Sýn vill tilnefnt almannaþjónustuhlutverk og fá styrki úr ríkissjóði til að sinna því

Sýn metur neikvæð áhrif COVID-19 á rekstur sinn á 1,1 milljarð króna. Félagið segir ekkert því til fyrirstöðu að það verði tilnefnt með almannaþjónustuhlutverk og að ríkið geri samning um að styrkja það fyrir að sinna hlutverkinu.

Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar.
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar.
Auglýsing

Aug­lýs­inga­tekjur fjöl­miðla- og fjar­skipta­fé­lags­ins Sýnar hafa dreg­ist saman um 212 millj­ónir króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins, vaxta­ber­andi skuldir þess hafa hækkað um 401 milljón króna vegna veik­ingu krón­unnar og skuld­bind­ingar við erlenda birgja – einkum vegna efn­is­kaupa – hafa kæakkð um 260 millj­ónir króna. Þá hafa reiki­tekjur félags­ins fallið um 235 millj­ónir króna, sem er um 60 pró­sent sam­dráttur miðað við sama tíma­bil í fyrra.­Sam­tals metur Sýn því nei­kvæð áhrif heims­far­ald­urs­ins á rekstur sinn á 1,1 millj­arð króna. 

Þetta kemur fram í umsögn sem Páll Ásgríms­son, sem situr í fram­kvæmda­stjórn Sýn­ar, hefur skilað inn um fjár­laga­frum­varpið fyrir hönd Sýn­ar. 

Þar segir einnig að Sýn sé nú þegar að reka fjöl­miðla í almanna­þjón­ustu án þess að fá sér­stak­lega greitt fyrir það úr rík­is­sjóði líkt og RÚV fær. Ef það eigi að auka rík­is­stuðn­ing til fjöl­mið­ils sem rekin sé í almanna­þágu geti sú fjár­veit­ing allt eins runnið til fjöl­miðla sem reknir eru af Sýn.

Sýn, sem var upp­haf­lega fjar­skipta­fé­lag, keypti ýmsa fjöl­miðla af félag­inu 365 miðlum í lok árs­ins 2017. Um er að ræða ljós­vaka­miðla á borð við Stöð 2, Bylgj­una og tengdar útvarps­­­­­stöðvar og frétta­vef­inn Vísi. Félagið tap­aði alls 402 millj­ónum króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins og hefur tapað alls 2,1 millj­arði króna frá upp­hafi síð­asta árs.

Svar við umsögn RÚV

Ástæða þess að Sýn skil­aði inn umsögn er sú að Stefán Eiríks­son, útvarps­stjóri RÚV, gerði slíkt hið sama fyrir skemmstu. Þar kom fram að aug­lýs­inga­tekjur RÚV verði um 300 millj­­ónum króna lægri á árinu 2020 en áætlað var, beinn auk­inn kostn­aður fyr­ir­tæk­is­ins vegna hlut­verks RÚV í COVID-19 far­aldr­inum væri hátt í 80 millj­­ónir króna og geng­is­­lækkun og aðrir liðir hafi hækkað fjár­­­magnsliði fyr­ir­tæk­is­ins um 90 millj­­ónir króna. 

Rekstr­­ar­n­ið­­ur­­staða RÚV verði því 470 millj­­ónum krónum verri í ár en stefnt var að. 

Staðan á næsta ári, 2021, verður mun alvar­­legri að sögn Stef­áns. Líkt og Kjarn­inn greindi frá í byrjun októ­ber er gert ráð fyrir því í fjár­­laga­frum­varp­inu að fram­lög til RÚV úr rík­­is­­sjóði verði lækkuð um 310 millj­­ónir króna milli ára og verði rúm­­lega 4,5 millj­­arðar króna. Þau voru rúm­­lega 4,8 millj­­arðar króna á yfir­­stand­andi ári. 

Auglýsing
Heild­­ar­fjár­­heim­ild til fjöl­miðla, sem fjár­­­mögnuð er með að mestu með inn­­heimtu útvarps­­gjalds, er áætluð fimm millj­­­arðar króna. Það þýðir að 484 millj­­­ónir króna munu fara í eitt­hvað annað RÚV. Þar af fara 92 millj­­­ónir króna í rekstur Fjöl­miðla­­­nefndar en það sem út af stend­­­ur, 392 millj­­­ónir króna, er ætl­­­aður stuðn­­­ingur við einka­rekna fjöl­miðla.

Stefán sagði í umsögn­inni að nettó áhrif af fram­an­­greindri lækkun útvarps­­gjalds­ins væru mun meiri en 310 millj­­ónir króna í ljósi þess að RÚV líkt og aðrir standi frammi fyrir verð­lags­hækk­­unum á næsta ári í sínum rekstri, þar á meðal vegna nýrra kjara­­samn­inga. Því séu raunn­á­hrifin um 400 millj­­ónir króna. Stefán sagði auk þess að áfram sé gert ráð fyrir veru­­legum sam­drætti í aug­lýs­inga­­tekjum á næsta ári. „Árið 2021 mun því í heild vanta yfir 600 m. kr. í fjár­­­mögnun RÚV,“ skrif­aði Stefán í umsögn sína.

Þessu þyrfti að mæta með „breyt­ingum og sam­drætti í dag­­skrár­­gerð og frétta­­þjón­­ustu RÚV.“

Segj­ast reka fjöl­miðla í almanna­þágu

Í umsögn Sýnar segir að fyr­ir­tækið hafi mætt sínum sam­drætti með marg­vís­legum hag­ræð­ing­ar­að­gerðum sem hafi skert sam­keppn­is­stöðu þess gagn­vart RÚV.

Í heims­far­aldr­inum hafi að mati Sýnar komið í ljós hversu mik­il­vægir fjöl­miðlar félags­ins væru í sam­fé­lag­inu og ekki síður hlut­verk þeirra í almanna­vörnum þegar kæmi að miðlun upp­lýs­inga til lands­manna. “Þrátt fyrir breyttar aðstæður hafa fjöl­miðlar Sýnar haldið úti öfl­ugri frétta­þjón­ustu í sjón­varpi, útvarpi og á vefn­um[...]Ekki er ofmælt að frétta­stofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgj­unnar gegni ein­stæðu hlut­verki sem óháð og ókeypis frétta­veita á fjöl­miðlum sem þorri almenn­ings notar frá degi til dags. Einnig er sér­stök áhersla lögð á fram­leiðslu inn­lends dag­skrár­efn­is, sem sýnt er á miðlum félags­ins, sem og gæða barna­efni. Þessu til við­bótar skal bent á að Sýn rekur eina lands­dekk­andi sjón­varps­dreifi­kerfi lands­ins og ann­ast sjón­varps­dreif­ingu m.a. fyrir RÚV. Með vísan til fram­an­greinds má færa fyrir því rök að Sýn reki nú þegar fjöl­miðil í almanna­þágu, þrátt fyrir að lögin um Rík­is­útvarpið byggi á að ein­ungis einn slíkur mið­ill sé rekin hér á land­i.“

Vísa til for­dæmis í Nor­egi

Þar sem sú upp­hæð sem fjár­lög ætla til stuðn­ing einka­rek­inna fjöl­miðla, alls 392 millj­ónir króna, sé fjarri því nægj­an­leg til að dekka tekju­tap þeirra vegna COVID-19 sé eðli­legt að fjár­fram­lög til RÚV skerð­ist líka. „Með vísan til þessa er með öllu óverj­andi ef RÚV verði bættur allur skað­inn eins og farið er á leit í umsögn RÚV enda myndi slík aðgerð ein­ungis auka á þá sam­keppn­is­röskun sem þegar leiðiraf tæp­lega 5 millj­arða árlegri með­gjöf frá rík­inu og um 2ja millj­arða aug­lýs­inga­tekna sem stofn­unin aflar sér ár hvert[...]í þessu sam­hengi skal bent á, að ef nið­ur­staðan verður sú að auka rík­is­stuðn­ing til fjöl­mið­ils sem rekin er í almanna­þágu getur sú fjár­veit­ing allt eins runnið til fjöl­miðla sem reknir eru af Sýn hf. í Nor­egi hefur TV 2 til að mynda verið útnefnt sem fjöl­mið­ill starf­andi í almanna­þágu. Á þeim grund­velli fær TV 2 rík­is­styrk, sem tal­inn er sam­ræm­ast rík­is­styrkja­reglum á Evr­ópska efna­hags­svæð­in­u.“

Í umsögn Sýnar segir ljóst að frétta­stofa Stöðvar 2, Bylgj­unnar og Vís­is, haldi úti þjón­ustu sem sé sam­bæri­leg þeirri frétta­þjón­ustu sem TV2 ann­ast í Nor­egi og fær rík­is­stuðn­ing fyr­ir. „Á það einkum við frétta­þjón­ustu Stöðvar 2 og Bylgj­unn­ar, sem stuðlar að fjöl­breytni og fjöl­ræði í frétta­flutn­ingi á ljós­vaka­miðl­um. Án hennar væri ein­göngu frétta­stofa RÚV starf­andi á ljós­vaka­miðli, sem væri afleitt fyrir lýð­ræð­is­lega umræðu og nauð­syn­legt aðhald fjöl­miðla. Virð­ist ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að íslenska ríkið til­nefni Sýn með almanna­þjón­ustu­hlut­verk og geri í fram­hald­inu samn­ing við fyr­ir­tækið hlið­stæðan þeim sem gerður hefur verið við TV2 í Nor­egi. Myndi slíkur samn­ing­ur, að upp­fylltum til­teknum skil­yrð­um, falla undir hópund­an­þágu SGEI ákvörð­unnar með sama hætti og í Nor­eg­i.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Ekki að leggja til 30 kílómetra hraða alls staðar
Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka leggur til að hámarkshraði í þéttbýli verði alla jafna 30 kílómetrar á klukkustund, nema gild rök séu fyrir hærri hraða. Með frumvarpi um þetta vill þingmaðurinn fara að fordæmi Hollendinga og Spánverja.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Lady Brewery hreyfingin býður fólki í leyniklúbb
Farandsbrugghúsið Lady Brewery ætlar að koma upp tilraunaeldhúsi þar sem íslensk náttúra í bjórgerð verður rannsökuð. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Helga Vala Helgadóttir leiddi lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir síðustu kosningar.
Samfylkingin fer „sænsku leiðina“ í Reykjavík og heldur ekki prófkjör
Það verður ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd hefur verið falið að stilla upp listum og leita eftir tilnefningum frá flokksfélögum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dæmi um fyrirsagnir frétta dagblaðanna á árunum 1985 og 1986.
Neituðu að kryfja lík alnæmissjúklinga
Í bók Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur, Berskjaldaður, er að finna frásögn hjúkrunarfræðings af hræðslunni og fordómunum innan sem utan Borgarspítalans á níunda og tíunda áratugnum, þegar HIV-faraldurinn braust út.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent