Síldarvinnslan borgaði 4,9 milljarða króna fyrir útgerðina Berg og kvótann hennar

Síldarvinnslan verður skráð á markað síðar í þessum mánuði. Þeir sem selja, aðallega Samherji og Kjálkanes, munu að óbreyttu fá nálægt 30 milljörðum króna fyrir það sem selt verður. Verðmætasta bókfærða eign Síldarvinnslunnar er kvóti upp á 29 milljarða.

Síldarvinnslan
Auglýsing

Í október 2020 var greint frá því að útgerðarfélagið Bergur-Huginn, að öllu leyti í eigu Síldarvinnslunnar, hefði keypt útgerðarfélagið Berg ehf. í Vestmannaeyjum. Við þau kaup fluttust 0,36 prósent af heildarkvóta yfirstandandi fiskveiðiárs yfir til Bergs-Hugins. Þegar kaupin voru opinberuð var ekki sagt frá því hvert kaupverðið var. Í ársreikningi Síldarvinnslunnar, sem birtur hefur verið á heimasíðu félagsins í aðdraganda skráningar hennar á íslenskan hlutabréfamarkað, er kaupverðið hins vegar tilgreint. Það var tæpir 4,9 milljarðar króna.

Þar er einnig greint frá því að Síldarvinnslan hafi gengið frá kaupum á 12,4 prósent hlut í útgerðinni Runólfi Hallfreðssyni ehf. í byrjun aprílmánaðar 2021 og er það félag nú að öllu leyti í eigu Síldarvinnslunnar. Kaupverðið er ekki gefið upp.

Verðmætasta eign Síldarvinnslunnar eru aflaheimildir sem hún hefur til ráðstöfunar. Síldarvinnslan hélt sjálf beint á 5,34 prósent alls úthlutaðs kvóta á Íslandi í september í fyrra. Þær aflaheimildir eru metnar á 121 milljón dali í ársreikningi samstæðunnar 

Þær sem eru í eru metna á 227,1 milljón dala í ársreikningi samstæðunnar, eða 28,8 milljarða króna. 

Til viðbótar heldur Bergur-Huginn á 1,68 prósent af heildarkvóta sem hefur verið úthlutað og Runólfur Hallfreðsson heldur á 0,65 prósent. Samanlagt heldur Síldarvinnslusamstæðan því á 7,67 prósent af úthlutuðum fiskveiðiheimildum.

Mögulega tengdir aðilar halda á 19 prósent af kvótanum

Hluthafar Síldarvinnslunnar eru sem stendur 281 talsins en tíu stærstu hluthafar félagsins fara með tæplega 99 prósent hlutafjár í félaginu. Þar af fara þrír eigendur: Samherji (44,64 prósent), Kjálkanes (34,23 prósent) og Eignarhaldsfélagið Snæfugl (5,29 prósent) með 84,16 prósent eignarhlut. 

Auglýsing
Á meðal stærstu eigenda Samherja er Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Kjálkanes er í eigu Björgólfs Jóhannssonar, fyrrverandi forstjóra Samherja, og fólks sem tengist honum fjölskylduböndum. Samherji á svo 15 prósent hlut í Snæfugli og Björgólfur á fimm prósent. 

Kjarninn greindi frá því í fréttaskýringu í byrjun apríl að Samkeppniseftirlitið sé þeirrar skoðunar að veruleg tengsl séu milli þessara þriggja stóru hluthafa í Síldarvinnslunni. Þrír af fimm stjórnarmönnum samstæðunnar eru skipaðir af þessum tveimur félögum eða eru tengdir eigendum þeirra. Að mati Samkeppniseftirlitsins eru því vísbendingar um yfirráð Samherja yfir Síldarvinnslunni. 

Sam­herji Ísland ehf., félag að öllu leyti í eigu Sam­herja, er með næst mesta afla­hlut­­deild í íslenskri efna­hags­lög­sögu allra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á Íslandi, eða 7,3 pró­­sent. ­Út­­­gerð­­­­­­ar­­­­­­fé­lag Akur­eyr­­­­­­ar, sem er líka í 100 pró­­­­­­sent eigu Sam­herja, heldur svo á 1,7 pró­­­­­­sent kvót­ans. 

Gjögur, í eigu sömu aðilar og eiga Kjálkanes, heldur svo á 2,30 prósent af öllum úthlutuðum aflaheimildum. 

Samanlagt heldur þessi blokk, að þeim aflaheimildum sem Síldarvinnslan hefur yfirráð yfir, því á tæplega 19 prósent af úthlutuðum aflaheimildum á Íslandi. 

Það er langt yfir þeim tólf prósentum sem landslög segja til um að tengdir aðilar megi halda á hverju sinni.

Metið á næstum 100 milljarða

Fyrir dyrum er skráning Síldarvinnslunnar á hlutabréfamarkað. Almennt hlutafjárútboð í félaginu mun fara fram daganna 10. til 12. maí næstkomandi og þar stendur til að selja 26 til 29 prósent hlut í félaginu.

Í útboðinu verður miðað við að heildarvirði Síldarvinnslunnar sé á bilinu 93,5 til 99 milljarðar króna, samkvæmt upplýsingum sem Kjarninn hefur fengið hjá aðilum sem hafa séð kynningar á útboðinu. 

Kjarninn greindi frá því í fréttaskýringu í febrúar að búast mætti við því að markaðsvirði Síldarvinnslunnar yrði í kringum 100 milljarða króna. 

Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Síldarvinnslan er skráð á markaði. Hún var skráð í Kauphöll um áratugaskeið frá 1994 til 2004. En félagið er töluvert öðruvísi, og mun stærra, nú en það var þá. 

Ef útboðsgengið mun á endanum verða í efri mörkum, og miða við að heildarvirði Síldarvinnslunnar sé 99 milljarðar króna, eru þeir hluthafar sem selja hluti að fara að fá 28,7 milljarða króna í sinn hlut fyrir það hlutafé sem þeir selja. 

Búist er við að Samherji og Kjálkanes muni selja mest af því sem selt verður, jafnvel allt. Lífeyrissjóðir eru taldir líklegastir til að kaupa stærstan hluta þess sem selt verður.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
Kjarninn 5. maí 2021
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Umræða um málefni innflytjenda gengur fram af þingmanni – Skömm að tala málið niður
Þingmaður Vinstri grænni segir að Íslendingar eigi að sýna þann þroska að geta sinnt útlendingamálum með almennilegum hætti og gera það sem best – „við sem rík þjóð“. Umræða Miðflokksmanna hafi gengið fram af henni í gær.
Kjarninn 5. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar