Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár

Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.

Landsbankinn
Auglýsing

Landsbankinn spáir því að landsframleiðsla dragist saman um 8,5 prósent í ár í nýútgefinni hagspá sinni. Skammtímahorfur bankans eru nokkru dekkri en hjá Hagstofunni og Seðlabankanum, þótt að gert sé ráð fyrir meiri hagvexti til lengri tíma í hagspánni. Bankinn spáir einnig hærra atvinnuleysi á næsta ári, auk þess sem vextir verði óbreyttir út árið 2021.

Hjarðónæmi síðsumars

Í spánni er gert ráð fyrir að eitt eða fleiri bóluefni gegn kórónuveirunni verði samþykkt um næstu áramót og að Íslendingar muni hafa myndað hjarðónæmi síðsumars á næsta ári. Því til stuðnings vísar bankinn til nýlegrar greiningar ráðgjafafyrirtækisins McKinsey, sem spáði því að líklegast væri að hjarðónæmi næðist á þriðja ársfjórðungi árið 2021 í Bandaríkjunum. 

Samkvæmt Landsbankanum er líklegt að þróunin verði svipuð í öðrum iðnríkjum. Gert er ráð fyrir að þriðja bylgja faraldursins verði gengin yfir í lok þessa árs og að efnahagsstarfsemi innanlands verði með nokkuð eðlilegum hætti, eða svipuð og hún var í sumar, eftir það, þótt harðar sóttvarnaraðgerðir gildi enn á landamærunum.

Auglýsing

Hins vegar er ekki gert ráð fyrir almennilegri fjölgun ferðamanna hér á landi fyrr en um næsta haust, sökum sóttvarnaraðgerða. Gert er ráð fyrir komu um hálfrar milljónar ferðamanna í ár, 650.000 á næsta ári, 1,3 milljón árið 2022 og 1,9 milljón 2023

Svartsýnni til skamms tíma

Kjarninn hefur áður fjallað um hagspá Íslandsbanka, sem gefin var út í septemberlok. Hagstofan gerði einnig hagspá októberbyrjun, auk þess sem hagspá fylgdi síðasta hefti Peningamála í ágústlok. Greina má skýran mun á spám Seðlabankans og Hagstofunnar annars vegar og bankanna tveggja hins vegar.

Hagvöxtur á árunum 2020-2022, samkvæmt fjórum greiningaraðilum.

Muninn má sjá á mynd hér að ofan, þar sem spátölur um  hagvöxt fyrir árin 2020, 2021 og 2022 eru bornar saman. Bankarnir tveir spá meiri samdrætti til skamms tíma, en búast þó við að hagkerfið rétti meira úr kútnum á seinni tveimur árunum. Samkvæmt öllum spám mun landsframleiðslan þó ekki ná að komast á sama stig og hún var á árið 2019 fyrr en í fyrsta lagi árið 2023.

Sömu sögu er að segja um vinnumarkaðinn, þar sem Landsbankinn spáir 7,8 prósenta atvinnuleysi í ár og 8,4 prósentum á næsta ári. Enginn annar greiningaraðili spáir jafnháu atvinnuleysi á næsta ári og Landsbankinn, en bankinn gerir þó ráð fyrir að það minnki fljótt árin 2022 til 2024. 

Óbreyttir vextir út 2021

Samkvæmt hagspá Landsbankans eru frekari vaxtalækkanir af hálfu Seðlabankans ólíklegar þar sem verðbólguþrýstingur hefur skapast vegna gengisveikingar krónunnar. Hækkun vaxta til skamms tíma sé einnig verulega ólíkleg, þar sem mikill framleiðsluslaki sé í hagkerfinu um þessar mundir sem endurspeglast m.a. í miklu atvinnuleysi. Bankinn telur því því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni halda vöxtum óbreyttum út þetta ár og næsta.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent