Tíu staðreyndir um áframhald sóttvarnaraðgerða

Hvað felst í þeim sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi á morgun og móta daglegt líf Íslendinga til 10. nóvember? Kjarninn tók það helsta saman.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti reglugerðir sínar um áframhaldandi sóttvarnaráðstafanir í gær.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti reglugerðir sínar um áframhaldandi sóttvarnaráðstafanir í gær.
Auglýsing

Rík­is­stjórnin kynnti í gær tvær reglu­gerðir frá heil­brigð­is­ráð­herra um áfram­hald­andi sótt­varna­ráð­staf­anir á Íslandi, sem taka munu gildi á morg­un, þriðju­dag­inn 20. októ­ber. 

Hér að neðan eru tíu stað­reyndir um áfram­hald aðgerða, sem Kjarn­inn tók sam­an.

1. Aðgerðir verða áfram harð­ari á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til 3. nóv­em­ber

Vegna hópsmits­ins sem bloss­aði upp á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í upp­hafi októ­ber­mán­aðar var talið nauð­syn­legt að hafa meiri hömlur á eðli­legu mann­lífi þar en ann­ars­staðar á land­inu. Svo verður áfram til og með 3. nóv­em­ber. 

Það felur í sér að allt skipu­lagt íþrótta­starf á vegum ÍSÍ sem krefst snert­ingar eða notk­unar á sam­eig­in­legum bún­aði er bannað í borg­inni, en svo er ekki í lands­byggð­un­um. Sund­laugar þurfa einnig að vera lok­aðar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en þær mega vera opnar utan þess. 

Starf­semi klipp­ara, nudd­ara, snyrti­fræð­inga og ann­arra sem veita þjón­ustu sem krefst lík­am­legrar nándar og telst ekki heil­brigð­is­þjón­usta er áfram óheimil á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en leyfi­leg utan þess, séu allir með grímu.  Veit­inga­staðir í höf­uð­borg­inni þurfa svo að loka dyrum sínum kl. 21, en í lands­byggð­unum mega þeir hafa opið til kl. 23.

2. Tveggja metra regla um allt land

Í upp­hafi sept­em­ber­mán­að­ar, þegar veru­lega var slakað á sótt­varna­ráð­stöf­unum í land­inu, var eins metra reglan tekin upp í stað tveggja metra regl­unn­ar. Þegar aðgerðir voru hertar sér­stak­lega á höf­uð­borg­ar­svæð­inu var tveggja metra reglan tekin aftur upp, en eins metra reglan gilti áfram ann­ars­staðar á land­inu.

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði í sínu nýjasta minn­is­blaði að eins metra fjar­lægð frá smit­uðum ein­stak­lingi minnk­aði lík­urnar á smiti fimm­falt, en tveggja metra fjar­lægð minnk­aði lík­urnar tífalt. Hann mælti með því að taka upp tvo metrana um land allt.

3. Grímu­skylda um allt land þegar ekki er hægt að tryggja tvo metra

Þegar aðgerðir voru hertar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í upp­hafi mán­aðar varð skylt að nota and­lits­grímur þar sem ekki væri hægt að tryggja tveggja metra fjar­lægð, meðal ann­ars í versl­un­um. Þetta mun nú gilda um allt land.

4. Hópæf­inga­tímar án snert­ingar og sam­eig­in­legra áhalda leyfðir

Ein­hverjar lík­ams­rækt­ar­stöðv­ar, bæði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og utan þess, munu geta hafið starf­semi að hluta á morg­un, að skil­yrðum upp­fyllt­um. Það verður nefni­lega heim­ilt að standa fyrir og stunda íþrótta- og heilsu­rækt­ar­starf­semi ef um er að ræða skipu­lagða hóp­tíma þar sem allir þátt­tak­endur eru skráð­ir.

Auglýsing

Skylt er að virða 2 metra regl­una, þátt­tak­endur mega ekki skipt­ast á bún­aði meðan á tíma stendur og allur bún­aður skal sótt­hreins­aður á milli hóp­tíma. Öll sam­eig­in­leg notkun á bún­aði sem er gólf-, loft- eða vegg­fast­ur, s.s. í lík­ams­rækt­ar­stöðv­um, er óheim­il.

5. Kylfingar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu mega spila á ný

Það verður á ný leyfi­legt að stunda golf og aðrar íþróttir sem ekki krefj­ast snert­ingar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu frá og með morg­un­deg­in­um. Á vef Golf­sam­bands Íslands eru kylfingar hvattir til þess að sinna per­sónu­legum sótt­vörn­um, virða tveggja metra regl­una og forð­ast hópa­mynd­anir á golf­valla­svæð­un­um.

6. Fót­bolti stopp og kvenna­lands­liðið fer snemma til Sví­þjóðar

Íþrótta­starf með snert­ingu er áfram bannað á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sem þýðir að íslenska fót­bolta­sum­arið gæti verið búið, en knatt­spyrnu­lið í borg­inni mega ekki æfa með hefð­bundnum hætti né spila fyrr en 3. nóv­em­ber. Ákvarð­anir bíða Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands, sem hafði ein­sett sér að klára mótið fyrir 1. des­em­ber í síð­asta lagi.

Íslenska kvenna­lands­liðið í fót­bolta má ekki heldur æfa og ætlar að flýta för sinni til Sví­þjóð­ar, þar sem liðið á mik­il­vægan leik við heima­konur þriðju­dag­inn 27. nóv­em­ber, en Fót­bolt­i.­net greinir frá þessu í dag.

7. Hægt að end­ur­meta tak­mark­an­irnar fyrir 10. nóv­em­ber

Þrátt fyrir að gengið sé út frá því að þessar nýju hömlur á mann­lífið muni gilda til 10. nóv­em­ber, þrjár heilar vik­ur, munu stjórn­völd end­ur­meta þörf á tak­mörk­unum eftir því sem efni standa til.

8. Talan er ennþá 20

Áfram verða reglur um fjölda­tak­mark­anir á sam­komum að mestu óbreytt­ar. Fjölda­sam­komur þar sem fleiri en 20 koma saman eru óheim­il­ar, bæði í opin­berum rýmum og einka­rým­um. Und­an­tekn­ingar á þessu eru nokkrar, allt að 200 mega koma inn í versl­anir að því gefnu að rými sé til að halda 2 metra fjar­lægð á milli fólks. Þá mega 50 manns mæta til útfar­ar.  ­Fjölda­tak­mark­anir gilda ekki um almenn­ings­sam­göngur og störf við­bragðs­að­ila, né um störf Alþingis og í dóm­stól­um.

9. Umræða vænt­an­leg á Alþingi

Mörgum finnst gengið á frelsi ein­stak­lings­ins með þeim sótt­varna­að­gerðum sem hafa verið í gildi. Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra mun flytja Alþingi munn­lega skýrslu um vald­heim­ildir sótt­varna­læknis og heil­brigð­is­ráð­herra. ­Sig­ríður Á. And­er­sen þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks sagði í Face­book-­færslu um helg­ina að hún ætl­aði svo sjálf að óska eftir sér­stakri umræðu á þingi vegna aðgerð­anna.

10. Árang­ur­inn veltur á þátt­töku í aðgerð­unum

Mark­mið aðgerð­anna er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 á Íslandi. Það veltur á þátt­töku almenn­ings í aðgerð­unum hversu vel það geng­ur, en hlut­fall þeirra sem grein­ast og eru þá þegar komnir í sótt­kví hefur verið hátt und­an­farna daga, sem er góðs viti. Alls eru 1.234 ein­stak­lingar í ein­angrun vegna COVID-19 á Íslandi í dag.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóra salamandra, svokölluð, verður um 10-16 sentimetrar á lengd. Vegna þessa litla dýrs eru fyrirætlanir um uppbyggingu húsnæðis á Amager fælled í Kaupmannahöfn í uppnámi.
Froskaflækjur
Froskar hafa sig að jafnaði lítt í frammi og vilja helst fá að vera í friði með sitt kvakk. Þetta litla dýr veldur nú miklum deilum í Kaupmannahöfn, þótt það hafi ekki annað til saka unnið en að vera til.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent