Bóluefni Pfizer gæti verið upphafið að endalokunum

Bjartsýni ríkir eftir að lyfjafyrirtækin Pfizer og BioNTech greindu frá niðurstöðum á prófunum á bóluefni gegn COVID-19 í gær. En mörgum spurningum er ósvarað.

Aldrei áður í mannkynssögunni hefur tekið jafn skamman tíma að þróa bóluefni.
Aldrei áður í mannkynssögunni hefur tekið jafn skamman tíma að þróa bóluefni.
Auglýsing

Bar­áttan gegn kór­ónu­veirunni SAR­S-CoV-2 hefur nú staðið í tæpt ár. Ýmis­legt hefur áunn­ist á þeim tíma, s.s. skimanir og lyfja­með­ferðir en bjarg­vætt­ur­inn út úr far­aldr­in­um, bólu­efni, hefur enn sem komið er verið rétt utan seil­ing­ar.En nú eru blikur á lofti. Tvö lyfja­fyr­ir­tæki, Pfizer og BioNTech, hafa unnið í sam­ein­ingu að þróun bólu­efnis sem nú þykir sannað að muni gefa góða raun. Níu­tíu pró­sent þeirra sem fengið hafa bólu­efnið hafa myndað ónæmi sem þykir eins góður árangur og hægt er að von­ast til af „fyrstu kyn­slóð“ nýs bólu­efn­is.Aldrei áður í mann­kyns­sög­unni hefur tekið jafn skamman tíma að þróa bólu­efni. Tugir fyr­ir­tækja víða um heim eru að þróa slíka vörn gegn veirunni en nokkur þeirra skara framúr og lofa góðu. Fleiri en eitt bólu­efni þarf lík­leg­ast til og því eru þetta góðar fréttir sem margir vilja meina að séu upp­hafið af enda­lokum far­ald­urs­ins sem sett hefur heims­byggð­ina á hlið­ina á und­an­förnum mán­uð­um.

Auglýsing


Um 43 þús­und manns hafa tekið þátt í til­raunum Pfizer og BioNTech. Hóp­ur­inn  sam­anstendur af alls konar fólki af ýmsum kyn­þátt­um.Það er þó of snemmt að fagna. Ýmsum spurn­ingum er enn ósvarað og til­raunir lyfja­fyr­ir­tækj­anna halda nú áfram.Ein spurn­ingin er sú hversu vel bólu­efnið mun gagn­ast eldra fólki, þeim hópi fólks sem er hvað lík­leg­astur til að veikj­ast alvar­lega af sjúk­dómn­um. Einnig á eftir að koma í ljós hvort að sá sem fengið hefur bólu­efnið geti engu að síður smitað aðra, það er að segja, þó að hann sýni ekki ein­kenni COVID-19. Þá er enn ekki full­víst hversu löng virkni efn­is­ins er.Það er af þessum sökum m.a. sem mik­il­vægt er að fleiri en eitt bólu­efni verði aðgengi­legt. Eitt þeirra sem er í þróun við Oxfor­d-há­skóla, hefur til að mynda kallað fram gott ónæm­is­svar hjá eldra fólki.Næstu skref Pfizer og BioNTech er að safna frek­ari gögnum úr rann­sóknum sín­um. Að því loknu munu fyr­ir­tækin fá sér­stakt neyð­ar­leyfi, sem Alþjóða heil­brigð­is­stofn­unin hefur heim­ilað að gefin verði út að ákveðnum skil­yrðum upp­fyllt­um, svo koma megi bólu­efn­inu í notk­un. Það mun þó ekki ger­ast fyrr en í fyrsta lagi á fyrsta árs­fjórð­ungi næsta árs. Það er svo í höndum opin­berra aðila innan hvers lands að for­gangs­raða hverjir fá efn­ið, sem verður fyrst í stað af skornum skammti. Vonir standa þó til þess að gangi allt að óskum verði hægt að fram­leiða 1,3 millj­arða skammta af bólu­efni Pfizer á næsta ári.Um stærstu bólu­setn­ing­ar­her­ferð mann­kyns verður að ræða og þegar hefur verið ákveðið stofn­anir á borð við UNICEF, sem hefur mikla þekk­ingu og reynslu á dreif­ingu bólu­efna í fátækum ríkjum heims, komi að því verk­efni.

Nýstár­leg aðferðBólu­efni Pfizer er sögu­legt í ýmsu öðru til­liti en hversu hratt hefur tek­ist að þróa það. Aðferð­inni sem beitt er, mRNA, er nýstár­leg og hefur hingað til ekki verið notuð við gerð bólu­efna fyrir mann­eskj­ur.Alls eru ell­efu bólu­efni núna komin langt í þróun á heims­vísu, sam­kvæmt umfjöllun New York Times um þennan áfanga og nokkur þeirra inni­halda, eins og bólu­efni Pfizer og BioNTech, gena­upp­lýs­ingar (mRNA) fyrir svokölluð gadda­prótein sem eru á yfir­borði kór­ónu­veirunn­ar, SAR­S-CoV-2. Gefa þessar nið­ur­stöður því vonir um að önnur fyr­ir­tæki sem eru að beita sömu nálgun nái líka góðum árangri með sín bólu­efni.Í umfjöllun á vef Lyfja­stofn­unar um til­raunir Pfizer og BioNTech kemur fram hvernig slík bólu­efni verka, en þar segir að þegar bólu­efnið hafi verið gefið byrji frumur lík­am­ans að fram­leiða sín eigin gadda­prótein. Ónæm­is­kerfið lítur á þau sem fram­andi fyr­ir­bæri og tekur til varna með því að fram­leiða mótefni og T-frumur gegn veirunni.Sú vörn mun síðar koma að gagni til að verja við­kom­andi ein­stak­ling gegn sýk­ingu af völdum SAR­S-CoV-2 kór­ónu­veirunn­ar, þar sem ónæm­is­kerfið kemur til með að þekkja veiruna og ráð­ast gegn henni.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent