Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar

Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Auglýsing

Í skrán­ing­ar­lýs­ingu Síld­ar­vinnsl­unn­ar, sem til stendur að skrá á markað í maí­mán­uði, er kafli um hæfi stjórnar og yfir­stjórnar fyr­ir­tæk­is­ins. Þar er til­greint að stjórn­ar­menn og þeir sem sitja í yfir­stjórn Síld­ar­vinnsl­unnar hafi ekki á síð­ast­liðnum fimm árum verið sak­felldir vegna svika­mála og ekki verið dæmdir van­hæfir til að starfa, né heldur sætt opin­berri ákæru eða við­ur­lögum lög­boð­inna yfir­valda eða eft­ir­lits­að­ila á tíma­bil­in­u. 

Þar er hins vegar bent á að mál­efni sam­stæðu­fé­laga Sam­herja hf., stærsta eig­anda Síld­ar­vinnsl­unn­ar, séu „til rann­sóknar hjá hér­aðs­sak­sókn­ara og hjá skatt­rann­sókn­ar­stjóra og eðli máls sam­kvæmt hefur Þor­steinn Már Bald­vins­son, sem for­stjóri Sam­herja hf., rétt­ar­stöðu sak­born­ings við þá rann­sókn.“ Þor­steinn Már er stjórn­ar­for­maður Síld­ar­vinnsl­unnar og Sam­herji, sam­stæðan sem hann stýr­ir, er að selja hluti í Síld­ar­vinnsl­unni fyrir allt að 11,8 millj­arða króna í hluta­fjár­út­boð­inu sem fram fer í næstu viku. 

Þá er bent á í lýs­ing­unni að Björk Þór­ar­ins­dótt­ir, sem situr í stjórn Síld­ar­vinnsl­unn­ar, hafi hlotið dóm þann 6. októ­ber 2016 í mark­aðs­mis­notk­un­ar­máli Kaup­þings, en hún starf­aði sem fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs Kaup­þings fyrir banka­hrun. Í mál­inu var Björk sak­felld fyrir ónot­hæfa til­raun til umboðs­svika vegna einnar lán­veit­ingar sem átti sér stað 19. sept­em­ber 2008 en sýknuð af ákæru um umboðs­svik. Björk var ekki gerð refs­ing í mál­inu. Þá er einnig bent á að Björk hafi tekið sæti í stjórn Tra­velCo Nor­dic A/S að beiðni Arion banka hf. auk tengdra félaga þegar Arion banki hf. gekk að veðum sínum og eign­að­ist allt hlutafé félags­ins í júní 2019. 

Auglýsing

Tra­velCo var stofnað í kjöl­far falls Pri­mera Air ehf. og Pri­mera Tra­vel Group hf. Björk til­kynnti úrsögn sína úr stjórnum félag­anna 1. októ­ber 2020, eftir það hafa flest þess­ara félaga verið tekin til skipta­með­ferðar eða fjár­hags­legrar end­ur­skipu­lagn­ingar vegna áhrifa COVID-19-far­ald­urs­ins á ferða­þjón­ustu í við­kom­andi lönd­um. 

Orð­spors­á­hætta til umfjöll­unar

Í lýs­ing­unni er líka sér­stakur kafli um orð­spors­á­hættu. Hún er skil­greind þar sem „áhætta vegna þess skaða sem laskað orð­spor útgef­anda hjá neyt­end­um, mót­að­il­um, starfs­mönn­um, hlut­höfum og stjórn­völdum getur valdið félag­in­u“. 

Hættan á slíkri er sú að félagið verði fyrir tekju­missi vegna nei­kvæðrar umfjöll­unar um við­skipta­hætti þess eða aðila sem tengdir eru félag­in­u. 

Sem dæmi um orð­spors­á­hættu er nefnt að Síld­ar­vinnslan hafi til dæmis keypt útgerðir og vinnslu stað­settar í öðrum sveit­ar­fé­lög­um. „Flutn­ingur á starf­semi eftir slík við­skipti getur skaðað orð­spor félags­ins. Jafn­framt geta flutn­ingar á starf­semi innan sam­stæð­unnar haft nei­kvæð áhrif á orð­spor félags­ins.“

Þá er einnig til­greint að nei­kvæð umfjöllun geti komið upp ef félag­inu verða á mis­tök í rekstri eða ef félagið eða aðili tengdur félag­inu er sak­aður um eða dæmdur fyrir athæfi sem sam­rým­ist ekki lög­um. 

Sam­herji, stærsti eig­andi Síld­ar­vinnsl­unn­ar, og ýmis félög sem tengj­ast sam­stæð­unni eru til rann­sóknar hjá hér­aðs­sak­sókn­ara og skatt­rann­sókn­ar­stjóra. Þá eru alls sex ein­stak­lingar sem tengj­ast Sam­herja með stöðu sak­born­ings í þeirri rann­sókn. 

Í skrán­ing­ar­lýs­ing­unni segir að ef orð­spor eða trú­verð­ug­leiki félags­ins bíður tjón vegna opin­berrar eða almennrar umræðu geti það „skert mögu­leika þess til tekju­öfl­unar og haft nei­kvæð áhrif á fjár­hags­lega afkomu þess.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent