Sýn vill tilnefnt almannaþjónustuhlutverk og fá styrki úr ríkissjóði til að sinna því

Sýn metur neikvæð áhrif COVID-19 á rekstur sinn á 1,1 milljarð króna. Félagið segir ekkert því til fyrirstöðu að það verði tilnefnt með almannaþjónustuhlutverk og að ríkið geri samning um að styrkja það fyrir að sinna hlutverkinu.

Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar.
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar.
Auglýsing

Auglýsingatekjur fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins Sýnar hafa dregist saman um 212 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins, vaxtaberandi skuldir þess hafa hækkað um 401 milljón króna vegna veikingu krónunnar og skuldbindingar við erlenda birgja – einkum vegna efniskaupa – hafa lækkað um 260 milljónir króna. Þá hafa reikitekjur félagsins fallið um 235 milljónir króna, sem er um 60 prósent samdráttur miðað við sama tímabil í fyrra.Samtals metur Sýn því neikvæð áhrif heimsfaraldursins á rekstur sinn á 1,1 milljarð króna. 

Þetta kemur fram í umsögn sem Páll Ásgrímsson, sem situr í framkvæmdastjórn Sýnar, hefur skilað inn um fjárlagafrumvarpið fyrir hönd Sýnar. 

Þar segir einnig að Sýn sé nú þegar að reka fjölmiðla í almannaþjónustu án þess að fá sérstaklega greitt fyrir það úr ríkissjóði líkt og RÚV fær. Ef það eigi að auka ríkisstuðning til fjölmiðils sem rekin sé í almannaþágu geti sú fjárveiting allt eins runnið til fjölmiðla sem reknir eru af Sýn.

Sýn, sem var upphaflega fjarskiptafélag, keypti ýmsa fjöl­miðla af félag­inu 365 miðlum í lok árs­ins 2017. Um er að ræða ljós­vaka­miðla á borð við Stöð 2, Bylgj­una og tengdar útvarps­­­stöðvar og frétta­vef­inn Vísi. Félagið tapaði alls 402 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins og hefur tapað alls 2,1 milljarði króna frá upphafi síðasta árs.

Svar við umsögn RÚV

Ástæða þess að Sýn skilaði inn umsögn er sú að Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri RÚV, gerði slíkt hið sama fyrir skemmstu. Þar kom fram að auglýsingatekjur RÚV verði um 300 millj­ónum króna lægri á árinu 2020 en áætlað var, beinn auk­inn kostn­aður fyr­ir­tæk­is­ins vegna hlut­verks RÚV í COVID-19 far­aldr­inum væri hátt í 80 millj­ónir króna og geng­is­lækkun og aðrir liðir hafi hækkað fjár­magnsliði fyr­ir­tæk­is­ins um 90 millj­ónir króna. 

Rekstr­ar­nið­ur­staða RÚV verði því 470 millj­ónum krónum verri í ár en stefnt var að. 

Staðan á næsta ári, 2021, verður mun alvar­legri að sögn Stef­áns. Líkt og Kjarn­inn greindi frá í byrjun októ­ber er gert ráð fyrir því í fjár­laga­frum­varp­inu að fram­lög til RÚV úr rík­is­sjóði verði lækkuð um 310 millj­ónir króna milli ára og verði rúm­lega 4,5 millj­arðar króna. Þau voru rúm­lega 4,8 millj­arðar króna á yfir­stand­andi ári. 

Auglýsing
Heild­­ar­fjár­­heim­ild til fjöl­miðla, sem fjár­mögnuð er með að mestu með inn­heimtu útvarps­gjalds, er áætluð fimm millj­­arðar króna. Það þýðir að 484 millj­­ónir króna munu fara í eitt­hvað annað RÚV. Þar af fara 92 millj­­ónir króna í rekstur Fjöl­miðla­­nefndar en það sem út af stend­­ur, 392 millj­­ónir króna, er ætl­­aður stuðn­­ingur við einka­rekna fjöl­miðla.

Stefán sagði í umsögninni að nettó áhrif af fram­an­greindri lækkun útvarps­gjalds­ins væru mun meiri en 310 millj­ónir króna í ljósi þess að RÚV líkt og aðrir standi frammi fyrir verð­lags­hækk­unum á næsta ári í sínum rekstri, þar á meðal vegna nýrra kjara­samn­inga. Því séu raunnáhrifin um 400 millj­ónir króna. Stefán sagði auk þess að áfram sé gert ráð fyrir veru­legum sam­drætti í aug­lýs­inga­tekjum á næsta ári. „Árið 2021 mun því í heild vanta yfir 600 m. kr. í fjár­mögnun RÚV,“ skrifaði Stefán í umsögn sína.

Þessu þyrfti að mæta með „breyt­ingum og sam­drætti í dag­skrár­gerð og frétta­þjón­ustu RÚV.“

Segjast reka fjölmiðla í almannaþágu

Í umsögn Sýnar segir að fyrirtækið hafi mætt sínum samdrætti með margvíslegum hagræðingaraðgerðum sem hafi skert samkeppnisstöðu þess gagnvart RÚV.

Í heimsfaraldrinum hafi að mati Sýnar komið í ljós hversu mikilvægir fjölmiðlar félagsins væru í samfélaginu og ekki síður hlutverk þeirra í almannavörnum þegar kæmi að miðlun upplýsinga til landsmanna. “Þrátt fyrir breyttar aðstæður hafa fjölmiðlar Sýnar haldið úti öflugri fréttaþjónustu í sjónvarpi, útvarpi og á vefnum[...]Ekki er ofmælt að fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar gegni einstæðu hlutverki sem óháð og ókeypis fréttaveita á fjölmiðlum sem þorri almennings notar frá degi til dags. Einnig er sérstök áhersla lögð á framleiðslu innlends dagskrárefnis, sem sýnt er á miðlum félagsins, sem og gæða barnaefni. Þessu til viðbótar skal bent á að Sýn rekur eina landsdekkandi sjónvarpsdreifikerfi landsins og annast sjónvarpsdreifingu m.a. fyrir RÚV. Með vísan til framangreinds má færa fyrir því rök að Sýn reki nú þegar fjölmiðil í almannaþágu, þrátt fyrir að lögin um Ríkisútvarpið byggi á að einungis einn slíkur miðill sé rekin hér á landi.“

Vísa til fordæmis í Noregi

Þar sem sú upphæð sem fjárlög ætla til stuðning einkarekinna fjölmiðla, alls 392 milljónir króna, sé fjarri því nægjanleg til að dekka tekjutap þeirra vegna COVID-19 sé eðlilegt að fjárframlög til RÚV skerðist líka. „Með vísan til þessa er með öllu óverjandi ef RÚV verði bættur allur skaðinn eins og farið er á leit í umsögn RÚV enda myndi slík aðgerð einungis auka á þá samkeppnisröskun sem þegar leiðiraf tæplega 5 milljarða árlegri meðgjöf frá ríkinu og um 2ja milljarða auglýsingatekna sem stofnunin aflar sér ár hvert[...]í þessu samhengi skal bent á, að ef niðurstaðan verður sú að auka ríkisstuðning til fjölmiðils sem rekin er í almannaþágu getur sú fjárveiting allt eins runnið til fjölmiðla sem reknir eru af Sýn hf. í Noregi hefur TV 2 til að mynda verið útnefnt sem fjölmiðill starfandi í almannaþágu. Á þeim grundvelli fær TV 2 ríkisstyrk, sem talinn er samræmast ríkisstyrkjareglum á Evrópska efnahagssvæðinu.“

Í umsögn Sýnar segir ljóst að fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, haldi úti þjónustu sem sé sambærileg þeirri fréttaþjónustu sem TV2 annast í Noregi og fær ríkisstuðning fyrir. „Á það einkum við fréttaþjónustu Stöðvar 2 og Bylgjunnar, sem stuðlar að fjölbreytni og fjölræði í fréttaflutningi á ljósvakamiðlum. Án hennar væri eingöngu fréttastofa RÚV starfandi á ljósvakamiðli, sem væri afleitt fyrir lýðræðislega umræðu og nauðsynlegt aðhald fjölmiðla. Virðist ekkert því til fyrirstöðu að íslenska ríkið tilnefni Sýn með almannaþjónustuhlutverk og geri í framhaldinu samning við fyrirtækið hliðstæðan þeim sem gerður hefur verið við TV2 í Noregi. Myndi slíkur samningur, að uppfylltum tilteknum skilyrðum, falla undir hópundanþágu SGEI ákvörðunnar með sama hætti og í Noregi.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent