Stjórnarþingmaður segist hættur „meðvirkni“ með sóttvarnaraðgerðum

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokks talar á afgerandi hátt gegn sóttvarnaráðstöfunum stjórnvalda í dag og segir að COVID-19 valdi ekki nægilegu neyðarástandi til að réttlæta aðgerðirnar, sem séu stærstu skref í átt til alræðis í Íslandssögunni.

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Brynjar Níels­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins gagn­rýnir það sem hann kallar „al­ræði sótt­varna“ á Íslandi í aðsendri grein sem birt­ist á Vísi í dag. Hann segir að hann sé orð­inn „sann­færð­ari en áður að við og flest önnur ríki höfum ekki brugð­ist rétt við í bar­átt­unni við veiruna.“

Þing­mað­ur­inn seg­ist telja væn­legra til árang­urs að afmarka aðgerðir til að vernda þá sem eru í hættu, gefa út almenn til­mæli um að hver passi sig og und­ir­búa heil­brigð­is­kerfið undir aukið álag vegna veirunn­ar. Hann ­segir að rík­is­valdið hér á landi hafi stigið „stærri skref til alræðis en nokkru sinni fyrr í okkar sögu“ með þeim sótt­varn­ar­að­gerðum sem hefur verið beitt til þess að reyna að hemja útbreiðslu veirunnar inn­an­lands.

„Allir þurfa svo að ganga í takt og við­ur­lögin ef út af bregður er opin­ber smán­un. Öll gagn­rýni er kaf­færð með hræðslu­á­róðri,“ skrifar Brynjar og segir allt þetta með ein­dæm­um. Nú sé svo komið að „með­virkni“ hans með sótt­varn­ar­að­gerð­unum sé lok­ið.

Auglýsing

Í grein­inni segir hann þó einnig að það hvar­fli ekki að sér að gera lítið úr veirunni og áhrifum hennar á gam­alt fólk og veik­burða, sem geti jafn­vel verið ban­væn, en um leið segir hann veiruna þó ekki hafa í för með sér „slíkt neyð­ar­á­stand sem rétt­læti að setja blóð­tappa í þjóð­ar­lík­amann með svona almennum og íþyngj­andi tak­mörk­un­um.“

„Til að tak­marka frelsið svona mikið þarf meira neyð­ar­á­stand“

Brynjar segir að þær aðgerðir sem ráð­ist hafi verið í hafi ekki skilað þeim árangri sem að er stefnt og athygli ráða­manna hafi dreifst um víðan völl.

„Í stað þess að vernda þá sem eru í alvar­legri hættu hefur öll áherslan verið á dag­legan hræðslu­á­róð­ur, dreif­ingu á vill­andi töl­fræði og til­raunum til að stýra öllu, stóru og smáu, í sam­fé­lag­in­u,“ skrifar þing­mað­ur­inn, sem segir í nið­ur­lagi greinar sinnar að hann viti „auð­vitað ekki frekar en aðrir hvað er alltaf rétt að gera í stöð­unni hverju sinn­i“, en tím­inn muni kannski leiða það í ljós.

„Ég vil samt búa í frjálsu sam­fé­lagi. Til að tak­marka frelsið svona mikið þarf meira neyð­ar­á­stand en þessa veira veldur og það sem er enn mik­il­væg­ara þá mega tak­mark­anir og þving­anir ekki hafa verri áhrif á líf okkar og heilsu til lengri tíma en veiran sjálf. Mér finnst þetta sjón­ar­mið rök­rétt og eðli­legt og þurfi ekki að kalla á útskúfun eða aðra opin­bera smán­un,“ skrifar Brynj­ar.

Heil­brigð­is­ráð­herra kallar eftir lausnum, ekki bara gagn­rýni

Þau sjón­ar­mið sem Brynjar viðrar í grein sinni hafa verið nokkuð til umræðu und­an­farnar vik­ur, ekki síst eftir að hin svo­kall­aða Great Barr­ington-­yf­ir­lýs­ing leit dags­ins ljós í byrjun októ­ber­mán­að­ar, en meg­in­inntakið í henni er að verja eigi við­kvæma hópa en leyfa öðrum að byrja að lifa eðli­legu lífi á ný, án taf­ar, þar sem aðgerð­irnar gegn veirunni séu að valda sam­fé­lögum meiri skaða en far­ald­ur­inn sjálf­ur.

Sig­ríður Á. And­er­sen sam­flokks­kona Brynjars hefur talað á svip­uðum nót­um, sagt að opin­berar sótt­varna­ráð­staf­anir gangi of langt og hafi jafn­vel áhrif sem séu skað­legri en far­ald­ur­inn sjálf­ur, auk mik­illa skerð­inga á borg­ara­legum rétt­indum fólks.

Hún og Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra ræddu einmitt um þessi mál í þing­sal fyrir helgi og þá kall­aði Svan­dís eftir því að Sig­ríður útskýrði betur hvernig hún vildi bregð­ast við útbreiðslu far­ald­urs­ins. 

„Hvað er það sem hátt­virtur þing­maður leggur til? Það hefur aldrei komið fram. Leggur hátt­virtur þing­maður til að við förum ekki að ráðum sótt­varna­læknis í glímunni við COVID-19? Hvað er það sem við­kom­andi þing­maður leggur til? Það dugar nefni­lega ekki að tala bara á móti ein­hverju. Maður ber ábyrgð hérna í þessum þing­sal sem þing­mað­ur,“ sagði ráð­herra. 

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Mynd: Bára Huld Beck.



Bent hefur verið á það í umræðu um sjón­ar­mið af þeim meiði að best sé að vernda við­kvæma hópa fyrir veirunni á meðan að slakað verði á almennum aðgerðum sem gangi yfir alla, að stór hluti íslensku þjóð­ar­innar telj­ist í áhættu­hóp gagn­vart sýk­ingu af völdum veirunn­ar. 

Þau Alma Möller land­lækn­ir, Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir og Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn skrif­uðu í aðsendri grein í Frétta­blaðið að aldr­aðir og aðrir áhættu­hópar væru minnst fimmt­ungur Íslend­inga, laus­lega áætl­að. Þau sögðu einnig að leið Great Barr­ington-hóps­ins kynni að „vera nán­ast ófram­kvæm­an­leg,“ ef vilji væri til þess að halda innviðum heil­brigð­is­kerf­is­ins starf­andi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent