Bóluefnisbjartsýni grípur fjármálamarkaði, vísindafólk og almenning

Uppörvandi fréttir af bóluefni Pfizer og BioNTech hafa haft veruleg áhrif á gang mála á fjármálamörkuðum heimsins í dag. Tíðindin urðu til þess að margir fylltust bjartsýni um að eðlilegra líf blasi við á næsta ári.

Tilkynning lyfjarisans Pfizer og þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech um góðan árangur í bóluefnistilraunum vakti upp miklar væntingar í dag.
Tilkynning lyfjarisans Pfizer og þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech um góðan árangur í bóluefnistilraunum vakti upp miklar væntingar í dag.
Auglýsing

Jákvæðar fréttir af þróun bólu­efnis Pfizer og BioNTech gegn COVID-19 fóru sem storm­sveipur um heim­inn fyrr í dag og glæddu vonir um að brátt færi að sjá til sólar í glímunni við sjúk­dóm­inn og útbreiðslu veirunnar sem honum veld­ur, SAR­S-CoV-2.

Að minnsta kosti 50 millj­ónir manna hafa smit­ast af veirunni á heims­vísu frá því í upp­hafi þessa árs og hefur vöxtur far­ald­urs­ins sjaldan verið jafn hraður og um þessar mund­ir, ekki síst í Evr­ópu og í Banda­ríkj­un­um. Alls hafa yfir 1.250.000 manns lát­ist vegna veirunnar til þessa og sótt­varn­ar­að­gerðir haft lam­andi áhrif á mann­líf og efna­hags­líf víða.

Flug­fé­lög upp, fjar­vinnu­lausnir niður

Fjár­festar um heim allan tóku tíð­ind­unum fagn­andi og mikil bjart­sýni virt­ist grípa um sig í kaup­höll­u­m. 

Hér á Íslandi skaust verð á hluta­bréfum í Icelandair Group upp um tæp­lega fjórð­ung í um 260 milljón króna við­skiptum og fór gengi bréfa í félag­inu upp fyrir útboðs­gengið 1 í fyrsta sinn í rúman mán­uð. Einnig hækk­uðu fast­eigna­fé­lögin Reit­ir, Reg­inn og Eik umtals­vert, Reitir mest, eða um tæp 13 pró­sent í 386 milljón króna við­skipt­um.

Auglýsing

Flug­fé­lög og önnur ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki hafa orðið sér­stak­lega illa fyrir barð­inu á heims­far­aldr­inum og það voru þau sem skut­ust mest upp á við í kaup­höllum og leiddu hækk­anir dags­ins víða. Olíu­verð hækk­aði líka nokkuð kröft­ug­lega og síð­degis í dag kost­aði tunna af Brent-hrá­olíu tæpa 43 doll­ara, röskum 8 pró­sentum meira en í gær. 

Að sama skapi varð nokkuð skörp lækkun á hluta­bréfa­verði ýmissa fyr­ir­tækja sem bein­línis hafa notið góðs af far­aldr­in­um. Til dæmis lækk­aði hluta­bréfa­verð fjar­funda­þjón­ust­unnar Zoom skarpt í kaup­höll­inni í New York og ýmis fyr­ir­tæki sem sér­hæfa sig í heim­send­ingum á mat­vörum og öðru slíku féllu í verði.

Í umfjöll­un Fin­ancial Times um stöðu mark­aða frá því fyrr í dag segir að fjár­festar hafi losað sig við rík­is­skulda­bréf í tölu­verðum mæli. Margir þeirra virð­ist nú veðja á að að rík­is­sjóðir þurfi ekki að beita sér með jafn miklum þunga í stuðn­ings- og við­spyrnu­að­gerðum vegna far­ald­urs­ins og útlit hafi verið fyr­ir.

Upp­örvandi tíð­indi en spurn­ingum ósvarað

Þessi miklu áhrif jákvæðra tíð­inda af bólu­efn­is­þró­un­inni á heims­mark­aði gefa til kynna að miklar vænt­ingar séu bundnar við það að bólu­efni verði töfra­lausn sem geti fært til­ver­una í eðli­legra horf til­tölu­lega fljótt. Ýmsir vís­inda­menn hafa tekið til­kynn­ingu Pfizer og BioNTech fagn­andi.

Chris Witty, helsti ráð­gjafi breskra stjórn­valda í glímunni við COVID-19, sagði til dæmis á Twitter að tíð­indin væru upp­örvandi og gæfu góð fyr­ir­heit fyrir árið 2021, en lagði þó áherslu á að áfram þyrfti að reyna að bæla niður veiruna. 

Tedros A. Ghebr­eyesus, fram­kvæmda­stjóri Alþjóð­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar (WHO) sagði sömu­leiðis á Twitter að tíð­indin væru jákvæð og að heim­ur­inn væri að sjá for­dæma­lausa fram­þróun og sam­starf í vís­indum til þess að binda endi á heims­far­ald­ur­inn.

Breska rík­is­út­varpið BBC hefur eftir Peter Hor­by, pró­fessor við Oxfor­d-há­skóla, að tíð­indin frá Pfizer hafi látið hann brosa út að eyr­um. Hann sagði þau marka þátta­skil og að hann finndi fyrir létti, en hann sagði þó ljóst að það væri enn langt þar til að bólu­efni myndu byrja að hafa veru­leg áhrif.

Í umfjöllun um bólu­efnið á vef breska blaðs­ins Guar­dian segir þó að ýmsum spurn­ingum sé ósvar­að, meðal ann­ars því hversu lengi bólu­setn­ingin vari, hvort hún verji þá sem hafa áður smit­ast af veirunni og hvort bólu­efnið komi alfarið í veg fyrir að fólk geti orðið smit­ast og smitað aðra eða dragi ein­fald­lega úr alvar­leika ein­kenna þeirra sem sýkj­ast.

Einnig segir þar og víðar að bólu­efni Pfizer og BioNTech þurfi að geyma við við mikið fros­et, eða um -80°C. Því gæti orðið erfitt að útfæra skjóta og skil­virka dreif­ingu þess.

Fleiri fyr­ir­tæki skila af sér gögnum á næst­unni

Sam­kvæmt sam­an­tekt Reuters um stöðu bólu­efna­rann­sókna má búast við því að fleiri lyfja­fyr­ir­tæki á Vest­ur­löndum sem komin eru langt í þró­un­ar­ferl­inu og inn í klínískar rann­sóknir skili gögnum um rann­sókn­irnar fyrir ára­mót.

Þeirra á meðal eru banda­ríska fyr­ir­tækið Moderna, hið breska Astr­aZeneca við Oxfor­d-há­skóla og lyfj­aris­inn John­son & John­son, en alls eru 11 bólu­efni komin á þriðja stig klínískra rann­sókna. 

Fjöl­mörg til við­bótar eru í þró­un, en hátt á annað hund­rað teymi vís­inda­manna um heim allan eru í kapp­hlaupi um að þróa bólu­efni gegn veirunni, sem allt hefur hverfst um und­an­farna 10 mán­uði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímur Hróðmarsson
Arðrán Auðmanna – Fjölgun Öreiga
Kjarninn 22. janúar 2021
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika búin að kaupa Netgíró
Kvika banki hefur lokið við kaup sín á öllu hlutafé í Netgíró, þremur mánuðum á eftir áætlun.
Kjarninn 22. janúar 2021
Ekki hefur enn komið til þess að einhverjir ferðamenn gjörsamlega harðneiti að fara í skimun.
Hvað má valdstjórnin gera ef fólk harðneitar að fara í landamæraskimun?
Sannfæringarkraftur landamæravarða um nauðsyn sýnatöku á landamærum hefur reynst nægur. Ekki hefur þurft að beita þvingunarúrræðum eða vísa fólki rakleiðis úr landi. Þær heimildir eru þó til staðar í sóttvarnalögum og útlendingalögum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Skoðanir kjósenda stjórnarflokkanna eru mjög mismunandi. Einungis á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er meirihlutastuðningur við söluáformin.
Könnun: Innan við fjórðungur hlynnt sölu Íslandsbanka
Ný könnun frá Gallup sýnir fram á að tæp 56 prósent landsmanna leggjast gegn sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu mánuðum. Væntir kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera fylgjandi söluáformunum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Línan á að teygja sig 170 kílómetra inn í eyðimörkina.
Sádi-Arabía áformar að byggja 170 kílómetra langa bíllausa borg
Engir vegir, ekkert vesen. Krónprins Sádi-Arabíu hefur kynnt áform um byggingu 170 kílómetra langrar borgar þar sem enginn íbúi mun þurfa að ganga lengur en 5 mínútur eftir allri nauðsynlegri þjónustu og öll ferðalög fara fram neðanjarðar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir efsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk sækist eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi
Nýjasti þingmaður Samfylkingar sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem Guðmundur Andri Thorsson leiddi í kosningunum árið 2017. Rósa Björk fer því ekki fram í Reykjavík, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í skoðanakönnun þar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Sjónvarpið var árið 2019 sem fyrr sá miðill sem tekur til sín stærstan hluta tekna á íslenskum fjölmiðlamarkaði, eða rúmlega 12,6 milljarða af alls 25 milljarða tekjum íslenskra fjölmiðla.
Fjórar af hverjum tíu auglýsingakrónum virðast hafa runnið úr landi árið 2019
Tekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um sjö prósent á milli áranna 2018 og 2019. Um 7,8 milljarðar af auglýsingafé innlendra aðila eru taldir hafa runnið úr landi, stór hluti til Facebook og Google. Hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði var 17 prósent.
Kjarninn 22. janúar 2021
Leikarnir áttu að fara fram í Tókýó síðasta sumar en var frestað til sumarsins 2021. Hálft ár er nú til stefnu.
Hafna því að búið sé að ákveða að aflýsa Ólympíuleikunum
Þetta er ekki rétt. Þetta er ekki rétt. Þannig hafa svör japanskra stjórnvalda sem og aðstandenda Ólympíuleikanna í Tókýó verið í dag vegna frétta um að þegar sé búið að ákveða að aflýsa leikunum. „Ólympíueldurinn verður kveiktur 23. júlí.“
Kjarninn 22. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent