Bóluefnisbjartsýni grípur fjármálamarkaði, vísindafólk og almenning

Uppörvandi fréttir af bóluefni Pfizer og BioNTech hafa haft veruleg áhrif á gang mála á fjármálamörkuðum heimsins í dag. Tíðindin urðu til þess að margir fylltust bjartsýni um að eðlilegra líf blasi við á næsta ári.

Tilkynning lyfjarisans Pfizer og þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech um góðan árangur í bóluefnistilraunum vakti upp miklar væntingar í dag.
Tilkynning lyfjarisans Pfizer og þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech um góðan árangur í bóluefnistilraunum vakti upp miklar væntingar í dag.
Auglýsing

Jákvæðar fréttir af þróun bólu­efnis Pfizer og BioNTech gegn COVID-19 fóru sem storm­sveipur um heim­inn fyrr í dag og glæddu vonir um að brátt færi að sjá til sólar í glímunni við sjúk­dóm­inn og útbreiðslu veirunnar sem honum veld­ur, SAR­S-CoV-2.

Að minnsta kosti 50 millj­ónir manna hafa smit­ast af veirunni á heims­vísu frá því í upp­hafi þessa árs og hefur vöxtur far­ald­urs­ins sjaldan verið jafn hraður og um þessar mund­ir, ekki síst í Evr­ópu og í Banda­ríkj­un­um. Alls hafa yfir 1.250.000 manns lát­ist vegna veirunnar til þessa og sótt­varn­ar­að­gerðir haft lam­andi áhrif á mann­líf og efna­hags­líf víða.

Flug­fé­lög upp, fjar­vinnu­lausnir niður

Fjár­festar um heim allan tóku tíð­ind­unum fagn­andi og mikil bjart­sýni virt­ist grípa um sig í kaup­höll­u­m. 

Hér á Íslandi skaust verð á hluta­bréfum í Icelandair Group upp um tæp­lega fjórð­ung í um 260 milljón króna við­skiptum og fór gengi bréfa í félag­inu upp fyrir útboðs­gengið 1 í fyrsta sinn í rúman mán­uð. Einnig hækk­uðu fast­eigna­fé­lögin Reit­ir, Reg­inn og Eik umtals­vert, Reitir mest, eða um tæp 13 pró­sent í 386 milljón króna við­skipt­um.

Auglýsing

Flug­fé­lög og önnur ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki hafa orðið sér­stak­lega illa fyrir barð­inu á heims­far­aldr­inum og það voru þau sem skut­ust mest upp á við í kaup­höllum og leiddu hækk­anir dags­ins víða. Olíu­verð hækk­aði líka nokkuð kröft­ug­lega og síð­degis í dag kost­aði tunna af Brent-hrá­olíu tæpa 43 doll­ara, röskum 8 pró­sentum meira en í gær. 

Að sama skapi varð nokkuð skörp lækkun á hluta­bréfa­verði ýmissa fyr­ir­tækja sem bein­línis hafa notið góðs af far­aldr­in­um. Til dæmis lækk­aði hluta­bréfa­verð fjar­funda­þjón­ust­unnar Zoom skarpt í kaup­höll­inni í New York og ýmis fyr­ir­tæki sem sér­hæfa sig í heim­send­ingum á mat­vörum og öðru slíku féllu í verði.

Í umfjöll­un Fin­ancial Times um stöðu mark­aða frá því fyrr í dag segir að fjár­festar hafi losað sig við rík­is­skulda­bréf í tölu­verðum mæli. Margir þeirra virð­ist nú veðja á að að rík­is­sjóðir þurfi ekki að beita sér með jafn miklum þunga í stuðn­ings- og við­spyrnu­að­gerðum vegna far­ald­urs­ins og útlit hafi verið fyr­ir.

Upp­örvandi tíð­indi en spurn­ingum ósvarað

Þessi miklu áhrif jákvæðra tíð­inda af bólu­efn­is­þró­un­inni á heims­mark­aði gefa til kynna að miklar vænt­ingar séu bundnar við það að bólu­efni verði töfra­lausn sem geti fært til­ver­una í eðli­legra horf til­tölu­lega fljótt. Ýmsir vís­inda­menn hafa tekið til­kynn­ingu Pfizer og BioNTech fagn­andi.

Chris Witty, helsti ráð­gjafi breskra stjórn­valda í glímunni við COVID-19, sagði til dæmis á Twitter að tíð­indin væru upp­örvandi og gæfu góð fyr­ir­heit fyrir árið 2021, en lagði þó áherslu á að áfram þyrfti að reyna að bæla niður veiruna. 

Tedros A. Ghebr­eyesus, fram­kvæmda­stjóri Alþjóð­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar (WHO) sagði sömu­leiðis á Twitter að tíð­indin væru jákvæð og að heim­ur­inn væri að sjá for­dæma­lausa fram­þróun og sam­starf í vís­indum til þess að binda endi á heims­far­ald­ur­inn.

Breska rík­is­út­varpið BBC hefur eftir Peter Hor­by, pró­fessor við Oxfor­d-há­skóla, að tíð­indin frá Pfizer hafi látið hann brosa út að eyr­um. Hann sagði þau marka þátta­skil og að hann finndi fyrir létti, en hann sagði þó ljóst að það væri enn langt þar til að bólu­efni myndu byrja að hafa veru­leg áhrif.

Í umfjöllun um bólu­efnið á vef breska blaðs­ins Guar­dian segir þó að ýmsum spurn­ingum sé ósvar­að, meðal ann­ars því hversu lengi bólu­setn­ingin vari, hvort hún verji þá sem hafa áður smit­ast af veirunni og hvort bólu­efnið komi alfarið í veg fyrir að fólk geti orðið smit­ast og smitað aðra eða dragi ein­fald­lega úr alvar­leika ein­kenna þeirra sem sýkj­ast.

Einnig segir þar og víðar að bólu­efni Pfizer og BioNTech þurfi að geyma við við mikið fros­et, eða um -80°C. Því gæti orðið erfitt að útfæra skjóta og skil­virka dreif­ingu þess.

Fleiri fyr­ir­tæki skila af sér gögnum á næst­unni

Sam­kvæmt sam­an­tekt Reuters um stöðu bólu­efna­rann­sókna má búast við því að fleiri lyfja­fyr­ir­tæki á Vest­ur­löndum sem komin eru langt í þró­un­ar­ferl­inu og inn í klínískar rann­sóknir skili gögnum um rann­sókn­irnar fyrir ára­mót.

Þeirra á meðal eru banda­ríska fyr­ir­tækið Moderna, hið breska Astr­aZeneca við Oxfor­d-há­skóla og lyfj­aris­inn John­son & John­son, en alls eru 11 bólu­efni komin á þriðja stig klínískra rann­sókna. 

Fjöl­mörg til við­bótar eru í þró­un, en hátt á annað hund­rað teymi vís­inda­manna um heim allan eru í kapp­hlaupi um að þróa bólu­efni gegn veirunni, sem allt hefur hverfst um und­an­farna 10 mán­uði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent