Segist sjá fyrir sér „premium“ áskrift að Vísi en mikilvægt sé að sinna áfram almannaþjónustu

Forstjóri Sýnar bendir á að nánast allir fjölmiðlar á Norðurlöndum séu með efni á bakvið greiðslugátt. Frumvarp um styrkjakerfi einkarekinna fjölmiðla var afgreitt úr úr nefnd í gær og er á leið til annarrar umræðu í þinginu.

Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar.
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar.
Auglýsing

Heiðar Guð­jóns­son, for­stjóri Sýn­ar, seg­ist geta séð fyrir sér eins konar „prem­i­um“ áskrift af Vísi sem veiti aðgang að enn meira efni en stendur öðrum not­endum til boða. Það sé samt sem áður mik­il­vægt að mið­ill­inn haldi áfram að sinna hlut­verki sínu sem almanna­þjón­usta. Þetta kemur fram í við­tali við Heiðar í Mark­aðn­um, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, í dag.

Sýn er fjar­skipta- og fjöl­miðla­fyr­ir­tæki sem er skráð á markað og stærstu eig­endur þess eru íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir. Árið 2017 keypti Sýn stóran hluta af fjöl­miðlum 365 miðla – Vísi, Stöð 2 og fjölda útvarps­stöðva – og víkk­aði þar með rekstur sinn veru­lega. Mik­ill tekju­sam­dráttur hefur orðið hjá þeim fjöl­miðlum síðan að Sýn keypti þá en frá lokum árs 2018 og til síð­ustu ára­móta hafa tekjur Sýnar vegna fjöl­miðl­unar lækkað um rúm­lega einn millj­arð króna.

Heiðar segir í við­tal­inu að sam­þætt­ingin hafi ekki gengið sem skyldi en að við­skipta­hug­myndin á bak­við sam­ein­ingu fjar­skipta og fjöl­miðla sé enn góð og gild. Lækkun áskrifta­verðs fyrir sjón­varps­stöðvar Sýn­ar, sem reknar eru undir merkjum Stöðvar 2, hafi til að mynda skilað sér í mik­illi fjölgun áskrif­enda og ákvörðun um að læsa frétta­tíma Stöðvar 2 hafi gert það að verkum að áskrif­endum hafi fjölgað í þús­unda­tali.

Ein hug­mynd að setja Vísi á bak­við greiðslu­gátt

Í við­tal­inu er Heiðarspurður hvort það sé í píp­unum að setja til dæmis hluta af Vísi.is, sem hefur á stundum verið mest lesna frétta­vef lands­ins á þessu ári, á bak­við greiðslu­gátt þannig að not­endur þurfi að greiða fyrir efni. Heiðar segir það vera eina hug­mynd og að nán­ast allir fjöl­miðlar á Norð­ur­lönd­unum séu með efni á bak­við greiðslu­gátt. Hér­lendis eru tveir stærstu vef­frétta­miðl­arn­ir, Vísir og mbl.is, hins vegar með opinn aðgang að öllu sínu efni. „Ég get séð fyrir mér eins konar „prem­i­um“ áskrift að Vísi sem veitir aðgang að enn meira efni og sníður við­mótið eftir höfði neyt­and­ans.“

Auglýsing
Það er samt sem áður mik­il­vægt að mati Heið­ars að Vísir sinni líka áfram hlut­verk sitt sem almanna­þjón­usta. Í umsögn um fjár­laga­frum­varp síð­asta árs sem Sýn skil­aði inn sagð­ist félagið að það ræki fjöl­miðla í almanna­þjón­ustu án þess að fá sér­stak­lega greitt fyrir það úr rík­is­sjóði líkt og RÚV fær. Ef það eigi að auka rík­is­stuðn­ing til fjöl­mið­ils sem rekin sé í almanna­þágu geti sú fjár­veit­ing allt eins runnið til fjöl­miðla sem reknir eru af Sýn.

Heiðar segir í við­tal­inu að hann telji Vísi eiga mikið inni og á síð­asta árs­fjórð­ungi hafi aug­lýs­inga­tekjur mið­ils­ins auk­ist um 15 pró­sent þegar miðað er við sama tíma­bil í fyrra. 

Styrkja­frum­varp afgreitt út úr nefnd

Heiðar ræðir einnig um stöðu einka­rek­inna fjöl­miðla hér­lendis og segir að það sé ótrú­legt að stjórn­völd hafi ekki gripið til aðgerða vegna ásóknar sam­fé­lags­miðla í aug­lýs­inga­tekjur íslenskra fjöl­miðla, en sam­fé­lags­miðla­fyr­ir­tækin greiða enga skatta af þeirri tekju­öflun hér­lend­is. Um er að ræða millj­arða­til­færslu á tekjum úr landi sem hefur veikt rekstr­ar­grund­völl einka­rek­inna íslenskra fjöl­miðla veru­lega. Heiðar segir það ótrú­legt að stjórn­völd hafi ekki kippt þessu ástandi í lið­inn þar sem þau hafi skýra hags­muni af því að vernda íslenska fjöl­miðl­un. 

Þess í stað sé allur fókus á því að koma á fót styrkja­kerfi fyrir fjöl­miðla, sem í felst að dreifa 400 millj­ónum króna á milli allra þeirra sem keppa við RÚV í miðlun á frétta­tengdu efni. Heiðar segir það frum­varp ekki bjarga neinu. „Það er plástur á sár sem stækkar og stækk­ar.“

­Mælt var fyrir frum­varpi um styrkja­kerfið í des­em­ber í fyrra og það hefur verið til með­ferðar hjá alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd alla tíð síð­an. Frum­varpið var afgreitt út úr nefnd­inni í gær og álit meiri­hluta henn­ar, sem stjórn­ar­þing­menn skipa, liggur fyr­ir. Nú er unnið að minni­hluta­á­liti á meðal stjórn­ar­and­stöðu­þing­manna og von er á mál­inu til ann­arrar umræðu í þing­inu innan tíð­ar, en verði það að lögum á að klára mót­töku umsókna um styrki í þessum mán­uð­i. 

Til við­bótar við þessa vinnu var í febr­úar mynd­aður starfs­hópur stjórn­ar­þing­manna sem ætlað var að sætta ólík sjón­ar­mið um starf­semi RÚV. Hóp­ur­inn átti að rýna lög um RÚV og gera til­­lögur að breyt­ingum sem lík­­­legar eru til að sætta ólík sjón­­­ar­mið um starf­­semi og hlut­verk þess.

Full­­trúar flokk­anna eru Kol­beinn Ótt­­ar­s­­son Proppé, full­­trúi Vinstri grænna sem er jafn­­framt for­­maður hóps­ins, Silja Dögg Gunn­­ar­s­dótt­ir, full­­trúi Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins, og Páll Magn­ús­­son, full­­trúi Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins og fyrr­ver­andi útvarps­­­stjóri.

Ráð­­gert var að þau myndu ljúka störfum eigi síðar en 31. mars en hóp­ur­inn hefur enn ekki lokið störf­um. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans stóð til að hann myndi funda í þess­ari viku og skila svo af sér sér nið­ur­stöðu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Blásjór í eðlilegu árferði að hausti. Lónið er nú hálftómt og rafmagnsframleiðslu í virkjununum verið hætt tímabundið.
Stórar virkjanir úti í Noregi vegna vatnsskorts
Skert raforkuframleiðsla vegna vatnsskorts blasir áfram við í mið- og suðurhluta Noregs ef himnarnir fara ekki að opnast almennilega. Í raun þarf úrkoma haustsins að vera óvenjulega mikil til að bæta upp fyrir þurrkatíð sumarsins.
Kjarninn 28. september 2022
Olíubirgðastöðin í Örfirisey.
Eigum aðeins eldsneytisbirgðir til 20-50 daga
Eldsneytisbirgðir hér á landi eru langt undir þeim viðmiðunarmörkum sem í gildi eru innan Evrópusambandsins og víðar. Dæmi eru um að birgðir þotueldsneytis hafi farið undir tíu daga.
Kjarninn 28. september 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn: Líkur hafa aukist á að fasteignaverð lækki
Útreikningar Seðlabankans á hlutfalli íbúðaverðs og launavísitölu hafa allt frá í mars gefið til kynna bólumyndun á íbúðamarkaði. Hvernig markaðurinn mun mögulega leiðrétta sig er óvíst, en hröð leiðrétting og nafnverðslækkanir eru möguleiki.
Kjarninn 28. september 2022
Gas streymir upp á yfirborðið í Eystrasalti út úr leiðslunum á hafsbotni.
Hvað gerðist eiginlega í Eystrasalti?
Allur vafi hefur nú verið tekinn af því hvort að rússneskt gas muni streyma til Evrópu í vetur. Sprengingar sem mældust á jarðskjálftamælum og gerðu risastór göt á leiðslurnar í Eystrasalti hafa veitt þeim vangaveltum náðarhöggið.
Kjarninn 28. september 2022
Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent
Vísitala neysluverðs hækkaði á milli mánaða en ársverðbólga dregst saman annan mánuðinn í röð. Miklar lækkanir á flugfargjöldum til útlanda skiptu miklu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent