Samherji og Kjálkanes ætla að selja fyrir allt að tólf milljarða hvort í Síldarvinnslunni

Félag í eigu þriggja stjórnenda Síldarvinnslunnar keypti hlut í fyrirtækinu í lok síðasta árs á verði sem er meira en helmingi lægra en það sem þeir geta búist við að fá fyrir hann eftir skráningu.

síldarvinnslan samsett.jpg
Auglýsing

Ef verð á hlutum í Síld­ar­vinnsl­unni, sem seldir verða í hluta­fjár­út­boði sem hest næst­kom­andi mánu­dag, verður í hærra enda verð­bils og eft­ir­spurn eftir hlutum kallar á stækkun á útboð­inu, munu þeir hlut­hafar sem selja fá alls tæp­lega 29 millj­arða króna í sinn hlut. 

Sam­herji hf., stærsti eig­andi Síld­ar­vinnsl­unn­ar, myndi fá 11,8 millj­arða króna af þeirri upp­hæð í sinn hlut og Kjálka­nes, félag í eigu Björg­ólfs Jóhanns­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Sam­herja, og fólks sem teng­ist honum fjöl­skyldu­bönd­um, fá 11,8 millj­arða króna sömu­leið­is. 

Eign­ar­halds­fé­lagið Snæfugl, sem er meðal ann­ars í eigu Sam­herja og Björg­ólfs, myndi selja fyrir tæpan millj­arð króna og Síld­ar­vinnslan myndi fá um 720 millj­ónir króna fyrir þá eigin hluti hennar sem til stendur að selja.

Fram­kvæmda­stjórar eign­ast hlut og selja aftur á mun hærra verði

Þá er félagið Hraun­lón að selja hluti sem eru um 590 millj­óna króna virði miðað við efri mörk útboðs­ins,  sem eru 58 krónur á hlut.

Í skrán­ing­ar­lýs­ingu Síld­ar­vinnsl­unnar kemur fram að G­unn­þór Ingva­son, for­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, Axel Ísaks­son og Jón Már Jóns­son, sem allir eiga sæti í fram­kvæmda­stjórn Síld­ar­vinnsl­unnar séu eig­endur Hraun­lóns. Þeir keyptu félagið í lok árs 2020. Í lýs­ing­unni segir að kaup­verð á Hraun­lóni hafi verið „ákvarðað í mars 2020 og var grund­vallað á árs­reikn­ingi Síld­ar­vinnsl­unnar fyrir árið 2019, gengi hluta Síld­ar­vinnsl­unnar í við­skipt­unum var 23,3 kr. á hlut.“ Alls á Hraun­lón um 27,5 millj­ónir hluta í Síld­ar­vinnsl­unni og greiddi fyrir þann hlut um 640 millj­ónir króna fyrir nokkrum mán­uðum síð­an. Sá hlutur er, miðað við efri mörk útboðs­ins, nú met­inn á 1.595 millj­ónir króna og hefur því hækkað um 955 millj­ónir króna á fjórum mán­uð­um. Hraun­lón er að selja 37 pró­sent af eign sinni og væntir þess að fá allt að 592 millj­ónir króna fyrir þann hlut.

Hraun­lón var áður í jafnri eigu Ein­ars Bene­dikts­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Olís, og Gísla Bald­urs Garð­ars­sonar lög­manns. Sam­herji fjár­festi í Olís árið 2012 þegar þeir tveir áttu félagið að fullu og árið 2017 voru þeir að öllu leyti keyptir út úr Olís, meðal ann­ars af Sam­herj­a. Olís rann síðar saman við smá­söluris­ann Haga.

Gunnþór Ingvarsson, forstjóri Síldarvinnslunnar. Mynd: svn.is

Hraun­lón skil­aði ekki árs­reikn­ing á árunum 2010 til 2015. Á síð­ara árinu er komin inn eign­ar­hlutur í öðru félagi, Síld­ar­vinnsl­unni, sem met­inn var á 213 millj­ónir króna. Sá hlutur er nú, líkt og áður sagði, met­inn á næstum 1,6 millj­arða króna.

Afla­heim­ildir ekki metnar á mark­aðsvirði

Síld­ar­vinnslan er þriðja stærsta útgerð­ar­fyr­ir­tæki lands­ins á eftir Brim, sem er líka skráð á mark­að, og stærsta eig­anda sín­um, Sam­herja. Alls heldur hún á 7,7 pró­sent af öllum úthlut­uðum afla­heim­ildum hér­lend­is. 

Útboð á hlutum í Síld­ar­vinnsl­unni hefst á mánu­dag og því lýkur á mið­viku­dag. Til­kynnt verður um nið­ur­stöðu þess á föstu­dag. Þar verða til sölu á bil­inu 26,33 til 29,33 pró­sent af öllu hlutafé í fyr­ir­tæk­inu. Verð­bilið í útboð­inu er 55 til 58 krónur á hlut sem þýðir að ef eft­ir­spurn verður eftir hlutum fyrir hærri krónu­töl­una, og hærra hlut­fall bréfa sem er í boði, þá munu nýir eig­end­ur, sem verða að öllum lík­indum að uppi­stöðu íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir, greiða tæp­lega 29 millj­arða fyr­ir. 

Rekstur Síld­ar­vinnsl­unnar hefur gengið lygi­lega á und­an­förnum árum. Hún hagn­að­ist um 5,3 millj­arða króna á síð­asta ári. Tekjur hennar 2020 voru 24,9 millj­arðar króna og eigið fé sam­stæð­unnar í árs­lok var 49,1 millj­arðar króna. Eig­in­fjár­hlut­fall Síld­ar­vinnsl­unnar var 68 pró­sent um síð­ustu ára­mót.

Auglýsing
Verð­mætasta bók­­færða eign félags­­ins eru veið­i­­heim­ild­ir, aðal­­­lega í upp­­­sjá­v­­­ar­teg­und­um, sem voru sagðar 228,3 millj­­­ónir dala í lok árs 2019. Á gengi dags­ins í dag gera það um 30 millj­­­arðar króna. Miðað við síð­ustu gerðu við­skipti með afla­hlut­deild, þegar dótt­ur­fé­lag Síld­ar­vinnsl­unnar keypti útgerð­ina Berg, má ætla að mark­aðsvirði þeirra afla­heim­ilda sé þrisvar sinnum sú upp­hæð, eða nær 90 millj­örðum króna. 

Vaxt­ar­tæki­færi í því að kaupa upp kvóta

Í fjár­festa­kynn­ingu Síld­ar­vinnsl­unnar segir að það séu ýmis­konar tæki­færi til vaxtar hjá fyr­ir­tæk­inu. Þar er fjallað sér­stak­lega um mögu­legan innri vöxtu með því að auka verð­mæti núver­andi afla og fram­leiðslu með frekara þró­un­ar- og mark­aðs­starfi. Ytri vaxt­ar­tæki­færi fel­ast svo í því að kaupa frek­ari afla­heim­ildir og fyr­ir­tæki, en sam­kvæmt núgild­andi lögum má hver útgerð halda á allt að tólf pró­sent af úthlut­uðum afla­heim­ild­um. Síld­ar­vinnslan ein og sér heldur á, líkt og áður sagði 7,7 pró­sent. 

Kjarn­inn greindi hins vegar frá því í frétta­skýr­ingu í byrjun apríl að Sam­keppn­is­eft­ir­litið sé þeirrar skoð­unar að veru­leg tengsl séu milli þriggja af stærstu hlut­hafa í Síld­ar­vinnsl­unni: Sam­herja, Kjálka­nes og Eign­ar­halds­fé­lag­inu Snæfugli. Þessir þrír aðilar halda sem stendur á 84,16 pró­sent hlut í Síld­ar­vinnsl­unn­i. 

Á meðal þeirra tegunda sem Síldarvinnslan hefur veitt af miklum móð undanfarin ár er makríll. Mynd: Wiki Commons

Þrír af fimm stjórn­ar­mönnum sam­stæð­unnar eru skip­aðir af þessum tveimur félögum eða eru tengdir eig­endum þeirra. Að mati Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins eru því vís­bend­ingar um yfir­ráð Sam­herja yfir Síld­ar­vinnsl­unn­i. 

Sam­herji Ísland ehf., félag að öllu leyti í eigu Sam­herja, er með næst mesta afla­hlut­­­deild í íslenskri efna­hags­lög­­sögu allra sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækja á Íslandi, eða 7,3 pró­­­sent. ­Út­­­­­gerð­­­­­­­ar­­­­­­­fé­lag Akur­eyr­­­­­­­ar, sem er líka í 100 pró­­­­­­­sent eigu Sam­herja, heldur svo á 1,7 pró­­­­­­­sent kvót­ans. 

Gjög­ur, í eigu sömu aðilar og eiga Kjálka­nes, heldur svo á 2,30 pró­sent af öllum úthlut­uðum afla­heim­ild­um. 

Sam­an­lagt heldur þessi blokk, að þeim afla­heim­ildum sem Síld­ar­vinnslan hefur yfir­ráð yfir, því á tæp­lega 19 pró­sent af úthlut­uðum afla­heim­ildum á Ísland­i. 

Það er langt yfir þeim tólf pró­sentum sem lands­lög segja til um að tengdir aðilar megi halda á hverju sinni.

Mikil við­skipti við tengda aðila

Í skrán­ing­ar­lýs­ing­unni er gert frek­ari grein fyrir við­skiptum Síld­ar­vinnsl­unnar við tengda aðila, og þá aðal­lega við félög sem tengj­ast tveimur stærstu eig­endur fyr­ir­tæk­is­ins: Sam­herja og Gjög­ur. 

Þar segir meðal ann­ars: „Síld­ar­vinnslan selur stóran hluta afurða sinni í gegnum Ice Fresh Seafood ehf. sölu­fé­lag í eigu Sam­herja hf., Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja hf. er jafn­framt stjórn­ar­for­maður Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Síld­ar­vinnslan landar hluta af bol­fiski veiddum af skipum félags­ins til vinnslu hjá dótt­ur­fé­lögum Sam­herja hf. og dótt­ur­fé­lögin landa upp­sjáv­ar­fiski sem skip þeirra veiða til vinnslu hjá Síld­ar­vinnsl­unni.

Síld­ar­vinnslan er ekki með skrif­lega samn­inga vegna sölu á afurðum sín­um. Við­skipti við stærstu við­skipta­vini félags­ins eru byggð á langvar­andi við­skipta­sam­böndum aðila. Síld­ar­vinnslan er með sölu­samn­ing við Ice Fresh Seafood sölu­fé­lag Sam­herja hf. og greiðir Síld­ar­vinnslan umboðs­laun sem hlut­fall af sölu, til Ice Fresh Seafood. Samn­ing­ur­inn er hvorki bind­andi fyrir Síld­ar­vinnsl­una né Ice Fresh Seafood. Vörur félags­ins eru seldar undir merkjum Síld­ar­vinnsl­unnar „SVN“.“

Í lýs­ing­unni kemur líka fram að Síld­ar­vinnslan hafi selt vörur og þjón­ustu til tengdra aðila á árinu 2020 fyrir um 10,8 millj­arða króna á núvirði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar