„Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar“

Sjálfstæðisflokkurinn deilir þeim orðum Sigríðar Á. Andersen að opinberar sóttvarnareglur séu „þunglamalegar og dýrar“ á meðan að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu áhrifaríkar. Líftölfræðingur segir einstaklingsbundnar aðgerðir ekki duga einar og sér.

Stjórnmálamenn ræddu um sóttvarnaráðstafanir á þingi í gær.
Stjórnmálamenn ræddu um sóttvarnaráðstafanir á þingi í gær.
Auglýsing

„Ein­stak­lings­bundnar sótt­varnir eru áhrifa­rík­ar. Sótt­varna­reglur rík­is­ins eru þung­lama­legar og dýr­ar,“ segir á mynd sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn deildi á Face­book í gær­kvöldi, eftir umræður á Alþingi um vald­heim­ildir sótt­varna­læknis og heil­brigð­is­ráð­herra til opin­berra sótt­varna­ráð­staf­ana.

Orðin á mynd­inni eru eignuð Sig­ríði Á. And­er­sen þing­manni og fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, sem var annar tveggja þing­manna sem töl­uðu fyrir hönd Sjálf­stæð­is­flokks­ins í umræðum gær­dags­ins, en flokk­ur­inn situr í þeirri rík­is­stjórn sem setur gild­andi sótt­varna­regl­ur. 

Þetta var í fyrsta sinn sem Alþingi ræddi saman um sótt­varn­ar­að­gerð­irnar sjálf­ar, en eftir því hafa ýmsir þing­menn kall­að, þeirra á meðal Sig­ríð­ur.

Auglýsing

Sig­ríður sagði meðal ann­ars í ræðum sínum að gripið hefði verið til harðra opin­berra sótt­varna­að­gerða hér á landi, bæði inn­an­lands og við landa­mæri, þegar útbreiðsla veirunnar hefði þegar verið byrjuð að dvína.

Þar vís­aði hún til þess að hinn svo­nefndi smit­stuð­ull veirunnar hefði verið byrj­aður að fær­ast niður þegar harðar aðgerðir tóku gildi. Smit­stuð­ull­inn er tala sem segir til um það hversu marga að með­al­tali hver og einn ein­stak­lingur smitar af veirunni.

Þetta sagði hún hafa leitt til þess að ekki hefði feng­ist reynsla á það hvernig áhersla á auknar per­sónu­legar sótt­varnir virk­aði án hertra sótt­varna­ráð­staf­ana eins og til dæmis 20 manna fjölda­tak­mark­ana sem tóku gildi 7. októ­ber síð­ast­lið­inn.



Þróun smitstuðulsins hér innanlands. Sigríður segir að ekki hafi fengist reynsla á það hvort persónulegar sóttvarnir geti skilað sér. Mynd: Af covid.hi.is



„Þegar leik­maður horfir á þessa mynd [...] þá vaknar óneit­an­lega upp sú spurn­ing hvort ein­stak­lings­bundnum sótt­vörnum hafi verið gefið nægt svig­rúm til að skila sér áður en gripið var til aðgerða af hálfu yfir­valda,“ sagði Sig­ríð­ur.

Mik­ils virði en duga ekki einar og sér

Kjarn­inn bar þessar vanga­veltur Sig­ríðar undir Thor Aspelund, líf­töl­fræð­ing við Háskóla Íslands, sem hefur verið í for­svari fyrir teymi vís­inda­manna sem setur spálíkanið saman og reiknar út smit­stuð­ul­inn.

Blaða­maður spurði Thor að því hvort það væri rök­rétt að horfa á þetta með þessum hætti, hvort mögu­lega gætu ein­stak­lings­bundnar sótt­varnir einar og sér haldið áfram að sveigja smit­stuðil­inn niður án þess að gripið væri til harð­ari aðgerða, boða og banna.

Thor sagði að það væri „ekk­ert hægt að rengja það“ og að það væri fróð­leg til­raun að sjá hvort smit­stuð­ull­inn myndi halda áfram að lækka án hertra aðgerða. 

Hann segir að smit­stuð­ull­inn byrji að lækka þegar fólk sjái smitin í sam­fé­lag­inu fara á flug og breyti þá hegðun sinni. Mögu­lega myndi smit­stuð­ull­inn hald­ast stöðugt hár ef ekki kæmi til frek­ari aðgerða.

Ljóst væri að þrátt fyrir að ein­stak­lings­bundnar sótt­varnir séu mik­ils virði dugi þær ekki til, einar og sér, til þess að koma smit­stuðl­inum undir 1. Það þarf að ger­ast til þess að ná far­aldr­inum niður eins og tókst að gera hér á landi fyrr á árinu.

Hann segir að smit­stuð­ull­inn þurfi ekk­ert að vera svo hár til að far­ald­ur­inn vaxi og vaxi. „Hann verður að fara undir einn. Þess vegna þarf aðgerð­irn­ar,“ segir Thor.

„Sér­fræð­ingum ber ekki sam­an“

Sig­ríður hefur verið með áhyggjur af því að opin­berar sótt­varna­ráð­staf­anir gangi of langt og hafi skað­leg áhrif, jafn­vel áhrif sem eru skað­legri en far­ald­ur­inn sjálfur auk mik­illa skerð­inga á borg­ara­legum rétt­indum fólks í för með sér.

Þann 6. októ­ber síð­ast­lið­inn fjall­aði hún um hina svoköll­uðu Great Barr­ington-­yf­ir­lýs­ingu, sem fjallað var um á Kjarn­anum í síð­ustu viku. „Þegar talið víkur að hjarð­ó­næmi er það útbreiddur mis­skiln­ingur að með því sé verið að boða að “ekk­ert sé gert”. Það er hins vegar fjarri lagi. Heldur er mark­miðið að verja þá við­kvæmu,“ skrif­aði Sig­ríður á Face­book og vís­aði til við­tals við þre­menn­ing­anna sem settu yfir­lýs­ing­una sam­an­.

Fjallað er um þessa yfir­lýs­ingu í grein á Vís­inda­vefnum í dag undir fyr­ir­sögn­inni „Er nátt­úru­legt hjarð­ó­næmi ekki eina skyn­sam­lega leiðin út úr far­aldri COVID-19?“ Í grein­inni, sem Jóhanna Jak­obs­dóttir líf­töl­fræð­ingur hjá Mið­stöð í lýð­heilsu­vís­indum og Jón Magnús Jóhann­es­son skrifa, er spurn­ing­unni í fyr­ir­sögn­inni svarað í fyrstu lín­u: „Það er til mjög ein­falt og vel rök­stutt svar við þess­ari spurn­ingu: nei.“ 

Sér­fræð­ing­arnir tveir rekja að nýlega hafi borið á mis­vísandi umræðu um hjarð­ó­næmi og eig­in­leikum þess, „í þeim til­gangi að hvetja til slök­unar á hörðum aðgerðum til sótt­varna víða um heim.“ 

Í grein­inni á vef Vís­inda­vefs­ins segir að það séu ýmsar rang­færslur í Great Barr­ington-­yf­ir­lýs­ing­unni í tengslum við hjarð­ó­næmi og tekið er fram að í henni eru ekki settar fram „neinar mark­viss­ar, skýrar ráð­legg­ingar um hvernig best er að vernda við­kvæma hópa.“

Sig­ríður sagði í annarri ræðu sinni í gær að menn þyrftu að hafa það í huga „að sér­fræð­ingum ber ekki sam­an,“ þegar talað sé um að fylgja sér­fræð­ingum í bar­átt­unni við veiruna.

Þau Jóhanna og Jón benda hins vegar á í grein sinni að það er „yf­ir­gnæf­andi sam­rómur meðal sér­fræð­inga um að eina leið okkar að við­un­andi hjarð­ó­næmi sé með notkun bólu­efna; áhersla á þróun nátt­úru­legs hjarð­ó­næmis er bæði byggð á fölskum for­sendum og mun leiða til veru­legs skaða ein­stak­linga, sam­fé­laga og þjóða.“

Vill milli­liða­laust sam­tal við sótt­varna­yf­ir­völd

Sig­ríður telur að stjórn­mála­menn þurfi að taka virk­ari þátt í sam­tal­inu um sótt­varna­að­gerðir og hvatti til þess í ræðu sinni í gær að útbú­inn yrði sér­stakur „vett­vangur fyrir þing­menn til þess að ræða þessi mál með reglu­legum hætti og eiga milli­liða­laust sam­tal við sótt­varn­ar­yf­ir­völd ef það á að vera þannig áfram að menn hlíti þeirra til­mælum í einu og öllu.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent