„Stórfurðulegt og alvarlegt“ að bæjarstjóri biðji um að listaverk sé fjarlægt

Listaverk Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar í gærmorgun að beiðni bæjaryfirvalda í Hafnarfirði. Bæjaryfirvöld segja leyfi hafa skort en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Listaverk þeirra Libiu og Ólafs á gafli Hafnarborgar áður en það var fjarlægt.
Listaverk þeirra Libiu og Ólafs á gafli Hafnarborgar áður en það var fjarlægt.
Auglýsing

„Það stafaði engum hætta af verkinu og það var allt gert eftir réttum leiðum og leyfi fengust. Það er stórfurðulegt og alvarlegt að bæjarstjóri sjái sig knúinn til að grípa inn í með þessum drastíska hætti,“ segir listamannatvíeykið Libia Castro og Ólafur Ólafsson um beiðni bæjarstjóra Hafnarfjarðar, Rósu Guðbjartsdóttur, um að listaverk Libiu og Ólafs skyldi fjarlægt af gafli Hafnarborgar – menningar og listamiðstöðvar Hafnarfjarðar.

Verkinu var komið fyrir á gafli Hafnarborgar á föstudag en í gærmorgun hafði það verið fjarlægt að beiðni bæjarstjórans. „Hvað veldur því að bæjarstjóri fyrirskipar að verk sé tekið niður á sunnudegi með skyndi, utan opnunartíma safnsins, er enn ósvarað,“ segja þau um málið en samkvæmt bæjaryfirvöldum lágu ekki tilskilin leyfi fyrir uppsetningu verksins.

Náðu sér sjálf í leyfi

Þau segjast hafa fengið munnlegt leyfi til að setja verkið upp frá sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og umsjónarmanni fasteigna bæjarins. Það hafi hins vegar ekki gengið þrautalaust fyrir sig því upphaflega fór forstöðumaður Hafnarborgar formlega leið að leyfisveitingu. Forstöðumaðurinn sendi inn fyrirspurn til að athuga hvort ekki mætti setja upp verk á gafl Hafnarborgar á síðasta ári. „Málið var þæft, það fengust ekki skýr svör,“ segja þau.

Auglýsing

Þau Ólafur og Libia ákváðu í kjölfarið að afla leyfisins sjálf. Það hafi loks fengist á fimmtudag þegar munnlegt leyfi fékkst. Þau segjast enn ekki vita hvar og hvers vegna upphafleg fyrirspurn safnstjórans strandaði.

„Við höfum aldrei fengið skrifleg svör um af hverju þetta var ekki hægt. Við fengum einhver óljós svör, það var til dæmis reynt að bera því við að þetta væri kostnaðarsamt en það kostar ekkert að bora tíu göt og svo er bara fyllt í með múr aftur og málið afgreitt.“

Tilkynnti um þjófnað á verkinu

Libia og Ólafur segja að ekkert samráð hafi verið haft við listamennina eða Hafnarborg áður en verkið var fjarlægt. Þau hafi fengið símtal í gærmorgun þar sem þeim var tjáð að bæjarstjóri hefði óskað eftir því við sviðsstjóra menningarmála að verkið yrði tekið niður. Að sögn þeirra hafi forstöðumaður Hafnarborgar andmælt því að verkið yrði fjarlægt með þessum hætti og óskaði forstöðumaðurinn eftir því að beðið yrði fram á mánudag til að hægt væri að ræða málið. Þegar Libia og Ólafur mæta svo í Hafnarborg um hádegisbil hafi verkið verið horfið.

„Þess vegna hringdi ég í lögreglu og tilkynnti að það væri búið að fjarlægja listaverk okkar af sýningunni af gafli Hafnarborgar, þannig að ég var í raun og veru að tilkynna þjófnað. Ég sagði líka að við hefðum rökstuddan grun um að bæjaryfirvöld hefðu látið fjarlægja verkið og væri því líklega með það,“ segir Ólafur.

Hjá Hafnarfjarðarbæ eru menningar- og markaðsmál sem og starfsemi menningarstofnana á könnu þjónustu- og þróunarsviðs. Í samtali við Kjarnann segir Sigurjón Ólafsson, sviðsstjóri á þjónustu og þróunarsviði, að yfirvöld í Hafnarfirði ætli ekki að tjá sig um málið. „Rósa er búin að tjá sig um þetta mál við Vísi svo ég hef í sjálfu sér ekkert við þetta að bæta. Það voru ekki tilskilin leyfi að okkar mati og við erum að skoða þetta,“ segir Sigurjón. Í frétt Vísis sem Sigurjón vísar í var haft eftir Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, að tilskilin leyfi hefðu ekki verið til staðar og að hún vildi ekki tjá sig nánar um málið.

Verkið hluti af verðlaunagjörningi

Verkið sem um ræðir er nákvæm uppstækkun á einum af miðunum sem voru fylltir út af þátttakendum þjóðfundarins sem haldinn var árið 2010. „Þessi þátttakandi hafði skrifað á miðann: „Ekki kjafta ykkur frá niðurstöðum stjórnlagaþings.” Þetta eru skilaboðin á miðanum og þetta er verkið sem er fjarlægt,“ segir Ólafur.

Verkið er hluti af stærra verkefni Libiu og Ólafs, gjörningnum Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Gjörningurinn fór fram í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur og á götum úti við Stjórnarráðið og Alþingi þann 3. október síðastliðinn. Fyrir gjörninginn hlutu Libia og Ólafur íslensku myndlistarverðlaunin.

Nú stendur yfir sýningin Töfrafundur – áratug síðar í Hafnarborg þar nýja stjórnarskráin er í forgrunni. Í texta á heimasíðu safnsins segir um sýninguna: „Þessi sýning er næsti kaflinn í starfi listamannanna, sem einkennist af félagslegri virkni og inngripi, þar sem þau kanna tengslin á milli listar og aktívisma, auk þess sem þau vinna með kynngi listarinnar og mögulegan kraft hennar til að stuðla að samfélagslegum breytingum.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent