Tíu staðreyndir um áframhald sóttvarnaraðgerða

Hvað felst í þeim sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi á morgun og móta daglegt líf Íslendinga til 10. nóvember? Kjarninn tók það helsta saman.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti reglugerðir sínar um áframhaldandi sóttvarnaráðstafanir í gær.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti reglugerðir sínar um áframhaldandi sóttvarnaráðstafanir í gær.
Auglýsing

Rík­is­stjórnin kynnti í gær tvær reglu­gerðir frá heil­brigð­is­ráð­herra um áfram­hald­andi sótt­varna­ráð­staf­anir á Íslandi, sem taka munu gildi á morg­un, þriðju­dag­inn 20. októ­ber. 

Hér að neðan eru tíu stað­reyndir um áfram­hald aðgerða, sem Kjarn­inn tók sam­an.

1. Aðgerðir verða áfram harð­ari á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til 3. nóv­em­ber

Vegna hópsmits­ins sem bloss­aði upp á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í upp­hafi októ­ber­mán­aðar var talið nauð­syn­legt að hafa meiri hömlur á eðli­legu mann­lífi þar en ann­ars­staðar á land­inu. Svo verður áfram til og með 3. nóv­em­ber. 

Það felur í sér að allt skipu­lagt íþrótta­starf á vegum ÍSÍ sem krefst snert­ingar eða notk­unar á sam­eig­in­legum bún­aði er bannað í borg­inni, en svo er ekki í lands­byggð­un­um. Sund­laugar þurfa einnig að vera lok­aðar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en þær mega vera opnar utan þess. 

Starf­semi klipp­ara, nudd­ara, snyrti­fræð­inga og ann­arra sem veita þjón­ustu sem krefst lík­am­legrar nándar og telst ekki heil­brigð­is­þjón­usta er áfram óheimil á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en leyfi­leg utan þess, séu allir með grímu.  Veit­inga­staðir í höf­uð­borg­inni þurfa svo að loka dyrum sínum kl. 21, en í lands­byggð­unum mega þeir hafa opið til kl. 23.

2. Tveggja metra regla um allt land

Í upp­hafi sept­em­ber­mán­að­ar, þegar veru­lega var slakað á sótt­varna­ráð­stöf­unum í land­inu, var eins metra reglan tekin upp í stað tveggja metra regl­unn­ar. Þegar aðgerðir voru hertar sér­stak­lega á höf­uð­borg­ar­svæð­inu var tveggja metra reglan tekin aftur upp, en eins metra reglan gilti áfram ann­ars­staðar á land­inu.

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði í sínu nýjasta minn­is­blaði að eins metra fjar­lægð frá smit­uðum ein­stak­lingi minnk­aði lík­urnar á smiti fimm­falt, en tveggja metra fjar­lægð minnk­aði lík­urnar tífalt. Hann mælti með því að taka upp tvo metrana um land allt.

3. Grímu­skylda um allt land þegar ekki er hægt að tryggja tvo metra

Þegar aðgerðir voru hertar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í upp­hafi mán­aðar varð skylt að nota and­lits­grímur þar sem ekki væri hægt að tryggja tveggja metra fjar­lægð, meðal ann­ars í versl­un­um. Þetta mun nú gilda um allt land.

4. Hópæf­inga­tímar án snert­ingar og sam­eig­in­legra áhalda leyfðir

Ein­hverjar lík­ams­rækt­ar­stöðv­ar, bæði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og utan þess, munu geta hafið starf­semi að hluta á morg­un, að skil­yrðum upp­fyllt­um. Það verður nefni­lega heim­ilt að standa fyrir og stunda íþrótta- og heilsu­rækt­ar­starf­semi ef um er að ræða skipu­lagða hóp­tíma þar sem allir þátt­tak­endur eru skráð­ir.

Auglýsing

Skylt er að virða 2 metra regl­una, þátt­tak­endur mega ekki skipt­ast á bún­aði meðan á tíma stendur og allur bún­aður skal sótt­hreins­aður á milli hóp­tíma. Öll sam­eig­in­leg notkun á bún­aði sem er gólf-, loft- eða vegg­fast­ur, s.s. í lík­ams­rækt­ar­stöðv­um, er óheim­il.

5. Kylfingar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu mega spila á ný

Það verður á ný leyfi­legt að stunda golf og aðrar íþróttir sem ekki krefj­ast snert­ingar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu frá og með morg­un­deg­in­um. Á vef Golf­sam­bands Íslands eru kylfingar hvattir til þess að sinna per­sónu­legum sótt­vörn­um, virða tveggja metra regl­una og forð­ast hópa­mynd­anir á golf­valla­svæð­un­um.

6. Fót­bolti stopp og kvenna­lands­liðið fer snemma til Sví­þjóðar

Íþrótta­starf með snert­ingu er áfram bannað á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sem þýðir að íslenska fót­bolta­sum­arið gæti verið búið, en knatt­spyrnu­lið í borg­inni mega ekki æfa með hefð­bundnum hætti né spila fyrr en 3. nóv­em­ber. Ákvarð­anir bíða Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands, sem hafði ein­sett sér að klára mótið fyrir 1. des­em­ber í síð­asta lagi.

Íslenska kvenna­lands­liðið í fót­bolta má ekki heldur æfa og ætlar að flýta för sinni til Sví­þjóð­ar, þar sem liðið á mik­il­vægan leik við heima­konur þriðju­dag­inn 27. nóv­em­ber, en Fót­bolt­i.­net greinir frá þessu í dag.

7. Hægt að end­ur­meta tak­mark­an­irnar fyrir 10. nóv­em­ber

Þrátt fyrir að gengið sé út frá því að þessar nýju hömlur á mann­lífið muni gilda til 10. nóv­em­ber, þrjár heilar vik­ur, munu stjórn­völd end­ur­meta þörf á tak­mörk­unum eftir því sem efni standa til.

8. Talan er ennþá 20

Áfram verða reglur um fjölda­tak­mark­anir á sam­komum að mestu óbreytt­ar. Fjölda­sam­komur þar sem fleiri en 20 koma saman eru óheim­il­ar, bæði í opin­berum rýmum og einka­rým­um. Und­an­tekn­ingar á þessu eru nokkrar, allt að 200 mega koma inn í versl­anir að því gefnu að rými sé til að halda 2 metra fjar­lægð á milli fólks. Þá mega 50 manns mæta til útfar­ar.  ­Fjölda­tak­mark­anir gilda ekki um almenn­ings­sam­göngur og störf við­bragðs­að­ila, né um störf Alþingis og í dóm­stól­um.

9. Umræða vænt­an­leg á Alþingi

Mörgum finnst gengið á frelsi ein­stak­lings­ins með þeim sótt­varna­að­gerðum sem hafa verið í gildi. Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra mun flytja Alþingi munn­lega skýrslu um vald­heim­ildir sótt­varna­læknis og heil­brigð­is­ráð­herra. ­Sig­ríður Á. And­er­sen þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks sagði í Face­book-­færslu um helg­ina að hún ætl­aði svo sjálf að óska eftir sér­stakri umræðu á þingi vegna aðgerð­anna.

10. Árang­ur­inn veltur á þátt­töku í aðgerð­unum

Mark­mið aðgerð­anna er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 á Íslandi. Það veltur á þátt­töku almenn­ings í aðgerð­unum hversu vel það geng­ur, en hlut­fall þeirra sem grein­ast og eru þá þegar komnir í sótt­kví hefur verið hátt und­an­farna daga, sem er góðs viti. Alls eru 1.234 ein­stak­lingar í ein­angrun vegna COVID-19 á Íslandi í dag.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent