Borgarstjóri Kaupmannahafnar hættur í stjórnmálum vegna áreitnismála

Borgarstjóri Kaupmannahafnar og varaformaður danskra sósíaldemókrata er hættur í pólítík, en hann hefur undanfarna daga verið sakaður um og viðurkennt kynferðislega áreitni. Síðast í gær sagðist hann hafa stuðning til að sitja áfram.

Frank Jensen yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar og varaformaður Sósísaldemókrataflokksins er hættur afskiptum af stjórnmálum.
Frank Jensen yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar og varaformaður Sósísaldemókrataflokksins er hættur afskiptum af stjórnmálum.
Auglýsing

Frank Jensen, borgarstjóri Kaupmannahafnar og varaformaður danska Sósíaldemókrataflokksins, er hættur afskiptum af stjórnmálum vegna ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni.

Jensen tilkynnti þetta á blaðamannafundi í morgun og kemur yfirlýsing hans nokkuð á óvart, þar sem síðdegis í gær sagðist hann njóta fulls stuðnings til þess að sitja áfram, bæði sem borgarstjóri og varaformaður flokksins. Hann hafði viðurkennt óviðeigandi hegðun í garð kvenna, en sagðist sjálfur vilja taka þátt í að breyta menningunni.

Í dag sagði Jensen hins vegar, samkvæmt frétt DR, að þessi mál kæmu til með að skyggja á stjórnmálastörf hans og því hefði hann tekið ákvörðun um að hætta afskiptum af stjórnmálum. 

Auglýsing

„Ég hefði að sjálfsögðu viljað enda minn pólitíska feril á annan hátt, það segir sig sjálft,“ er haft eftir Jensen, sem hefur verið yfirborgarstjóri í Kaupmannahöfn frá árinu 2010. Áður var hann búinn að sitja á þingi fyrir Sósíaldemókrata í heil 19 ár, þar af sjö ár sem ráðherra. Hann hefur verið varaformaður flokksins frá árinu 2012, en formaðurinn er Mette Frederiksen, forsætisráðherra.

Frederiksen tjáði sig um málið fyrst í gær, eftir að Jensen hafði lýst því yfir að hann hefði stuðning baklandsins til að sitja áfram. Hún sagðist taka málinu alvarlega og að það væri ljóst að það væru vandamál hjá Sósíaldemókrataflokknum hvað þetta varðar. „Því ætlum við að breyta,“ sagði hún í skriflegu svari til Ritzau-fréttaveitunnar í gær. 

Samkvæmt frétt DR var Jensen auðsýnilega óhress með þessar málalyktir og lýsir hann því yfir að hann hafi, sem fyrrverandi dómsmálaráðherra, áhyggjur af stöðu réttarríkisins, sem verði að passa upp á. 

Strauk læri óumbeðinn

Á föstudaginn, 16. október, birtist í Jótlandspóstinum viðtal við Marie Gudme, sem situr í svæðisráði sósíaldemókrata á Kaupmannahafnarsvæðinu og aðra ónafngreinda konu. Gudme lýsti því í samtali við blaðið að Jensen hefði strokið á henni innanvert lærið árið 2012 og sú ónafngreinda sagði svipað atvik hafa átt sér stað árið 2017. Eftir að þetta kom upp á yfirborðið hafa margar konur til viðbótar lýst óviðeigandi hegðun af hálfu Jensen.

Áður hafa svipuð mál tengd Jensen verið til opinberrar umræðu í Danmörku, en árið 2004 og 2011 var hann sakaður um óviðeigandi háttsemi í garð yngri kvenna, í bæði skiptin í tengslum við jólaskemmtanir.

Rétt eins og kórónuveiran rís nú í annarri bylgju víða um heim má segja að önnur bylgja MeToo-byltingarinnar gangi nú yfir Danmörku, en upphaf hennar má rekja til ræðu sem leik- og sjónvarpskonan Sofie Linde hélt við árlega uppskeruhátíð danskra gínara, Zulu Comedy Gala, 6. september síðastliðinn. Þar greindi hún meðal annars frá því að hún hefði, þá átján ára gömul og í upphafi ferils síns hjá DR, orðið fyrir því að þekktur sjónvarpsmaður krafðist þess að hún veitti honum munngælur, annars myndi hann eyðileggja feril hennar.

Í kjölfarið hafa konur í fjölmiðlum og fleiri starfsstéttum stigið fram með allskyns sögur og kynferðisleg áreitni og ofbeldi verið ofarlega á baugi í danskri þjóðmálaumræðu. Á stjórnmálasviðinu urðu þau tíðindi 7. október að Morten Østergaard leiðtogi Radikale Venstre sagði af sér sem flokksformaður, eftir að hafa reynt að leyna því, bæði fyrir flokksfélögum og almenningi, að það hefði verið hann sem hefði sett hönd á læri þingkonunnar Lotte Rod árið 2010, er hún var 25 ára gamall ungliði í flokknum.


Athugasemd ritstjórnar: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt, til að endurspegla skýrar að Jensen hefur játað að hafa hagað sér með óviðeigandi hætti í garð kvenna.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent