Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum

Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Auglýsing

Mik­il­vægt er að gæta fyllstu var­úðar og hafa skila­boðin eins ein­föld og kostur er. Þetta er nið­ur­staða sveit­ar­fé­lag­anna og almanna­varna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en almanna­varn­ar­ráð höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hitt­ist á auka­fundi í gær­kvöldi, að því er fram kemur í stöðu­upp­færslu Dags B. Egg­erts­sonar borg­ar­stjóra á Face­book í dag.

Íþrótta­kennsla í skólum verður því utandyra og íþrótta­hús­um, sund­laugum og söfnum verður lok­að. „Við viljum ekki að börn úr ólíkum skólum bland­ist saman á íþrótta­æf­ing­um, né nokkrir aðr­ir. Það ræðst nefni­lega á næstu dögum hvort við náum tökum á þess­ari bylgju eða hvort grípa þurfi til harð­ari aðgerða,“ segir Dag­ur.

Fund­ur­inn var sá síð­asti í langri röð funda þar sem fræðslu­yf­ir­völd og yfir­völd íþrótta­mála á svæð­inu höfðu setið sól­ar­hring­inn frá því reglu­gerð um sótt­varn­ar­ráð­staf­anir var gefin út á sunndag. Fund­irnir áttu það sam­merkt að vera að vinna úr fyr­ir­mæl­um, túlka og eyða vafa­mál­um, sam­kvæmt Degi.

Auglýsing

„Þurfum að vinna saman og róa í sömu átt“

Þá seg­ist borg­ar­stjór­inn vera stoltur af sam­stöð­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Við þurfum að vinna saman og róa í sömu átt, og þá vitum við að við getum þetta, alveg eins og í vor.“

Hér fyrir neðan má lesa til­kynn­ingu almanna­varn­ar­ráðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins:

„Höf­uð­borg­ar­svæðið er á við­kvæmum tíma í far­aldr­in­um. Smitum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur farið fækk­andi síð­ustu daga. Næstu daga er mik­il­vægt að ná enn frek­ari tökum á þess­ari bylgju svo hægt verði aftur að draga úr sótt­varn­ar­ráð­stöf­unum í stað þess að herða frekar á þeim.

Sótt­varn­ar­yf­ir­völd og almanna­varnir hafa hvatt alla og höf­uð­borg­ar­svæðið sér­stak­lega til að halda áfram að koma í veg fyrir hópa­mynd­un, nánd og blöndun aðila úr ólíkum áttum næstu vik­ur. Mark­miðið er að draga úr dreif­ingu og vexti veirunnar og vinna gegn auknu álagi á heil­brigð­is­kerf­ið.

Sam­fé­lagið á mikið undir því að það tak­ist að halda skóla­starfi gang­andi. Því er lögð áhersla á að tak­marka blöndun barna og ung­linga milli ólíkra leik- og grunn­skóla höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Að öðrum kosti getur eitt smit leitt til að óþarf­lega stórir hópar eða fleiri en einn skóli þurfi að fara í ein­angrun eða sótt­kví.

Eftir ítar­lega yfir­ferð yfir stöð­una og í ljósi leið­bein­inga sótt­varn­ar­yf­ir­valda og í sam­ráði við almanna­varnir höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hafa skóla- og íþrótta­svið allra sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu tekið þá ákvörðun að öll íþrótta­kennsla muni fara fram utandyra að teknu til­liti til ítr­ustu sótt­varna og einnig mun skóla­sund falla nið­ur­. Öll íþrótta­mann­virki og sund­laugar á vegum sveit­ar­fé­lag­anna verða lok­uð. Söfn sem rekin eru á vegum sveit­ar­fé­lag­anna verða einnig lok­uð.

Þessi ákvörðun verður end­ur­skoðuð að viku lið­inni, í takt við álit sótt­varna­lækn­is.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent