Tíu staðreyndir um áframhald sóttvarnaraðgerða

Hvað felst í þeim sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi á morgun og móta daglegt líf Íslendinga til 10. nóvember? Kjarninn tók það helsta saman.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti reglugerðir sínar um áframhaldandi sóttvarnaráðstafanir í gær.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti reglugerðir sínar um áframhaldandi sóttvarnaráðstafanir í gær.
Auglýsing

Ríkisstjórnin kynnti í gær tvær reglugerðir frá heilbrigðisráðherra um áframhaldandi sóttvarnaráðstafanir á Íslandi, sem taka munu gildi á morgun, þriðjudaginn 20. október. 

Hér að neðan eru tíu staðreyndir um áframhald aðgerða, sem Kjarninn tók saman.

1. Aðgerðir verða áfram harðari á höfuðborgarsvæðinu til 3. nóvember

Vegna hópsmitsins sem blossaði upp á höfuðborgarsvæðinu í upphafi októbermánaðar var talið nauðsynlegt að hafa meiri hömlur á eðlilegu mannlífi þar en annarsstaðar á landinu. Svo verður áfram til og með 3. nóvember. 

Það felur í sér að allt skipulagt íþróttastarf á vegum ÍSÍ sem krefst snertingar eða notkunar á sameiginlegum búnaði er bannað í borginni, en svo er ekki í landsbyggðunum. Sundlaugar þurfa einnig að vera lokaðar á höfuðborgarsvæðinu, en þær mega vera opnar utan þess. 

Starfsemi klippara, nuddara, snyrtifræðinga og annarra sem veita þjónustu sem krefst líkamlegrar nándar og telst ekki heilbrigðisþjónusta er áfram óheimil á höfuðborgarsvæðinu, en leyfileg utan þess, séu allir með grímu.  Veitingastaðir í höfuðborginni þurfa svo að loka dyrum sínum kl. 21, en í landsbyggðunum mega þeir hafa opið til kl. 23.

2. Tveggja metra regla um allt land

Í upphafi septembermánaðar, þegar verulega var slakað á sóttvarnaráðstöfunum í landinu, var eins metra reglan tekin upp í stað tveggja metra reglunnar. Þegar aðgerðir voru hertar sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu var tveggja metra reglan tekin aftur upp, en eins metra reglan gilti áfram annarsstaðar á landinu.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í sínu nýjasta minnisblaði að eins metra fjarlægð frá smituðum einstaklingi minnkaði líkurnar á smiti fimmfalt, en tveggja metra fjarlægð minnkaði líkurnar tífalt. Hann mælti með því að taka upp tvo metrana um land allt.

3. Grímuskylda um allt land þegar ekki er hægt að tryggja tvo metra

Þegar aðgerðir voru hertar á höfuðborgarsvæðinu í upphafi mánaðar varð skylt að nota andlitsgrímur þar sem ekki væri hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð, meðal annars í verslunum. Þetta mun nú gilda um allt land.

4. Hópæfingatímar án snertingar og sameiginlegra áhalda leyfðir

Einhverjar líkamsræktarstöðvar, bæði á höfuðborgarsvæðinu og utan þess, munu geta hafið starfsemi að hluta á morgun, að skilyrðum uppfylltum. Það verður nefnilega heimilt að standa fyrir og stunda íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi ef um er að ræða skipulagða hóptíma þar sem allir þátttakendur eru skráðir.

Auglýsing

Skylt er að virða 2 metra regluna, þátttakendur mega ekki skiptast á búnaði meðan á tíma stendur og allur búnaður skal sótthreinsaður á milli hóptíma. Öll sameiginleg notkun á búnaði sem er gólf-, loft- eða veggfastur, s.s. í líkamsræktarstöðvum, er óheimil.

5. Kylfingar á höfuðborgarsvæðinu mega spila á ný

Það verður á ný leyfilegt að stunda golf og aðrar íþróttir sem ekki krefjast snertingar á höfuðborgarsvæðinu frá og með morgundeginum. Á vef Golfsambands Íslands eru kylfingar hvattir til þess að sinna persónulegum sóttvörnum, virða tveggja metra regluna og forðast hópamyndanir á golfvallasvæðunum.

6. Fótbolti stopp og kvennalandsliðið fer snemma til Svíþjóðar

Íþróttastarf með snertingu er áfram bannað á höfuðborgarsvæðinu, sem þýðir að íslenska fótboltasumarið gæti verið búið, en knattspyrnulið í borginni mega ekki æfa með hefðbundnum hætti né spila fyrr en 3. nóvember. Ákvarðanir bíða Knattspyrnusambands Íslands, sem hafði einsett sér að klára mótið fyrir 1. desember í síðasta lagi.

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta má ekki heldur æfa og ætlar að flýta för sinni til Svíþjóðar, þar sem liðið á mikilvægan leik við heimakonur þriðjudaginn 27. nóvember, en Fótbolti.net greinir frá þessu í dag.

7. Hægt að endurmeta takmarkanirnar fyrir 10. nóvember

Þrátt fyrir að gengið sé út frá því að þessar nýju hömlur á mannlífið muni gilda til 10. nóvember, þrjár heilar vikur, munu stjórnvöld endurmeta þörf á takmörkunum eftir því sem efni standa til.

8. Talan er ennþá 20

Áfram verða reglur um fjöldatakmarkanir á samkomum að mestu óbreyttar. Fjöldasamkomur þar sem fleiri en 20 koma saman eru óheimilar, bæði í opinberum rýmum og einkarýmum. Undantekningar á þessu eru nokkrar, allt að 200 mega koma inn í verslanir að því gefnu að rými sé til að halda 2 metra fjarlægð á milli fólks. Þá mega 50 manns mæta til útfarar.  Fjöldatakmarkanir gilda ekki um almenningssamgöngur og störf viðbragðsaðila, né um störf Alþingis og í dómstólum.

9. Umræða væntanleg á Alþingi

Mörgum finnst gengið á frelsi einstaklingsins með þeim sóttvarnaaðgerðum sem hafa verið í gildi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun flytja Alþingi munnlega skýrslu um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra. Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði í Facebook-færslu um helgina að hún ætlaði svo sjálf að óska eftir sérstakri umræðu á þingi vegna aðgerðanna.

10. Árangurinn veltur á þátttöku í aðgerðunum

Markmið aðgerðanna er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 á Íslandi. Það veltur á þátttöku almennings í aðgerðunum hversu vel það gengur, en hlutfall þeirra sem greinast og eru þá þegar komnir í sóttkví hefur verið hátt undanfarna daga, sem er góðs viti. Alls eru 1.234 einstaklingar í einangrun vegna COVID-19 á Íslandi í dag.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent