Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja

Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ist aldrei hafa fengið sím­tal, ábend­ingu eða umkvörtun frá nokkrum ein­asta aðila sem heldur því fram að ásak­anir um lög­brot Sam­herja séu að valda ein­hverjum veru­legum vand­ræðum fyrir íslenskan útflutn­ing eða á mark­aði ann­ars stað­ar. Hann segir að það sem eigi að gera er að taka ábend­ingum um þessa hluti alvar­lega – rann­saka þá og kom­ast til botns í þeim.

Þetta kom fram í máli hans í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag. Þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Oddný G. Harð­ar­dótt­ir, spurði hann meðal ann­ars hvort hann gæti tekið undir það að yfir­ráð fárra aðila yfir fisk­veiði­auð­lind­inni færði útgerð­ar­risum meiri auð og völd en heil­brigt gæti talist og of sterka stöðu gagn­vart stjórn­völd­um.

Oddný hóf fyr­ir­spurn sína með því að segja að öll vildum við hafa hér góð og stöndug fyr­ir­tæki sem greiða góð laun og stuðla að heil­brigðum vinnu­mark­aði. Sem greiða skatta og gjöld og sinn sann­gjarna hlut til sam­fé­lags­ins.

Auglýsing

„Sem betur fer eigum við mörg slík hér á landi og meðal þeirra eru útgerð­ar­fyr­ir­tæki. En deilur hafa staðið um fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfið í langan tíma og um hvernig auð­lind­arent­unni af auð­lind þjóð­ar­innar er skipt. Auð­lind­arentan af fisk­veiði­auð­lind­inni hefur runnið nær óskipt í vasa útgerð­ar­manna og fært þeim auð og völd,“ sagði hún.

Oddný Harðardóttir Mynd: Birgir Þór Harðarson

Þá benti þing­mað­ur­inn á að mikil sam­þjöppun hefði átt sér stað í sjáv­ar­út­vegi á und­an­förnum ára­tug­um. „Tíu stærstu útgerð­ar­fyr­ir­tækin fara með meira en helm­ing kvót­ans og 20 stærstu með meira en 70 pró­sent kvót­ans. Ofan á þetta bæt­ist svo eign­ar­hald þess­ara útgerð­ar­risa í öðrum útgerð­um. Eitt þess­ara fyr­ir­tækja er Sam­herji sem hefur verið í umræð­unni hér heima og erlendis vegna meintra skattsvika, pen­inga­þvættis og mútu­greiðslna. Eva Joly heldur því fram í við­tali við þýskan rann­sókn­ar­blaða­mann að það sé ekki mik­ill vilji til að rann­saka þessi mál Sam­herja á Íslandi vegna þeirra valda sem Sam­herji hef­ur. Sam­herji sé valda­mik­ill á Íslandi, þeir eigi valda­mikla vini og það vilji eng­inn fá stóra rann­sókn á mál­in­u.“

Spurði hún ráð­herr­ann um við­brögð hans við þessum orðum Evu Joly og hvort hann gæti tekið undir það að yfir­ráð fárra yfir fisk­veiði­auð­lind­inni, líkt og raunin væri hér á landi, færði útgerð­ar­risum meiri auð og völd en heil­brigð gæti talist og of sterka stöðu gagn­vart stjórn­völd­um.

Gömul umræða og ný

Bjarni svar­aði og sagði að þetta væri gömul umræða og ný. „Hvernig eigum við að skipta ávinn­ingnum af sam­eig­in­legri auð­lind? Hátt­virtur þing­maður minn­ist á sam­þjöpp­un. Hvernig byrj­aði sam­þjöpp­un­in? Af hverju var frjálsa fram­salið sam­þykkt? Hvers vegna barð­ist fyrr­ver­andi for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir, fyrir því hér í þessum sal og greiddi með því atkvæði að fram­salið yrði frjál­st? Hvers vegna? Það var vegna þess að afkasta­geta flot­ans okk­ar, fyr­ir­tækin í land­inu, gátu sótt miklu meira magn af afla, sem sagt miklu meiri afla, heldur en afrakst­urs­geta mið­anna bauð upp á. Við þurftum að aðlaga þetta tvennt. Þess vegna náðum við einmitt þeim árangri sem að var stefnt með sam­þjöppun heim­ilda. Að þessu var stefnt með opin augun vegna þess að útgerð­inni gekk illa. Bæj­ar­út­gerð­inni gekk víða illa.

Að þessu leyt­inu til get ég ekki tekið undir að það hafi verið mis­tök að auka fram­leiðn­ina í grein­inni. Sumir þeir sem tala fyrir hærra veiði­gjaldi segja einmitt: „Hækkum veiði­gjaldið enn meira til þess að fá enn meiri sam­þjöpp­un. Látum þá sem eru með minnstu skil af veið­un­um, minntan afrakstur hafa af veið­un­um, látum þá helt­ast úr lest­inni. Hækkum veiði­gjaldið til þess að tryggja að veið­arnar eigi sér bara stað hjá þeim sem geta gert það með sem hag­kvæmustum hætt­i“.“

„Eng­inn fót­ur“ fyrir því að það skorti vilja á Íslandi til að rann­saka þessi mál

Sagði Bjarni að þarna lægi mót­sögnin hjá þeim sem töl­uðu í senn gegn því að til staðar væru stór fyr­ir­tæki og vildu hækka gjaldið sem mest. „Af því að það eru bara hag­kvæm stór fyr­ir­tæki sem geta risið undir miklu hærra gjaldi. En gjaldið leggst ekki með ólíkum hætti á litlar og stórar útgerðir heldur notum við í raun og veru með­al­tal allra veiði­ferða sem grunn að gjald­inu í dag.“

Hann telur að eng­inn fótur sé fyrir því að það skorti vilja á Íslandi til að rann­saka þessi mál en kall­aði hann eftir sönnun um það. „Ég vísa til orða þeirra sem fara með þessar rann­sóknir um að þeir séu á fullu við að sinna þeim og að þeir hafi fengið fjár­magn til þess. Þannig að það er eng­inn fótur fyrir því.“

Orð­spor Íslend­inga ítrekað skað­ast

Oddný sagði í fram­hald­inu að ráð­herr­ann hefði ekki svarað spurn­ingu hennar um það hvort að hann teldi stóru sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækin vera orðin það stór að völd þeirra væru of mikil í sam­fé­lag­inu og þau væru þannig að þessi fyr­ir­tæki gætu ráðið því hvernig stjórn­völd stigju til jarðar í ýmsum mál­um.

„Orð­spor Íslands og Íslend­inga skað­að­ist við banka­hrun­ið. Það gerði það líka þegar fjöldi Íslend­inga, þar á meðal ráð­herr­ar, birt­ust í Pana­ma-skjöl­un­um,“ sagði hún og spurði hvort ráð­herr­ann teldi að nei­kvæð umfjöllun um sam­skipti Sam­herja, meðal ann­ars meint skatt­svik í Fær­eyj­un, pen­inga­þvætti í gegnum banka í Nor­egi og mútu­greiðslur í Namibíu gæti skaðað traust á íslensku atvinnu­lífi. „Að nei­kvæð umræða um við­skipti eig­enda Sam­herja fylgi orð­spors­á­hætta? Hafi nei­kvæð áhrif sem teygir sig yfir í við­skipti ann­arra íslenskra fyr­ir­tækja og við­skipta­samn­inga þeirra? Hvað er hæst­virt rík­is­stjórn að gera til þess að verja orð­spor Íslands að þessu leyt­i?“ spurði hún.

„Ég ætla ekki að láta draga minn inn í umræðu um meint brot“

Bjarni steig aftur í pontu og sagði að það sem gert væri þegar ásak­anir um lög­brot kæmu upp væri að rann­saka. „Ég ætla ekki að láta draga minn inn í umræðu um meint brot, ein­hverjar vanga­veltur um það hvort að ásak­anir um brot sem kannski var framið muni mögu­lega skaða orð­spor ann­arra fyr­ir­tækja. Ég held ekki.

Getur hátt­virtur þing­maður séð fyrir sér að þetta fyr­ir­tæki sem er með starf­semi í Frakk­landi, Þýska­landi og um allan heim sé að valda því að þýsk fyr­ir­tæki séu almennt bara að lenda í orð­spor­s­vanda. Ég held ekki. Það eru þýsk og frönsk fyr­ir­tæki sem eru í eigu þessa sama félags og hátt­virtur þing­maður setur hér á dag­skrá sem varla eru að valda veru­legri orð­spors­á­hætt­u.“

Hann sag­ist aldrei hafa fengið sím­tal, ábend­ingu eða umkvörtun frá nokkrum ein­asta aðila sem heldur því fram að ásak­anir um lög­brot Sam­herja væru að valda ein­hverjum veru­legum vand­ræðum fyrir íslenskan útflutn­ing eða á mark­aði ann­ars stað­ar.

„Það sem við eigum að gera er að taka ábend­ingum um þessa hluti alvar­lega. Við eigum að rann­saka þá og kom­ast til botns í þeim og við höfum ágætis sögu að segja í því efni eftir hrunið sem hátt­virtur þing­maður er dálítið fastur í og minnt­ist á hér í sinni ræðu; með þeim skýrslum sem gefnar voru út, með því upp­gjöri sem þar fór fram, með þeim rann­sóknum sem farið var í og dómum sem síðan féllu,“ sagði hann að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent