Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja

Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ist aldrei hafa fengið sím­tal, ábend­ingu eða umkvörtun frá nokkrum ein­asta aðila sem heldur því fram að ásak­anir um lög­brot Sam­herja séu að valda ein­hverjum veru­legum vand­ræðum fyrir íslenskan útflutn­ing eða á mark­aði ann­ars stað­ar. Hann segir að það sem eigi að gera er að taka ábend­ingum um þessa hluti alvar­lega – rann­saka þá og kom­ast til botns í þeim.

Þetta kom fram í máli hans í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag. Þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Oddný G. Harð­ar­dótt­ir, spurði hann meðal ann­ars hvort hann gæti tekið undir það að yfir­ráð fárra aðila yfir fisk­veiði­auð­lind­inni færði útgerð­ar­risum meiri auð og völd en heil­brigt gæti talist og of sterka stöðu gagn­vart stjórn­völd­um.

Oddný hóf fyr­ir­spurn sína með því að segja að öll vildum við hafa hér góð og stöndug fyr­ir­tæki sem greiða góð laun og stuðla að heil­brigðum vinnu­mark­aði. Sem greiða skatta og gjöld og sinn sann­gjarna hlut til sam­fé­lags­ins.

Auglýsing

„Sem betur fer eigum við mörg slík hér á landi og meðal þeirra eru útgerð­ar­fyr­ir­tæki. En deilur hafa staðið um fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfið í langan tíma og um hvernig auð­lind­arent­unni af auð­lind þjóð­ar­innar er skipt. Auð­lind­arentan af fisk­veiði­auð­lind­inni hefur runnið nær óskipt í vasa útgerð­ar­manna og fært þeim auð og völd,“ sagði hún.

Oddný Harðardóttir Mynd: Birgir Þór Harðarson

Þá benti þing­mað­ur­inn á að mikil sam­þjöppun hefði átt sér stað í sjáv­ar­út­vegi á und­an­förnum ára­tug­um. „Tíu stærstu útgerð­ar­fyr­ir­tækin fara með meira en helm­ing kvót­ans og 20 stærstu með meira en 70 pró­sent kvót­ans. Ofan á þetta bæt­ist svo eign­ar­hald þess­ara útgerð­ar­risa í öðrum útgerð­um. Eitt þess­ara fyr­ir­tækja er Sam­herji sem hefur verið í umræð­unni hér heima og erlendis vegna meintra skattsvika, pen­inga­þvættis og mútu­greiðslna. Eva Joly heldur því fram í við­tali við þýskan rann­sókn­ar­blaða­mann að það sé ekki mik­ill vilji til að rann­saka þessi mál Sam­herja á Íslandi vegna þeirra valda sem Sam­herji hef­ur. Sam­herji sé valda­mik­ill á Íslandi, þeir eigi valda­mikla vini og það vilji eng­inn fá stóra rann­sókn á mál­in­u.“

Spurði hún ráð­herr­ann um við­brögð hans við þessum orðum Evu Joly og hvort hann gæti tekið undir það að yfir­ráð fárra yfir fisk­veiði­auð­lind­inni, líkt og raunin væri hér á landi, færði útgerð­ar­risum meiri auð og völd en heil­brigð gæti talist og of sterka stöðu gagn­vart stjórn­völd­um.

Gömul umræða og ný

Bjarni svar­aði og sagði að þetta væri gömul umræða og ný. „Hvernig eigum við að skipta ávinn­ingnum af sam­eig­in­legri auð­lind? Hátt­virtur þing­maður minn­ist á sam­þjöpp­un. Hvernig byrj­aði sam­þjöpp­un­in? Af hverju var frjálsa fram­salið sam­þykkt? Hvers vegna barð­ist fyrr­ver­andi for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir, fyrir því hér í þessum sal og greiddi með því atkvæði að fram­salið yrði frjál­st? Hvers vegna? Það var vegna þess að afkasta­geta flot­ans okk­ar, fyr­ir­tækin í land­inu, gátu sótt miklu meira magn af afla, sem sagt miklu meiri afla, heldur en afrakst­urs­geta mið­anna bauð upp á. Við þurftum að aðlaga þetta tvennt. Þess vegna náðum við einmitt þeim árangri sem að var stefnt með sam­þjöppun heim­ilda. Að þessu var stefnt með opin augun vegna þess að útgerð­inni gekk illa. Bæj­ar­út­gerð­inni gekk víða illa.

Að þessu leyt­inu til get ég ekki tekið undir að það hafi verið mis­tök að auka fram­leiðn­ina í grein­inni. Sumir þeir sem tala fyrir hærra veiði­gjaldi segja einmitt: „Hækkum veiði­gjaldið enn meira til þess að fá enn meiri sam­þjöpp­un. Látum þá sem eru með minnstu skil af veið­un­um, minntan afrakstur hafa af veið­un­um, látum þá helt­ast úr lest­inni. Hækkum veiði­gjaldið til þess að tryggja að veið­arnar eigi sér bara stað hjá þeim sem geta gert það með sem hag­kvæmustum hætt­i“.“

„Eng­inn fót­ur“ fyrir því að það skorti vilja á Íslandi til að rann­saka þessi mál

Sagði Bjarni að þarna lægi mót­sögnin hjá þeim sem töl­uðu í senn gegn því að til staðar væru stór fyr­ir­tæki og vildu hækka gjaldið sem mest. „Af því að það eru bara hag­kvæm stór fyr­ir­tæki sem geta risið undir miklu hærra gjaldi. En gjaldið leggst ekki með ólíkum hætti á litlar og stórar útgerðir heldur notum við í raun og veru með­al­tal allra veiði­ferða sem grunn að gjald­inu í dag.“

Hann telur að eng­inn fótur sé fyrir því að það skorti vilja á Íslandi til að rann­saka þessi mál en kall­aði hann eftir sönnun um það. „Ég vísa til orða þeirra sem fara með þessar rann­sóknir um að þeir séu á fullu við að sinna þeim og að þeir hafi fengið fjár­magn til þess. Þannig að það er eng­inn fótur fyrir því.“

Orð­spor Íslend­inga ítrekað skað­ast

Oddný sagði í fram­hald­inu að ráð­herr­ann hefði ekki svarað spurn­ingu hennar um það hvort að hann teldi stóru sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækin vera orðin það stór að völd þeirra væru of mikil í sam­fé­lag­inu og þau væru þannig að þessi fyr­ir­tæki gætu ráðið því hvernig stjórn­völd stigju til jarðar í ýmsum mál­um.

„Orð­spor Íslands og Íslend­inga skað­að­ist við banka­hrun­ið. Það gerði það líka þegar fjöldi Íslend­inga, þar á meðal ráð­herr­ar, birt­ust í Pana­ma-skjöl­un­um,“ sagði hún og spurði hvort ráð­herr­ann teldi að nei­kvæð umfjöllun um sam­skipti Sam­herja, meðal ann­ars meint skatt­svik í Fær­eyj­un, pen­inga­þvætti í gegnum banka í Nor­egi og mútu­greiðslur í Namibíu gæti skaðað traust á íslensku atvinnu­lífi. „Að nei­kvæð umræða um við­skipti eig­enda Sam­herja fylgi orð­spors­á­hætta? Hafi nei­kvæð áhrif sem teygir sig yfir í við­skipti ann­arra íslenskra fyr­ir­tækja og við­skipta­samn­inga þeirra? Hvað er hæst­virt rík­is­stjórn að gera til þess að verja orð­spor Íslands að þessu leyt­i?“ spurði hún.

„Ég ætla ekki að láta draga minn inn í umræðu um meint brot“

Bjarni steig aftur í pontu og sagði að það sem gert væri þegar ásak­anir um lög­brot kæmu upp væri að rann­saka. „Ég ætla ekki að láta draga minn inn í umræðu um meint brot, ein­hverjar vanga­veltur um það hvort að ásak­anir um brot sem kannski var framið muni mögu­lega skaða orð­spor ann­arra fyr­ir­tækja. Ég held ekki.

Getur hátt­virtur þing­maður séð fyrir sér að þetta fyr­ir­tæki sem er með starf­semi í Frakk­landi, Þýska­landi og um allan heim sé að valda því að þýsk fyr­ir­tæki séu almennt bara að lenda í orð­spor­s­vanda. Ég held ekki. Það eru þýsk og frönsk fyr­ir­tæki sem eru í eigu þessa sama félags og hátt­virtur þing­maður setur hér á dag­skrá sem varla eru að valda veru­legri orð­spors­á­hætt­u.“

Hann sag­ist aldrei hafa fengið sím­tal, ábend­ingu eða umkvörtun frá nokkrum ein­asta aðila sem heldur því fram að ásak­anir um lög­brot Sam­herja væru að valda ein­hverjum veru­legum vand­ræðum fyrir íslenskan útflutn­ing eða á mark­aði ann­ars stað­ar.

„Það sem við eigum að gera er að taka ábend­ingum um þessa hluti alvar­lega. Við eigum að rann­saka þá og kom­ast til botns í þeim og við höfum ágætis sögu að segja í því efni eftir hrunið sem hátt­virtur þing­maður er dálítið fastur í og minnt­ist á hér í sinni ræðu; með þeim skýrslum sem gefnar voru út, með því upp­gjöri sem þar fór fram, með þeim rann­sóknum sem farið var í og dómum sem síðan féllu,“ sagði hann að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent