34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim

Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.

Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
Auglýsing

Í mars var lagt fram frum­varp sem mark­aði fyrstu skref sitj­andi rík­is­stjórnar í við­brögðum hennar við þeim efna­hags­þreng­ingum sem COVID-19 far­ald­ur­inn myndi leiða af sér. Hug­myndin á bak­við frum­varpið var að það gæti mögu­lega hjálpað til við að vernda ráðn­ing­ar­sam­bönd og letja fyr­ir­tæki til að reka fólk vegna fyr­ir­sjá­an­legra efna­hags­þreng­inga gegn því að ríkið myndi greiða hluta launa þeirra tíma­bund­ið. Í dag er hug­myndin fyrst og síð­ast þekkt sem hluta­bóta­leið­in. 

Þegar frum­varpið var lagt fram kom fram í grein­ar­gerð þess, sem er dag­sett 13. mars, að um þús­und manns myndu nýta sér úrræðið og að kostn­aður vegna þess yrði um 755 millj­ónir króna. Þegar leiðin var lög­fest viku síðar höfðu sviðs­myndir breyst hratt og sú versta gerði ráð fyrir því að tíu þús­und manns myndu nýta leið­ina. Það myndi kosta rík­is­sjóð 6,4 millj­arða króna. 

Degi síðar kynnti rík­is­stjórnin fyrsta aðgerð­ar­pakka sinn og þá var kostn­að­ur­inn við hluta­bóta­leið­ina áætl­aður 22 millj­arðar króna. 

Í mars og apríl nýttu rúm­lega 37 þús­und manns sér leið­ina og í gær voru atkvæði greidd á Alþingi um að fram­lengja hana út ágúst, með breyttu sniði. Nú áætla stjórn­völd að kostn­aður vegna leið­ar­innar verði 34 millj­arðar króna, en gild­is­tími hennar var í gær fram­lengdur með breyt­ingum út ágúst­mán­uð. Þær breyt­ingar sem gerðar voru fela meðal ann­ars í sér að í júlí og ágúst verða hámarks­greiðslur úr opin­berum sjóðum 50 pró­sent af greiddum launum í stað 75 pró­sent. Auk þess mega þau fyr­ir­tæki sem nýta sér leið­ina ekki ætla að greiða arð, kaupa eigin bréf, greiða óum­samda bónusa eða borga helstu stjórn­endum yfir þrjár millj­ónir á mán­uði í tvö ár.

Fjöldi þeirra sem nýttu sér leið­ina hefur 37fald­ast frá fyrsta mati og upp­hæðin sem hún á að kosta 45fald­ast.

Rík­is­end­ur­skoðun stígur inn í

Á mið­viku­dag, þegar vel­ferð­ar­nefnd var að ljúka umfjöllun sinni um fram­leng­ingu hluta­bóta­leið­ar­inn­ar, óskaði Rík­is­end­ur­skoðun eftir því að fá að koma á fund nefnd­ar­inn­ar. Ástæðan reynd­ist vera sú að stofn­unin hafði, að eigin frum­kvæði, fram­kvæmt úttekt á hluta­bóta­leið­inni og skýrsla um nið­ur­stöðu hennar var til­bú­in. Rík­is­end­ur­skoðun vildi kynna hana fyrir vel­ferð­ar­nefnd áður en að áfram­hald leið­ar­innar yrði ákveð­ið. 

Þegar skýrslan var svo birt opin­ber­lega, síð­degis á fimmtu­dag, kom í ljós af hverju. Rík­is­end­ur­skoðun telur að hluta­bóta­leiðin hafi verið mis­notuð á marg­hátt­aðan máta. Fyr­ir­tæki sem búa að öfl­ugum rekstri og traustum efna­hag hafi til að mynda nýtt sér hana án þess að þau hafi orðið fyrir veru­legum skakka­föll­um. Sum þeirra eiga tugi, jafn­vel hund­ruð, millj­arða króna í eigið fé og eru í afar arð­bærum rekstri.

Auglýsing
Opinberir aðilar eins og sveit­ar­fé­lög og Íslands­póst­ur, settu starfs­menn á leið­ina án þess að lög­skýr­ing­ar­gögn hafi borið það með sér að það væri ætl­un­in. Ýmsir launa­greið­endur breyttu launa­seðlum sínum eftir á til að sýn­ast vera með hærri laun en áður til að ná hærri greiðslum út úr rík­is­sjóði. Sum fyr­ir­tæki sögðu fólki á hluta­bóta­leið­inni upp, og báru fyrir sig að ráð­gjöf þess efnis hefði komið frá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins, sem var ber­sýni­lega ekki í anda þess að við­halda ráðn­ing­ar­sam­bandi. Þá kom fram í skýrsl­unni að Vinnu­mála­stofnun hefði fengið ábend­ingar um að sum fyr­ir­tæki sem nýttu leið­ina væru að láta starfs­menn skila meira vinn­u­fram­lagi en lækkað starfs­hlut­­fall sagði til um og að starfs­hlut­­fall ein­stak­l­inga hafi verið lækkað aft­­ur­­virkt án þess að sú hafi verið raun­in.

Sam­an­dregið er uppi marg­hátt­aður rök­studdur grunur um að fjár­munir hafi verið sviknir út úr rík­is­sjóði. Eft­ir­lit með nýt­ingu leið­ar­innar hefur enda verið nær ekk­ert fram til þessa. 

Skoðun Rík­is­end­ur­skoð­un­ar, og ástæða þess að stofn­unin ákvað að mæta á fund vel­ferð­ar­nefnd­ar, er að brýnt sé að eft­ir­lit sé haft með nýt­ingu rík­is­fjár og að stað­inn sé vörður um hags­muni rík­is­sjóðs þegar tugum millj­arða króna er ráð­stafað úr honum í leið eins og hluta­bóta­leið­ina. 

Þegar fram­hald hluta­bóta­leið­ar­innar var sam­þykkt á Alþingi í gær var það ekki gert í miklum ein­hug. Ein­ungis 27 þing­menn af 63 greiddu atkvæði með frum­varp­inu. Aðrir greiddu ekki atkvæði eða voru fjar­stadd­ir. Allir þing­menn stjórn­ar­and­stöðu­flokka sem voru í þing­sal þegar atkvæða­greiðslan fór fram sátu hjá 

Styrkir veittir til að segja upp fólki

Rúmum mán­uði eftir að hluta­bóta­leiðin var sam­þykkt sem leið til að við­halda ráðn­ing­ar­sam­bandi, nánar til­tekið 28. apr­íl, var til­kynnt um að rík­is­stjórnin ætl­aði að veita ákveðnum fyr­ir­tækj­um, sem hefðu orðið fyrir umfangs­miklu tekju­tapi, styrki til að eyða ráðn­ing­ar­sam­böndum þeirra við starfs­fólk sitt. Þegar þessi áform voru kynnt lá ekk­ert frum­varp fyr­ir, ekk­ert kostn­að­ar­mat hafði verið gert opin­bert og engin kynn­ing á áformunum hafði átt sér stað meðal þing­flokka. Fyr­ir­tæki hófu að segja fólki upp í bíl­förmum strax í kjöl­far­ið, og áður en nýr mán­uðum hæf­ist. 

Frum­varp var svo lagt fram um miðjan maí mánuð og kostn­að­ar­mat kynnt sam­hliða. Það gerir ráð fyrir því að rík­is­sjóður greiði fyr­ir­tækjum sem upp­fylla sett skil­yrði alls 27 millj­arða króna í styrki til að hjálpa þeim að segja upp fólki. Yfir­lýst mark­mið er að draga úr fjölda­gjald­þrotum og tryggja rétt­indi launa­fólks. Hlið­ar­á­hrif eru að eign hlut­hafa er var­in. 

Það kom mörgum á óvart að verka­lýðs­hreyf­ingin studdi þessa hug­mynd, að skattfé færi í greiðslu launa á upp­sagn­ar­fresti. Það gerði þó til dæmis Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) í umsögn um það. Í gær­morgun urðu vend­ingar í þeim stuðn­ingi þegar Drífa Snædal, for­seti ASÍ, birti reglu­legan föstu­dag­spistil sinn þar sem hún sagði að stuðn­ingur við frum­varp­ið, sem kjósa átti um síðar sama dag, væri ekki skil­yrð­is­laus. Það væri skil­yrði af hálfu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar að þegar fyr­ir­tækin tækju við sér, yrði fólk end­ur­ráðið sam­kvæmt starfs­ald­urs­röð á sömu kjörum og það var á. „Ekk­ert þess­ara atriða hefur ratað inn í frum­varpið í með­förum þings­ins á þessum tíma­punkti. Því er ljóst að fyr­ir­tæki geta sagt fólki upp og end­ur­ráðið á lak­ari kjörum og sleppt því að end­ur­ráða starfs­fólk sem hefur áunnið sér starfs­ald­urstengd rétt­indi. Ef frum­varpið nær fram að ganga í þess­ari mynd gæti það leitt til mestu kjara­skerð­ingar síð­ari tíma með stuðn­ingi lög­gjafans. Við höfum sent þing­mönnum bréf með ítrek­uðum kröfum og átt milli­liða­laust sam­tal við þing­menn í dag. Ég ætl­ast til þess af þing­mönnum og öllum þeim sem geta látið rödd sína heyr­ast að þau tryggi að þetta stór­slys verði ekki að veru­leika.“

Inn­grip ASÍ hafði afleið­ing­ar. Á end­anum var sam­þykkt breyt­ing­ar­til­laga frá efna­hags- og við­skipta­nefnd þess efnis að komi til ráðn­ingar starfs­fólks að nýju innan sex mán­aða frá upp­sagn­ar­degi skuli launa­maður halda þeim kjörum sem hann hafði þegar til upp­sagnar kom í sam­ræmi við ráðn­ing­ar­samn­ing.“

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­mála­ráð­herra, setti stöðu­færslu á Twitter um málið seint í gær, áður en að kosið var um frum­varp­ið. Þar sagði hann það „furðu­leg­t þegar sagt er að frum­varpið hvetji til upp­sagna.“ 

Kosið var um frum­varpið í gær, rúmum tveimur mán­uðum eftir að hluta­bóta­leiðin kom fyrst fram á svið­ið, og það sam­þykkt.

Á þeim tveimur mán­uðum hefur því ríkið skuld­bundið sig til að eyða 34 millj­örðum króna til að við­halda ráðn­ing­ar­sam­böndum og 27 millj­örðum króna til að eyða þeim hjá fyr­ir­tækjum sem orðið hafa fyrir að minnsta kosti 75 pró­sent tekju­fall­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar