Að leggja hönd á læri

Það getur reynst dýrkeypt að leggja hönd á læri manneskju sem ekki kærir sig um slíkt. Og reyna mörgum árum síðar að leyna því. Slíkt athæfi kostaði danskan stjórnmálamann leiðtogasætið í flokki sínum.

Morten Østergaard, fyrrverandi leiðtogi Radikale Venstre í Danmörku.
Morten Østergaard, fyrrverandi leiðtogi Radikale Venstre í Danmörku.
Auglýsing

Síðastliðinn miðvikudag 7. október hélt þingflokkur Radikale Venstre fund. Leiðtogi flokksins Morten Østergaard boðaði til fundarins. Þingflokksfundir teljast sjaldnast til tíðinda en þessi fundur var langt frá því að teljast venjulegur. Þingflokksfundir fara yfirleitt fram í fundarherbergjum í Kristjánsborgarhöll en þannig var það ekki í þetta sinn. Fundur þingflokksins fór fram í Konunglega bókasafninu, skammt frá Kristjánsborg. 

Það var ekki það eina sem var óvenjulegt við þennan fund, hann var mjög langur, stóð í rúma sex klukkutíma. Þetta töldu fréttamenn merki um að eitthvað sérstakt væri á seyði. Sem kom á daginn. Og átti sér aðdraganda.

Fjölmiðlakonan Sofie Linde

Sunnudagskvöldið 6. september sendi danska sjónvarpsstöðin TV2 út skemmtiþáttinn Zulu Comedy Galla, árlega uppskeruhátíð danskra grínara. Kynnir og þáttastjórnandi var Sofie Linde. Sofie þessi Linde er þekkt leikkona, og þáttastjórnandi í heimalandinu, Danmörku. Hún greindi frá því í ávarpi sínu í þessum þætti að þegar hún var fyrir skömmu komin til starfa hjá danska útvarpinu, DR, hefði þekktur sjónvarpsmaður,sem hún nafngreindi ekki, komið til hennar á jólafagnaði starfsmanna og sagt orðrétt: „Hvis du ikke går med ud og sutter min pik, så fucking ødelægger jeg din karriere.“ 

Auglýsing

Þessi hótunarorð þarfnast ekki þýðingar. Sofie Linde sagðist strax hafa sagt nei, en hótun þessa þekkta sjóvarpsmanns hafði hinsvegar engin áhrif á starfsframa Sofie Linde. En frásögn hennar vakti mikla athygli. Daginn eftir útsendingu þáttarins skrifuðu konur sem starfa á TV2 bréf til stuðnings Sofie Linde og á næstu dögum skrifuðu rúmlega 1600 konur, fyrrverandi og núverandi starfsmenn á dönskum fjölmiðlum, undir bréfið. 

Flóðbylgja

Ekki er ofmælt að frásögn Sofie Linde og stuðningsbréfið hafi hrundið af stað flóðbylgju. Stjórnendur fjölmargra, fjölmiðla, fjármálafyrirtækja, verslanasamsteypa og menntastofnana, svo eitthvað sé nefnt, lýstu yfir að þeir myndu bregðast við, til að „uppræta þetta illgresi“ eins og einn forstjóri komst að orði, áreitni gegn konum. Og stjórnmálamennirnir tóku undir. Mest áberandi í þeim hópi voru þingmenn Radikale Venstre. Þeir beindu einkum spjótum sínum að Jeppe Kofod utanríkisráðherra. Ástæða þess er sú að árið 2008, þegar hann var 34 ára, og sat á þingi, sængaði hann hjá 15 ára gamalli stúlku. Þetta gerðist í gleðskap að lokinni ráðstefnu ungra jafnaðarmanna. Jeppe Kofod sagði að framkoma sín hefði verið óafsakanleg, þarna hefði áfengi og dómgreindarleysi tekið völdin.

Samira Nawa, talsmaður Radikale Venstre í jafnréttismálum á danska þinginu, Folketinget, sagði að maður sem hefði sýnt slíkt dómgreindarleysi og notfært sér stöðu sína gagnvart ungri stúlku, ætti ekki að vera utanríkisráðherra Danmerkur. Samira Nawa sagði að Radikale Venstre myndi beita sér fyrir rannsókn á, og reyna að uppræta kynjamisrétti og úrelt viðhorf í garð kvenna, á þinginu. „Við viljum vera í forystu í þessum efnum.“


Þingkonan Lotte Rod    

Þann 16. september greindi Lotte Rod, þingmaður Radikale Venstre opinberlega frá því að áhrifamenn (mænd med magt) í Radikale Venstre og í ungliðahreyfingu flokksins hefðu káfað á sér (taget paa hende) og hún hefði þurft að ýta óvelkominni hönd af lærinu á sér. „Það gerðist árið 2010, ég var þá 25 ára. Og ég gæti nefnt fleiri tilvik.“

Sofie Carsten Nielsen leiðtogi Radikale Venstre sagði frá því að áðurnefndan dag, þann 16. september, hefði Lotte Rod greint sér frá því hvaða maður það væri sem káfaði á lærinu á henni. Hún hefði hinsvegar lofað Lotte Rod að segja ekki frá því hver þessi maður væri. 


Leiðtoginn lofar rannsókn

Á landsfundi Radikale Venstre 19. september, þremur dögum eftir frásögn Lotte Rod af áreitninni, sagði Morten Østergaard að þingflokkurinn yrði að sýna ábyrgð og uppræta allt misrétti og kynferðislega áreitni í flokknum. Þetta þótti landsfundarfulltrúum þunnur þrettándi og margir kröfðust þess að komist yrði til botns í málinu. Ef ekki yrði gert opinbert hver það væri sem hefði á sínum tíma strokið lærið á Lotte Rod lægju allir undir grun og slíkt væri óþolandi. 5. október lýsti Morten Østergaard því yfir að utanaðkomandi aðili yrði fenginn til að rannsaka umfang kynjamisréttis (sexisme) innan Radikale Venstre. 

Í grein sem birtist í Jótlandspóstinum sama dag krafðist Martin Lidegaard, einn þingmanna flokksins, nánari skýringa. Daginn eftir, 6. október, sagði Morten Østergaard að sá sem strauk lærið á Lotte Rod hefði fengið áminningu (påtale). Í viðtali við Ekstra Bladet þennan sama dag sagði Morten Østergaard að sá sem hefði fengið áminninguna gæti vel orðið ráðherra, ef svo bæri undir. Enn hafði ekki verið upplýst hver það var sem strauk lærið á Lotte Rod árið 2010. Þess var hinsvegar ekki langt að bíða að svo yrði. 


Langi fundurinn

Lotte Rod Mynd: NorðurlandaráðMiðvikudaginn 7. október hittist þingflokkur Radikale Venstre á Konunglega bókasafninu, eins og áður var getið. Á fundinum sem stóð í sex klukkustundir gengu þingmenn hart að leiðtoga flokksins, Morten Østergaard, að greina frá því hver það væri sem hefði strokið lærið á Lotte Rod árið 2010 og fengið áminningu. Og gæti, að mati hans, vel orðið ráðherra. Nú átti Morten Østergaard engra kosta völ. Hann greindi þingflokknum frá því að sá sem hefði káfað á læri Lotte Rod væri hann sjálfur. Jafnframt sagði hann af sér sem leiðtogi flokksins. Þegar viðstaddir höfðu náð andanum, eins og einn þingmaðurinn komst að orði, fór fram leiðtogakjör. Sofie Carsten Nielsen fékk 12 atkvæði en Martin Lidegaard, sem einnig bauð sig fram, fékk 4 atkvæði. 

Allan tímann sem fundurinn stóð biðu fréttamenn fyrir utan Konunglega bókasafnið. Seint og um síðir birtist svo Morten Østergaard og greindi frá því að hann hefði sagt af sér sem leiðtogi Radikale Venstre, það væri hann sem hefði strokið lærið á Lotte Rod árið 2010. Aðspurður sagðist Morten Østergaard ekki ætla að segja af sér þingmennsku. Örfáum mínútum síðar var fréttin um afsögnina á forsíðum flestra, ef ekki allra, danskra fjölmiðla. 


Ekki bara lærið á Lotte Rod 

Að morgni föstudagsins 9. október, innan við tveimur sólarhringum eftir afsögnina, birti Morten Østergaard færslu á facebook síðu sinni. Þar greindi hann frá því að auk Lotte Rod hefðu þrjár konur, sem hann nafngreindi ekki, sakað sig um áreitni. Hann tók það fram að hann hefði beðið Lotte Rod afsökunar og hún hefði tekið afsökunarbeiðni hans góða og gilda.

Dette opslag bliver det sidste i lang tid, tror jeg. Mange har undret sig over, at jeg gik så langt og tog så store...

Posted by Morten Østergaard on Friday, October 9, 2020

Skömmu síðar ræddi nýi leiðtoginn Sofie Carsten Nielsen stuttlega við fréttamenn. Hún sagðist í senn vera sorgmædd og reið, hún hefði ekki haft hugmynd um ásakanir þessara þriggja kvenna fyrr en hún sá facebook færsluna frá Morten Østergaard. Þegar einn fréttamannanna spurði hvort  honum yrði vært í flokknum og á þingi fyrtist Sofie Carsten Nielsen við og sagði að þetta væri ekki brýnasta viðfangsefnið þessa stundina.


Viðbrögðin 

Danskir fjölmiðlar hafa síðustu daga fjallað ítarlega um afsögn Morten Østergaard og ástæður hennar. Hvort hann hefði átt, og þurft, að segja af sér. Þótt margir telji að framkoma Morten Østergaard í garð Lotte Rod hafi ekki verið í lagi séu það miklu fremur viðbrögð hans eftir að málið komst í hámæli sem hafi orðið til þess að hann hafi ekki átt annars úrkosti en segja af sér. Það er að segja að hann skyldi beinlínis ljúga að félögum sínum á þingi, og almenningi í blaðaviðtali. Slíkt gangi ekki. 

Um það hversu alvarlegt það sé að strjúka læri óviðkomandi eru skoðanir skiptar. Sumum þykir slíkt alvarlegt en aðrir, ekki síður konur en karlar, segja það ótrúlega viðkvæmni að kippa sér upp við slíkt. Þingmenn hafa, enn sem komið er, lítið viljað tjá sig en einn úr þeirra hópi sagði að það yrði erfitt fyrir Radikale Venstre að reyna að vera í fararbroddi í baráttunni gegn áreitni og kynjamisrétti í þinginu. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar