Síldarvinnslan hagnaðist um 5,3 milljarða í fyrra og er metin á næstum 100 milljarða

Síldarvinnslan verður skráð á markað í næsta mánuði. Hún er metin á allt að 99 milljarða króna og hluthafar sem munu selja fá allt að 29 milljarða króna. Stærstu eigendur hennar, Samherji og Kjálkanes, eru taldir líklegastir til að selja.

Gunnþór Ingvarsson er forstjóri Síldarvinnslunnar.
Gunnþór Ingvarsson er forstjóri Síldarvinnslunnar.
Auglýsing

Síld­ar­vinnslan hf. hagn­að­ist um 5,3 millj­arða króna á síð­asta ári. Tekjur hennar 2020 voru 24,9 millj­arðar króna og eigið fé sam­stæð­unnar í árs­lok var 49,1 millj­arðar króna. Eig­in­fjár­hlut­fall Síld­ar­vinnsl­unn­ar, sem er á leið á mark­að, var 68 pró­sent um síð­ustu ára­mót.

Þetta kemur fram í upp­lýs­ingum úr árs­reikn­ingi Síld­ar­vinnsl­unnar sem birtar voru  fyrr í þessum mán­uði. Árs­reikn­ingnum sjálfum hefur þó ekki verið skilað inn til árs­reikn­inga­skrá­ar.  

Verð­­mætasta bók­­færða eign félags­­ins eru veið­i­­heim­ild­ir, aðal­­­lega í upp­­­sjá­v­­­ar­teg­und­um, sem voru sagðar 228,3 millj­­­ónir dala í lok árs 2019. Á gengi dags­ins í dag gera það um 30 millj­­­arðar króna. Raun­veru­­legt virði þeirra heim­ilda er mun meira, lík­­­lega nær 80 millj­­örðum króna. Sá loðn­u­kvóti hefur var úthlutað í ár mun bæta afkomu Síld­­ar­vinnsl­unnar á yfir­­stand­andi ári.

Auglýsing

Sam­herji og Kjálka­nes langstærstu eig­end­urnir

Stærsti ein­staki eig­andi sam­stæð­unnar er Sam­herji með 44,64 pró­sent eign­ar­hlut. Næst stærsti eig­and­inn er svo Kjálka­nes með 34,23 pró­sent hlut, en á helstu eig­endur þess félags eru Björgólfur Jóhanns­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Sam­herja, og fólk sem teng­ist honum fjöl­skyldu­bönd­um. Þá á eign­ar­halds­fé­lagið Snæ­fugl 5,3 pró­sent hlut, en Sam­herji á 15 pró­sent hlut í því og Björgólfur á fimm pró­sent. Þessi blokk á því sam­an­lagt yfir 84 pró­sent hlut í Síld­ar­vinnsl­unn­i. 

Fyrir utan hana er stærsti eig­and­inn er Sam­vinnu­fé­lag útgerð­ar­manna í Nes­kaup­stað sem á tæp­lega ell­efu pró­sent hlut. Það var stofnað árið 1932 og starfar sem eign­ar­halds­fé­lag auk þess sem það rekur versl­anir og umboðs­starf­semi. Það hefur meðal ann­ars nýtt arð­inn af eign sinni í Síld­ar­vinnsl­unni til þess að styrkja menn­ing­ar- og félags­mál í heima­byggð. 

Hlut­ur­inn í Sjóvá færður út

Síld­ar­vinnslan hefur ekki ein­ungis verið að veiða og vinna afla á und­an­förnum árum. Hún átti líka SVN eigna­fé­lag ehf., fjár­fest­inga­fé­lag sem á 14,55 pró­sent hlut í trygg­inga­fé­lag­inu Sjó­vá. SVN er stærsti eig­andi Sjó­vár og Björgólfur Jóhanns­son er stjórn­ar­for­maður félags­ins í krati þess eign­ar­hlut­ar. 

Fyrir dyrum er skrán­ing Síld­ar­vinnsl­unnar á hluta­bréfa­mark­að. Almennt hluta­fjár­út­boð í félag­inu mun fara fram dag­anna 10. til 12. maí næst­kom­andi og þar stendur til að selja 26 til 29 pró­sent hlut í félag­inu, sam­kvæmt því sem fram kemur í Mark­aðnum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, í dag.

Þorsteinn Már Baldvinsson er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.

Stjórn Síld­ar­vinnsl­unn­ar, þar sem Þor­steinn Már Bald­vins­son fer með for­mennsku, ákváðu að færa SVN eigna­fé­lag til hlut­hafa áður en af skrán­ingu yrði. Sá til­flutn­ingur hefur þegar farið fram. Virði eign­ar­hlut­ar­ins í Sjóvá er, miðað við núver­andi gengi félags­ins, er um 6,4 millj­arðar króna. SVN eigna­­fé­lag er því sem næst skuld­­laust miðað við síð­­asta birta árs­­reikn­ing.

Þeir sem selja geta fengið nálægt 29 millj­arða

Þrátt fyrir þessa útgreiðslu verður útboðs­gengi Síld­ar­vinnsl­unnar miðað við að heild­ar­virði Síld­ar­vinnsl­unnar sé á bil­inu 93,5 til 99 millj­arðar króna, sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem Kjarn­inn hefur fengið hjá aðilum sem hafa séð kynn­ingar á útboð­in­u. 

Kjarn­inn greindi frá því í frétta­skýr­ingu í febr­úar að búast mætti við því að mark­aðsvirði Síld­ar­vinnsl­unnar yrði í kringum 100 millj­arða króna. 

Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Síld­ar­vinnslan er skráð á mark­aði. Hún var skráð í Kaup­höll um ára­tuga­skeið frá 1994 til 2004. En félagið er tölu­vert öðru­vísi, og mun stærra, nú en það var þá. 

Ef útboðs­gengið mun á end­anum verða í efri mörk­um, og miða við að heild­ar­virði Síld­ar­vinnsl­unnar sé 99 millj­arðar króna, eru þeir hlut­hafar sem selja hluti að fara að fá 28,7 millj­arða króna í sinn hlut fyrir það hlutafé sem þeir selja. 

Búist er við að Sam­herji og Kjálka­nes muni selja mest af því sem selt verð­ur, jafn­vel allt. Líf­eyr­is­sjóðir eru taldir lík­leg­astir til að kaupa stærstan hluta þess sem selt verð­ur.

Félag Sam­herja selur vörur Síld­ar­vinnsl­unnar

Kjarn­inn greindi frá því í frétta­skýr­ingu í byrjun apríl að Sam­keppn­is­eft­ir­litið sé þeirrar skoð­unar að veru­leg tengsl séu milli stærstu hlut­hafa í Síld­ar­vinnsl­unni, Sam­herja og Kjálka­nes.

­Þrír af fimm stjórn­ar­mönnum sam­stæð­unnar eru skip­aðir af þessum tveimur félögum eða eru tengdir eig­endum þeirra. Að mati Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins eru því vís­bend­ingar um yfir­ráð Sam­herja yfir Síld­ar­vinnsl­unn­i. 

Verð­­mætasta bók­­færða eign félags­­ins voru veið­i­­heim­ild­ir, aðal­­­lega í upp­­­sjá­v­­­ar­teg­und­um, sem voru sagðar 228,3 millj­­­ónir dala í lok árs 2019. Á gengi dags­ins í dag gera það um 30 millj­­­arðar króna. Raun­veru­­legt virði þeirra heim­ilda er mun meira, lík­­­lega nær 80 millj­­örðum króna. Sá loðn­u­kvóti sem nú hefur verið úthlutað mun bæta afkomu Síld­­ar­vinnsl­unnar á yfir­­stand­andi ári.

Auk fram­an­greinds hafi umræddir aðil­ar, í sumum til­vikum ásamt öðrum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um, átt með sér sam­starf við nýsmíði skipa erlend­is, fryst­ingu sjáv­ar­afla og löndun mak­rílafla sem veiddur var utan fisk­veiði­lög­sögu Íslands og Ice-Fresh Seafood ehf., dótt­ur­fé­lag Sam­herja, hefur haft milli­göngu í sölu­málum fyrir Síld­ar­vinnsl­una.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar