Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á

Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.

Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Auglýsing

Hlut­hafar í Rio Tinto risu upp gegn stjórn fyr­ir­tæk­is­ins sem ákvað að greiða fyrr­ver­andi for­stjóra þess yfir millj­arð króna við starfs­lokin þrátt fyrir að hann hafi borið ábyrgð á eyði­legg­ingu helgra stein­hvelf­inga frum­byggja í Vest­ur­-Ástr­al­íu.

Yfir 60 pró­sent hlut­hafa í bresk-ástr­alska fyr­ir­tæk­inu Rio Tinto greiddu atkvæði gegn starfs­kjara­stefnu fyr­ir­tæk­is­ins sem var til grund­vallar þeirri ákvörðun stjórnar að greiða fyrr­ver­andi for­stjóra þess, Jean-­Sé­bastien Jacques, 7,2 millj­ónir sterl­ingspunda, um 1,2 millj­arð króna, í laun fyrir síð­asta ár. Upp­hæðin er um 20 pró­sent hærri en á árinu 2019.

Jacques hætti sem for­stjóri í byrjun árs eftir stór­kost­legt hneyksl­is­mál og var þá sviptur bón­us­greiðslu upp á 2,7 millj­ónir punda, um 470 millj­ónir króna. Sú ákvörðun var tekin í sept­em­ber í fyrra og sagt að um „sam­eig­in­lega ákvörð­un“ hans og stjórnar námu­fyr­ir­tæk­is­ins væri að ræða. Það sem þá hafði komið á dag­inn var að Rio Tinto hafði sprengt í loft upp Juukan Gor­ge, fornar og helgar stein­hvelf­ingar frum­byggja í Vest­ur­-Ástr­al­íu. Til­gang­ur­inn var að auð­velda aðgang að járn­grýti til námu­vinnslu.

Auglýsing

Í frétt Guar­dian um málið segir að þó að for­stjór­inn fyrr­ver­andi hafi vissu­lega misst bón­us­greiðsl­una breyti nið­ur­staða hlut­haf­anna um starfs­kjara­stefn­una, sem þeir nú leggj­ast gegn, hafi hann í fyrra fengið hæstu launa­greiðslu sína frá upp­hafi. Hann svo einnig auka­greiðslur sem nema ann­ars vegar 90 millj­ónum króna og hins vegar um 37 millj­ónum vegna starfs­lokanna og orlofs sem hann átti inni.

Tveir aðrir yfir­menn Rio Tinto létu einnig af störfum vegna hneyksl­is­ins og fengu þeir starfs­loka­samn­inga sem námu um 125 millj­ónum króna á mann.

Simon Thomp­son, stjórn­ar­for­maður Rio Tin­to, seg­ist skilja reiði fólks vegna bón­us­greiðsln­anna og starfs­loka­samn­ing­anna. Hann sagði hlut­höfum á fundi fyr­ir­tæk­is­ins í vik­unni að hann væri „þegar uppi væri stað­ið“ ábyrgur fyrir því sem gerð­ist við Juukan Gor­ge. Hann ætlar ekki að gefa kost á sér til stjórn­ar­for­mennsku áfram þegar kjör­tíma­bili hans lýkur síðar á þessu ári. Tím­ann þangað til ætli hann að nýta til þess að tryggja að eyði­legg­ing á borð við þá sem átti sér stað við Juukan Gorge end­ur­taki sig aldrei aft­ur.

Segj­ast ekki hafa vitað

Stein­hell­arnir í Juukan Gorge voru um 46 þús­und ára gaml­ir. Eyði­legg­ing Rio Tinto átti sér stað í maí á síð­asta ári en á þessum slóðum er stærstu járn­grýt­is­námu fyr­ir­tæk­is­ins, og þeirri sem gefur mest í vasann, að finna. For­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins héldu því í fyrstu fram að um „mis­skiln­ing“ hefði verið að ræða og að þeir hafi ekki fengið upp­lýs­ingar um að stað­ur­inn væri menn­ing­ar­lega mik­il­vægur og heil­agur í hugum fólks­ins sem þarna býr. Þessi við­brögð, sem for­stjór­inn hélt m.a. fram, hleyptu illu blóði í fjár­festa, m.a. ástr­alska líf­eyr­is­sjóð­inn Hesta. Fram­kvæmda­stjóri sjóðs­ins sagði ekki nóg að leysa þá sem beri ábyrgð á hneyksl­inu frá störfum heldur þyrfti að rann­saka málið ofan í kjöl­inn sem og aðra samn­inga sem fyr­ir­tækið er með við heima­fólk, oft frum­byggja­sam­fé­lög, á starfs­svæðum sín­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent