Segist sjá fyrir sér „premium“ áskrift að Vísi en mikilvægt sé að sinna áfram almannaþjónustu

Forstjóri Sýnar bendir á að nánast allir fjölmiðlar á Norðurlöndum séu með efni á bakvið greiðslugátt. Frumvarp um styrkjakerfi einkarekinna fjölmiðla var afgreitt úr úr nefnd í gær og er á leið til annarrar umræðu í þinginu.

Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar.
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar.
Auglýsing

Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, segist geta séð fyrir sér eins konar „premium“ áskrift af Vísi sem veiti aðgang að enn meira efni en stendur öðrum notendum til boða. Það sé samt sem áður mikilvægt að miðillinn haldi áfram að sinna hlutverki sínu sem almannaþjónusta. Þetta kemur fram í viðtali við Heiðar í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um efnahagsmál og viðskipti, í dag.

Sýn er fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki sem er skráð á markað og stærstu eigendur þess eru íslenskir lífeyrissjóðir. Árið 2017 keypti Sýn stóran hluta af fjölmiðlum 365 miðla – Vísi, Stöð 2 og fjölda útvarpsstöðva – og víkkaði þar með rekstur sinn verulega. Mikill tekjusamdráttur hefur orðið hjá þeim fjölmiðlum síðan að Sýn keypti þá en frá lokum árs 2018 og til síðustu áramóta hafa tekjur Sýnar vegna fjölmiðlunar lækkað um rúmlega einn milljarð króna.

Heiðar segir í viðtalinu að samþættingin hafi ekki gengið sem skyldi en að viðskiptahugmyndin á bakvið sameiningu fjarskipta og fjölmiðla sé enn góð og gild. Lækkun áskriftaverðs fyrir sjónvarpsstöðvar Sýnar, sem reknar eru undir merkjum Stöðvar 2, hafi til að mynda skilað sér í mikilli fjölgun áskrifenda og ákvörðun um að læsa fréttatíma Stöðvar 2 hafi gert það að verkum að áskrifendum hafi fjölgað í þúsundatali.

Ein hugmynd að setja Vísi á bakvið greiðslugátt

Í viðtalinu er Heiðarspurður hvort það sé í pípunum að setja til dæmis hluta af Vísi.is, sem hefur á stundum verið mest lesna fréttavef landsins á þessu ári, á bakvið greiðslugátt þannig að notendur þurfi að greiða fyrir efni. Heiðar segir það vera eina hugmynd og að nánast allir fjölmiðlar á Norðurlöndunum séu með efni á bakvið greiðslugátt. Hérlendis eru tveir stærstu veffréttamiðlarnir, Vísir og mbl.is, hins vegar með opinn aðgang að öllu sínu efni. „Ég get séð fyrir mér eins konar „premium“ áskrift að Vísi sem veitir aðgang að enn meira efni og sníður viðmótið eftir höfði neytandans.“

Auglýsing
Það er samt sem áður mikilvægt að mati Heiðars að Vísir sinni líka áfram hlutverk sitt sem almannaþjónusta. Í umsögn um fjárlagafrumvarp síðasta árs sem Sýn skilaði inn sagðist félagið að það ræki fjölmiðla í almannaþjónustu án þess að fá sérstaklega greitt fyrir það úr ríkissjóði líkt og RÚV fær. Ef það eigi að auka ríkisstuðning til fjölmiðils sem rekin sé í almannaþágu geti sú fjárveiting allt eins runnið til fjölmiðla sem reknir eru af Sýn.

Heiðar segir í viðtalinu að hann telji Vísi eiga mikið inni og á síðasta ársfjórðungi hafi auglýsingatekjur miðilsins aukist um 15 prósent þegar miðað er við sama tímabil í fyrra. 

Styrkjafrumvarp afgreitt út úr nefnd

Heiðar ræðir einnig um stöðu einkarekinna fjölmiðla hérlendis og segir að það sé ótrúlegt að stjórnvöld hafi ekki gripið til aðgerða vegna ásóknar samfélagsmiðla í auglýsingatekjur íslenskra fjölmiðla, en samfélagsmiðlafyrirtækin greiða enga skatta af þeirri tekjuöflun hérlendis. Um er að ræða milljarðatilfærslu á tekjum úr landi sem hefur veikt rekstrargrundvöll einkarekinna íslenskra fjölmiðla verulega. Heiðar segir það ótrúlegt að stjórnvöld hafi ekki kippt þessu ástandi í liðinn þar sem þau hafi skýra hagsmuni af því að vernda íslenska fjölmiðlun. 

Þess í stað sé allur fókus á því að koma á fót styrkjakerfi fyrir fjölmiðla, sem í felst að dreifa 400 milljónum króna á milli allra þeirra sem keppa við RÚV í miðlun á fréttatengdu efni. Heiðar segir það frumvarp ekki bjarga neinu. „Það er plástur á sár sem stækkar og stækkar.“

Mælt var fyrir frumvarpi um styrkjakerfið í desember í fyrra og það hefur verið til meðferðar hjá allsherjar- og menntamálanefnd alla tíð síðan. Frumvarpið var afgreitt út úr nefndinni í gær og álit meirihluta hennar, sem stjórnarþingmenn skipa, liggur fyrir. Nú er unnið að minnihlutaáliti á meðal stjórnarandstöðuþingmanna og von er á málinu til annarrar umræðu í þinginu innan tíðar, en verði það að lögum á að klára móttöku umsókna um styrki í þessum mánuði. 

Til viðbótar við þessa vinnu var í febrúar myndaður starfshópur stjórnarþingmanna sem ætlað var að sætta ólík sjónarmið um starfsemi RÚV. Hópurinn átti að rýna lög um RÚV og gera til­lögur að breyt­ingum sem lík­legar eru til að sætta ólík sjón­ar­mið um starf­semi og hlut­verk þess.

Full­trúar flokk­anna eru Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, full­trúi Vinstri grænna sem er jafn­framt for­maður hóps­ins, Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins, og Páll Magn­ús­son, full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrr­ver­andi útvarps­stjóri.

Ráð­gert var að þau myndu ljúka störfum eigi síðar en 31. mars en hópurinn hefur enn ekki lokið störfum. Samkvæmt heimildum Kjarnans stóð til að hann myndi funda í þessari viku og skila svo af sér sér niðurstöðu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Radíó Efling
Radíó Efling
Radíó Efling – Heimsmet í skerðingum
Kjarninn 25. júní 2021
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent