Útvarpsstjóri segir að það vanti 600 milljónir króna í rekstur RÚV á næsta ári

Stefán Eiríksson segir að fyrirsjáanlegt sé að mæta þurfi skertu framlagi til RÚV úr ríkissjóði, samdrætti í auglýsingatekjum og auknum kostnaði vegna COVID-19 með breytingum og samdrætti í dagskrárgerð og fréttaþjónustu RÚV.

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Auglýsing

Aug­lýs­inga­tekjur RÚV verða um 300 millj­ónum króna lægri á árinu 2020 en áætlað var, beinn auk­inn kostn­aður fyr­ir­tæk­is­ins vegna hlut­verks RÚV í COVID-19 far­aldr­inum er hátt í 80 millj­ónir króna og geng­is­lækkun og aðrir liðir hafa hækkað fjár­magnsliði fyr­ir­tæk­is­ins um 90 millj­ónir króna. 

Rekstr­ar­nið­ur­staða RÚV verður því 470 millj­ónum krónum verri í ár en stefnt var að. Þetta er meðan þess sem fram kemur í umsögn Stef­áns Eiríks­sonar útvarps­stjóra um fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Staðan á næsta ári, 2021, verður mun alvar­legri sögn Stef­áns. Líkt og Kjarn­inn greindi frá í byrjun októ­ber er gert ráð fyrir því í fjár­laga­frum­varp­inu að fram­lög til RÚV úr rík­is­sjóði verði lækkuð um 310 millj­ónir króna milli ára og verði rúm­lega 4,5 millj­arðar króna. Þau voru rúm­lega 4,8 millj­arðar króna á yfir­stand­andi ári. 

Heild­­ar­fjár­­heim­ild til fjöl­miðla, sem fjár­mögnuð er með að mestu með inn­heimtu útvarps­gjalds, er áætluð fimm millj­­arðar króna. Það þýðir að 484 millj­­ónir króna munu fara í eitt­hvað annað RÚV. Þar af fara 92 millj­­ónir króna í rekstur Fjöl­miðla­­nefndar en það sem út af stend­­ur, 392 millj­­ónir króna, er ætl­­aður stuðn­­ingur við einka­rekna fjöl­miðla.

Auglýsing
Stefán segir að nettó áhrif af fram­an­greindri lækkun útvarps­gjalds­ins séu mun meiri en 310 millj­ónir króna í ljósi þess að RÚV líkt og aðrir standi frammi fyrir verð­lags­hækk­unum á næsta ári í sínum rekstri, þar á meðal vegna nýrra kjara­samn­inga. Hann telur að það eigi að meta áhrifin á um 400 millj­ónir króna vegna þessa. Stefán segir auk þess að áfram sé gert ráð fyrir veru­legum sam­drætti í aug­lýs­inga­tekjum á næsta ári. „Árið 2021 mun því í heild vanta yfir 600 m. kr. í fjár­mögnun RÚV,“ skrifar Stefán í umsögn sína.

Sam­dráttur í frétta­þjón­ustu í píp­unum

Hann segir ljóst að svo umfangs­mikil lækkun á tekj­um, alls um tíu pró­sent hjá RÚV, veðri ekki mætt ein­ungis með frek­ari hag­ræð­ingu og nið­ur­skurði í yfir­stjórn og stoð­deildum RÚV, líkt og þegar hafi verið ráð­ist í. „Fyr­ir­sjá­an­legt er að mæta þurfi þessu með breyt­ingum og sam­drætti í dag­skrár­gerð og frétta­þjón­ustu RÚV.“

Stefán telur mik­il­vægt að Alþingi sé vel  með­vitað um þau áhrif sem meðal ann­ars muni koma niður á getu RÚV til þess að mæta auk­inni eft­ir­spurn og kröfum um frétt­ir, upp­lýs­ing­ar, fræðslu og afþr­ey­ingu á þeim tímum sem nú eru. „Eins og öllum er kunn­ugt um hefur öll menn­ing­ar­starf­semi í land­inu verið mjög tak­mörkuð og í sumum til­vikum alfarið stöðvast vegna COVID-19. Við þessu hefur RÚV brugð­ist m.a. með fjöl­breyttri sam­vinnu við aðrar menn­ing­ar­stofn­anir um miðlun á efni og með þróun á eigin dag­skrá í takt við breyttar aðstæður og auknar kröf­ur. Miklar kröfur eru gerðar til RÚV í þeim efnum af hálfu ann­arra menn­ing­ar­stofn­ana og sam­taka lista­manna, en vand­séð er hvernig RÚV á að geta staðið undir öfl­ugri dag­skrár­gerð við þær fjár­hags­að­stæður sem blasa við.“

Stefnt að því að styrkja einka­rekna miðla

Líkt og áður sagði þá er gert ráð fyrir að 392 millj­ónir króna af heild­ar­fjár­heim­ild til fjöl­miðla úr rík­is­sjóði fari í stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla. Slíkur stuðn­­ingur hefur verið í deigl­unni árum saman og drög að frum­varp­inu voru fyrst kynnt af Lilju Alfreðs­dótt­­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, í lok jan­úar 2019. Það kom­st hins vegar ekki á dag­­­skrá vor­­þings þess árs vegna mik­illar and­­­stöðu við málið hjá hluta þing­­­flokks Sjálf­­­stæð­is­­­flokks. 

Í kjöl­farið voru gerðar breyt­ingar á frum­varp­inu til að koma til móts við þá and­­stöðu. Í þeim fólst aðal­­­lega að stærstu fjöl­miðlar lands­ins myndu fá hærri styrkja­greiðslur en minni fjöl­miðlar myndu skerð­­ast á mót­i. 

Gert ráð fyrir stuðn­­ings­greiðslum til fjöl­miðla í fjár­­laga­frum­varpi rík­­is­­stjórn­­­ar­innar fyrir árið 2020. 

Nýtt frum­varp, sem átti að leggj­­ast fram í sept­­em­ber 2019, lét þó á sér standa. Lilja mælti á end­­anum ekki fyrir frum­varpi um að lög­­­festa slíkt styrkja­­kerfi fyrr en í des­em­ber 2019. Frum­varpið var hins vegar svæft í nefnd, aftur að mestu fyrir til­­stilli þing­­manna Sjálf­­stæð­is­­flokks, og fékk ekki afgreiðslu. 

Þess í stað var ákveðið að taka þá fjár­­muni sem búið var að heita í styrk­ina og breyta þeim í ein­­skiptis neyð­­ar­­styrk vegna COVID-19. Lilju var falið að útfæra greiðslu þeirra í reglu­­gerð. Það gerði hún í byrjun júlí. 

Í reglu­­gerð­inni var sú breyt­ing gerð á upp­­runa­­legri úthlut­un­­ar­að­­gerð að sú upp­­hæð sem stærstu fjöl­miðla­­fyr­ir­tæki lands­ins gátu sótt í rík­­is­­sjóð var tvö­­­föld­uð, úr 50 millj­­ónum króna í 100 millj­­ónir króna. Fyrir vikið skert­ust greiðslur sem upp­­runa­­lega voru ætl­­aðar 20 smærri fjöl­miðla­­fyr­ir­tækjum um 106 millj­­ónir króna en sama upp­­hæð flutt­ist til þriggja stærstu einka­reknu fjöl­miðla­­­fyr­ir­tækja lands­ins, Árvak­­­urs, Sýnar og Torgs. Árvak­­ur, sem gefur út Morg­un­­blaðið og tengda miðla, fékk mest allra, eða hámarks­­­styrk upp á 99,9 millj­­ónir króna.

Sam­kvæmt þing­mála­skrá rík­is­stjórn­ar­innar átti að leggja fram frum­varp Lilju um styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla í þriðja sinn í októ­ber­mán­uði. Það hefur enn ekki verið lagt fram. 

Kjarn­inn er einn þeirra fjöl­miðla sem upp­­­­­­­fyllir þau skil­yrði sem sett eru fyrir stuðn­­­­ings­greiðsl­­­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið reiknar með að fá 75 milljarða fyrir helming af eigninni í Íslandsbanka á næsta ári
Sá hlutur sem ríkið seldi í Íslandsbanka í sumar hefur hækkað um rúmlega 31 milljarð króna í virði á nokkrum mánuðum. Reiknað er með að ríkissjóður fái 75 milljarða fyrir helming útistandandi hlutar síns í bankanum næsta sumar. Restin verður seld 2023.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent