Síldarvinnslan borgaði 4,9 milljarða króna fyrir útgerðina Berg og kvótann hennar

Síldarvinnslan verður skráð á markað síðar í þessum mánuði. Þeir sem selja, aðallega Samherji og Kjálkanes, munu að óbreyttu fá nálægt 30 milljörðum króna fyrir það sem selt verður. Verðmætasta bókfærða eign Síldarvinnslunnar er kvóti upp á 29 milljarða.

Síldarvinnslan
Auglýsing

Í októ­ber 2020 var greint frá því að útgerð­ar­fé­lagið Berg­ur-Hug­inn, að öllu leyti í eigu Síld­ar­vinnsl­unn­ar, hefði keypt útgerð­ar­fé­lagið Berg ehf. í Vest­manna­eyj­um. Við þau kaup flutt­ust 0,36 pró­sent af heild­ar­kvóta yfir­stand­andi fisk­veiði­árs yfir til Bergs-Hug­ins. Þegar kaupin voru opin­beruð var ekki sagt frá því hvert kaup­verðið var. Í árs­reikn­ingi Síld­ar­vinnsl­unnar, sem birtur hefur verið á heima­síðu félags­ins í aðdrag­anda skrán­ingar hennar á íslenskan hluta­bréfa­mark­að, er kaup­verðið hins vegar til­greint. Það var tæpir 4,9 millj­arðar króna.

Þar er einnig greint frá því að Síld­ar­vinnslan hafi gengið frá kaupum á 12,4 pró­sent hlut í útgerð­inni Run­ólfi Hall­freðs­syni ehf. í byrjun apr­íl­mán­aðar 2021 og er það félag nú að öllu leyti í eigu Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Kaup­verðið er ekki gefið upp.

Verð­mætasta eign Síld­ar­vinnsl­unnar eru afla­heim­ildir sem hún hefur til ráð­stöf­un­ar. Síld­ar­vinnslan hélt sjálf beint á 5,34 pró­sent alls úthlut­aðs kvóta á Íslandi í sept­em­ber í fyrra. Þær afla­heim­ildir eru metnar á 121 milljón dali í árs­reikn­ingi sam­stæð­unn­ar 

Þær sem eru í eru metna á 227,1 milljón dala í árs­reikn­ingi sam­stæð­unn­ar, eða 28,8 millj­arða króna. 

Til við­bótar heldur Berg­ur-Hug­inn á 1,68 pró­sent af heild­ar­kvóta sem hefur verið úthlutað og Run­ólfur Hall­freðs­son heldur á 0,65 pró­sent. Sam­an­lagt heldur Síld­ar­vinnslu­sam­stæðan því á 7,67 pró­sent af úthlut­uðum fisk­veiði­heim­ild­um.

Mögu­lega tengdir aðilar halda á 19 pró­sent af kvót­anum

Hlut­hafar Síld­ar­vinnsl­unnar eru sem stendur 281 tals­ins en tíu stærstu hlut­hafar félags­ins fara með tæp­lega 99 pró­sent hluta­fjár í félag­inu. Þar af fara þrír eig­end­ur: Sam­herji (44,64 pró­sent), Kjálka­nes (34,23 pró­sent) og Eign­ar­halds­fé­lagið Snæ­fugl (5,29 pró­sent) með 84,16 pró­sent eign­ar­hlut. 

Auglýsing
Á meðal stærstu eig­enda Sam­herja er Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, og Kjálka­nes er í eigu Björg­ólfs Jóhanns­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Sam­herja, og fólks sem teng­ist honum fjöl­skyldu­bönd­um. Sam­herji á svo 15 pró­sent hlut í Snæfugli og Björgólfur á fimm pró­sent. 

Kjarn­inn greindi frá því í frétta­skýr­ingu í byrjun apríl að Sam­keppn­is­eft­ir­litið sé þeirrar skoð­unar að veru­leg tengsl séu milli þess­ara þriggja stóru hlut­hafa í Síld­ar­vinnsl­unni. Þrír af fimm stjórn­ar­mönnum sam­stæð­unnar eru skip­aðir af þessum tveimur félögum eða eru tengdir eig­endum þeirra. Að mati Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins eru því vís­bend­ingar um yfir­ráð Sam­herja yfir Síld­ar­vinnsl­unn­i. 

Sam­herji Ísland ehf., félag að öllu leyti í eigu Sam­herja, er með næst mesta afla­hlut­­­deild í íslenskri efna­hags­lög­­sögu allra sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækja á Íslandi, eða 7,3 pró­­­sent. ­Út­­­­­gerð­­­­­­­ar­­­­­­­fé­lag Akur­eyr­­­­­­­ar, sem er líka í 100 pró­­­­­­­sent eigu Sam­herja, heldur svo á 1,7 pró­­­­­­­sent kvót­ans. 

Gjög­ur, í eigu sömu aðilar og eiga Kjálka­nes, heldur svo á 2,30 pró­sent af öllum úthlut­uðum afla­heim­ild­um. 

Sam­an­lagt heldur þessi blokk, að þeim afla­heim­ildum sem Síld­ar­vinnslan hefur yfir­ráð yfir, því á tæp­lega 19 pró­sent af úthlut­uðum afla­heim­ildum á Ísland­i. 

Það er langt yfir þeim tólf pró­sentum sem lands­lög segja til um að tengdir aðilar megi halda á hverju sinni.

Metið á næstum 100 millj­arða

Fyrir dyrum er skrán­ing Síld­ar­vinnsl­unnar á hluta­bréfa­mark­að. Almennt hluta­fjár­út­boð í félag­inu mun fara fram dag­anna 10. til 12. maí næst­kom­andi og þar stendur til að selja 26 til 29 pró­sent hlut í félag­inu.

Í útboð­inu verður miðað við að heild­ar­virði Síld­ar­vinnsl­unnar sé á bil­inu 93,5 til 99 millj­arðar króna, sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem Kjarn­inn hefur fengið hjá aðilum sem hafa séð kynn­ingar á útboð­in­u. 

Kjarn­inn greindi frá því í frétta­skýr­ingu í febr­úar að búast mætti við því að mark­aðsvirði Síld­ar­vinnsl­unnar yrði í kringum 100 millj­arða króna. 

Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Síld­ar­vinnslan er skráð á mark­aði. Hún var skráð í Kaup­höll um ára­tuga­skeið frá 1994 til 2004. En félagið er tölu­vert öðru­vísi, og mun stærra, nú en það var þá. 

Ef útboðs­gengið mun á end­anum verða í efri mörk­um, og miða við að heild­ar­virði Síld­ar­vinnsl­unnar sé 99 millj­arðar króna, eru þeir hlut­hafar sem selja hluti að fara að fá 28,7 millj­arða króna í sinn hlut fyrir það hlutafé sem þeir selja. 

Búist er við að Sam­herji og Kjálka­nes muni selja mest af því sem selt verð­ur, jafn­vel allt. Líf­eyr­is­sjóðir eru taldir lík­leg­astir til að kaupa stærstan hluta þess sem selt verð­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar