Mynd: Samherji

Samkeppniseftirlitið telur vísbendingar um yfirráð Samherja yfir Síldarvinnslunni

Að mati Samkeppniseftirlitsins eru veruleg tengsl milli stórra hluthafa í Síldarvinnslunni. Þrír af fimm stjórnarmönnum í Síldarvinnslunni eru skipaðir af eða tengdir þeim eigendum. Um er að ræða Samherja og Kjálkanes, sem er meðal annars í eigu fyrrverandi forstjóra Samherja.

Í lok febr­úar birti Sam­keppn­is­eft­ir­litið ákvörðun vegna sam­runa dótt­ur­fé­lags Síld­ar­vinnsl­unnar og útgerð­ar­fé­lags­ins Bergs. Þótt eft­ir­litið hafi ekki gert athuga­semd við þann sam­runa eftir skoðun sína á honum leynd­ust þó frétt­næm­ari tíð­indi í ákvörð­un­inni. Tíð­indi sem sneru að stærstu eig­endum Síld­ar­vinnsl­unn­ar, félags sem til stendur að skrá á hluta­bréfa­markað eftir nokkra mán­uð­i. 

Stærstu eig­endur Síld­ar­vinnsl­unnar eru Sam­herji og félagið Kjálka­nes, sem er í eigu sömu ein­stak­linga og eiga útgerð­ina Gjögur frá Greni­vík. Þar er meðal ann­ars um að ræða Björgólf Jóhanns­son, sem var þar til fyrir skemmstu annar for­stjóri Sam­herja, og systk­ini hans. 

Auglýsing

Sam­herji á 44,6 pró­sent í Síld­ar­vinnsl­unni. Auk þess á Kald­bak­­­ur, félag í eigu Sam­herja, 15 pró­­­sent hlut í öðru félagi, Eign­ar­halds­fé­lag­inu Snæfugli, sem á 5,3 pró­­­sent hlut í Síld­­­ar­vinnsl­unni. Á meðal ann­arra hlut­hafa í Snæfugli er Björgólf­ur.

Næst stærsti eig­andi Síld­­ar­vinnsl­unnar er síðan áður­nefnt  Kjálka­­nes með 34 pró­sent eign­ar­hlut. Auk þess á Síld­­ar­vinnslan 0,92 pró­­sent í sjálfri sér.

Þessir aðilar sem taldir eru upp hér að ofan; Sam­herji, Kjálka­nes, félag sem Sam­herji og einn eig­andi Kjálka­nes eiga í og eigin hlutir Síld­ar­vinnsl­unnar eiga sam­an­lagt tæp­lega 85 pró­sent hlut í útgerð­ar­fyr­ir­tæk­in­u. 

Nýtt frum­mat

Í ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, sem birt var 25. febr­ú­ar, sagði meðan ann­ars: „Það er frum­mat Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins að til staðar séu vís­bend­ingar um yfir­ráð Sam­herja eða sam­eig­in­leg yfir­ráð Sam­herja og tengdra félaga yfir Síld­ar­vinnsl­unni og að þær vís­bend­ingar hafi styrkst frá því að Sam­keppn­is­eft­ir­litið fjall­aði um slík mögu­leg yfir­ráð í ákvörðun nr. 10/2013.“

Auglýsing

Að mati eft­ir­lits­ins eru veru­leg tengsl milli stórra hlut­hafa í Síld­ar­vinnsl­unni og þá eru þrír af fimm stjórn­ar­mönnum í Síld­ar­vinnsl­unni skip­aðir af eða tengdir Sam­herja og Kjálka­nesi. Einn þeirra er Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, sem er stjórn­ar­for­maður Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið bendir líka á að umrædd fyr­ir­tæki hafi átt við­var­andi við­skipti við Síld­ar­vinnsl­una. Svo seg­ir: „Þá hafa verið birt opin­ber­lega gögn sem gefa til kynna að Sam­herji hafi í eigin gögnum kynnt Síld­ar­vinnsl­una sem upp­sjáv­ar­hluta sam­stæðu Sam­herj­a.“ 

Þar er vísað í upp­lýs­ingar sem komu fram í glæru­kynn­ingum Sam­herja, sem voru hluti af þeim gögnum sem Wiki­leaks birti á net­inu í nóv­em­ber 2019 og voru ræki­lega merktar trún­að­ar­mál. Í glæru­kynn­ing­unum má skýrt sjá að erlendis er Síld­ar­vinnslan kynnt sem upp­sjáv­ar­hluti Sam­herj­a­sam­stæð­unar, þrátt fyrir að á Íslandi hafi því ætið verið haldið fram að Sam­herji og Síld­ar­vinnslan séu ekki tengdir aðila. 

Síldarvinnslan á leið á markað

Snemma í febrúar var tilkynnt, nokkuð skyndilega, að til stæði að setja Síldarvinnsluna á markað í vor eða snemma sumars. Fyr­ir­tækið er eitt stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins en eigið fé þess var 46 millj­arðar króna á núvirði í lok árs 2019 og miðað við að rekstr­ar­hagn­aður félags­ins á því ári var á níunda millj­arð króna má ætla að það hafi auk­ist í fyrra.

Kjarninn greindi frá því í frétta­skýr­ingu 10. febr­úar síð­ast­lið­inn að búast megi við því að mark­aðsvirði Síld­ar­vinnsl­unnar verði í kringum 100 millj­arða króna mark­ið, sam­kvæmt sér­fræð­ingum sem rætt var við.

Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Síld­ar­vinnslan er skráð á mark­aði. Hún var skráð í Kaup­höll um ára­tuga­skeið frá 1994 til 2004. En félagið er tölu­vert öðru­vísi, og mun stærra, nú en það var þá.

Verð­mætasta bók­færða eign félags­ins voru veið­i­­heim­ild­ir, aðal­lega í upp­sjáv­ar­teg­und­um, sem voru sagðar 228,3 millj­­ónir dala í lok árs 2019. Á gengi dags­ins í dag gera það um 30 millj­­arðar króna. Raun­veru­legt virði þeirra heim­ilda er mun meira, lík­lega nær 80 millj­örðum króna. Sá loðnu­kvóti sem nú hefur verið úthlutað mun bæta afkomu Síld­ar­vinnsl­unnar á yfir­stand­andi ári.

Fyrir hluthafafundi í Síldarvinnslunni, sem fór fram síðastliðinn föstudag, lá tillaga um að færa eign­ar­hlut félags­ins í SVN eigna­fé­lagi ef. yfir til hlut­hafa áður en að Síld­ar­vinnslan verður skráð á mark­að. Það á að gera í formi arðsút­hlut­unar í skatta­legu til­liti en hlut­hafar eiga þó einnig kost á því að fara fram á greiðslu í reiðufé að frá­dregnum fjár­magnstekju­skatti, fari þeir fram á það.

Eina eign SVN eigna­fé­lags er 14,52 pró­sent hlutur í trygg­inga­fé­lag­inu Sjó­vá, en félagið er stærsti eig­andi þess. Miðað við núver­andi gengi bréfa í Sjóvá er virði hlut­ar­ins um 5,7 millj­arðar króna. SVN eigna­fé­lag er því sem næst skuld­laust miðað við síð­asta birta árs­reikn­ing.

Auk fram­an­greinds hafi umræddir aðil­ar, í sumum til­vikum ásamt öðrum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um, átt með sér sam­starf við nýsmíði skipa erlend­is, fryst­ingu sjáv­ar­afla og löndun mak­rílafla sem veiddur var utan fisk­veiði­lög­sögu Íslands og Ice-Fresh Seafood ehf., dótt­ur­fé­lag Sam­herja, hefur haft milli­göngu í sölu­málum fyrir Síld­ar­vinnsl­una.

Vís­bend­ingar um yfir­ráð

Sam­keppn­is­eft­ir­litið telur að allt ofan­greint gefi vís­bend­ingar um að stofn­ast hafi til yfir­ráða í Síld­ar­vinnsl­unni umfram það sem sam­runa­að­ilar hafa gert grein fyrir í sam­runa­til­kynn­ingu.

Það tekur hins vegar ekki end­an­lega afstöðu til þess hvort yfir­ráðin séu til staðar í ákvörð­un­inni sem birt var í febr­ú­ar, heldur muni eft­ir­litið á síð­ari stigum taka afstöðu til þess hvort og þá með hvaða hætti beri að rann­saka nánar mögu­leg yfir­ráð og sam­starf hlut­að­eig­andi fyr­ir­tækja. Í slíkri rann­sókn fælist eftir atvikum athugun á því hvort til­kynna hefði átt um víð­tæk­ari sam­runa hlut­að­eig­andi fyr­ir­tækja. „Áður en ákvörðun verður tekin um þetta mun Sam­keppn­is­eft­ir­litið óska frek­ari upp­lýs­inga og sjón­ar­miða, m.a. frá við­kom­andi aðilum og öðrum stjórn­völdum á þessu svið­i.“

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans stendur sú vinna yfir. 

Spurðu hvort aðilar væru tengdir

Ráð­ist Sam­keppn­is­eft­ir­litið í rann­sókn á því hvort sam­eig­in­leg yfir­ráð tengdra aðila hafi skap­ast yfir Síld­ar­vinnsl­unni þá yrði það ekki í fyrsta skiptið sem það hefur gerst. 

Fiski­stofa réðst árið 2009 í frum­kvæð­is­rann­sókn á því hvort Gjög­ur/Kjálka­nes og Sam­herji ættu að telj­ast tengdir aðilar og færu með raun­veru­leg yfir­ráð yfir Síld­ar­vinnsl­unni. Sú rann­sókn skil­aði þeirri nið­ur­stöðu, sam­kvæmt stjórn­sýslu­út­tekt Rík­is­end­ur­skoð­unar á Fiski­stofu, að erfitt væri að sýna fram á „óbein yfir­ráð aðila yfir afla­hlut­deildum miðað við núgild­andi lög og færa rök fyrir því hvenær tveir eða fleiri aðilar skuli telj­ast tengd­ir[...]­Fiski­stofa hafi af þeim sökum ekki sinnt virku eft­ir­liti með tengslum fyr­ir­tækja sam­kvæmt ákvæð­in­u.“

Í stjórn­sýslu­út­tek­inni, sem birt var snemma árs í fyrra, var bent á að Fiski­stofa væri ein­fald­lega ekki að kanna hvort yfir­ráð tengdra aðila í sjáv­ar­út­vegi yfir afla­hlut­deildum væri í sam­ræmi við lög. Þ.e. að eft­ir­lits­að­il­inn með því að eng­inn hópur tengdra aðila ætti meira en tólf pró­sent af heild­ar­afla væri ekki að sinna því eft­ir­liti í sam­ræmi við lög. Fram að þeim tíma hafði eft­ir­litið farið fram með þeim hætti að starfs­menn frá Fiski­stofu fóru tvisvar á ári og spurðu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækin um hversu miklum kvóta þau og tengdir aðilar héldu á. Sam­kvæmt skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar var um tvö dags­verk að ræða á ári. „Fiski­stofa treystir nán­ast alfarið á til­kynn­ing­ar­skyldu fyr­ir­tækja við eft­ir­lit með sam­þjöppun afla­heim­ilda,“ sagði í skýrsl­unni.

Allt að fimmt­ungur alls úthlut­aðs kvóta

Kom­ist Sam­keppn­is­eft­ir­litið að því að Sam­herji og Kjálka­nes séu tengdir aðil­ar, og að þeir hafi sam­eig­in­leg yfir­ráð yfir Síld­ar­vinnsl­unni, þá getur það haft afleið­ingar fyrir þessa aðila. 

Auglýsing

Sam­herji Ísland ehf., félag að öllu leyti í eigu Sam­herja hf, er með næst mesta afla­hlut­­­­­­deild í íslenskri efna­hags­lög­­­­­sögu allra sjá­v­­­­­­ar­út­­­­­­­­­vegs­­­­­fyr­ir­tækja á Íslandi, eða 7,02 pró­­­­­­sent. ­Út­­­­­­­­­­­gerð­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­­fé­lag Akur­eyr­­­­­­­­­­ar, sem er líka í 100 pró­­­­­­­­­­sent eigu Sam­herja, heldur svo á 1,3 pró­­­­­­­­­­sent kvót­ans og Sæból fjár­­­­­­­­­­­­­­­­­­­fest­inga­­­­­­­­­­fé­lag, sem það sama gildir um, heldur á 0,64 pró­­­­­­­­­­sent hans. 

Sam­an­lagt er þessi blokk Sam­herja og Síld­­­ar­vinnsl­unnar með að minnsta kosti 17,5 pró­­­­­­sent afla­hlut­­­­­­deild.  ­Gjög­ur, í eigu sömu aðilar og eiga Kjálka­nes, heldur svo á 2,29 pró­sent af öllum úthlut­uðum afla­heim­ild­um. 

Ef sá kvóti er talin með ofan­­­greindu er ljóst að rétt undir fimmt­ungur (19,79 pró­­­sent) af öllum úthlut­uðum afla­heim­ildum lands­ins eru á höndum fyr­ir­tækja sem eru að ein­hverju leyti í eigu þeirra tveggja manna sem sátu saman í for­­stjóra­stólum Sam­herja, þangað til að Björgólfur ákvað að hætta fyrr á þessu ári. 

Við blasir að þessi hlut­deild af kvóta er langt yfir þeim tólf pró­sentum sem lands­lög segja til um að tengdir aðilar megi halda á hverju sinni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar