Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“

Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.

Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Auglýsing

Í júní verður ýmsum örvandi aðgerðum í danska hagkerfinu hætt og við taka, líkt og á síðasta ári, „sumarpakkar“ sem eiga að gagnast þeim greinum sem hvað verst hafa orðið úti í kórónuveirufaraldrinum.

Fénu verður útdeilt í ýmsar áttir en fjármálaráðherrann, Nicolai Wammen, segir að áherslan verði áfram á þær greinar sem hafi átt sérstaklega erfitt uppdráttar í faraldrinum. „Okkur hefur tekist að halda smittölunum niðri og efnahagslífinu uppi og þess vegna er Danmörk á betri stað en löndin í kringum okkur,“ sagði ráðherrann á blaðamannafundi í gær vegna málsins.

Auk aðgerða sem beinast að fyrirtækjum verður verð á lestarmiðum innan Danmerkur lækkað til að hvetja fólk til að ferðast innanlands í sumar.

Auglýsing

Talið er að ferðaþjónustan í Danmörku hafi orðið af 31 milljarði danskra króna á síðasta ári, um 630 milljörðum íslenskra króna. „Sumarpakkinn“ sem fer til stuðnings ferðaþjónustunni verður um 32 milljarðar íslenskra króna. Fjármagnið verður fengið úr „stríðskassanum“ – sérstökum sjóði sem settur var á fjárlög ársins til að koma til móts við afleiðingar faraldursins.

Pakkinn er þó ekki klár því fyrst þarf þingið að koma saman og samþykkja hann. Þá fær þingið einnig það verkefni að móta aðgerð um hvernig draga skuli í skrefum úr stuðningi við atvinnulífið á næstu mánuðum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent