„Stórfurðulegt og alvarlegt“ að bæjarstjóri biðji um að listaverk sé fjarlægt

Listaverk Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar í gærmorgun að beiðni bæjaryfirvalda í Hafnarfirði. Bæjaryfirvöld segja leyfi hafa skort en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Listaverk þeirra Libiu og Ólafs á gafli Hafnarborgar áður en það var fjarlægt.
Listaverk þeirra Libiu og Ólafs á gafli Hafnarborgar áður en það var fjarlægt.
Auglýsing

„Það stafaði engum hætta af verkinu og það var allt gert eftir réttum leiðum og leyfi fengust. Það er stórfurðulegt og alvarlegt að bæjarstjóri sjái sig knúinn til að grípa inn í með þessum drastíska hætti,“ segir listamannatvíeykið Libia Castro og Ólafur Ólafsson um beiðni bæjarstjóra Hafnarfjarðar, Rósu Guðbjartsdóttur, um að listaverk Libiu og Ólafs skyldi fjarlægt af gafli Hafnarborgar – menningar og listamiðstöðvar Hafnarfjarðar.

Verkinu var komið fyrir á gafli Hafnarborgar á föstudag en í gærmorgun hafði það verið fjarlægt að beiðni bæjarstjórans. „Hvað veldur því að bæjarstjóri fyrirskipar að verk sé tekið niður á sunnudegi með skyndi, utan opnunartíma safnsins, er enn ósvarað,“ segja þau um málið en samkvæmt bæjaryfirvöldum lágu ekki tilskilin leyfi fyrir uppsetningu verksins.

Náðu sér sjálf í leyfi

Þau segjast hafa fengið munnlegt leyfi til að setja verkið upp frá sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og umsjónarmanni fasteigna bæjarins. Það hafi hins vegar ekki gengið þrautalaust fyrir sig því upphaflega fór forstöðumaður Hafnarborgar formlega leið að leyfisveitingu. Forstöðumaðurinn sendi inn fyrirspurn til að athuga hvort ekki mætti setja upp verk á gafl Hafnarborgar á síðasta ári. „Málið var þæft, það fengust ekki skýr svör,“ segja þau.

Auglýsing

Þau Ólafur og Libia ákváðu í kjölfarið að afla leyfisins sjálf. Það hafi loks fengist á fimmtudag þegar munnlegt leyfi fékkst. Þau segjast enn ekki vita hvar og hvers vegna upphafleg fyrirspurn safnstjórans strandaði.

„Við höfum aldrei fengið skrifleg svör um af hverju þetta var ekki hægt. Við fengum einhver óljós svör, það var til dæmis reynt að bera því við að þetta væri kostnaðarsamt en það kostar ekkert að bora tíu göt og svo er bara fyllt í með múr aftur og málið afgreitt.“

Tilkynnti um þjófnað á verkinu

Libia og Ólafur segja að ekkert samráð hafi verið haft við listamennina eða Hafnarborg áður en verkið var fjarlægt. Þau hafi fengið símtal í gærmorgun þar sem þeim var tjáð að bæjarstjóri hefði óskað eftir því við sviðsstjóra menningarmála að verkið yrði tekið niður. Að sögn þeirra hafi forstöðumaður Hafnarborgar andmælt því að verkið yrði fjarlægt með þessum hætti og óskaði forstöðumaðurinn eftir því að beðið yrði fram á mánudag til að hægt væri að ræða málið. Þegar Libia og Ólafur mæta svo í Hafnarborg um hádegisbil hafi verkið verið horfið.

„Þess vegna hringdi ég í lögreglu og tilkynnti að það væri búið að fjarlægja listaverk okkar af sýningunni af gafli Hafnarborgar, þannig að ég var í raun og veru að tilkynna þjófnað. Ég sagði líka að við hefðum rökstuddan grun um að bæjaryfirvöld hefðu látið fjarlægja verkið og væri því líklega með það,“ segir Ólafur.

Hjá Hafnarfjarðarbæ eru menningar- og markaðsmál sem og starfsemi menningarstofnana á könnu þjónustu- og þróunarsviðs. Í samtali við Kjarnann segir Sigurjón Ólafsson, sviðsstjóri á þjónustu og þróunarsviði, að yfirvöld í Hafnarfirði ætli ekki að tjá sig um málið. „Rósa er búin að tjá sig um þetta mál við Vísi svo ég hef í sjálfu sér ekkert við þetta að bæta. Það voru ekki tilskilin leyfi að okkar mati og við erum að skoða þetta,“ segir Sigurjón. Í frétt Vísis sem Sigurjón vísar í var haft eftir Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, að tilskilin leyfi hefðu ekki verið til staðar og að hún vildi ekki tjá sig nánar um málið.

Verkið hluti af verðlaunagjörningi

Verkið sem um ræðir er nákvæm uppstækkun á einum af miðunum sem voru fylltir út af þátttakendum þjóðfundarins sem haldinn var árið 2010. „Þessi þátttakandi hafði skrifað á miðann: „Ekki kjafta ykkur frá niðurstöðum stjórnlagaþings.” Þetta eru skilaboðin á miðanum og þetta er verkið sem er fjarlægt,“ segir Ólafur.

Verkið er hluti af stærra verkefni Libiu og Ólafs, gjörningnum Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Gjörningurinn fór fram í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur og á götum úti við Stjórnarráðið og Alþingi þann 3. október síðastliðinn. Fyrir gjörninginn hlutu Libia og Ólafur íslensku myndlistarverðlaunin.

Nú stendur yfir sýningin Töfrafundur – áratug síðar í Hafnarborg þar nýja stjórnarskráin er í forgrunni. Í texta á heimasíðu safnsins segir um sýninguna: „Þessi sýning er næsti kaflinn í starfi listamannanna, sem einkennist af félagslegri virkni og inngripi, þar sem þau kanna tengslin á milli listar og aktívisma, auk þess sem þau vinna með kynngi listarinnar og mögulegan kraft hennar til að stuðla að samfélagslegum breytingum.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent