Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum

Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Auglýsing

Mik­il­vægt er að gæta fyllstu var­úðar og hafa skila­boðin eins ein­föld og kostur er. Þetta er nið­ur­staða sveit­ar­fé­lag­anna og almanna­varna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en almanna­varn­ar­ráð höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hitt­ist á auka­fundi í gær­kvöldi, að því er fram kemur í stöðu­upp­færslu Dags B. Egg­erts­sonar borg­ar­stjóra á Face­book í dag.

Íþrótta­kennsla í skólum verður því utandyra og íþrótta­hús­um, sund­laugum og söfnum verður lok­að. „Við viljum ekki að börn úr ólíkum skólum bland­ist saman á íþrótta­æf­ing­um, né nokkrir aðr­ir. Það ræðst nefni­lega á næstu dögum hvort við náum tökum á þess­ari bylgju eða hvort grípa þurfi til harð­ari aðgerða,“ segir Dag­ur.

Fund­ur­inn var sá síð­asti í langri röð funda þar sem fræðslu­yf­ir­völd og yfir­völd íþrótta­mála á svæð­inu höfðu setið sól­ar­hring­inn frá því reglu­gerð um sótt­varn­ar­ráð­staf­anir var gefin út á sunndag. Fund­irnir áttu það sam­merkt að vera að vinna úr fyr­ir­mæl­um, túlka og eyða vafa­mál­um, sam­kvæmt Degi.

Auglýsing

„Þurfum að vinna saman og róa í sömu átt“

Þá seg­ist borg­ar­stjór­inn vera stoltur af sam­stöð­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Við þurfum að vinna saman og róa í sömu átt, og þá vitum við að við getum þetta, alveg eins og í vor.“

Hér fyrir neðan má lesa til­kynn­ingu almanna­varn­ar­ráðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins:

„Höf­uð­borg­ar­svæðið er á við­kvæmum tíma í far­aldr­in­um. Smitum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur farið fækk­andi síð­ustu daga. Næstu daga er mik­il­vægt að ná enn frek­ari tökum á þess­ari bylgju svo hægt verði aftur að draga úr sótt­varn­ar­ráð­stöf­unum í stað þess að herða frekar á þeim.

Sótt­varn­ar­yf­ir­völd og almanna­varnir hafa hvatt alla og höf­uð­borg­ar­svæðið sér­stak­lega til að halda áfram að koma í veg fyrir hópa­mynd­un, nánd og blöndun aðila úr ólíkum áttum næstu vik­ur. Mark­miðið er að draga úr dreif­ingu og vexti veirunnar og vinna gegn auknu álagi á heil­brigð­is­kerf­ið.

Sam­fé­lagið á mikið undir því að það tak­ist að halda skóla­starfi gang­andi. Því er lögð áhersla á að tak­marka blöndun barna og ung­linga milli ólíkra leik- og grunn­skóla höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Að öðrum kosti getur eitt smit leitt til að óþarf­lega stórir hópar eða fleiri en einn skóli þurfi að fara í ein­angrun eða sótt­kví.

Eftir ítar­lega yfir­ferð yfir stöð­una og í ljósi leið­bein­inga sótt­varn­ar­yf­ir­valda og í sam­ráði við almanna­varnir höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hafa skóla- og íþrótta­svið allra sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu tekið þá ákvörðun að öll íþrótta­kennsla muni fara fram utandyra að teknu til­liti til ítr­ustu sótt­varna og einnig mun skóla­sund falla nið­ur­. Öll íþrótta­mann­virki og sund­laugar á vegum sveit­ar­fé­lag­anna verða lok­uð. Söfn sem rekin eru á vegum sveit­ar­fé­lag­anna verða einnig lok­uð.

Þessi ákvörðun verður end­ur­skoðuð að viku lið­inni, í takt við álit sótt­varna­lækn­is.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæðisverð hér á landi hefur ekki hækkað mikið meira en í öðrum samanburðarríkjum okkar.
Svipaðar verðhækkanir hér og í nágrannalöndum
Mikil verðbólga og þrýstingur á fasteignamarkaði eru ekki séríslensk vandamál. Hvort sem litið er til neysluverðs eða húsnæðismarkaðarins hafa nýlegar hækkanir hér á landi verið á pari við það sem er að gerast í öðrum OECD-ríkjum.
Kjarninn 18. október 2021
Péter Márki-Zay hefur verið borgarstjóri í Hódmezővásárhely frá árinu 2018.
Márki-Zay leiðir ungversku stjórnarandstöðuna gegn Orbán
Óflokksbundinn íhaldsmaður á miðjum aldri sem heitir því að berjast gegn spillingu í Ungverjalandi mun leiða sex flokka kosningabandalag ungverskra stjórnarandstæðinga gegn Viktori Orbán og Fidesz-flokki hans í vor.
Kjarninn 18. október 2021
Eitt mál formlega komið á borð KKÍ
Körfuknattleikssamband Íslands hvetur þá sem telja á sér brotið að tilkynna um slík mál – öðruvísi sé ekki hægt að taka á þeim.
Kjarninn 18. október 2021
Joe Biden ætlaði sér stóra hluti í umhverfis- og velferðarmálum. Nú kann babb að vera komið í bátinn.
Metnaðarfull áætlun Bidens í loftslagsmálum í uppnámi
Demókratar takast nú á um hvort aðgerðaleysi í loftslagsmálum muni að endingu kosta meira heldur en að taka stór skref í málaflokknum nú þegar.
Kjarninn 18. október 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Hvernig stöndum við vörð um lýðræðið?
Kjarninn 18. október 2021
Eignarhald á símamöstrum þriggja stærstu fjarskiptafyrirtækjanna hefur verið að færast úr landi á síðustu mánuðum.
Síminn vill selja Mílu til franskra fjárfesta
Síminn hefur undirritað samkomulag við franskt sjóðsstýringarfyrirtæki um einkaviðræður um sölu Mílu, sem sér um rekstur og uppbyggingu fjarskiptainnviða hér á landi.
Kjarninn 18. október 2021
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent