Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á

Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.

Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Auglýsing

Hluthafar í Rio Tinto risu upp gegn stjórn fyrirtækisins sem ákvað að greiða fyrrverandi forstjóra þess yfir milljarð króna við starfslokin þrátt fyrir að hann hafi borið ábyrgð á eyðileggingu helgra steinhvelfinga frumbyggja í Vestur-Ástralíu.

Yfir 60 prósent hluthafa í bresk-ástralska fyrirtækinu Rio Tinto greiddu atkvæði gegn starfskjarastefnu fyrirtækisins sem var til grundvallar þeirri ákvörðun stjórnar að greiða fyrrverandi forstjóra þess, Jean-Sébastien Jacques, 7,2 milljónir sterlingspunda, um 1,2 milljarð króna, í laun fyrir síðasta ár. Upphæðin er um 20 prósent hærri en á árinu 2019.

Jacques hætti sem forstjóri í byrjun árs eftir stórkostlegt hneykslismál og var þá sviptur bónusgreiðslu upp á 2,7 milljónir punda, um 470 milljónir króna. Sú ákvörðun var tekin í september í fyrra og sagt að um „sameiginlega ákvörðun“ hans og stjórnar námufyrirtækisins væri að ræða. Það sem þá hafði komið á daginn var að Rio Tinto hafði sprengt í loft upp Juukan Gorge, fornar og helgar steinhvelfingar frumbyggja í Vestur-Ástralíu. Tilgangurinn var að auðvelda aðgang að járngrýti til námuvinnslu.

Auglýsing

Í frétt Guardian um málið segir að þó að forstjórinn fyrrverandi hafi vissulega misst bónusgreiðsluna breyti niðurstaða hluthafanna um starfskjarastefnuna, sem þeir nú leggjast gegn, hafi hann í fyrra fengið hæstu launagreiðslu sína frá upphafi. Hann svo einnig aukagreiðslur sem nema annars vegar 90 milljónum króna og hins vegar um 37 milljónum vegna starfslokanna og orlofs sem hann átti inni.

Tveir aðrir yfirmenn Rio Tinto létu einnig af störfum vegna hneykslisins og fengu þeir starfslokasamninga sem námu um 125 milljónum króna á mann.

Simon Thompson, stjórnarformaður Rio Tinto, segist skilja reiði fólks vegna bónusgreiðslnanna og starfslokasamninganna. Hann sagði hluthöfum á fundi fyrirtækisins í vikunni að hann væri „þegar uppi væri staðið“ ábyrgur fyrir því sem gerðist við Juukan Gorge. Hann ætlar ekki að gefa kost á sér til stjórnarformennsku áfram þegar kjörtímabili hans lýkur síðar á þessu ári. Tímann þangað til ætli hann að nýta til þess að tryggja að eyðilegging á borð við þá sem átti sér stað við Juukan Gorge endurtaki sig aldrei aftur.

Segjast ekki hafa vitað

Steinhellarnir í Juukan Gorge voru um 46 þúsund ára gamlir. Eyðilegging Rio Tinto átti sér stað í maí á síðasta ári en á þessum slóðum er stærstu járngrýtisnámu fyrirtækisins, og þeirri sem gefur mest í vasann, að finna. Forsvarsmenn fyrirtækisins héldu því í fyrstu fram að um „misskilning“ hefði verið að ræða og að þeir hafi ekki fengið upplýsingar um að staðurinn væri menningarlega mikilvægur og heilagur í hugum fólksins sem þarna býr. Þessi viðbrögð, sem forstjórinn hélt m.a. fram, hleyptu illu blóði í fjárfesta, m.a. ástralska lífeyrissjóðinn Hesta. Framkvæmdastjóri sjóðsins sagði ekki nóg að leysa þá sem beri ábyrgð á hneykslinu frá störfum heldur þyrfti að rannsaka málið ofan í kjölinn sem og aðra samninga sem fyrirtækið er með við heimafólk, oft frumbyggjasamfélög, á starfssvæðum sínum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiErlent