Vilja sértækar aðgerðir á vinnumarkaði

Sjö greinarhöfundar í Vísbendingu hafa kallað eftir sértækum aðgerðum til þess að bregðast við atvinnuleysi sem hefur náð sögulegum hæðum vegna efnahagsáhrifa kórónuveirunnar.

Sérfræðingarnir hafa ýmsar hugmyndir til að berjast gegn nýlegri aukningu atvinnuleysis.
Sérfræðingarnir hafa ýmsar hugmyndir til að berjast gegn nýlegri aukningu atvinnuleysis.
Auglýsing

Atvinnu­leysi er sam­fé­lags­legt mein og ríkið ætti að bregð­ast við aukn­ingu þess í yfir­stand­andi kreppu með sér­tækum aðgerð­um. Þetta er sam­eig­in­legt álit sjö sér­fræð­inga sem skrifað hafa í viku­rit­inu Vís­bend­ingu frá því að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn náði hingað til lands í mars síð­ast­liðn­um. 

Ýmsir mögu­leikar hafa verið nefnd­ir, þar á meðal hefur því verið velt upp hvort ríkið eigi að tryggja lág­marks­fram­boð af lausum störfum eða hvort Seðla­bank­inn eigi að taka til­lit til atvinnu­leysis í vaxta­á­kvörðun sinni. Hins vegar eru grein­ar­höf­undar ósam­mála um það hvort hækka eigi bætur í grunn­kerfi atvinnu­leys­is­bóta.

Sam­fé­lags­mein

Guðrún Johnsen, hagfræðingur.Í byrjun apríl skrif­aði Guð­rún Johnsen, doktor í hag­fræði og efna­hags­ráð­gjafi VR, um áhrif krepp­unnar sem þá var yfir­vof­andi á vinnu­mark­aðn­um. Hún beindi sér­stak­lega sjónum sínum að félags­legum afleið­ingum atvinnu­leys­is, sem birt­ast í auk­inni tíðni þung­lyndis og alvar­legs kvíða, sem og hærri dán­ar­tíðni. Þessi nei­kvæðu áhrif dreifast svo einnig til fjöl­skyldu­með­lima þeirra sem misst hafa vinn­una, til dæmis eru börn atvinnu­lausra ólík­legri til að mennta sig.

Auglýsing

Daði Már Krist­ó­fers­son hag­fræði­pró­fessor við HÍ minnt­ist einnig á félags­legar afleið­ingar atvinnu­leysis í grein sinni sem birt­ist í Vís­bend­ingu í síð­asta mán­uði. Þar segir Daði atvinnu­leysi vera sam­fé­lags­mein og bætti við að nei­kvæð áhrif þess væru vel þekkt og rann­sök­uð. 

Lang­vinn áhrif fyrir laun­þega, skemmri fyrir vinnu­veit­endur

Sam­kvæmt Guð­rúnu eru áhrif kreppu á laun­þega sem missa vinn­una mun lang­líf­ari en efna­hags­leg áhrif hennar á vinnu­veit­end­ur. Á meðan atvinnu­rek­endur geta rétt úr kútnum til­tölu­lega fljótt eftir að kreppan ríður yfir má gæta nei­kvæðra tekju­á­hrifa meðal þeirra sem misst hafa vinn­una árum eða jafn­vel ára­tugum sam­an.

Katrín Ólafsdóttir, hagfræðilektor við HR.Katrín Ólafs­dótt­ir, hag­fræði­lektor við HR og með­limur pen­inga­stefnu­nefndar Seðla­bank­ans, benti líka á að það gæti teki langan tíma fyrir atvinnu­leysið sjálft að lækka á nýjan leik í grein sem hún skrif­aði í maí síð­ast­liðn­um. Sam­kvæmt henni munu mörg starf­anna sem tap­ast hafa í þess­ari kreppu ekki koma aftur í sömu mynd og því muni ný störf ekki finn­ast strax.

Sér­tækar aðgerðir nauð­syn­legar

Að mati Guð­rúnar er mik­il­vægt að hið opin­bera ein­beiti sér að sér­tækum aðgerðum sem bein­ast að þeim sem á mestri hjálp þurfa að halda í stað almennra aðgerða. Mik­il­vægt sé að halda sam­bandi vinnu­veit­enda og laun­þega, auk þess sem atvinnu­leys­is­bætur ættu að verða hækk­að­ar.

Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA.Anna Hrefna Ingi­mund­ar­dóttir for­maður efna­hags­sviðs SA tók undir með Guð­rúnu í að ráð­ast ætti í sér­tækar aðgerðir á vinnu­mark­aði til að við­halda sam­bandi vinnu­veit­enda og laun­þega í grein sem hún skrif­aði í Vís­bend­ingu í ágúst. Hins vegar er hún ósam­mála um hækkun atvinnu­leys­is­bóta, sem hún telur geta leitt til auk­ins kostn­aðar fyrir rík­is­sjóð, verð­bólgu og auknu atvinnu­leysi. 

Daði Már Krist­ó­fers­son hag­fræði­pró­fessor við HÍ og vara­for­maður Við­reisnar kom þó hækkun bóta til varnar og benti á að fjöldi rann­sókna sýndu fram á að meintu nei­kvæðu áhrifin sem gætu fylgt henni eru minni á sam­drátt­ar­tím­um. 

Hann var hins vegar sama sinnis og Guð­rún og Anna Hrefna um að beita eigi tíma­bundnum sér­tækum aðgerðum til að sporna gegn áhrifum yfir­stand­andi kreppu. 



Fram­lengja tekju­teng­ingu

Daði Már Kristófersson hagfræðiprófessor við HÍ.

Sumar af til­lögum höf­und­anna hafa nú þegar verið fram­kvæmdar af rík­is­stjórn­inni. Í grein eftir Guð­rúnu sem birt­ist í Vís­bend­ingu um miðjan júní mældi hún með því að tíma­bil hluta­bóta­leið­ar­innar og tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta yrði fram­lengt til að koma í veg fyrir greiðslu­vanda íslenskra heim­ila. Anna Hrefna og Daði Már tóku í sama streng og sögðu þau bæði sterk rök hníga að því að fram­lengja hluta­bóta­leið­ina, sem kemur í veg fyrir enn frek­ari upp­sagn­ir.

Ásmundur Einar Daða­son félags­mála­ráð­herra lagði svo fram til­lögur um fram­leng­ingu hluta­bóta­leið­ar­innar og tekju­teng­ingu atvinnu­leys­is­bóta fyrir rík­is­stjórn­ina, sem sam­þykktu þær í lok ágúst­mán­að­ar. 

Hlut­verk seðla­banka

Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum.Ásgeir Brynjar Torfa­son doktor í fjár­málum velti því upp hvort seðla­bankar ættu að líta í meiri mæli til atvinnustigs heldur en verð­stöð­ug­leika þegar vaxta­stig er ákvarðað í grein sem hann skrif­aði í Vís­bend­ingu í maí. Því til stuðn­ings nefndi hann að atvinnu­leysi geti verið dýr­keypt­ara og verra fyrir sam­fé­lagið heldur en lít­ils háttar sveiflu í verð­lag­i. 

Auk þess sagði hann að meiri líkur væru á verð­hjöðnun til skamms tíma heldur en verð­bólgu vegna verð­þró­unar í nágranna­ríkjum okk­ar. Ásgeir benti líka á að teng­ingin milli launa­hækk­ana inn­an­lands og verð­bólgu væru óljós, svo mögu­legt væri að laun gætu hækkað án þess að verð­stöð­ug­leika væri ógn­að.

Atvinnu­fram­boðs­trygg­ing

Ólafur Margeirsson, doktor í hagfræði.Önnur til­laga kom frá Ólafi Mar­geirs­syni doktor í hag­fræði, sem færði rök fyrir því að ríkið ætti mögu­lega að veita svo­kall­aða atvinnu­fram­boðs­trygg­ingu. Sam­kvæmt honum fæli slík trygg­ing í sér að hið opin­bera tryggi nægt fram­boð af atvinnu­mögu­leikum hverju sinni. Hana mætti bera saman við almenna heil­brigð­is­trygg­ingu, sem tryggi lág­marks­fram­boð af heil­brigð­is­þjón­ustu, eða mennta­kerf­ið, sem tryggi lág­marks­fram­boð af mennt­un. 

Með slíkri trygg­ingu yrði séð til þess að verð­mæta­sköpun ætti sér stað þótt eft­ir­spurn eftir vinnu væri lítil meðal einka­fyr­ir­tækja. Í stað þess að atvinnu­lausir eyði tím­anum sínum í atvinnu­leit eða hverfi af vinnu­mark­aði gætu þeir eflt hæfni sína og lagt eitt­hvað af mörkum til sam­fé­lags­ins með því að mæta í vinn­u. 

Að mati Ólafs gæti þetta komið í veg fyrir félags­legu vanda­málin sem fylgja atvinnu­leys­inu, auk þess sem komið yrði í veg fyrir und­ir­boð á vinnu­mark­aði og mis­notkun á starfs­fólki, sem á sér gjarnan stað þegar lítið er um örugg störf.

Ekki reist í sömu mynd

Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við HÍ.Til við­bótar við skamm­tíma­að­gerðir til að sporna við auknu atvinnu­leysi kall­aði Gylfi Zoega hag­fræði­pró­fessor við HÍ og með­limur pen­inga­stefnu­nefndar Seðla­bank­ans eftir því að skapa þurfi umhverfi sem býr til vel launuð störf hér á landi í grein sem birt­ist í Vís­bend­ingu í maí. 

Sam­kvæmt Gylfa glímdi ferða­þjón­ust­an, sem lent hefur verst allra atvinnu­greina í krepp­unni, við of háan kostnað starfs­manna hennar á Íslandi áður ein veiran barst hing­að. Kreppan hafi svo afhjúpað veik­leika þess að vera með lág­launa­grein eins og ferða­þjón­ust­una í hálauna­land­i. 

„Eftir mis­heppn­aða einka­væð­ingu banka og mik­inn vöxt ferða­þjón­ustu er nú lag að skipu­leggja fram í tím­ann hvaða greinum eigi að hlúa að til þess að skapa vel launuð störf í fram­tíð­inni. End­ur­reisn ferða­þjón­ustu í sömu mynd og hún hafði fyrir daga far­sótt­ar­innar er varla æski­leg,“ skrif­aði Gylfi.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar