Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt

Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Auglýsing

Rósa Guð­bjarts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Hafn­ar­fjarð­ar, hafnar því að um rit­skoðun hafi verið að ræða þegar lista­verk Libiu Castro og Ólafs Ólafs­sonar var fjar­lægt af gafli Hafn­ar­borgar síð­ast­lið­inn Sunnu­dag. Þetta kemur fram í bókun sem Rósa lagði fram á bæj­ar­ráðs­fundi í gær. Þar sagð­ist hún hafa verið með­vit­aða um upp­setn­ingu sýn­ing­ar­innar Töfra­fundur – ára­tug síðar og fylgst með áhuga í kringum sýn­ing­una. „Því er algjör­lega vísað á bug að þótt verk af sýn­ing­unni sem sett var upp í leyf­is­leysi á hús bæj­ar­ins hafi verið tekið niður sé um rit­skoðun að ræða.“

Lista­verk Libiu og Ólafs var sett upp á gafl Hafn­ar­borgar síð­ast­lið­inn föstu­dag eftir að lista­menn­irnir höfðu að eigin sögn útvegað sér munn­legs leyfis fyrir upp­setn­ingu verks­ins. Tveimur dögum síðar var verkið tekið niður og því borið við að leyfi fyrir upp­setn­ingu hafi skort. Lista­verkið sem um ræðir er nákvæm upp­stækkun á einum af mið­unum sem voru fylltir út af þátt­tak­endum þjóð­fund­ar­ins sem hald­inn var árið 2010 í aðdrag­anda þess að Stjórn­laga­ráð (áður nefnt Stjórn­laga­þing) tók til starfa. Á þessum miða hafði verið skrifað „Ekki kjafta ykkur frá nið­ur­stöðum Stjórn­laga­þings.“

Ólíkar til­lögur á bæj­ar­ráðs­fundi

Í umfjölun um málið á bæj­ar­ráðs­fundi lögðu full­trúar Sam­fylk­ingar og Við­reisnar fram til­lögu þess efnis að verkið skyldi sett upp eigi síðar en föstu­dag­inn 7. maí, þ.e. í dag, og að Libia og Ólafur yrðu beðin afsök­unar á því að verkið hefði verið fjar­lægt án sam­ráðs við þau. Sú til­laga var felld með atkvæðum meiri­hluta gegn minni­hluta en full­trúi Mið­flokks sat hjá.

Auglýsing

Meiri­hlut­inn lagði í kjöl­farið fram svohljóð­andi til­lögu: „Bæj­ar­ráð leggur til að sótt verði um til­skilin leyfi til bygg­ing­ar­full­trúa um að umræddu verki verði komið upp frístand­andi fyrir utan húsið og verði stað­sett á þann hátt að merki Hafn­ar­borgar verði sýni­legt. Umhverf­is- og fram­kvæmda­sviði verði falið að útfæra upp­setn­ing­una í sam­ráði við lista­menn­ina og for­stöðu­mann Hafn­ar­borg­ar.“

Sú til­laga var sam­þykkt með atkvæðum Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sóknar og Mið­flokks en full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar sat hjá.

Í kjöl­farið lagði Rósa fram áður­nefnda bókun en í henni segir að Rósa hafi lagt fram til­lögu að mála­miðlun milli bæj­ar­ins og lista­mann­anna. Í bók­un­inni segir enn fremur að til­skilin leyfi hafi vantað fyrir upp­setn­ingu verks­ins. Þegar óskað er eftir því að sett sé upp skilti, mynd­verk eða annað á eða við hús­næði í eigu bæj­ar­ins þurfi slíkt erindi að fara í form­legt ferli. „Þar gengur það sama yfir alla sem áhuga hafa á slíku. Ekk­ert slíkt liggur fyrir í þessu máli.“

Verkið hafi verið sett upp í leyf­is­leysi og því hafnar Rósa að um rit­skoðun hafi verið að ræða. Í bók­un­inni segir að fullur skiln­ingur sé á því að sýn­ing af þessu tagi geti teygt sig út fyrir inn­an­húss­rými sýn­ing­ar­inn­ar. Þar af leið­andi var lagt til að sótt verði um leyfi til bygg­ing­ar­full­trúa um að verk­inu verði komið upp frístandi fyrir utan safnið líkt og áður seg­ir.

Rósa tjáir sig ekki um málið

Kjarn­inn hafði sam­band við Rósu til að fal­ast eftir frek­ari útskýr­ingu á aðdrag­anda þess að verkið var tekið nið­ur. Í sam­tali við Kjarn­ann vís­aði Rósa til bók­un­ar­innar sem hún lagði fram á bæj­ar­ráðs­fundi. „Ég hef í raun­inni ekk­ert annað um málið að segja. Þar rek ég málið og fer yfir það,“ sagði Rósa. „Það kemur allt fram þar sem þarf að koma fram.“

Rósa er einn þriggja stjórn­ar­manna í stjórn Hafn­ar­borg­ar. Spurð að því hvort fjar­læg­ing bæj­ar­yf­ir­valda á verk­inu hafi ekki verið óþarf­lega mikið inn­grip í starf­semi safns­ins end­ur­tók Rósa fyrri svör, hún hefði ekk­ert um málið að segja umfram það sem fram kom í bókun hennar og til­lögu meiri­hlut­ans.

„Al­var­leg aðför að tján­ing­ar­frelsi“

Um málið voru tvær bók­anir lagðar fram til við­bót­ar. Sú fyrri af Guð­l­ugu Svölu Krist­ó­fers­dótt­ur, full­trúa Bæj­ar­list­ans. Í bókun sinni sagð­ist hún gelda var­hug „við því að kjörnir full­trúar hafi afskipti af list­rænni stjórn menn­ing­ar­stofn­ana bæj­ar­ins og þar með frjálsri tján­ingu lista­fólks á vett­vangi þeirra.“ Inn­grip bæj­ar­stjóra hefðu í raun styrkt skili­aboð sýn­ing­ar­inn­ar, að mati Guð­laug­ar.

Full­trúar Sam­fylk­ingar og Við­reisn­ar, þau Adda María Jóhanns­dóttir og Jón Ingi Hákon­ar­son, tóku í sama streng í sinni bókun og gerðu alvar­legar athuga­semdir við það sem þau köll­uðu rit­skoðun bæj­ar­stjór­ans. Ekk­ert hafi verið lagt fram sem sýnir að leyfi hafi vant­að. „Það að til­skilin leyfi hafi vantað er ekki á rökum byggt enda hafa engin gögn verið lögð fram því til stað­fest­ing­ar. Það er sorg­legt, og með öllu óásætt­an­legt að bæj­ar­stjóri blandi sér með þessum hætti í list­t­ján­ingu og hlýtur að telj­ast alvar­leg aðför að tján­ing­ar­frelsi.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent