Mynd: Nasdaq Iceland

Síldarvinnslan gæti verið nálægt 100 milljarða króna virði

Stefnt er að því að Síldarvinnslan, eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, verði skráð á hlutabréfamarkað fyrir mitt þetta ár. Miðað við þann margfaldara sem er á eigið fé annars skráð útgerðarfyrirtækis í Kauphöll Íslands má ætla að markaðsvirði Síldarvinnslunnar gæti verið í kringum 100 milljarða króna. Núverandi eigendur félagsins, sem að stærstu hluta eru Samherji og Kjálkanes, gætu fengið tugi milljarða króna við fyrir hluta af eign sinni við skráningu.

Búast má við því að mark­aðsvirði Síld­ar­vinnsl­unn­ar, sem til­kynnti í síð­ustu viku um fyr­ir­hug­aða skrán­ingu á mark­að, verði öðru hvor megin við 100 millj­arða króna, sam­kvæmt sér­fræð­ingum sem Kjarn­inn hefur rætt við. 

Þar má meðal ann­ars horfa til þess marg­fald­ara sem er á eigið fé eina útgerð­ar­fé­lags­ins sem er skráð í Kaup­höll Íslands sem stend­ur, Brims. Eigið fé þess var 53,5 millj­arðar króna í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins en mark­aðsvirðið er um 108 millj­arðar króna.

Eigið fé Síld­ar­vinnsl­unnar var um 46 millj­arðar króna á núvirði í lok árs 2019 og miðað við að rekstr­ar­hagn­aður félags­ins á því ári var á níunda millj­arð króna má ætla að það hafi auk­ist í fyrra. 

Ef miðað er við að það megi marg­falda eigið fé Síld­ar­vinnsl­unnar með rúm­lega tveimur til að fá út mark­aðsvirði, líkt og er hjá Brim, má ætla að það hafi verið um 94 millj­arðar króna miðað við stöðu mála í lok árs 2019, og vaxið síð­an. Þann fyr­ir­vara verður þó að hafa á þessum útreikn­ingum að Brim og Síld­ar­vinnslan eru ekki eins fyr­ir­tæki, þó þau stundi bæði veiðar og vinnslu. 

Auglýsing

Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Síld­ar­vinnslan er skráð á mark­aði. Hún var skráð í Kaup­höll um ára­tuga­skeið frá 1994 til 2004. En félagið er tölu­vert öðru­vísi, og mun stærra, nú en það var þá. 

Selja að minnsta kosti 25 pró­sent

Þegar um frumút­boð er að ræða á skipu­legan verð­bréfa­markað miða kaup­hallir almennt við að hlutur almennra fjár­festa í skráðu félagið verði að lág­marki að vera 25 pró­sent eftir skrán­ingu.

Ósenni­legt verður að teljast, í ljósi sterkrar eig­in­fjár­stöðu Síld­ar­vinnsl­unn­ar, að félagið sé að fara að sækja sér nýtt hluta­fé. Mun senni­legra er að núver­andi hlut­hafar ætli að selja hlut af sinni eign. 

Í til­kynn­ingu vegna fyr­ir­hug­aðrar skrán­ingar á heima­síðu Síld­ar­vinnsl­unnar segir ein­ungis að stjórn félags­ins telji það „vel til þess fallið að vera skrá á markað hvað stærð varð­ar.“ Þar var einnig haft eftir Gunn­þóri Ingv­ars­syni, for­stjóra Síld­ar­vinnsl­unn­ar, að þessi leið sé farin til að „efla félagið og opna Síld­ar­vinnsl­una fyrir fjár­fest­u­m.“

Auglýsing

Sé það rétt, að eig­endur Síld­ar­vinnsl­unnar séu að fara að selja hlut af eign sinni, munu þeir hagn­ast veru­lega. Félagið hefur enda vaxið hratt á skömmum tíma og er nú á meðal stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja lands­ins. 

Eigið fé Síld­ar­vinnsl­unnar var 94,6 millj­ónir dala, um tólf millj­arðar króna á núvirði, í lok árs 2010. Það var 360,5 millj­ónir dala, um 46 millj­arðar króna á núvirði, í lok árs 2019. Eigið fé Síld­ar­vinnsl­unnar hefur því nálægt fjór­fald­ast á tæpum ára­tug. 

Þessi vöxtur hefur meðal ann­ars átt sér stað í gegnum miklar fjár­fest­ing­ar. Fyrir vikið heldur Síld­ar­vinnslan beint á um 5,2 pró­sent af öllum úthlut­uðum afla. Auk þess heldur Berg­­ur-Hug­inn, sem er að öllu leyti í hennar eigu, nú á á um 2,7 pró­­sent alls kvóta. Þá á Síld­­­­ar­vinnslan 75,20 pró­­­­sent hlut í Run­ólfi Hall­freðs­­­­syni ehf., sem heldur á 0,62 pró­­­­sent af úthlut­uðum kvóta. 

Verð­mætasta bók­færða eign félags­ins voru veið­i­­heim­ild­ir, aðal­lega í upp­sjáv­ar­teg­und­um, sem voru sagðar 228,3 millj­­ónir dala í lok árs 2019. Á gengi dags­ins í dag gera það um 30 millj­­arðar króna. Raun­veru­legt virði þeirra heim­ilda er mun meira, lík­lega nær 80 millj­örðum króna. Sá loðnu­kvóti sem nú hefur verið úthlutað mun bæta afkomu Síld­ar­vinnsl­unnar á yfir­stand­andi ári.

Sam­herja­for­stjór­arnir

En hverjir eru það sem munu þá selja sinn hlut fyrir tugi millj­arða króna? 

Stærsti ein­staki eig­andi Síld­­ar­vinnsl­unnar er Sam­herji hf. með 44,6 pró­­sent eign­­ar­hlut. Auk þess á Kald­bak­­­ur, félag í eigu Sam­herja, á 15 pró­­­sent hlut í öðru félagi sem á 5,3 pró­­­sent hlut í Síld­­­ar­vinnsl­unni. Sam­herji á því, beint og óbeint, 49,9 pró­­sent í Síld­­ar­vinnsl­unni. Þor­­steinn Már Bald­vins­­son, annar for­­stjóri Sam­herja, er stjórn­­­ar­­for­­maður félags­­ins. Auk þess á Síld­­ar­vinnslan 0,92 pró­­sent í sjálfri sér, sem þýðir að sam­an­lagður eig­in­hlutur hennar og eign­­ar­hluti stærsta eig­and­ans fer nálægt 51 pró­­senti.

Björgólfur Jóhannsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjórar Samherja, eru báðir á meðal stærstu eigenda Síldarvinnslunnar.
Mynd: Samherji

Sam­herji Ísland ehf., félag að öllu leyti í eigu Sam­herja hf, er með næst mesta afla­hlut­­­­­deild í íslenskri efna­hags­lög­­­­sögu allra sjá­v­­­­­ar­út­­­­­­­vegs­­­­fyr­ir­tækja á Íslandi, eða 7,02 pró­­­­­sent. ­Út­­­­­­­­­gerð­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­fé­lag Akur­eyr­­­­­­­­­ar, sem er líka í 100 pró­­­­­­­­­sent eigu Sam­herja, heldur svo á 1,3 pró­­­­­­­­­sent kvót­ans og Sæból fjár­­­­­­­­­­­­­­­­­fest­inga­­­­­­­­­fé­lag, sem það sama gildir um, heldur á 0,64 pró­­­­­­­­­sent hans. 

Sam­an­lagt er þessi blokk Sam­herja og Síld­­ar­vinnsl­unnar með að minnsta kosti 17,5 pró­­­­­sent afla­hlut­­­­­deild. 

Næst stærsti eig­andi Síld­­ar­vinnsl­unnar er félagið Kjálka­­nes ehf. Á meðal helstu hlut­hafa þess er Björgólfur Jóhanns­­son, hinn for­­stjóri Sam­herja, og fjöl­­skylda hans. Sami hópur á einnig útgerð­­ar­­fé­lagið Gjög­­ur, sem heldur á 2,29 pró­­sent af öllum úthlut­uðum afla­heim­ild­­um. Ef sá kvóti er talin með ofan­­greindu er ljóst að rétt undir fimmt­ungur (19,79 pró­­sent) af öllum úthlut­uðum afla­heim­ildum lands­ins eru á höndum fyr­ir­tækja sem eru að ein­hverju leyti í eigu þeirra tveggja manna sem sitja í for­­stjóra­stólum Sam­herja.

Auglýsing

Við­mæl­endur Kjarn­ans segja nokkuð víst að báðir þessir aðil­ar, Sam­herji og Kjálka­nes, hafi hug á að selja hlut í Síld­ar­vinnsl­unni í hluta­fjár­út­boð­inu sem framundan er. 

Þriðji stærsti eig­and­inn er Sam­vinnu­fé­lag útgerð­ar­manna í Nes­kaup­stað sem á tæp­lega ell­efu pró­sent hlut. Það var stofnað árið 1932 og starfar sem eign­ar­halds­fé­lag auk þess sem það rekur versl­anir og umboðs­starf­semi. Það hefur meðal ann­ars nýtt arð­inn af eign sinni í Síld­ar­vinnsl­unni til þess að styrkja menn­ing­ar- og félags­mál í heima­byggð. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar