„Stórfurðulegt og alvarlegt“ að bæjarstjóri biðji um að listaverk sé fjarlægt

Listaverk Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar í gærmorgun að beiðni bæjaryfirvalda í Hafnarfirði. Bæjaryfirvöld segja leyfi hafa skort en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Listaverk þeirra Libiu og Ólafs á gafli Hafnarborgar áður en það var fjarlægt.
Listaverk þeirra Libiu og Ólafs á gafli Hafnarborgar áður en það var fjarlægt.
Auglýsing

„Það staf­aði engum hætta af verk­inu og það var allt gert eftir réttum leiðum og leyfi feng­ust. Það er stórfurðu­legt og alvar­legt að bæj­ar­stjóri sjái sig knú­inn til að grípa inn í með þessum drastíska hætt­i,“ segir lista­mannatvíeykið Libia Castro og Ólafur Ólafs­son um beiðni bæj­ar­stjóra Hafn­ar­fjarð­ar, Rósu Guð­bjarts­dótt­ur, um að lista­verk Libiu og Ólafs skyldi fjar­lægt af gafli Hafn­ar­borgar – menn­ingar og lista­mið­stöðvar Hafn­ar­fjarð­ar.

Verk­inu var komið fyrir á gafli Hafn­ar­borgar á föstu­dag en í gær­morgun hafði það verið fjar­lægt að beiðni bæj­ar­stjór­ans. „Hvað veldur því að bæj­ar­stjóri fyr­ir­skipar að verk sé tekið niður á sunnu­degi með skyndi, utan opn­un­ar­tíma safns­ins, er enn ósvar­að,“ segja þau um málið en sam­kvæmt bæj­ar­yf­ir­völdum lágu ekki til­skilin leyfi fyrir upp­setn­ingu verks­ins.

Náðu sér sjálf í leyfi

Þau segj­ast hafa fengið munn­legt leyfi til að setja verkið upp frá sviðs­stjóra umhverf­is- og skipu­lags­sviðs og umsjón­ar­manni fast­eigna bæj­ar­ins. Það hafi hins vegar ekki gengið þrauta­laust fyrir sig því upp­haf­lega fór for­stöðu­maður Hafn­ar­borgar form­lega leið að leyf­is­veit­ingu. For­stöðu­mað­ur­inn sendi inn fyr­ir­spurn til að athuga hvort ekki mætti setja upp verk á gafl Hafn­ar­borgar á síð­asta ári. „Málið var þæft, það feng­ust ekki skýr svör,“ segja þau.

Auglýsing

Þau Ólafur og Libia ákváðu í kjöl­farið að afla leyf­is­ins sjálf. Það hafi loks feng­ist á fimmtu­dag þegar munn­legt leyfi fékkst. Þau segj­ast enn ekki vita hvar og hvers vegna upp­haf­leg fyr­ir­spurn safn­stjór­ans strand­aði.

„Við höfum aldrei fengið skrif­leg svör um af hverju þetta var ekki hægt. Við fengum ein­hver óljós svör, það var til dæmis reynt að bera því við að þetta væri kostn­að­ar­samt en það kostar ekk­ert að bora tíu göt og svo er bara fyllt í með múr aftur og málið afgreitt.“

Til­kynnti um þjófnað á verk­inu

Libia og Ólafur segja að ekk­ert sam­ráð hafi verið haft við lista­menn­ina eða Hafn­ar­borg áður en verkið var fjar­lægt. Þau hafi fengið sím­tal í gær­morgun þar sem þeim var tjáð að bæj­ar­stjóri hefði óskað eftir því við sviðs­stjóra menn­ing­ar­mála að verkið yrði tekið nið­ur. Að sögn þeirra hafi for­stöðu­maður Hafn­ar­borgar and­mælt því að verkið yrði fjar­lægt með þessum hætti og óskaði for­stöðu­mað­ur­inn eftir því að beðið yrði fram á mánu­dag til að hægt væri að ræða mál­ið. Þegar Libia og Ólafur mæta svo í Hafn­ar­borg um hádeg­is­bil hafi verkið verið horf­ið.

„Þess vegna hringdi ég í lög­reglu og til­kynnti að það væri búið að fjar­lægja lista­verk okkar af sýn­ing­unni af gafli Hafn­ar­borg­ar, þannig að ég var í raun og veru að til­kynna þjófn­að. Ég sagði líka að við hefðum rök­studdan grun um að bæj­ar­yf­ir­völd hefðu látið fjar­lægja verkið og væri því lík­lega með það,“ segir Ólaf­ur.

Hjá Hafn­ar­fjarð­arbæ eru menn­ing­ar- og mark­aðs­mál sem og starf­semi menn­ing­ar­stofn­ana á könnu þjón­ustu- og þró­un­ar­sviðs. Í sam­tali við Kjarn­ann segir Sig­ur­jón Ólafs­son, sviðs­stjóri á þjón­ustu og þró­un­ar­sviði, að yfir­völd í Hafn­ar­firði ætli ekki að tjá sig um mál­ið. „Rósa er búin að tjá sig um þetta mál við Vísi svo ég hef í sjálfu sér ekk­ert við þetta að bæta. Það voru ekki til­skilin leyfi að okkar mati og við erum að skoða þetta,“ segir Sig­ur­jón. Í frétt Vísis sem Sig­ur­jón vísar í var haft eftir Rósu Guð­bjarts­dótt­ur, bæj­ar­stjóra Hafn­ar­fjarð­ar, að til­skilin leyfi hefðu ekki verið til staðar og að hún vildi ekki tjá sig nánar um mál­ið.

Verkið hluti af verð­launa­gjörn­ingi

Verkið sem um ræðir er nákvæm upp­stækkun á einum af mið­unum sem voru fylltir út af þátt­tak­endum þjóð­fund­ar­ins sem hald­inn var árið 2010. „Þessi þátt­tak­andi hafði skrifað á mið­ann: „Ekki kjafta ykkur frá nið­ur­stöðum stjórn­laga­þings.” Þetta eru skila­boðin á mið­anum og þetta er verkið sem er fjar­lægt,“ segir Ólaf­ur.

Verkið er hluti af stærra verk­efni Libiu og Ólafs, gjörn­ingnum Í leit að töfrum – Til­laga að nýrri stjórn­ar­skrá fyrir lýð­veldið Ísland. Gjörn­ing­ur­inn fór fram í Hafn­ar­húsi Lista­safns Reykja­víkur og á götum úti við Stjórn­ar­ráðið og Alþingi þann 3. októ­ber síð­ast­lið­inn. Fyrir gjörn­ing­inn hlutu Libia og Ólafur íslensku mynd­list­ar­verð­laun­in.

Nú stendur yfir sýn­ingin Töfra­fundur – ára­tug síðar í Hafn­ar­borg þar nýja stjórn­ar­skráin er í for­grunni. Í texta á heima­síðu safns­ins segir um sýn­ing­una: „Þessi sýn­ing er næsti kafl­inn í starfi lista­mann­anna, sem ein­kenn­ist af félags­legri virkni og inn­gripi, þar sem þau kanna tengslin á milli listar og aktí­vis­ma, auk þess sem þau vinna með kynngi list­ar­innar og mögu­legan kraft hennar til að stuðla að sam­fé­lags­legum breyt­ing­um.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent