Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár

Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.

Landsbankinn
Auglýsing

Lands­bank­inn spáir því að lands­fram­leiðsla drag­ist saman um 8,5 pró­sent í ár í nýút­gef­inni hag­spá sinni. Skamm­tíma­horfur bank­ans eru nokkru dekkri en hjá Hag­stof­unni og Seðla­bank­an­um, þótt að gert sé ráð fyrir meiri hag­vexti til lengri tíma í hag­spánni. Bank­inn spáir einnig hærra atvinnu­leysi á næsta ári, auk þess sem vextir verði óbreyttir út árið 2021.

Hjarð­ó­næmi síð­sum­ars

Í spánni er gert ráð fyrir að eitt eða fleiri bólu­efni gegn kór­ónu­veirunni verði sam­þykkt um næstu ára­mót og að Íslend­ingar muni hafa myndað hjarð­ó­næmi síð­sum­ars á næsta ári. Því til stuðn­ings vísar bank­inn til nýlegrar grein­ingar ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­is­ins McK­insey, sem spáði því að lík­leg­ast væri að hjarð­ó­næmi næð­ist á þriðja árs­fjórð­ungi árið 2021 í Banda­ríkj­un­um. 

Sam­kvæmt Lands­bank­anum er lík­legt að þró­unin verði svipuð í öðrum iðn­ríkj­um. Gert er ráð fyrir að þriðja bylgja far­ald­urs­ins verði gengin yfir í lok þessa árs og að efna­hags­starf­semi inn­an­lands verði með nokkuð eðli­legum hætti, eða svipuð og hún var í sum­ar, eftir það, þótt harðar sótt­varn­ar­að­gerðir gildi enn á landa­mær­un­um.

Auglýsing

Hins vegar er ekki gert ráð fyrir almenni­legri fjölgun ferða­manna hér á landi fyrr en um næsta haust, sökum sótt­varn­ar­að­gerða. Gert er ráð fyrir komu um hálfrar millj­ónar ferða­manna í ár, 650.000 á næsta ári, 1,3 milljón árið 2022 og 1,9 milljón 2023

Svart­sýnni til skamms tíma

Kjarn­inn hefur áður fjallað um hag­spá Íslands­banka, sem gefin var út í sept­em­ber­lok. Hag­stofan gerði einnig hag­spá októ­ber­byrj­un, auk þess sem hag­spá fylgdi síð­asta hefti Pen­inga­mála í ágúst­lok. Greina má skýran mun á spám Seðla­bank­ans og Hag­stof­unnar ann­ars vegar og bank­anna tveggja hins veg­ar.

Hagvöxtur á árunum 2020-2022, samkvæmt fjórum greiningaraðilum.

Mun­inn má sjá á mynd hér að ofan, þar sem spá­tölur um  hag­vöxt fyrir árin 2020, 2021 og 2022 eru bornar sam­an. Bank­arnir tveir spá meiri sam­drætti til skamms tíma, en búast þó við að hag­kerfið rétti meira úr kútnum á seinni tveimur árun­um. Sam­kvæmt öllum spám mun lands­fram­leiðslan þó ekki ná að kom­ast á sama stig og hún var á árið 2019 fyrr en í fyrsta lagi árið 2023.

Sömu sögu er að segja um vinnu­mark­að­inn, þar sem Lands­bank­inn spáir 7,8 pró­senta atvinnu­leysi í ár og 8,4 pró­sentum á næsta ári. Eng­inn annar grein­ing­ar­að­ili spáir jafn­háu atvinnu­leysi á næsta ári og Lands­bank­inn, en bank­inn gerir þó ráð fyrir að það minnki fljótt árin 2022 til 2024. 

Óbreyttir vextir út 2021

Sam­kvæmt hag­spá Lands­bank­ans eru frek­ari vaxta­lækk­anir af hálfu Seðla­bank­ans ólík­legar þar sem verð­bólgu­þrýst­ingur hefur skap­ast vegna geng­is­veik­ingar krón­unn­ar. Hækkun vaxta til skamms tíma sé einnig veru­lega ólík­leg, þar sem mik­ill fram­leiðsluslaki sé í hag­kerf­inu um þessar mundir sem end­ur­spegl­ast m.a. í miklu atvinnu­leysi. Bank­inn telur því því að pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands muni halda vöxtum óbreyttum út þetta ár og næsta.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Firra“ að lausnin á kreppunni sé að skerða kjör láglaunafólks
Efling mótmælir orðum framkvæmdastjóra SA harðlega og segir að honum sé nær að biðla til stéttbræðra sinna um að fjárfesta meira í atvinnuþróun eða auka neyslu í stað þess „að vega að verkafólki með laun undir opinberum framfærsluviðmiðum“.
Kjarninn 1. desember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent