Vilja að fyrirtæki sem skiluðu ekki umsókn á réttum tíma fái líka uppsagnarstyrki

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar hefur lagt fram frumvarp þar sem fyrirtækjum sem skiluðu ekki umsóknum um svokallaða uppsagnarstyrki í tíma fái samt sem áður styrkina, uppfylli þau önnur skilyrði sem sett voru.

Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Auglýsing

Meiri­hluti efna­hags- og við­skipta­nefndar hefur lagt fram frum­varp sem á að gefa fleiri fyr­ir­tækjum kost á því að sækja svo­kall­aða upp­sagn­ar­styrki í rík­is­sjóð. Í frum­varp­inu er því haldið fram að krafa um mán­að­ar­leg skil á umsóknum til Skatts­ins fyrir 20. hvers mán­aðar hafi reynst sumum atvinnu­rek­endum erf­ið. Tíma­frest­ur­inn hafi reynst óþarf­lega knapp­ur. „Ábend­ingar hafa komið fram um að atvinnu­rek­end­ur, sem upp­fylla að öðru leyti skil­yrði lag­anna, hafi ekki náð að skila inn umsóknum í tæka tíð vegna hins skamma skila­frests.“

Meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar, sem sam­anstendur af þing­mönnum stjórn­ar­flokk­anna í henni, leggur því til að fyr­ir­tæki sem upp­fylli að öðru leyti skil­yrð­in, en náð ekki að skila unn umsókn innan núgild­andi frests, fái samt afgreiðslu á umsókn sinni. Lagt er til að breyt­ingin verði aft­ur­virk frá og með gild­is­töku lag­anna, sem var í byrjun jún­í. 

Mælt verður fyrir mál­inu á Alþingi síðar í dag. Fyrsti flutn­ings­maður þess er Óli Björn Kára­son, for­maður efna­hags- og við­skipta­nefndar og þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Kjarn­inn greindi frá því um liðna helgi að sam­kvæmt síð­ustu birtu tölum stjórn­valda, sem sýna stöð­una 13. októ­ber síð­ast­lið­inn, höfðu borist 1.028 umsóknir frá 351 mis­­mun­andi rekstr­­ar­að­ilum um svo­­kall­aða upp­­sagn­­ar­­styrki úr rík­­is­­sjóð­i. 

Auglýsing
Sam­an­lögð upp­­hæð umsókna er upp á 10,1 millj­­arð króna. Ekki er til­greint hversu stór hluti umsókna hefur verið afgreidd­ur.

Þegar frum­varp um upp­­­­sagn­­­­ar­­­­styrki var lagt fram um miðjan maí var gert ráð fyrir því að bein útgjöld rík­­­­is­­­­sjóðs vegna úrræð­is­ins yrðu 27 millj­­­­arðar króna. Því er upp­­hæðin sem sótt hefur verið um enn sem komið er ein­ungis 37 pró­­sent af ætl­­aðri upp­­hæð. 

Dregið úr gjald­­þrotum og eign hlut­hafa varin

Þann 28. apr­íl var til­­­­­kynnt um að rík­­­­­is­­­­­stjórnin ætl­­­­­aði að veita ákveðnum fyr­ir­tækj­um, sem hefðu orðið fyrir umfangs­­­­­miklu tekju­tapi, eða að minnsta kosti 75 pró­­­­sent, styrki til að eyða ráðn­­­­­ing­­­­­ar­­­­­sam­­­­­böndum þeirra við starfs­­­­­fólk sitt. 

Þegar þessi áform voru kynnt lá ekk­ert frum­varp fyr­ir, ekk­ert kostn­að­­­­­ar­­­­­mat hafði verið gert opin­bert og engin kynn­ing á áformunum hafði átt sér stað meðal þing­­­­­flokka. Fyr­ir­tæki hófu að segja fólki upp í miklu magni strax í kjöl­far­ið, og áður en nýr mán­uðum hæf­ist. 

Frum­varp var svo lagt fram um miðjan maí mánuð og kostn­að­­­­­ar­­­­­mat kynnt sam­hliða. Það gerði ráð fyrir því að rík­­­­­is­­­­­sjóður greiði fyr­ir­tækjum sem upp­­­­­­­­­fylla sett skil­yrði alls 27 millj­­­­­arða króna í styrki í ár til að hjálpa þeim að segja upp fólki. 

Yfir­­­­­lýst mark­mið var að draga úr fjölda­gjald­­­­­þrotum og tryggja rétt­indi launa­­­­­fólks. Hlið­­­­­ar­á­hrif eru að eign hlut­hafa er var­in. 

Hátt í fjórir millj­­arðar króna til Icelandair og tengdra félaga

Upp­­­­lýs­ingar um hverjir hafa nýtt sér úrræðið og hversu mik­inn stuðn­­­­ing þessir aðilar hafa feng­ið, áttu að birt­­­ast á vef Skatts­ins eftir 20. ágúst. Þær voru fyrst birtar snemma í sept­­em­ber og upp­­­færðar í síð­­­ustu viku með tölum um stuðn­­ing vegna launa­­kostn­aðar í ágúst­mán­uði lík­­a. 

Líkt og áður var Icelandair ehf. það félag sem hefur fengið mest greitt, eða 2.996 millj­­ónir króna vegna upp­­­sagna 1.889 starfs­­manna. Flug­­­leiða­hótel hf., sem eru í 25 pró­­sent eigu Icelandair Group, fékk 562 millj­­ónir króna vegna upp­­­sagna á 481 starfs­­manni og Iceland Tra­vel, ferða­­skrif­­stofa að fullu í eigu Icelandair Group fékk 147 millj­­ónir króna fyrir að segja upp 82 starfs­­mönn­­um. 

Þá fékk Flug­­­fé­lag Íslands, líka að öllu leyti í eigu Icelandair Group, 83 millj­­ónir króna tvegna upp­­­sagna á 41 starfs­­manni, og bíla­­leiga Flug­­­leiða fékk 21 milljón króna vegna upp­­­sagna á alls 27 manns. Sam­tals nema greiðslur til fyr­ir­tækja að öllu leyti eða hluta í eigu Icelandair Group vegna upp­­sagn­­ar­­styrkja því um 3,8 millj­­örðum króna.

Bláa lónið fékk 571 milljón króna

Bláa Lónið fékk næst hæstu ein­­stöku upp­­sagn­­ar­­styrk­ina, alls um 571 milljón króna vegna upp­­­sagna 545 manns. Fjórða fyr­ir­tækið sem fékk upp­­sagn­­ar­­styrki yfir hálfri milljón króna var Íslands­­hótel hf., sem fékk alls 560 millj­­ónir króna fyrir að segja upp alls 468 starfs­­mönn­­um. 

Hótel eru raunar fyr­ir­­ferða­­mikil á list­an­­um. Center­hot­els fékk 243 millj­­ónir króna, Foss­hótel 154 millj­­ónir króna, Kea­hótel 135 millj­­ónir króna og Hótel Saga 114 millj­­ónir króna.

Rút­u­­fyr­ir­tækið Allra­handa, sem rekur vöru­­merkin Grey Line og Air­port Express, fékk 184 millj­­ónir króna og tvö félög tengd Kynn­is­­ferð­um, sem reka vöru­­merkið Reykja­vik Exc­­ursions, fengu sam­tals um 175 millj­­ónir króna.

Önnur fyr­ir­tæki á list­­anum sem fengu yfir 100 millj­­ónir króna eru öll tengd ferða­­þjón­­ustu með einum eða öðrum hætti.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Rithöfundaspjall: Sagnaheimur og „neðanmittisvesen“
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent