Vilja að fyrirtæki sem skiluðu ekki umsókn á réttum tíma fái líka uppsagnarstyrki

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar hefur lagt fram frumvarp þar sem fyrirtækjum sem skiluðu ekki umsóknum um svokallaða uppsagnarstyrki í tíma fái samt sem áður styrkina, uppfylli þau önnur skilyrði sem sett voru.

Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Auglýsing

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar hefur lagt fram frumvarp sem á að gefa fleiri fyrirtækjum kost á því að sækja svokallaða uppsagnarstyrki í ríkissjóð. Í frumvarpinu er því haldið fram að krafa um mánaðarleg skil á umsóknum til Skattsins fyrir 20. hvers mánaðar hafi reynst sumum atvinnurekendum erfið. Tímafresturinn hafi reynst óþarflega knappur. „Ábendingar hafa komið fram um að atvinnurekendur, sem uppfylla að öðru leyti skilyrði laganna, hafi ekki náð að skila inn umsóknum í tæka tíð vegna hins skamma skilafrests.“

Meirihluti nefndarinnar, sem samanstendur af þingmönnum stjórnarflokkanna í henni, leggur því til að fyrirtæki sem uppfylli að öðru leyti skilyrðin, en náð ekki að skila unn umsókn innan núgildandi frests, fái samt afgreiðslu á umsókn sinni. Lagt er til að breytingin verði afturvirk frá og með gildistöku laganna, sem var í byrjun júní. 

Mælt verður fyrir málinu á Alþingi síðar í dag. Fyrsti flutningsmaður þess er Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Kjarninn greindi frá því um liðna helgi að samkvæmt síðustu birtu tölum stjórnvalda, sem sýna stöðuna 13. október síðastliðinn, höfðu borist 1.028 umsóknir frá 351 mis­mun­andi rekstr­ar­að­ilum um svo­kall­aða upp­sagn­ar­styrki úr rík­is­sjóði. 

Auglýsing
Sam­an­lögð upp­hæð umsókna er upp á 10,1 millj­arð króna. Ekki er tilgreint hversu stór hluti umsókna hefur verið afgreiddur.

Þegar frum­varp um upp­­­sagn­­­ar­­­styrki var lagt fram um miðjan maí var gert ráð fyrir því að bein útgjöld rík­­­is­­­sjóðs vegna úrræð­is­ins yrðu 27 millj­­­arðar króna. Því er upp­hæðin sem sótt hefur verið um enn sem komið er ein­ungis 37 pró­sent af ætl­aðri upp­hæð. 

Dregið úr gjald­þrotum og eign hlut­hafa varin

Þann 28. apr­íl var til­­­­kynnt um að rík­­­­is­­­­stjórnin ætl­­­­aði að veita ákveðnum fyr­ir­tækj­um, sem hefðu orðið fyrir umfangs­­­­miklu tekju­tapi, eða að minnsta kosti 75 pró­­­sent, styrki til að eyða ráðn­­­­ing­­­­ar­­­­sam­­­­böndum þeirra við starfs­­­­fólk sitt. 

Þegar þessi áform voru kynnt lá ekk­ert frum­varp fyr­ir, ekk­ert kostn­að­­­­ar­­­­mat hafði verið gert opin­bert og engin kynn­ing á áformunum hafði átt sér stað meðal þing­­­­flokka. Fyr­ir­tæki hófu að segja fólki upp í miklu magni strax í kjöl­far­ið, og áður en nýr mán­uðum hæf­ist. 

Frum­varp var svo lagt fram um miðjan maí mánuð og kostn­að­­­­ar­­­­mat kynnt sam­hliða. Það gerði ráð fyrir því að rík­­­­is­­­­sjóður greiði fyr­ir­tækjum sem upp­­­­­­­fylla sett skil­yrði alls 27 millj­­­­arða króna í styrki í ár til að hjálpa þeim að segja upp fólki. 

Yfir­­­­lýst mark­mið var að draga úr fjölda­gjald­­­­þrotum og tryggja rétt­indi launa­­­­fólks. Hlið­­­­ar­á­hrif eru að eign hlut­hafa er var­in. 

Hátt í fjórir millj­arðar króna til Icelandair og tengdra félaga

Upp­­­lýs­ingar um hverjir hafa nýtt sér úrræðið og hversu mik­inn stuðn­­­ing þessir aðilar hafa feng­ið, áttu að birt­­ast á vef Skatts­ins eftir 20. ágúst. Þær voru fyrst birtar snemma í sept­em­ber og upp­færðar í síð­ustu viku með tölum um stuðn­ing vegna launa­kostn­aðar í ágúst­mán­uði lík­a. 

Líkt og áður var Icelandair ehf. það félag sem hefur fengið mest greitt, eða 2.996 millj­ónir króna vegna upp­sagna 1.889 starfs­manna. Flug­leiða­hótel hf., sem eru í 25 pró­sent eigu Icelandair Group, fékk 562 millj­ónir króna vegna upp­sagna á 481 starfs­manni og Iceland Travel, ferða­skrif­stofa að fullu í eigu Icelandair Group fékk 147 millj­ónir króna fyrir að segja upp 82 starfs­mönn­um. 

Þá fékk Flug­fé­lag Íslands, líka að öllu leyti í eigu Icelandair Group, 83 millj­ónir króna tvegna upp­sagna á 41 starfs­manni, og bíla­leiga Flug­leiða fékk 21 milljón króna vegna upp­sagna á alls 27 manns. Sam­tals nema greiðslur til fyr­ir­tækja að öllu leyti eða hluta í eigu Icelandair Group vegna upp­sagn­ar­styrkja því um 3,8 millj­örðum króna.

Bláa lónið fékk 571 milljón króna

Bláa Lónið fékk næst hæstu ein­stöku upp­sagn­ar­styrk­ina, alls um 571 milljón króna vegna upp­sagna 545 manns. Fjórða fyr­ir­tækið sem fékk upp­sagn­ar­styrki yfir hálfri milljón króna var Íslands­hótel hf., sem fékk alls 560 millj­ónir króna fyrir að segja upp alls 468 starfs­mönn­um. 

Hótel eru raunar fyr­ir­ferða­mikil á list­an­um. Centerhotels fékk 243 millj­ónir króna, Foss­hótel 154 millj­ónir króna, Kea­hótel 135 millj­ónir króna og Hótel Saga 114 millj­ónir króna.

Rútu­fyr­ir­tækið Allra­handa, sem rekur vöru­merkin Grey Line og Air­port Express, fékk 184 millj­ónir króna og tvö félög tengd Kynn­is­ferð­um, sem reka vöru­merkið Reykja­vik Exc­ursions, fengu sam­tals um 175 millj­ónir króna.

Önnur fyr­ir­tæki á list­anum sem fengu yfir 100 millj­ónir króna eru öll tengd ferða­þjón­ustu með einum eða öðrum hætti.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Frá aðdáun til andófs í álfu strangra takmarkana
Í Eyjaálfu hefur „núllstefnan“ í baráttunni við kórónuveiruna skilað eftirtektarverðum árangri og engin smit hafa greinst í nokkrum ríkjum. Eftir að smitum fjölgaði í Ástralíu og útgöngubann var sett á fannst mörgum nóg komið.
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent