði komið upp frístand­andi fyrir utan húsið og verði stað­sett á þann hátt að merki Hafn­ar­borgar verði sýni­legt. Umhverf­is- og fram­kvæmda­sviði verði falið að útfæra upp­setn­ing­una í sam­ráði við lista­menn­ina og for­stöðu­mann Hafn­ar­borg­ar.“

Sú til­laga var sam­þykkt með atkvæðum Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sóknar og Mið­flokks en full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar sat hjá.

Í kjöl­farið lagði Rósa fram áður­nefnda bókun en í henni segir að Rósa hafi lagt fram til­lögu að mála­miðlun milli bæj­ar­ins og lista­mann­anna. Í bók­un­inni segir enn fremur að til­skilin leyfi hafi vantað fyrir upp­setn­ingu verks­ins. Þegar óskað er eftir því að sett sé upp skilti, mynd­verk eða annað á eða við hús­næði í eigu bæj­ar­ins þurfi slíkt erindi að fara í form­legt ferli. „Þar gengur það sama yfir alla sem áhuga hafa á slíku. Ekk­ert slíkt liggur fyrir í þessu máli.“

Verkið hafi verið sett upp í leyf­is­leysi og því hafnar Rósa að um rit­skoðun hafi verið að ræða. Í bók­un­inni segir að fullur skiln­ingur sé á því að sýn­ing af þessu tagi geti teygt sig út fyrir inn­an­húss­rými sýn­ing­ar­inn­ar. Þar af leið­andi var lagt til að sótt verði um leyfi til bygg­ing­ar­full­trúa um að verk­inu verði komið upp frístandi fyrir utan safnið líkt og áður seg­ir.

Rósa tjáir sig ekki um málið

Kjarn­inn hafði sam­band við Rósu til að fal­ast eftir frek­ari útskýr­ingu á aðdrag­anda þess að verkið var tekið nið­ur. Í sam­tali við Kjarn­ann vís­aði Rósa til bók­un­ar­innar sem hún lagði fram á bæj­ar­ráðs­fundi. „Ég hef í raun­inni ekk­ert annað um málið að segja. Þar rek ég málið og fer yfir það,“ sagði Rósa. „Það kemur allt fram þar sem þarf að koma fram.“

Rósa er einn þriggja stjórn­ar­manna í stjórn Hafn­ar­borg­ar. Spurð að því hvort fjar­læg­ing bæj­ar­yf­ir­valda á verk­inu hafi ekki verið óþarf­lega mikið inn­grip í starf­semi safns­ins end­ur­tók Rósa fyrri svör, hún hefði ekk­ert um málið að segja umfram það sem fram kom í bókun hennar og til­lögu meiri­hlut­ans.

„Al­var­leg aðför að tján­ing­ar­frelsi“

Um málið voru tvær bók­anir lagðar fram til við­bót­ar. Sú fyrri af Guð­l­ugu Svölu Krist­ó­fers­dótt­ur, full­trúa Bæj­ar­list­ans. Í bókun sinni sagð­ist hún gelda var­hug „við því að kjörnir full­trúar hafi afskipti af list­rænni stjórn menn­ing­ar­stofn­ana bæj­ar­ins og þar með frjálsri tján­ingu lista­fólks á vett­vangi þeirra.“ Inn­grip bæj­ar­stjóra hefðu í raun styrkt skili­aboð sýn­ing­ar­inn­ar, að mati Guð­laug­ar.

Full­trúar Sam­fylk­ingar og Við­reisn­ar, þau Adda María Jóhanns­dóttir og Jón Ingi Hákon­ar­son, tóku í sama streng í sinni bókun og gerðu alvar­legar athuga­semdir við það sem þau köll­uðu rit­skoðun bæj­ar­stjór­ans. Ekk­ert hafi verið lagt fram sem sýnir að leyfi hafi vant­að. „Það að til­skilin leyfi hafi vantað er ekki á rökum byggt enda hafa engin gögn verið lögð fram því til stað­fest­ing­ar. Það er sorg­legt, og með öllu óásætt­an­legt að bæj­ar­stjóri blandi sér með þessum hætti í list­t­ján­ingu og hlýtur að telj­ast alvar­leg aðför að tján­ing­ar­frelsi.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent