Bóluefni Pfizer gæti verið upphafið að endalokunum

Bjartsýni ríkir eftir að lyfjafyrirtækin Pfizer og BioNTech greindu frá niðurstöðum á prófunum á bóluefni gegn COVID-19 í gær. En mörgum spurningum er ósvarað.

Aldrei áður í mannkynssögunni hefur tekið jafn skamman tíma að þróa bóluefni.
Aldrei áður í mannkynssögunni hefur tekið jafn skamman tíma að þróa bóluefni.
Auglýsing

Bar­áttan gegn kór­ónu­veirunni SAR­S-CoV-2 hefur nú staðið í tæpt ár. Ýmis­legt hefur áunn­ist á þeim tíma, s.s. skimanir og lyfja­með­ferðir en bjarg­vætt­ur­inn út úr far­aldr­in­um, bólu­efni, hefur enn sem komið er verið rétt utan seil­ing­ar.En nú eru blikur á lofti. Tvö lyfja­fyr­ir­tæki, Pfizer og BioNTech, hafa unnið í sam­ein­ingu að þróun bólu­efnis sem nú þykir sannað að muni gefa góða raun. Níu­tíu pró­sent þeirra sem fengið hafa bólu­efnið hafa myndað ónæmi sem þykir eins góður árangur og hægt er að von­ast til af „fyrstu kyn­slóð“ nýs bólu­efn­is.Aldrei áður í mann­kyns­sög­unni hefur tekið jafn skamman tíma að þróa bólu­efni. Tugir fyr­ir­tækja víða um heim eru að þróa slíka vörn gegn veirunni en nokkur þeirra skara framúr og lofa góðu. Fleiri en eitt bólu­efni þarf lík­leg­ast til og því eru þetta góðar fréttir sem margir vilja meina að séu upp­hafið af enda­lokum far­ald­urs­ins sem sett hefur heims­byggð­ina á hlið­ina á und­an­förnum mán­uð­um.

Auglýsing


Um 43 þús­und manns hafa tekið þátt í til­raunum Pfizer og BioNTech. Hóp­ur­inn  sam­anstendur af alls konar fólki af ýmsum kyn­þátt­um.Það er þó of snemmt að fagna. Ýmsum spurn­ingum er enn ósvarað og til­raunir lyfja­fyr­ir­tækj­anna halda nú áfram.Ein spurn­ingin er sú hversu vel bólu­efnið mun gagn­ast eldra fólki, þeim hópi fólks sem er hvað lík­leg­astur til að veikj­ast alvar­lega af sjúk­dómn­um. Einnig á eftir að koma í ljós hvort að sá sem fengið hefur bólu­efnið geti engu að síður smitað aðra, það er að segja, þó að hann sýni ekki ein­kenni COVID-19. Þá er enn ekki full­víst hversu löng virkni efn­is­ins er.Það er af þessum sökum m.a. sem mik­il­vægt er að fleiri en eitt bólu­efni verði aðgengi­legt. Eitt þeirra sem er í þróun við Oxfor­d-há­skóla, hefur til að mynda kallað fram gott ónæm­is­svar hjá eldra fólki.Næstu skref Pfizer og BioNTech er að safna frek­ari gögnum úr rann­sóknum sín­um. Að því loknu munu fyr­ir­tækin fá sér­stakt neyð­ar­leyfi, sem Alþjóða heil­brigð­is­stofn­unin hefur heim­ilað að gefin verði út að ákveðnum skil­yrðum upp­fyllt­um, svo koma megi bólu­efn­inu í notk­un. Það mun þó ekki ger­ast fyrr en í fyrsta lagi á fyrsta árs­fjórð­ungi næsta árs. Það er svo í höndum opin­berra aðila innan hvers lands að for­gangs­raða hverjir fá efn­ið, sem verður fyrst í stað af skornum skammti. Vonir standa þó til þess að gangi allt að óskum verði hægt að fram­leiða 1,3 millj­arða skammta af bólu­efni Pfizer á næsta ári.Um stærstu bólu­setn­ing­ar­her­ferð mann­kyns verður að ræða og þegar hefur verið ákveðið stofn­anir á borð við UNICEF, sem hefur mikla þekk­ingu og reynslu á dreif­ingu bólu­efna í fátækum ríkjum heims, komi að því verk­efni.

Nýstár­leg aðferðBólu­efni Pfizer er sögu­legt í ýmsu öðru til­liti en hversu hratt hefur tek­ist að þróa það. Aðferð­inni sem beitt er, mRNA, er nýstár­leg og hefur hingað til ekki verið notuð við gerð bólu­efna fyrir mann­eskj­ur.Alls eru ell­efu bólu­efni núna komin langt í þróun á heims­vísu, sam­kvæmt umfjöllun New York Times um þennan áfanga og nokkur þeirra inni­halda, eins og bólu­efni Pfizer og BioNTech, gena­upp­lýs­ingar (mRNA) fyrir svokölluð gadda­prótein sem eru á yfir­borði kór­ónu­veirunn­ar, SAR­S-CoV-2. Gefa þessar nið­ur­stöður því vonir um að önnur fyr­ir­tæki sem eru að beita sömu nálgun nái líka góðum árangri með sín bólu­efni.Í umfjöllun á vef Lyfja­stofn­unar um til­raunir Pfizer og BioNTech kemur fram hvernig slík bólu­efni verka, en þar segir að þegar bólu­efnið hafi verið gefið byrji frumur lík­am­ans að fram­leiða sín eigin gadda­prótein. Ónæm­is­kerfið lítur á þau sem fram­andi fyr­ir­bæri og tekur til varna með því að fram­leiða mótefni og T-frumur gegn veirunni.Sú vörn mun síðar koma að gagni til að verja við­kom­andi ein­stak­ling gegn sýk­ingu af völdum SAR­S-CoV-2 kór­ónu­veirunn­ar, þar sem ónæm­is­kerfið kemur til með að þekkja veiruna og ráð­ast gegn henni.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiErlent