„Stórfurðulegt og alvarlegt“ að bæjarstjóri biðji um að listaverk sé fjarlægt

Listaverk Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar í gærmorgun að beiðni bæjaryfirvalda í Hafnarfirði. Bæjaryfirvöld segja leyfi hafa skort en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Listaverk þeirra Libiu og Ólafs á gafli Hafnarborgar áður en það var fjarlægt.
Listaverk þeirra Libiu og Ólafs á gafli Hafnarborgar áður en það var fjarlægt.
Auglýsing

„Það staf­aði engum hætta af verk­inu og það var allt gert eftir réttum leiðum og leyfi feng­ust. Það er stórfurðu­legt og alvar­legt að bæj­ar­stjóri sjái sig knú­inn til að grípa inn í með þessum drastíska hætt­i,“ segir lista­mannatvíeykið Libia Castro og Ólafur Ólafs­son um beiðni bæj­ar­stjóra Hafn­ar­fjarð­ar, Rósu Guð­bjarts­dótt­ur, um að lista­verk Libiu og Ólafs skyldi fjar­lægt af gafli Hafn­ar­borgar – menn­ingar og lista­mið­stöðvar Hafn­ar­fjarð­ar.

Verk­inu var komið fyrir á gafli Hafn­ar­borgar á föstu­dag en í gær­morgun hafði það verið fjar­lægt að beiðni bæj­ar­stjór­ans. „Hvað veldur því að bæj­ar­stjóri fyr­ir­skipar að verk sé tekið niður á sunnu­degi með skyndi, utan opn­un­ar­tíma safns­ins, er enn ósvar­að,“ segja þau um málið en sam­kvæmt bæj­ar­yf­ir­völdum lágu ekki til­skilin leyfi fyrir upp­setn­ingu verks­ins.

Náðu sér sjálf í leyfi

Þau segj­ast hafa fengið munn­legt leyfi til að setja verkið upp frá sviðs­stjóra umhverf­is- og skipu­lags­sviðs og umsjón­ar­manni fast­eigna bæj­ar­ins. Það hafi hins vegar ekki gengið þrauta­laust fyrir sig því upp­haf­lega fór for­stöðu­maður Hafn­ar­borgar form­lega leið að leyf­is­veit­ingu. For­stöðu­mað­ur­inn sendi inn fyr­ir­spurn til að athuga hvort ekki mætti setja upp verk á gafl Hafn­ar­borgar á síð­asta ári. „Málið var þæft, það feng­ust ekki skýr svör,“ segja þau.

Auglýsing

Þau Ólafur og Libia ákváðu í kjöl­farið að afla leyf­is­ins sjálf. Það hafi loks feng­ist á fimmtu­dag þegar munn­legt leyfi fékkst. Þau segj­ast enn ekki vita hvar og hvers vegna upp­haf­leg fyr­ir­spurn safn­stjór­ans strand­aði.

„Við höfum aldrei fengið skrif­leg svör um af hverju þetta var ekki hægt. Við fengum ein­hver óljós svör, það var til dæmis reynt að bera því við að þetta væri kostn­að­ar­samt en það kostar ekk­ert að bora tíu göt og svo er bara fyllt í með múr aftur og málið afgreitt.“

Til­kynnti um þjófnað á verk­inu

Libia og Ólafur segja að ekk­ert sam­ráð hafi verið haft við lista­menn­ina eða Hafn­ar­borg áður en verkið var fjar­lægt. Þau hafi fengið sím­tal í gær­morgun þar sem þeim var tjáð að bæj­ar­stjóri hefði óskað eftir því við sviðs­stjóra menn­ing­ar­mála að verkið yrði tekið nið­ur. Að sögn þeirra hafi for­stöðu­maður Hafn­ar­borgar and­mælt því að verkið yrði fjar­lægt með þessum hætti og óskaði for­stöðu­mað­ur­inn eftir því að beðið yrði fram á mánu­dag til að hægt væri að ræða mál­ið. Þegar Libia og Ólafur mæta svo í Hafn­ar­borg um hádeg­is­bil hafi verkið verið horf­ið.

„Þess vegna hringdi ég í lög­reglu og til­kynnti að það væri búið að fjar­lægja lista­verk okkar af sýn­ing­unni af gafli Hafn­ar­borg­ar, þannig að ég var í raun og veru að til­kynna þjófn­að. Ég sagði líka að við hefðum rök­studdan grun um að bæj­ar­yf­ir­völd hefðu látið fjar­lægja verkið og væri því lík­lega með það,“ segir Ólaf­ur.

Hjá Hafn­ar­fjarð­arbæ eru menn­ing­ar- og mark­aðs­mál sem og starf­semi menn­ing­ar­stofn­ana á könnu þjón­ustu- og þró­un­ar­sviðs. Í sam­tali við Kjarn­ann segir Sig­ur­jón Ólafs­son, sviðs­stjóri á þjón­ustu og þró­un­ar­sviði, að yfir­völd í Hafn­ar­firði ætli ekki að tjá sig um mál­ið. „Rósa er búin að tjá sig um þetta mál við Vísi svo ég hef í sjálfu sér ekk­ert við þetta að bæta. Það voru ekki til­skilin leyfi að okkar mati og við erum að skoða þetta,“ segir Sig­ur­jón. Í frétt Vísis sem Sig­ur­jón vísar í var haft eftir Rósu Guð­bjarts­dótt­ur, bæj­ar­stjóra Hafn­ar­fjarð­ar, að til­skilin leyfi hefðu ekki verið til staðar og að hún vildi ekki tjá sig nánar um mál­ið.

Verkið hluti af verð­launa­gjörn­ingi

Verkið sem um ræðir er nákvæm upp­stækkun á einum af mið­unum sem voru fylltir út af þátt­tak­endum þjóð­fund­ar­ins sem hald­inn var árið 2010. „Þessi þátt­tak­andi hafði skrifað á mið­ann: „Ekki kjafta ykkur frá nið­ur­stöðum stjórn­laga­þings.” Þetta eru skila­boðin á mið­anum og þetta er verkið sem er fjar­lægt,“ segir Ólaf­ur.

Verkið er hluti af stærra verk­efni Libiu og Ólafs, gjörn­ingnum Í leit að töfrum – Til­laga að nýrri stjórn­ar­skrá fyrir lýð­veldið Ísland. Gjörn­ing­ur­inn fór fram í Hafn­ar­húsi Lista­safns Reykja­víkur og á götum úti við Stjórn­ar­ráðið og Alþingi þann 3. októ­ber síð­ast­lið­inn. Fyrir gjörn­ing­inn hlutu Libia og Ólafur íslensku mynd­list­ar­verð­laun­in.

Nú stendur yfir sýn­ingin Töfra­fundur – ára­tug síðar í Hafn­ar­borg þar nýja stjórn­ar­skráin er í for­grunni. Í texta á heima­síðu safns­ins segir um sýn­ing­una: „Þessi sýn­ing er næsti kafl­inn í starfi lista­mann­anna, sem ein­kenn­ist af félags­legri virkni og inn­gripi, þar sem þau kanna tengslin á milli listar og aktí­vis­ma, auk þess sem þau vinna með kynngi list­ar­innar og mögu­legan kraft hennar til að stuðla að sam­fé­lags­legum breyt­ing­um.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
Kjarninn 22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent