Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á

Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.

Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Auglýsing

Hlut­hafar í Rio Tinto risu upp gegn stjórn fyr­ir­tæk­is­ins sem ákvað að greiða fyrr­ver­andi for­stjóra þess yfir millj­arð króna við starfs­lokin þrátt fyrir að hann hafi borið ábyrgð á eyði­legg­ingu helgra stein­hvelf­inga frum­byggja í Vest­ur­-Ástr­al­íu.

Yfir 60 pró­sent hlut­hafa í bresk-ástr­alska fyr­ir­tæk­inu Rio Tinto greiddu atkvæði gegn starfs­kjara­stefnu fyr­ir­tæk­is­ins sem var til grund­vallar þeirri ákvörðun stjórnar að greiða fyrr­ver­andi for­stjóra þess, Jean-­Sé­bastien Jacques, 7,2 millj­ónir sterl­ingspunda, um 1,2 millj­arð króna, í laun fyrir síð­asta ár. Upp­hæðin er um 20 pró­sent hærri en á árinu 2019.

Jacques hætti sem for­stjóri í byrjun árs eftir stór­kost­legt hneyksl­is­mál og var þá sviptur bón­us­greiðslu upp á 2,7 millj­ónir punda, um 470 millj­ónir króna. Sú ákvörðun var tekin í sept­em­ber í fyrra og sagt að um „sam­eig­in­lega ákvörð­un“ hans og stjórnar námu­fyr­ir­tæk­is­ins væri að ræða. Það sem þá hafði komið á dag­inn var að Rio Tinto hafði sprengt í loft upp Juukan Gor­ge, fornar og helgar stein­hvelf­ingar frum­byggja í Vest­ur­-Ástr­al­íu. Til­gang­ur­inn var að auð­velda aðgang að járn­grýti til námu­vinnslu.

Auglýsing

Í frétt Guar­dian um málið segir að þó að for­stjór­inn fyrr­ver­andi hafi vissu­lega misst bón­us­greiðsl­una breyti nið­ur­staða hlut­haf­anna um starfs­kjara­stefn­una, sem þeir nú leggj­ast gegn, hafi hann í fyrra fengið hæstu launa­greiðslu sína frá upp­hafi. Hann svo einnig auka­greiðslur sem nema ann­ars vegar 90 millj­ónum króna og hins vegar um 37 millj­ónum vegna starfs­lokanna og orlofs sem hann átti inni.

Tveir aðrir yfir­menn Rio Tinto létu einnig af störfum vegna hneyksl­is­ins og fengu þeir starfs­loka­samn­inga sem námu um 125 millj­ónum króna á mann.

Simon Thomp­son, stjórn­ar­for­maður Rio Tin­to, seg­ist skilja reiði fólks vegna bón­us­greiðsln­anna og starfs­loka­samn­ing­anna. Hann sagði hlut­höfum á fundi fyr­ir­tæk­is­ins í vik­unni að hann væri „þegar uppi væri stað­ið“ ábyrgur fyrir því sem gerð­ist við Juukan Gor­ge. Hann ætlar ekki að gefa kost á sér til stjórn­ar­for­mennsku áfram þegar kjör­tíma­bili hans lýkur síðar á þessu ári. Tím­ann þangað til ætli hann að nýta til þess að tryggja að eyði­legg­ing á borð við þá sem átti sér stað við Juukan Gorge end­ur­taki sig aldrei aft­ur.

Segj­ast ekki hafa vitað

Stein­hell­arnir í Juukan Gorge voru um 46 þús­und ára gaml­ir. Eyði­legg­ing Rio Tinto átti sér stað í maí á síð­asta ári en á þessum slóðum er stærstu járn­grýt­is­námu fyr­ir­tæk­is­ins, og þeirri sem gefur mest í vasann, að finna. For­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins héldu því í fyrstu fram að um „mis­skiln­ing“ hefði verið að ræða og að þeir hafi ekki fengið upp­lýs­ingar um að stað­ur­inn væri menn­ing­ar­lega mik­il­vægur og heil­agur í hugum fólks­ins sem þarna býr. Þessi við­brögð, sem for­stjór­inn hélt m.a. fram, hleyptu illu blóði í fjár­festa, m.a. ástr­alska líf­eyr­is­sjóð­inn Hesta. Fram­kvæmda­stjóri sjóðs­ins sagði ekki nóg að leysa þá sem beri ábyrgð á hneyksl­inu frá störfum heldur þyrfti að rann­saka málið ofan í kjöl­inn sem og aðra samn­inga sem fyr­ir­tækið er með við heima­fólk, oft frum­byggja­sam­fé­lög, á starfs­svæðum sín­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent