Samherji og Kjálkanes ætla að selja fyrir allt að tólf milljarða hvort í Síldarvinnslunni

Félag í eigu þriggja stjórnenda Síldarvinnslunnar keypti hlut í fyrirtækinu í lok síðasta árs á verði sem er meira en helmingi lægra en það sem þeir geta búist við að fá fyrir hann eftir skráningu.

síldarvinnslan samsett.jpg
Auglýsing

Ef verð á hlutum í Síldarvinnslunni, sem seldir verða í hlutafjárútboði sem hest næstkomandi mánudag, verður í hærra enda verðbils og eftirspurn eftir hlutum kallar á stækkun á útboðinu, munu þeir hluthafar sem selja fá alls tæplega 29 milljarða króna í sinn hlut. 

Samherji hf., stærsti eigandi Síldarvinnslunnar, myndi fá 11,8 milljarða króna af þeirri upphæð í sinn hlut og Kjálkanes, félag í eigu Björgólfs Jóhannssonar, fyrrverandi forstjóra Samherja, og fólks sem tengist honum fjölskylduböndum, fá 11,8 milljarða króna sömuleiðis. 

Eignarhaldsfélagið Snæfugl, sem er meðal annars í eigu Samherja og Björgólfs, myndi selja fyrir tæpan milljarð króna og Síldarvinnslan myndi fá um 720 milljónir króna fyrir þá eigin hluti hennar sem til stendur að selja.

Framkvæmdastjórar eignast hlut og selja aftur á mun hærra verði

Þá er félagið Hraunlón að selja hluti sem eru um 590 milljóna króna virði miðað við efri mörk útboðsins,  sem eru 58 krónur á hlut.

Í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar kemur fram að Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, Axel Ísaksson og Jón Már Jónsson, sem allir eiga sæti í framkvæmdastjórn Síldarvinnslunnar séu eigendur Hraunlóns. Þeir keyptu félagið í lok árs 2020. Í lýsingunni segir að kaupverð á Hraunlóni hafi verið „ákvarðað í mars 2020 og var grundvallað á ársreikningi Síldarvinnslunnar fyrir árið 2019, gengi hluta Síldarvinnslunnar í viðskiptunum var 23,3 kr. á hlut.“ Alls á Hraunlón um 27,5 milljónir hluta í Síldarvinnslunni og greiddi fyrir þann hlut um 640 milljónir króna fyrir nokkrum mánuðum síðan. Sá hlutur er, miðað við efri mörk útboðsins, nú metinn á 1.595 milljónir króna og hefur því hækkað um 955 milljónir króna á fjórum mánuðum. Hraunlón er að selja 37 prósent af eign sinni og væntir þess að fá allt að 592 milljónir króna fyrir þann hlut.

Hraunlón var áður í jafnri eigu Einars Benediktssonar, fyrrverandi forstjóra Olís, og Gísla Baldurs Garðarssonar lögmanns. Samherji fjárfesti í Olís árið 2012 þegar þeir tveir áttu félagið að fullu og árið 2017 voru þeir að öllu leyti keyptir út úr Olís, meðal annars af Samherja. Olís rann síðar saman við smásölurisann Haga.

Gunnþór Ingvarsson, forstjóri Síldarvinnslunnar. Mynd: svn.is

Hraunlón skilaði ekki ársreikning á árunum 2010 til 2015. Á síðara árinu er komin inn eignarhlutur í öðru félagi, Síldarvinnslunni, sem metinn var á 213 milljónir króna. Sá hlutur er nú, líkt og áður sagði, metinn á næstum 1,6 milljarða króna.

Aflaheimildir ekki metnar á markaðsvirði

Síldarvinnslan er þriðja stærsta útgerðarfyrirtæki landsins á eftir Brim, sem er líka skráð á markað, og stærsta eiganda sínum, Samherja. Alls heldur hún á 7,7 prósent af öllum úthlutuðum aflaheimildum hérlendis. 

Útboð á hlutum í Síldarvinnslunni hefst á mánudag og því lýkur á miðvikudag. Tilkynnt verður um niðurstöðu þess á föstudag. Þar verða til sölu á bilinu 26,33 til 29,33 prósent af öllu hlutafé í fyrirtækinu. Verðbilið í útboðinu er 55 til 58 krónur á hlut sem þýðir að ef eftirspurn verður eftir hlutum fyrir hærri krónutöluna, og hærra hlutfall bréfa sem er í boði, þá munu nýir eigendur, sem verða að öllum líkindum að uppistöðu íslenskir lífeyrissjóðir, greiða tæplega 29 milljarða fyrir. 

Rekstur Síldarvinnslunnar hefur gengið lygilega á undanförnum árum. Hún hagnaðist um 5,3 milljarða króna á síðasta ári. Tekjur hennar 2020 voru 24,9 milljarðar króna og eigið fé samstæðunnar í árslok var 49,1 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall Síldarvinnslunnar var 68 prósent um síðustu áramót.

Auglýsing
Verð­mætasta bók­færða eign félags­ins eru veið­i­­heim­ild­ir, aðal­lega í upp­sjáv­ar­teg­und­um, sem voru sagðar 228,3 millj­­ónir dala í lok árs 2019. Á gengi dags­ins í dag gera það um 30 millj­­arðar króna. Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflahlutdeild, þegar dótturfélag Síldarvinnslunnar keypti útgerðina Berg, má ætla að markaðsvirði þeirra aflaheimilda sé þrisvar sinnum sú upphæð, eða nær 90 milljörðum króna. 

Vaxtartækifæri í því að kaupa upp kvóta

Í fjárfestakynningu Síldarvinnslunnar segir að það séu ýmiskonar tækifæri til vaxtar hjá fyrirtækinu. Þar er fjallað sérstaklega um mögulegan innri vöxtu með því að auka verðmæti núverandi afla og framleiðslu með frekara þróunar- og markaðsstarfi. Ytri vaxtartækifæri felast svo í því að kaupa frekari aflaheimildir og fyrirtæki, en samkvæmt núgildandi lögum má hver útgerð halda á allt að tólf prósent af úthlutuðum aflaheimildum. Síldarvinnslan ein og sér heldur á, líkt og áður sagði 7,7 prósent. 

Kjarninn greindi hins vegar frá því í fréttaskýringu í byrjun apríl að Samkeppniseftirlitið sé þeirrar skoðunar að veruleg tengsl séu milli þriggja af stærstu hluthafa í Síldarvinnslunni: Samherja, Kjálkanes og Eignarhaldsfélaginu Snæfugli. Þessir þrír aðilar halda sem stendur á 84,16 prósent hlut í Síldarvinnslunni. 

Á meðal þeirra tegunda sem Síldarvinnslan hefur veitt af miklum móð undanfarin ár er makríll. Mynd: Wiki Commons

Þrír af fimm stjórnarmönnum samstæðunnar eru skipaðir af þessum tveimur félögum eða eru tengdir eigendum þeirra. Að mati Samkeppniseftirlitsins eru því vísbendingar um yfirráð Samherja yfir Síldarvinnslunni. 

Sam­herji Ísland ehf., félag að öllu leyti í eigu Sam­herja, er með næst mesta afla­hlut­­deild í íslenskri efna­hags­lög­sögu allra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á Íslandi, eða 7,3 pró­­sent. ­Út­­­gerð­­­­­­ar­­­­­­fé­lag Akur­eyr­­­­­­ar, sem er líka í 100 pró­­­­­­sent eigu Sam­herja, heldur svo á 1,7 pró­­­­­­sent kvót­ans. 

Gjögur, í eigu sömu aðilar og eiga Kjálkanes, heldur svo á 2,30 prósent af öllum úthlutuðum aflaheimildum. 

Samanlagt heldur þessi blokk, að þeim aflaheimildum sem Síldarvinnslan hefur yfirráð yfir, því á tæplega 19 prósent af úthlutuðum aflaheimildum á Íslandi. 

Það er langt yfir þeim tólf prósentum sem landslög segja til um að tengdir aðilar megi halda á hverju sinni.

Mikil viðskipti við tengda aðila

Í skráningarlýsingunni er gert frekari grein fyrir viðskiptum Síldarvinnslunnar við tengda aðila, og þá aðallega við félög sem tengjast tveimur stærstu eigendur fyrirtækisins: Samherja og Gjögur. 

Þar segir meðal annars: „Síldarvinnslan selur stóran hluta afurða sinni í gegnum Ice Fresh Seafood ehf. sölufélag í eigu Samherja hf., Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf. er jafnframt stjórnarformaður Síldarvinnslunnar. Síldarvinnslan landar hluta af bolfiski veiddum af skipum félagsins til vinnslu hjá dótturfélögum Samherja hf. og dótturfélögin landa uppsjávarfiski sem skip þeirra veiða til vinnslu hjá Síldarvinnslunni.
Síldarvinnslan er ekki með skriflega samninga vegna sölu á afurðum sínum. Viðskipti við stærstu viðskiptavini félagsins eru byggð á langvarandi viðskiptasamböndum aðila. Síldarvinnslan er með sölusamning við Ice Fresh Seafood sölufélag Samherja hf. og greiðir Síldarvinnslan umboðslaun sem hlutfall af sölu, til Ice Fresh Seafood. Samningurinn er hvorki bindandi fyrir Síldarvinnsluna né Ice Fresh Seafood. Vörur félagsins eru seldar undir merkjum Síldarvinnslunnar „SVN“.“

Í lýsingunni kemur líka fram að Síldarvinnslan hafi selt vörur og þjónustu til tengdra aðila á árinu 2020 fyrir um 10,8 milljarða króna á núvirði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
Kjarninn 5. maí 2021
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Umræða um málefni innflytjenda gengur fram af þingmanni – Skömm að tala málið niður
Þingmaður Vinstri grænni segir að Íslendingar eigi að sýna þann þroska að geta sinnt útlendingamálum með almennilegum hætti og gera það sem best – „við sem rík þjóð“. Umræða Miðflokksmanna hafi gengið fram af henni í gær.
Kjarninn 5. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar