Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar

Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Auglýsing

Í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar, sem til stendur að skrá á markað í maímánuði, er kafli um hæfi stjórnar og yfirstjórnar fyrirtækisins. Þar er tilgreint að stjórnarmenn og þeir sem sitja í yfirstjórn Síldarvinnslunnar hafi ekki á síðastliðnum fimm árum verið sakfelldir vegna svikamála og ekki verið dæmdir vanhæfir til að starfa, né heldur sætt opinberri ákæru eða viðurlögum lögboðinna yfirvalda eða eftirlitsaðila á tímabilinu. 

Þar er hins vegar bent á að málefni samstæðufélaga Samherja hf., stærsta eiganda Síldarvinnslunnar, séu „til rannsóknar hjá héraðssaksóknara og hjá skattrannsóknarstjóra og eðli máls samkvæmt hefur Þorsteinn Már Baldvinsson, sem forstjóri Samherja hf., réttarstöðu sakbornings við þá rannsókn.“ Þorsteinn Már er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar og Samherji, samstæðan sem hann stýrir, er að selja hluti í Síldarvinnslunni fyrir allt að 11,8 milljarða króna í hlutafjárútboðinu sem fram fer í næstu viku. 

Þá er bent á í lýsingunni að Björk Þórarinsdóttir, sem situr í stjórn Síldarvinnslunnar, hafi hlotið dóm þann 6. október 2016 í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, en hún starfaði sem framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Kaupþings fyrir bankahrun. Í málinu var Björk sakfelld fyrir ónothæfa tilraun til umboðssvika vegna einnar lánveitingar sem átti sér stað 19. september 2008 en sýknuð af ákæru um umboðssvik. Björk var ekki gerð refsing í málinu. Þá er einnig bent á að Björk hafi tekið sæti í stjórn TravelCo Nordic A/S að beiðni Arion banka hf. auk tengdra félaga þegar Arion banki hf. gekk að veðum sínum og eignaðist allt hlutafé félagsins í júní 2019. 

Auglýsing

TravelCo var stofnað í kjölfar falls Primera Air ehf. og Primera Travel Group hf. Björk tilkynnti úrsögn sína úr stjórnum félaganna 1. október 2020, eftir það hafa flest þessara félaga verið tekin til skiptameðferðar eða fjárhagslegrar endurskipulagningar vegna áhrifa COVID-19-faraldursins á ferðaþjónustu í viðkomandi löndum. 

Orðsporsáhætta til umfjöllunar

Í lýsingunni er líka sérstakur kafli um orðsporsáhættu. Hún er skilgreind þar sem „áhætta vegna þess skaða sem laskað orðspor útgefanda hjá neytendum, mótaðilum, starfsmönnum, hluthöfum og stjórnvöldum getur valdið félaginu“. 

Hættan á slíkri er sú að félagið verði fyrir tekjumissi vegna neikvæðrar umfjöllunar um viðskiptahætti þess eða aðila sem tengdir eru félaginu. 

Sem dæmi um orðsporsáhættu er nefnt að Síldarvinnslan hafi til dæmis keypt útgerðir og vinnslu staðsettar í öðrum sveitarfélögum. „Flutningur á starfsemi eftir slík viðskipti getur skaðað orðspor félagsins. Jafnframt geta flutningar á starfsemi innan samstæðunnar haft neikvæð áhrif á orðspor félagsins.“

Þá er einnig tilgreint að neikvæð umfjöllun geti komið upp ef félaginu verða á mistök í rekstri eða ef félagið eða aðili tengdur félaginu er sakaður um eða dæmdur fyrir athæfi sem samrýmist ekki lögum. 

Samherji, stærsti eigandi Síldarvinnslunnar, og ýmis félög sem tengjast samstæðunni eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. Þá eru alls sex einstaklingar sem tengjast Samherja með stöðu sakbornings í þeirri rannsókn. 

Í skráningarlýsingunni segir að ef orðspor eða trúverðugleiki félagsins bíður tjón vegna opinberrar eða almennrar umræðu geti það „skert möguleika þess til tekjuöflunar og haft neikvæð áhrif á fjárhagslega afkomu þess.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent