Síldarvinnslan hagnaðist um 5,3 milljarða í fyrra og er metin á næstum 100 milljarða

Síldarvinnslan verður skráð á markað í næsta mánuði. Hún er metin á allt að 99 milljarða króna og hluthafar sem munu selja fá allt að 29 milljarða króna. Stærstu eigendur hennar, Samherji og Kjálkanes, eru taldir líklegastir til að selja.

Gunnþór Ingvarsson er forstjóri Síldarvinnslunnar.
Gunnþór Ingvarsson er forstjóri Síldarvinnslunnar.
Auglýsing

Síldarvinnslan hf. hagnaðist um 5,3 milljarða króna á síðasta ári. Tekjur hennar 2020 voru 24,9 milljarðar króna og eigið fé samstæðunnar í árslok var 49,1 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall Síldarvinnslunnar, sem er á leið á markað, var 68 prósent um síðustu áramót.

Þetta kemur fram í upplýsingum úr ársreikningi Síldarvinnslunnar sem birtar voru  fyrr í þessum mánuði. Ársreikningnum sjálfum hefur þó ekki verið skilað inn til ársreikningaskráar.  

Verð­mætasta bók­færða eign félags­ins eru veið­i­­heim­ild­ir, aðal­lega í upp­sjáv­ar­teg­und­um, sem voru sagðar 228,3 millj­­ónir dala í lok árs 2019. Á gengi dags­ins í dag gera það um 30 millj­­arðar króna. Raun­veru­legt virði þeirra heim­ilda er mun meira, lík­lega nær 80 millj­örðum króna. Sá loðnu­kvóti hefur var úthlutað í ár mun bæta afkomu Síld­ar­vinnsl­unnar á yfir­stand­andi ári.

Auglýsing

Samherji og Kjálkanes langstærstu eigendurnir

Stærsti einstaki eigandi samstæðunnar er Samherji með 44,64 prósent eignarhlut. Næst stærsti eigandinn er svo Kjálkanes með 34,23 prósent hlut, en á helstu eigendur þess félags eru Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, og fólk sem tengist honum fjölskylduböndum. Þá á eignarhaldsfélagið Snæfugl 5,3 prósent hlut, en Samherji á 15 prósent hlut í því og Björgólfur á fimm prósent. Þessi blokk á því samanlagt yfir 84 prósent hlut í Síldarvinnslunni. 

Fyrir utan hana er stærsti eigandinn er Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað sem á tæplega ellefu prósent hlut. Það var stofnað árið 1932 og starfar sem eignarhaldsfélag auk þess sem það rekur verslanir og umboðsstarfsemi. Það hefur meðal annars nýtt arðinn af eign sinni í Síldarvinnslunni til þess að styrkja menningar- og félagsmál í heimabyggð. 

Hluturinn í Sjóvá færður út

Síldarvinnslan hefur ekki einungis verið að veiða og vinna afla á undanförnum árum. Hún átti líka SVN eignafélag ehf., fjárfestingafélag sem á 14,55 prósent hlut í tryggingafélaginu Sjóvá. SVN er stærsti eigandi Sjóvár og Björgólfur Jóhannsson er stjórnarformaður félagsins í krati þess eignarhlutar. 

Fyrir dyrum er skráning Síldarvinnslunnar á hlutabréfamarkað. Almennt hlutafjárútboð í félaginu mun fara fram daganna 10. til 12. maí næstkomandi og þar stendur til að selja 26 til 29 prósent hlut í félaginu, samkvæmt því sem fram kemur í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um efnahagsmál og viðskipti, í dag.

Þorsteinn Már Baldvinsson er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.

Stjórn Síldarvinnslunnar, þar sem Þorsteinn Már Baldvinsson fer með formennsku, ákváðu að færa SVN eignafélag til hluthafa áður en af skráningu yrði. Sá tilflutningur hefur þegar farið fram. Virði eignarhlutarins í Sjóvá er, miðað við núverandi gengi félagsins, er um 6,4 milljarðar króna. SVN eigna­fé­lag er því sem næst skuld­laust miðað við síð­asta birta árs­reikn­ing.

Þeir sem selja geta fengið nálægt 29 milljarða

Þrátt fyrir þessa útgreiðslu verður útboðsgengi Síldarvinnslunnar miðað við að heildarvirði Síldarvinnslunnar sé á bilinu 93,5 til 99 milljarðar króna, samkvæmt upplýsingum sem Kjarninn hefur fengið hjá aðilum sem hafa séð kynningar á útboðinu. 

Kjarninn greindi frá því í fréttaskýringu í febrúar að búast mætti við því að markaðsvirði Síldarvinnslunnar yrði í kringum 100 milljarða króna. 

Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Síldarvinnslan er skráð á markaði. Hún var skráð í Kauphöll um áratugaskeið frá 1994 til 2004. En félagið er töluvert öðruvísi, og mun stærra, nú en það var þá. 

Ef útboðsgengið mun á endanum verða í efri mörkum, og miða við að heildarvirði Síldarvinnslunnar sé 99 milljarðar króna, eru þeir hluthafar sem selja hluti að fara að fá 28,7 milljarða króna í sinn hlut fyrir það hlutafé sem þeir selja. 

Búist er við að Samherji og Kjálkanes muni selja mest af því sem selt verður, jafnvel allt. Lífeyrissjóðir eru taldir líklegastir til að kaupa stærstan hluta þess sem selt verður.

Félag Samherja selur vörur Síldarvinnslunnar

Kjarninn greindi frá því í fréttaskýringu í byrjun apríl að Samkeppniseftirlitið sé þeirrar skoðunar að veruleg tengsl séu milli stærstu hluthafa í Síldarvinnslunni, Samherja og Kjálkanes.

Þrír af fimm stjórnarmönnum samstæðunnar eru skipaðir af þessum tveimur félögum eða eru tengdir eigendum þeirra. Að mati Samkeppniseftirlitsins eru því vísbendingar um yfirráð Samherja yfir Síldarvinnslunni. 

Verð­mætasta bók­færða eign félags­ins voru veið­i­­heim­ild­ir, aðal­lega í upp­sjáv­ar­teg­und­um, sem voru sagðar 228,3 millj­­ónir dala í lok árs 2019. Á gengi dags­ins í dag gera það um 30 millj­­arðar króna. Raun­veru­legt virði þeirra heim­ilda er mun meira, lík­lega nær 80 millj­örðum króna. Sá loðnu­kvóti sem nú hefur verið úthlutað mun bæta afkomu Síld­ar­vinnsl­unnar á yfir­stand­andi ári.

Auk framangreinds hafi umræddir aðilar, í sumum tilvikum ásamt öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum, átt með sér samstarf við nýsmíði skipa erlendis, frystingu sjávarafla og löndun makrílafla sem veiddur var utan fiskveiðilögsögu Íslands og Ice-Fresh Seafood ehf., dótturfélag Samherja, hefur haft milligöngu í sölumálum fyrir Síldarvinnsluna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tómas A. Tómasson og Kolbrún Baldursdóttir
Aðalsmenn og almenningur á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar